Morgunblaðið - 04.02.2006, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 59
DAGBÓK
OPIÐ HÚS- YSTASEL 25 - VEL STAÐSETT EINB.
Sérlega fallegt og vandað 227 fm einbýlishús á
tveimur hæðum ásamt tvöföldum 42,2 fm bílskúr og
fallegum og grónum garði. Eignin sem er á tveimur
hæðum skiptist þannig: Efri hæð: Anddyri, hol,
borðstofa, eldhús, rúmgóð stofa, fjögur herbergi og
baðherbergi. Neðri hæð: Baðherbergi, sauna,
þvottahús, tómstundaherbergi, hjónaherbergi með
fataherbergi. Lóðin er stór fullfrágengin og falleg.
Húsið var nýlega einangrað og múrað að utan og
lítur mjög vel út. Örstutt er í Ölduselsskóla og leikskóla. V. 49,9 m. 5434
Opið hús verður á morgun sunnudaginn 5. febrúar milli kl. 14 -16.
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Vil kaupa myndir
eftir gömlu meistarana
Áhugasamir sendi til augldeildar Mbl.
eða í box@mbl.is merkt: „M - 18154“
Andartak!
Norður
♠Á74
♥D743
♦ÁD7
♣Á64
Suður
♠KD10952
♥--
♦KG52
♣D52
Vestur er gjafari og vekur á einu
hjarta, en síðan liggur leið NS upp í sex
spaða, sem suður stýrir. Útspil vesturs
er hjartakóngur. Hvernig er best að
spila?
Sagnhafi á ellefu toppslagi og efnivið-
urinn í þann tólfta eru drottningarnar í
hjarta og laufi. Það þýðir hins vegar lít-
ið að spila laufás og laufi á drottn-
inguna, því vestur á örugglega lauf-
kónginn fyrir opnun sinni í byrjun. Þá
er betra að spila upp á kóng annan og
dúkka lauf. Eða reyna við innkast í
endastöðunni – ef spaðinn fellur 2-2 má
trompa þrjú hjörtu og senda vestur svo
inn á háhjarta til að spila frá laufkóng í
lokin.
Norður
♠Á74
♥D743
♦ÁD7
♣Á64
Vestur Austur
♠G86 ♠3
♥ÁKG102 ♥9865
♦6 ♦109843
♣KG83 ♣1097
Suður
♠KD10952
♥--
♦KG52
♣D52
En trompið er 3-1 og vestur á lauf-
kónginn vel valdaðan, svo hvorug áætl-
unin skilar árangri.
Vinningsleiðin er fögur – suður hend-
ir einfaldlega laufi í fyrsta slaginn í stað
þess að trompa. Þannig er réttur taktur
byggður upp fyrir þvingun á vestur í
hjarta og laufi. Vestur spilar vænt-
anlega trompi í öðrum slag. Sagnhafi
tekur öll trompin og slagina fjóra á tíg-
ul. Í þriggja spila endastöðu á blindur
Áx í laufi og hjartadrottningu, en suður
einn tígul (eða tromp) og Dx í laufi. Þeg-
ar síðasta fríslagnum er spilað neyðist
vestur að fara niður á stakan laufkóng
og þá verður drottningin slagur.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3
O-O 5. Rge2 d5 6. a3 Bd6 7. Rg3 a5
8. Dc2 c5 9. dxc5 Bxc5 10. cxd5 exd5
11. Bb5 Bd7 12. O-O Bxb5 13. Rxb5
Db6 14. Rc3 Rbd7 15. Bd2 Hac8 16.
Hac1 Hc6 17. Ra4 Db5 18. Rxc5 Rxc5
19. Rf5 Hc7 20. Dc3 b6 21. De5 Dd7
22. Bc3 Rce4 23. Bd4 Hxc1 24. Hxc1
He8 25. Df4 De6 26. h4 Rh5 27. Df3
g6 28. Rh6+ Kf8 29. g4 Rhf6 30. Df4
Rg8
Staðan kom upp í B-flokki Corus
skákhátíðarinnar sem lauk fyrir
skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi.
