Morgunblaðið - 04.02.2006, Síða 57

Morgunblaðið - 04.02.2006, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 57 KIRKJUSTARF Meðvirkni í Grensáskirkju FIMMTUDAGINN 9. febrúar 2006 verður fræðsla um meðvirkni á veg- um vina í bata og 12 sporafara and- lega ferðalagsins í Grensáskirkju kl. 20– 22. Boðið verður upp á fræðslu, fyr- irspurnir og umræður. Margrét Eggertsdóttir verður með fræðsluna en hún er einn upphafs- og forvígismaður hins öfluga 12 spora starfs sem nú er unnið í mörg- um kirkjum. Allir hjartanlega vel- komnir. Á undan fræðslunni er hversdags- messa í Grensáskirkju kl. 19–19.45, einföld og hlýleg helgistund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlist. Þangað eru einnig allir vel- komnir. Leyfðu þér að njóta upp- byggilegrar kvöldstundar. Aðalfundur Safnaðarfélags Grafarvogskirkju AÐALFUNDUR Safnaðarfélags Grafarvogskirkju verður haldinn mánudaginn 6. febrúar kl. 20 í safn- aðarsal kirkjunnar. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf: Skýrsla stjórnar. Endurskoðaðir reikn- ingar. Kosning stjórnar. Önnur mál. ,,Mín trú er mitt einkamál“. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir ræðir um hugmyndir er hún velti fyrir sér í námsdvöl sinni í Uppsölum sl. vetur. Kaffiveitingar og fyrirspurnir. Allir velkomnir. Stjórnin. Fundur með fermingarbörnum Selfosskirkju ÞRIÐJUDAGINN 7. febrúar kl. 17 verður haldinn í Selfosskirkju fund- ur með fermingarbörnum vorsins 2006. Unnur Ýr Kristjánsdóttir, fræðslu- og skólastjóri Tollskóla ríkisins, sendir til okkar tollvörð, sem ræðir um voðann af völdum fíkniefna og raunhæfar vímuefna- varnir. Í fylgd með tollverðinum er fíkniefna-leitarhundur og er ekki að efa, að þessi samvera í kirkjunni verður öllum viðstöddum lærdóms- rík og eftirminnileg. Ég hvet öll þau börn, sem ganga til spurninga í Selfosskirkju í vetur, til þess að koma á fundinn. Sr. Gunnar Björnsson. Léttmessa í Árbæjarkirkju Í FYRSTU léttmessu þessa árs, sunnudaginn 5. febrúar kl. 20, syng- ur gospelkór Árbæjarkirkju. Undir- leik annast: Egill Antonsson á píanó, Sigurjón Alexandersson á gítar og Benedikt Brynleifsson á trommur. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og flytur hugvekju. Eftir messuna verða síðan veitingar í safn- aðarheimili kirkjunnar. Ekki van- rækja andlegu hliðina. Láttu sjá þig í léttmessu. Æðruleysismessa í Hafnarfjarðarkirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 5. febrúar kl. 20.00 fer fram æðruleysismessa í Hafnarfjarðarkirkju. Prestar eru sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Ólafur Jens Sigurðsson. Ingólfur Steinsson ritstjóri segir frá reynslu sinni og les frumsamin ljóð. Tónlistarflutn- ingur verður á léttum og björtum nótum hljómsveitarinnar Gleði- gjafa. Þrír A-hópar sækja nú vikulega fundi í Vonarhöfn, safnaðarheimili Strandbergs, og eru mjög ánægðir og þakklátir fyrir þá aðstöðu og all- an stuðning kirkjunnar við þýðing- armikið mannræktarstarf AA- samtakanna. Þess er vænst að AA- menn, fjölskyldur þeirra og velunn- arar sæki æðruleysismessuna á sunnudagskvöldið kemur í Hafn- arfjarðarkirkju. Hún er öllum opin og eftir hana er boðið upp á kvöld- hressingu í safnaðarheimilinu Strandbergi. Gestaprédikari í Kefas SUNNUDAGINN 5. febrúar verður Steven L. Shelley gestaprédikari í Kefas. Hann er mikill Ísraelsvinur og ætlar að fjalla um hebreskar ræt- ur trúar okkar. Lofgjörðin verður á ísraelskum nótum í samræmi við þema ræðunnar. Samkoman hefst kl. 14.00. Barnastarf á samkomu- tíma og kaffisala á eftir. Allir vel- komnir. Fyrirlestur í Landakoti um helgimyndlist AUÐUR Ólafsdóttir, listfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, flyt- ur erindi mánudaginn 6. febrúar í safnaðarheimili kaþólskra á Há- vallagötu 16: Kristur; dómari, frelsari eða mannssonur? – Kristsmyndin og þróun hennar í myndlist frá tákn- myndum í neðarjarðargrafhýsum Rómar til 20. aldar listaverka. Fyrirlestur Auðar mun aug- ljóslega vekja mikla athygli þar sem hún notar ríkulegt myndefni til að gefa áhugasömum innsýn í sögu og þróun helgimyndlistarinnar. