Morgunblaðið - 04.02.2006, Page 63

Morgunblaðið - 04.02.2006, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 63 MENNING Í mars 2006 hefst viðbótarnám fyrir tungumálakennara í ensku og dönsku vegna fyrirhugaðra breytinga á námsskrám í grunnskólum. Uppsetning námsins verður með eftirfarandi hætti: • Aðfaranám - fyrri hluti, hefst í mars 2006. Áhersla á námsskrár. Í mars hefst almennt námskeið þar sem farið verður yfir drög að námsskrám og þátttakendum kynnt upplýsingatækni til að auka færni þeirra í fjarnámi. Staðbundnar lotur verða haldnar í öllum landsfjórðungum. •Aðfaranám - síðari hluti, hefst í september 2006. Áhersla á kennsluaðferðir og tækni. Að aðfaranáminu loknu verður boðið uppá námskeið í Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Háskólanum í Reykjavík sem henta til viðbótarmenntunar í viðkomandi fagi. Þátttakendur geta valið námskeið í öllum háskólunum og stundað þau í fjarnámi. Viðbótarnám fyrir grunnskólakennara vegna fyrirhugaðra breytinga á námsskrám í dönsku og ensku Skráning febrúar 2006 Aðfararnám 1 mars 2006 Aðfararnám 2 3 einingar Haust 2006 Viðbótarnám HÍ, HA, HR og KHÍ : Valfög allt að 12 einingar, vetur 06-09 Skírteini Vor/Haust 2009 Umsóknir um þátttöku berist í síðasta lagi 24. febrúar til Símenntunarstofnunar Íslands sem hefur umsjón með skráningu og staðfestingu á þátttöku kennara. Upplýsingar um námskeiðin verða á vef Símenntunar: http://simennt.khi.is HVAÐ hefur aburðagóður píanó- kennari til brunns að bera? Hér á landi er nú staddur einn snjallasti píanókennari og píanó- leikari dagsins í dag, og gefur áhugasömum Íslendingum innsýn í heim píanósins, píanótónlist- arinnar og píanókennslunar, með námskeiði og tónleikum í Salnum. Þetta er Nelita True, bandarísk kona um sjötugt, sem á að baki óvenjuglæstan feril sem píanóleik- ari, kennari og fyrirlesari. Árangur nemenda er mældur á prófum, – en sjaldnar er árangur kennara lagður undir mælikerið. Það má þó líta á það sem kvarða á hennar hæfileika, að fjölmargir nemenda hennar hafa borið sigur úr býtum í amerískum og alþjóð- legum píanókeppnum, og enginn annar píanókennari hefur náð þeim árangri að eiga fimm nem- endur meðal sigurvegara í Píanó- keppni bandarískra píanókennara, Music Teacher National Associa- tion Competitions. Fyrrverandi nemendur hennar hafa náð langt sem píanóleikarar og kennarar við marga bestu tónlistarskóla Banda- ríkjanna og Evrópu. Annars var píanónám Nelitu True sjálfrar sjálfsagt ekkert frá- brugðið námi annarra óvenjuefni- legra krakka. Eftir hefðbundið nám á barnsaldri var Nelita True svo lánsöm að komast að hjá af- bragðspíanókennurum; Helen Tit- us í Michiganháskóla og Sascha Gorodnitzki í Juilliard-skólanum í New York. Doktorsprófi í píanó- leik lauk hún undir leiðsögn Leons Fleischers við Peabody-tónlistar- skólann í Baltimore. Þar með var ekki öll sagan sögð, því sem Ful- bright-styrkþegi komst hún að hjá eftirsóttasta píanókennara síðustu aldar, Nadiu Boulanger í París. Einleikaraferill hófst reyndar meðan hún var enn í námi, því hún var bara sautján ára þegar hún lék fyrst einleik með Sinfóníuhljóm- sveitinni í Chicago og með Juilli- ard-hljómsveitinni í Lincoln Cent- er í New York. Þaðan tók hún flugið með tónleikahaldi sem hef- ur borið hana út um allan heim, og í allra kræsilegustu tónleikasali. Nelita True hóf kennsluferil sinn við Marylandháskóla, en síð- ustu áratugi hefur hún verið pró- fessor við virtan tónlistarskóla, Eastman-skólann í Rochester í New York-ríki. Í öllum helstu píanókeppnum heims þykir sómi að því að hafa Nelitu True í dómnefnd, og slíkum störfum hefur hún sinnt um ára- bil. Námskeið og tónleikar í Salnum Nelita True þykir hafa einstaka hæfileika til að miðla hvort sem er músík eða máli. Þess vegna er hún svo eftirsóttur fyrirlesari sem raun ber vitni. Fyrirlestrana teng- ir hún gjarnan tónleikum og nám- skeiðahaldi, eins og hún gerir hér á landi. Það segir sína sögu, að tólf sinnum hefur hún farið til Kína, til að tala um tónlist, spila og kenna. Fyrir störf sín hefur Nelita True hlotið margháttaða viðurkenningu, bæði frá lands- samtökum píanókennara í Banda- ríkjunum, nemendasamtökum há- skólans í Maryland og frá Eastman-skólanum. En nú er komið að okkur Íslendingum að fá að njóta þess sem Nelita True kann svo vel að miðla. Í dag ætlar hún að eiga samverustund með ís- lenskum píanónemendum og -kennurum í Salnum. Þar ætlar hún að hlusta á nokkra nemendur spila og gefa ráð og leiðbeiningar, en einnig flytja kennurunum er- indi um píanókennslu og glímu pí- anóleikarans við einstök sígild pí- anóverk. Öllum