Rússneski stórmeistarinn Alexander
Motylev (2.638) hafði hvítt gegn ung-
verska kollega sínum Zoltan Almasi
(2.646). 31. Hc6! og svartur gafst upp
þar sem hann yrði mát eftir 31. ...
Dxc6 32. Dxf7# og myndi tapa
drottningunni eftir 31. ... Dd7 32.
Hc7.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Öxlum ábyrgð
NÚ HEYRIST oft talað um að axla
ábyrgð, þ.e. að taka ábyrgð á e-u,
ábyrgjast, vera ábyrgur fyrir e-u.
Önnur algeng afbrigði af þessu
orðalagi heyrast ekki lengur, a.m.k.
í umræðum í sölum hins háa eða
háttvirta Alþingis.
Í einni síðdegisútsendingu sjón-
varps taldi ég 29 sinnum notkun
þessa annars ágæta orðalags, 29
sinnum, og þetta kom fyrir hjá öll-
um sem í pontuna komu og engin
önnur tilbrigði heyrðust. Fór mér að
leiðast þetta þrástag. Allir virtust
álútir undir þessum bagga ábyrgð-
ar.
Ef til vill geta hraustir menn eins
og Steingrímur J. Sigfússon haldið á
þessari ábyrgð, bæði utan húss og
innan, enda er hann maður hraust-
ur, bæði á Alþingi (háttvirtu) og ut-
an þess. En ósköp hlýtur þetta
ábyrgðarhlass að vera þreytandi
fyrir suma sæla og launfeita ný-
græðinga og jafnvel hinar veik-
byggðari konur.
Einhvern veginn virðist þessi sí-
notkun á sömu orðum ekki bera
þessum háttvirtu þingmönnum vott
um frumleika í hugsun.
Annað orðalag vil ég nefna sem
áður var algengt. Að eitthvað
stefndi í þá áttina, e-ð virtist benda í
þá átt að … Hann talaði í þá átt að
halda mætti að … Þetta heyrist ekki
lengur, a.m.k. ekki í tali hæstvirtra
alþingismanna, sem allir virðast apa
hver eftir öðrum „í þessa veru“.
Hann sagði eitthvað í þá veru að …
Þetta síðasta orðalag á ákaflega illa
við í íslensku máli og er kjánalegt að
mínu mati. Hvaða „veru“ er átt við?
Heimspekilega veru, skuggaveru
eða óveru?
Nei, leggjum þessa veru niður og
bendum hver öðrum í hina og þessa
áttina eins við á hverju sinni.
Kæru háttvirtu þingmenn. Ég
ætla nú að axla ábyrgð og ljúka
þessu spjalli en býst frekar við að
halda áfram að rogast kengboginn
undir ábyrgðinni eins og þeir heyr-
ast sammála um. Þetta er víst þver-
pólitísk afstaða með leyfi hæstvirts
forseta.
Sókrates í Breiðholti.
Köttur í óskilum í Hafnarfirði
ÞESSI köttur elti dóttur mína heim
úr skólanum á mánudaginn og hefur
verið hjá okkur síðan. Þetta er hvít-
ur og rauðbröndóttur ungur fress,
ógeldur og ómerktur. Hann er mjög
gæfur og kelinn og mjög barngóður.
Hann fannst í Norðurbænum í
Hafnarfirði. Upplýsingar í síma
555 3775.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Japanska er nú kennd við Háskóla Íslandsþriðja árið í röð. Námið er undir leiðsögnKaoru Umezawa, lektors við Hugvís-indadeild, sem haft hefur umsjón með
japönskukennslunni frá upphafi.