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.00 og er aðgangur ókeypis og öllum heim- ill. Logos – námskeið LOGOS opnar þér nýja sýn! er níu vikna námskeið sem hefst 6. febrúar og lýkur 27. mars. Námskeiðið verð- ur á mánudagskvöldum í Kross- inum, Hlíðasmára 5–7 í Kópavogi. Markmið námskeiðisins er að fólk öðlist þekkingu og dýpri skilning á þeim viðfangsefnum sem fjallað er um, átti sig betur á hvar við erum stödd í tímanum og kynnist mik- ilvægum atriðum sem tengjast á einn eða annan hátt kristinni trú. Námskeiðið er uppbyggjandi, fræðandi, skemmtilegt og opnar mönnum nýja sýn. Kennarar á námskeiðinu eru: Sr. Þórhallur Heimisson, Snorri Ósk- arsson, Hafliði Kristinsson, Gunnar Þorsteinsson, Kjartan Jónsson, dr. Sveinbjörn Gizurarson og Halldór Lárusson. Efnisflokkarnir sem fjallað er um eru: Er Guð til? Spádómar Biblíunn- ar, Þróun/Sköpun, Spíritismi, Bibl- ían vs. Kóraninn, Ísrael, Villitrúar- reglur, Er Helvíti heitt? Síðustu tímar. Þátttaka á námskeiðinu er öllum opin. Skráning er á www.kross- inn.is/logos, netfangið er logos- @krossinn.is og skráningarsíminn er 694 4150. Stoppleikhópurinn í Seltjarnarneskirkju FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA kl. 11. Mikill söngur, biblíusaga og bæn. Organisti Pavel Manasek. Stoppleikhópurinn kemur í heim- sókn með eina af sínum frábæru sýningum. Sýnt verður brúðu- leikritið „Sigga og skessan í fjall- inu“ sem fjallar um vináttu og kær- leika. Sagan er eftir Herdísi Egilsdóttur en leikgerðin er í hönd- um Stoppleikhópsins. Leikarar: Eggert Kaaber og Katrín Þorkels- dóttir. Sýningin er kirkjugestum að sjálfsögðu að kostnaðarlausu. Sr. Arna Grétarsdóttir og leiðtog- ar sunnudagaskólans. Verið hjart- anlega velkomin. Sorgarhópur í Grafarvogskirkju FYRIRLESTUR um sorg og sorg- arviðbrögð verða þriðjudaginn 7. febrúar kl. 20. Fyrirlesari er séra Guðrún Eggertsdóttir sjúkra- húsprestur. Eftir fyrirlesturinn verður skráning í hóp sem mun starfa næstu þriðjudaga fram til 11. apríl. Hóparnir eru í umsjón séra Önnu Sigríðar Pálsdóttur. Grafarvogskirkja. Kvöldguðsþjónusta í Grafarvogskirkju KVÖLDGUÐSÞJÓNUSTA með léttu ívafi verður í Grafarvogs- kirkju sunnudagskvöldið 5. febrúar kl. 20. Prestur séra Lena Rós Matth- íasdóttir. Hjónin Eyþór Gunnarsson og Ellen Kristjánsdóttir munu sjá um tónlistina. Grafarvogskirkja. Gestir í Vídalínskirkju MIKIÐ verður um að vera í kirkjum Garðasóknar um helgina. Í fjöl- skylduguðsþjónustunni í Vídalíns- kirkju kl. 11 kemur Leikbrúðuland í heimsókn og sýnir ævintýrið um Selinn Snorra sem flestir þekkja. Helga Steffensen stjórnar. Sunnu- dagaskólinn verður með í guðsþjón- ustunni, en einnig kemur Skólakór Hofsstaðaskóla í heimsókn og syng- ur undir stjórn Unnar Þorgeirs- dóttur. Nýtt efni fyrir sunnudaga- skólann var tekið í notkun eftir áramót, en Rannveig Káradóttir og Hjördís Rós Jónsdóttir stjórna sunnudagaskólanum af röggsemi, enda mikil gleði ríkjandi meðal þátttakenda, barna og fullorðinna. Að lokinni fjölskylduguðsþjónust- unni