er heimill aðgangur að dagskránni gegn vægu gjaldi, en hún stendur frá kl. 10–14. Nemendur fá frían aðgang, en námskeiðið er haldið í sam- vinnu við Íslandsdeild EPTA, Evr- ópusambands píanókennara og Listaháskóla Íslands. Á morgun kl. 16 heldur Nelita True svo tónleika í Salnum, og helgar þá minningu afmælisbarns ársins, Mozarts, en leikur einnig verk eftir Gabriel Fauré. Eins og hennar er vandi verður ekki bara músík á dagskránni, því hún ætlar líka að tala um tónskáldin tvö og verkin sem hún leikur. Á Íslandi er áhugi á ætt- artengslum rótgróinn. Til gamans skal þess því getið að Nelita er ís- lensk í móðurætt. Móðir hennar, Lillian True (1902–1953), var dótt- ir Ólafs Benediktssonar (1866– 1908) og Guðrúnar Guðmunds- dóttur (1870–1903). Ólafur fæddist á Eiðsstöðum í Blöndudal og flutt- ist með foreldrum sínum, Benedikt Ólafssyni og Hólmfríði Bjarna- dóttur, til Kanada árið 1874 frá Sauðárkróki. Benedikt bjó síðast á Markerville-svæðinu við hlið Stephans G. Stephanssonar og voru þeir góðir vinir. Guðrún, amma Nelitu, var fædd á Auðnum í Sæmundarhlíð í Skagafirði og fluttist til Kanada með fjölskyldu sinni árið 1883. Faðir Nelitu hét Louis True og bjuggu þau Lillian í Bozeman, Montana í Bandaríkjunum þar sem Nelita fæddist 1936. Tónlist | Nelita True talar, hlustar, kennir, spjallar og spilar Miðlar músík af snilld Nelita True Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is BELGÍSKA listakonan Anouk de Clercq er ekki við eina fjölina felld í list sinni en hún á að baki bæði tónlistar- og listnám. Myndbands- verk hennar rata bæði á kvik- myndahátíðir og í listasöfn og list- sýningarsali. Safn sýnir nú þrjú verk eftir hana, en hið áhrifamesta þeirra er Building, frá árinu 2003, en framsetning þess er líka einna áhrifamest, þó hefði ég gjarnan vilj- að hafa meira myrkur í rýminu. Önnur verk í Safni eru myndbandið Portal sem sýnir ímyndað landslag og verkið Log, það síðarnefnda má sjá í glugga Safns allt fram til um átta á kvöldin. Listræn nálgun de Clercq er ljóðræn og abstrakt en einnig frásagnarleg, hún hefur not- að texta í fyrri verkum sínum en minna í þeim nýrri. Myndbandið Building er styrkt af fyrrverandi stjórnanda Concert- gebouw í Brugge. Anouk hefur lýst tilurð þessa verks í viðtali, en þar kemur fram að tónlistarhúsið er grunnur myndbandsins. Það var ekki að ósk framleiðandans heldur heillaðist Anouk af arkitektúr byggingarinnar. Hún talaði við arkitektana, Paul Robberecht og Hilde Daem, sem meðal annars sögðust ganga mjög út frá ljósi og skuggum við hönnun bygginga sinna. Anouk vann síðan út frá þrí- víddarmódeli sem hún las inn í tölvu og myndbandið samanstendur af svarthvítum hreyfimyndum af þeim efnivið. Útkoman er hrífandi tólf mínútna listaverk, með tónlist eftir Anton Aeki. Í upphafi sér áhorfandinn hvíta fleti líða yfir vegginn eins og strangflatar- málverk á hreyfingu. Síðan kemur blekking fjarvíddarinnar inn í og hugurinn skapar þrívíða byggingu úr myndflötunum, ljós og skuggar skiptast á. Verkið er dramatískt og felur í sér tilvísanir í margar áttir, bæði í persónulegan reynsluheim áhorfandans en einnig í bók- menntir, kvikmyndir og myndlist, t.a.m. ástríðufull málverk René Daniels af innanhússrými, súrreal- isma De Cirico, martraðarkenndar myndir Piranesi frá 18. öld eða blekkingarleiki Escher. Einnig má nefna áhrif film-noir og innanhúss- rými Disney-teiknimynda frá síð- ustu öld koma einnig upp í hugann, svo mætti áfram telja. Sjálf nefnir de Clercq kvikmyndir Gordon- Matta Clark og myndir japanska kvikmyndagerðarmannins Kazuhiro Goshima sem áhrifavalda. Verkið Building segir sögu að því marki að uppbygging þess er frá- sagnarleg, en hver sagan er veltur síðan á hverjum og einum. Sjón- rænn einfaldleiki, samspil ljóss, skugga og tónlistar skapa eft- irminnilega upplifun sem nær að snerta áhorfandann á marga vegu. Hér er á ferðinni óvenjulega fallegt og sterkt verk sem er sérlega áhugavert bæði fyrir myndlist- armenn sem hafa áhuga á mynd- böndum, kvikmyndagerðarmenn og arkitekta, – og auðvitað alla list- unnendur. Af sýningu Anouk de Clercq. Ljóðrænt og abstrakt MYNDLIST Safn við Laugaveg Anouk de Clercq Safn er opið mið-fös. frá kl. 14-18 og 14- 17 um helgar. Til 5. febrúar. Myndbandsverk Ragna Sigurðardóttir Í FRÉTT um úthlutun úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen í blaðinu í gær misritaðist nafn annars styrkþegans. Hið rétta nafn er Steinunn Soffía Skjens- tad, og er beðist velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Úthlutun úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.