„Um er að ræða aukafag til 30 eininga og skipt-
ist námið í kennslu í japanskri tungu fyrir 20 ein-
ingar annars vegar og japanskri menningu fyrir
10 einingar hins vegar,“ segir Kaoru. „Náms-
leiðin er ætluð algjörum byrjendum en eftir árs-
nám hafa nemendurnir öðlast grunnhæfni til að
tala á japönsku, skrifa einfaldan texta og lesa ein-
faldari rit. Námskeiðin um japanska menningu
veita síðan nemendum innsýn inn í japanskra
sögu og siði sem og bókmenntir og kvikmynda-
hefð landsins.“
Kaoru getur ekki tekið undir þá goðsögn að
japanska sé erfitt mál: „Málið er vissulega mjög
frábrugðið því íslenska, en ég hef komist að raun
um það að íslenskir nemendur eru mjög metn-
aðarfullir og áhugasamir og hafa umfram allt
gaman af að læra japanska tungu og því hafa þeir
staðið sig vel í náminu.“
Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga
við nokkra háskóla í Japan og stendur nemendum
til boða að sækja um skiptinám við þessa háskóla.
Strax eftir fyrsta ár japönskukennslu við HÍ fóru
8 nemendur utan til náms. „Þeir virðast allir hafa
kunnað vel við vistina og margir hafa hug á að
snúa aftur til Japans til frekari dvalar og starfa,“
segir Kaoru.
Japönskunámið má tvinna saman við annað
nám í Háskólanum og þannig er til námsleið við
Viðskipta- og hagfræðiskor þar sem taka má jap-
önsku með viðskiptanámi. „Margir þeirra nem-
enda sem hafa lagt stund á japönsku hingað til
hafa gert það mest af brennandi áhuga á landi og
þjóð frekar en af hagkvæmnissjónarmiðum. Ég
geri þó ráð fyrir að margir muni sjá sér hag í að
læra japönsku af hagnýtum ástæðum, til dæmis
tengt viðskiptum.“
Einnig hafa þeir nemendur sem stundað hafa
eins árs viðbótarnám í Japan átt þess kost að
sækja um að útskrifast með japönsku sem aðalfag
og segir Kaoru að nú séu fimm nemendur að
vinna að lokaritgerðum og að í sumar verði vænt-
anlega fyrstu nemendurnir útskrifaðir með
grunnháskólagráðu í japönsku frá Háskóla Ís-
lands.
Aðsókn er ágæt í japönskunám við HÍ og liggur
fyrir dyrum samstarf við Háskólann á Akureyri
þar sem boðið verður upp á kennslu í kínversku.
Standa vonir til að bjóða, með sameiginlegu fram-
taki, upp á BA-nám í asískum fræðum.
Menntun | Samstarf HÍ og HA um kennslu í asískum fræðum í burðarliðnum
Japönskunám í framþróun
Kaoru Umezawa er
fædd 1965. Hún lauk
BA-prófi í ensku frá
Kobe Kaisei-kvennahá-
skólanum í Kobe 1988,
MA-gráðu í kennslu-
fræðum frá Inter-
national Christian Uni-
versity í Tókýó 1992 og
MA-gráðu í hljóðfræði
frá University College í
Lundúnum 1991. Hún
gegndi rannsóknarstöðu við Háskólann í Tók-
ýó 1993 og hlaut doktorsgráðu í hljóðfræði frá
University College í Lundúnum 2001.
Kaoru hefur fengist við kennslustörf og þýð-
ingar, síðast við Institute of International
Education í Lundúnum frá 2002 til 2003, og
loks gegnt lektorsstöðu við félagsvísindadeild
HÍ frá 2003.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Félag breiðfirskra kvenna | Aðal-
fundur félags breiðfirska kvenna
verður 6. feb. kl. 20 í Breiðfirð-
ingabúð.
Dalbraut 18 - 20 | Skráning stend-
ur yfir á myndlistarnámskeið. Leið-
beinandi Selma Jónsdóttir. Alltaf
eitthvað um að vera; framsögn á
mánudögum, félagsvist á þriðjudög-
um, leikfimi á mánudögum og mið-
vikudögum, postulínsnámskeið á
föstudögum! Handverkstofa Dal-
brautar 21-27 opin frá 8-4 alla virka
daga. Sími 588 9533.