verður hollustan höfð í fyr- irrúmi og boðið upp á hressingu í anda „orkuátaks Latabæjar“ í safn- aðarheimilinu. Fyrir þá sem frekar kjósa hefð- bundið helgihald verður messa í Garðakirkju kl. 14. Þar leiðir kór Vídalínskirkju safnaðarsönginn að venju. Organisti í báðum athöfnum er Jóhann Baldvinsson, en sr. Frið- rik J. Hjartar sér um prestsþjón- ustuna. Þá er einnig vert að minna á sunnudagaskólann í Bessa- staðasókn, sem er hvern sunnudag kl. 11 í sal Álftanesskóla. Friðrik J. Hjartar. Fræðslumorgnar hefjast að nýju í Hallgrímskirkju NÆSTKOMANDI sunnudag, 5. febrúar kl. 10, hefjast að nýju fræðslumorgnar í Hallgrímskirkju, eftir áramótahlé. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson mun þá ræða efnið: Hvað er kristinn trúarskilningur? Hugtakið trú og merking þess að kristnum skilningi virðist oftar en ekki óljós og notkun hugtaksins þar af leiðandi fljótandi bæði í samræðum manna á milli og einnig í fjölmiðlum. Dr. Sigurjón Árni mun í fyr- irlestri sínum ræða um sérstöðu trúarhugtaksins að kristnum skiln- ingi með áherslu á evangelísk- lútherskan skilning á hugtakinu. Á stórmarkaði trúarbragðanna á Vesturlöndum er mikilvægt fyrir kristna menn að gera sér grein fyrir grundvallaratriðum eins og hér um ræðir. Kl. 11 hefst síðan messa í umsjá séra Sigurðar Pálssonar og barna- starf í umsjá Magneu Sverrisdóttur djákna. Organisti við messuna er Björn Steinar Sólbergsson og fé- lagar úr Mótettukór Hallgríms- kirkju munu leiða sönginn. Virk hlustun í sambúð ÁSTÆÐA er til að vekja athygli á sérstöku hjóna- og sambúð- arnámskeiði sem haldið verður í Laugarneskirkju sunnudaginn 12. febrúar milli kl. 13 og 16. Þar munu hjónin Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Valdís Ösp Ív- arsdóttir, fíkni- og fjölskylduráð- gjafi, halda námskeið og kynningu á sérstöku vinnukerfi sem hannað er til þess að gera góð sambönd betri. Stofnaðir verða parahópar sem hittast í heimahúsum með 6–8 vikna millibili og vinna tiltekin verkefni. Um er að ræða verkefnakerfi sem var búið til fyrir 25 árum í Minesota- ríki í BNA af tveimur fagaðilum, þar sem pör eru æfð í virkri hlustun og samtali um helstu viðfangsefni sambúðar og hjónabands. Hér er ekki á ferðinni „krísu- vinna“, eða tæki til að bjarga fólki úr einhverjum rústum, heldur að- ferðir til að dýpka og auka gæði í samskiptum sem þegar eru heil- brigð. Tekið skal fram að aldur og kynhneigð er aukaatriði. Kynningarnámskeiðið verður haldið í safnaðarheimili Laugarnes- kirkju. Farið verður yfir fram- kvæmd námskeiðisins og tilgang efnisins sem er verið að nota og út- skýrt hvaða hugsun liggur að baki. Þar munu hópar sem þegar eru að störfum mæta og greina frá reynslu sinni auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis og þau sem langar að nýta sér þetta vinnukerfi fá leiðsögn um framhaldið. Hinir fara heim reynsl- unni ríkari og með margar góðar hugmyndir og umræðuefni í far- teskinu. Bæn og bænheyrsla dags og að kvöldi í Frí- kirkjunni í Reykjavík BARNAGUÐSÞJÓNUSTA kl. 14. Þema dagsins er bænin. Helgisaga, söngvar og Biblíumyndir. Barn bor- ið til skírnar. Anna Sigga og Carl Möller sjá um tónlistina, en Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina. Andabrauð í lokin ásamt kaffi og djús í anddyrinu hjá Nöndu kirkju- vörðu. Kvöldmessa kl. 20.00. Þema kvöldsins er bænin, bænheyrsla og kraftaverk. Við syngjum mikið með Önnu Siggu, Carli Möller og Frí- kirkjukórnum. Altarisganga. Stundina leiðir Ása Björk Ólafs- dóttir. Messukaffi eftir messuna í safn- aðarheimilinu að Laufásvegi 13, í umsjá Lovísu okkar. Njótum heild- arsamveru í kirkjustarfinu. Morgunblaðið/Arnaldur Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á 12 borðum fimmtu- daginn 2. febrúar. Meðalskor 220. NS Elís Kristjánsson - Páll Ólason 293 Eysteinn Einarsson - Jón Stefánsson 256 Jóna Kristjánsdóttir -Sveinn Jensson 249 Aðalbjörn Benedikts. - Leifur Jóhanness 243 AV Sigurður Gunnl.s. - Sigurpáll Árnason 275 Sigm. Stefánsson - Stefán Friðbjarnars. 274 Sigtryggur Ellertss -Ernst Backmann 245 Gróa Guðnadóttir - Unnar Guðm.s. 243 Spilað alla mánu- og fimmtudaga kl. 13. Eldri borgarar Gjábakka Ágæt þátttaka var sl. föstudag en betur má ef duga skal. Spilað var á 7 borðum og urðu úrslitin þessi í N/S: Auðunn Guðmss. - Bragi Björnsson 187 Lárus Hermannss. - Ólafur Lárusson 185 Helga Helgad. - Einar Einarsson 172 A/V: Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddsson 213 Magnús Halldórss. - Oliver Kristóferss. 190 Katarinus Jónss. - Unnar A. Guðm.s. 175 Karl Karlss. - Ólafur Ingvarsson 175 Bridsfélag Siglufjarðar Siglufjarðarmót í sveitakeppni hófst mánudaginn 23. janúar. Átta sveitir mættu til leiks, þar af ein ný- liðasveit þar sem spilarar úr Brids- skólanum mættu með sveit. Spilaðir eru tveir tólf spila leikir á kvöldi, allir við alla, tvöföld umferð. Að loknum fjórum leikjum er staða efstu para þessi. Sveit Þorsteins Jóhannssonar 76 stig Sveit Hreins Magnússonar 71 stig Sveit Guðlaugar Márusdóttur 67 stig Þriðjudaginn 27. desember fór fram árlegt minningarmót um Benedikt Sigurjónsson. Spilaður var barometer tvímenningur, alls 15 umferðir og 2 spil á milli para. Til leiks mættu 18 pör. Fljótlega kom í ljós að bræður myndu berjast, þar sem þeir bræður Sigurður og Dagur Gunnarssynir og Anton og Bogi Sig- urbjörnssynir tókust á. Framan af leiddu þeir Sigurður og Dagur mót- ið, en um mitt mót náðu Anton og Bogi forustunni af frændum sínum og létu hana ekki af hendi eftir það. Úrslit efstu para urðu þessi: Anton Sigurbjörnss. – Bogi Sigurbj.s. 103 Sigurður Gunnarss. – Dagur Gunnarsson 72 Sigurður Hafliðason – Björn Ólafsson 50 Jóhann Stefánss. – Stefanía Sigurbjörnsd. 28 Baráttan um bronsstigin heldur áfram og þar er barist sem aldrei fyrr, en sá sem fær flest bronsstig yfir starfsárið hlýtur sæmdarheitið besti spilari félagsins. Núna á miðju starfsári er staðan þessi. Anton Sigurbjörnsson 165 stig Bogi Sigurbjörnsson 159 stig Þorsteinn Jóhannsson 135 stig Hreinn Magnússon 104 stig Sigurður Hafliðason 95 stig Guðlaug Márusdóttir 86 stig Nú er lokið námsskeiði sem Bridsfélag Siglufjarðar stóð fyrir í samvinnu við Bridsskólann í Reykjavík. Yfirumsjón með kennsl- unni hafði Sigurður Hafliðason. Mjög vel tókst til með framkvæmd kennslunnar og nú þegar hefur hún borið þann árangur að ein sveit er þátttakandi í Siglufjarðarmótinu í sveitarkeppni Ekki er nokkur vafi á því að hér eru á ferð spilarar sem eiga eftir að láta til sín taka við græna borðið í framtíðinni. Bridsfélagið Muninn og Bridsfélag Suðurnesja Lokið er fjórum umferðum af níu í aðalsveitakeppni félaganna og hef- ir sveit Grethe Íversen tyllt sér á toppinn. Með Grethe spila Sigríður Eyjólfsdóttir, Kristján Kristjánsson og Garðar Garðarsson. Staða efstu sveita: Grethe Íversen 79 Sparisjóðurinn í Keflavík 75 Erla Sigurjónsdóttir 73 Svala Pálsdóttir 70 Grindavíkursveitin 68 Spilaðir eru tveir 14 spila leikir á kvöldi. Spilað er á miðvikudags- kvöldum í félagsheimili bridsspilara á Mánagrund og hefst spilamennsk- an kl. 19.30. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.