FEBÁ, Álftanesi | Æfum boccia
undir leiðsögn Denna, í íþróttahús-
inu alla laugardaga kl.12-13. Allir
eldri borgarar velkomnir, engin
kunnátta nauðsynleg. Boccia-kúlur á
staðnum.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20.
Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Sælu-
dagar á Hótel Örk vikuna 26.-31.
mars n.k. Skráning er hafin á skrif-
stofu félagsins í síma 588 2111.
Námskeið í framsögn og upplestri
hefst 7. febrúar, leiðbeinandi Bjarni
Ingvarsson, skráning og uppl. í síma
588 2111.
Félag kennara á eftirlaunum |
Fræðslu- og skemmtifundur í Ás-
garði, Stangarhyl 4. Hefst kl. 13.30.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Myndskreytt ljóðasýning stendur yf-
ir í Garðabergi á ljóðum Magnúsar
Hagalínssonar og Sólveigar Öldu
Pétursdóttur. Sýning stendur til og
með 16. febrúar. Opið er alla virka
daga nema þriðjudaga kl. 12.30-
16.30.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13-16
„Ort í ull“, listsýning Sigrúnar Björg-
vins, listakonan er á staðnum. Fös-
tud. 10. febr. kl. 13.30 er opnuð á
Hrafnistu í Hafnarfirði myndlist-
arsýning þáttakenda í myndlist á
vegum Félagsstarfsins, umsjón
Nanna S. Baldursdóttir, m.a. syngur
Gerðubergskórinn. Á mánud. 6. febr.
þorrahlaðborð í hádeginu.
Glæsibær | Þorrablót SÁÁ verður
haldið í Glæsibæ laugardaginn 4.
febrúar. Lúdó sextett leikur fyrir
dansi, fjölbreytt skemmtiatriði,
veislustjóri séra Gunnar Sigur-
jónsson. Húsið opnað kl. 19. Borð-
hald hefst kl. 20. Félagsstarf SÁÁ.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið opið
öllum. Líttu við einhvern daginn,
kíktu í blöðin, fáðu þér kaffisopa og
kynntu þér dagskrána. Það er morg-
unsopi kl. 10 alla morgna og alltaf
eitthvað gott með síðdegiskaffinu kl.
15. Þú getur fengið dagskrána
senda heim! Síminn okkar er
568 3132. asdis.skuladott-
ir@reykjavik.is
Kirkjustarf
Áskirkja | Safnaðarfélag Áspresta-
kalls verður með aðalfund og þorra-
blót miðvikudaginn 8. febrúar kl. 19.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku til
kirkjuvarðar í síma 581 4035 fyrir
kl. 15, mánudaginn 6. febrúar.
Háteigskirkja | Aðalfundur Kven-
félags Háteigssóknar verður þriðju-
daginn 7. febrúar kl. 20. Venjuleg
aðalfundarstörf. Bingó. Kaffiveit-
ingar. Munið félagsgjöldin.
„MITT innra landslag“ nefnist sýn-
ing á málverkum eftir Sigurþór
Jakobsson myndlistarmann sem
opnuð verður í Gallerí Ófeigi,
Skólavörðustíg 5 í dag kl. 16.
Sigurþór hefur haldið 5 einka-
sýningar og tekið þátt í nokkrum
samsýningum. Á sýningunni nú eru
olíumálverk, flest eru unnin árið
2005.
Málverk eftir Sigurþór Jak-
obsson eru í eigu ýmissa stofnana
og einkaaðila hér á landi og erlend-
is.
Sýningin verður opin virka daga
frá kl. 10–18 og laugardaga frá kl.
11–16.
Mitt innra landslag
Morgunblaðið/RAX