Morgunblaðið - 04.02.2006, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 04.02.2006, Qupperneq 64
64 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Satt að segja hafði ég lítið pælt íÍslensku tónlistarverðlaun-unum þetta árið, enda búsett- ur erlendis og stend því utan við það fár og pólitík sem þeim einatt fylgir. Íslensk tónlist heldur þó áfram að flæða um mig í stríðum straumum, þökk sé netbúnaði og póstþjón- ustum Íslands og Þýskalands. Téð verðlaun eru nú orðin fasti í tónlist- arlífi landans og tilgangslaust að amast við þeim þótt margt í fram- kvæmd þeirra skjóti skökku við eins og reyndar er með flestallar ef ekki allar verðlaunahátíðir. Ég hefði enda ekki nennt að setja penna nið- ur á blað (eða putta á lyklaborð) vegna hátíðarinnar hefði ég ekki rekist inn á heimasíðu verðlaunanna fyrir hálfgerða tilviljun þegar ég var á stefnulausu vafri um vef- heima. Hönnun síðunnar er af- skaplega fráhrindandi en það var fyrst þegar ég rak augun í flokka þá sem tilnefnt var fyrir að mig rak í rogastans. Skipting þeirra er með öllu óskiljanleg, í raun er ekki heila brú þar að finna og mér er stórlega til efs að svona aðferðafræði sé stunduð á viðlíka hátíðum í öðrum löndum. Þessir flokkar eru, og af- sakið offarið, algjör steypa.    Skipt var í þrjá yfirflokka, „Sígildog samtímatónlist“, „Djass- tónlist“ og „Fjölbreytt tónlist“. Við „fjölbreytta tónlist“ er svigi þar sem stendur popp og rokk, dægurtónlist og ýmis tónlist. Hvað svona verð- launafræði varðar er skiljanlegt að skipt sé í djassflokk, klassískan og popp/rokkflokk enda þrífast þessir heimar nokkurn veginn sér. En heit- ið á þeim klassíska/nútímatónlist, „Sígild og samtímatónlist“, er furðulegt svo ekki sé meira sagt, réttara hefði verið að segja nútíma- tónlist en ekki samtímatónlist þó að báðir merkimiðar séu reyndar loðn- ir og opnir. En það er „fjölbreytti“ flokkurinn sem er algerlega út úr kú. Einhvern veginn hefur aðstand- endum tekist að fjórskipta því sem telst vera dægurtónlist niður í „popp“, „rokk/jaðartónlist“, „dæg- urtónlist“ og „ýmsa tónlist“. Flokk- unin er algerlega óskiljanleg og virðist ekki fylgja neinum rökum. Ég veit t.d. ekki hver munurinn á poppi og dægurtónlist er og sá mun- ur held ég að sé flestum á huldu nema hugsanlega skipuleggjendum hátíðarinnar. Hjálmar og Ampop eru þannig í poppi, Baggalútur í dægurtónlist, Benni Hemm Hemm og Björk (fyrir The Music from Drawing Restraint 9) í ýmissi tónlist og Daníel Ágúst í rokk/jaðartónlist. Allir þessir listamenn hefðu hugs- anlega getið verið í öðrum flokki. Af hverju er Orri Harðar til dæmis í dægurtónlist en ekki poppi og ef Ampop er í poppi af hverju er Daní- el Ágúst ekki þar líka? Þetta er svo mikið rugl að það nær ekki nokk- urri átt.    Fyrir tveimur árum var aðeinsein plata ársins í flokki popp- tónlistar. Popp var þá samheiti yfir allt klabbið. Mínus sigraði það árið fyrir Halldór Laxness. Á síðasta ári var svo búið að þrískipta þessum sama flokki. Veit ég til þess að flokknum „Dægurtónlist“ var bætt við svo að „ráðsettir“ listamenn ættu einhvern möguleika á verð- launum. Menn voru orðnir þreyttir á því að ef Sigur Rós eða Björk datt í hug að gefa út plötu það árið þá fóru þau alltaf heim með verðlaun fyrir bestu plötuna. Sama ár var „popp“- flokknum bætt við svo að vinsælda- listamenn á borð við Skítamóral og Írafár ættu nú færi á verðlaunum líka. Þessir mjög svo vafasömu út- gangspunktar halda greinilega ekki í dag, slíkt er flöktið og ósamræmið á milli þessarar undarlegu þrískipt- ingar. Þegar ég sá flokkana í ár varð mér strax hugsað: „Hey, af hverju ekki bara að veita öllum íslenskum plötum sem út koma verðlaun?“ All- ar þessar þrjár poppplötur sem valdar voru „plata ársins“ voru vel að verðlaununum komnar, af- bragðsplötur allt saman, en það er ekki málið. Munu aðstandendur kannski skipta flokkum enn frekar niður eftir nokkur ár ef sami aðilinn eða sama stefnan fer að sópa um of? Skipta rokki í „hart rokk“ og „að- eins léttara rokk“. Nei, ætli það, því að svona hlutir fara eftir því hvaða hagsmunaaðilar eru sem best tengd- ir. Forgarður helvítis og I Adapt eiga sér fáa talsmenn í þessu batter- íi.    Látum nú staðar numið, margtannað hefði þó verið hægt að nefna; t.d. það að menn þurfi að borga með plötunum sínum eigi þær að verða tilnefndar, furðulega starfshætti dómnefndar og það að Ampop skuli hafa verið tilnefnd sem bjartasta vonin (hefur verið starf- andi í átta ár og gefið út þrjár breið- skífur!). Ég ritaði grein um tónlist- arverðlaunin í fyrra sem birtist und- ir hatti Viðhorfspistils (16.2. 2005). Þar segir m.a.: „Þríflokkun popp- tónlistarinnar í ár var þá tilraun sem gekk engan veginn upp og mik- ilvægt að hún sé slegin strax af.“ Því miður var ekki orðið við þessari ábendingu, heldur heilum flokki bætt við þá sem fyrir voru! Ótrúlegt. Stórskrýtnir verðlaunaflokkar ’Skipting þeirra er meðöllu óskiljanleg, í raun er ekki heila brú þar að finna …‘ Morgunblaðið/ÞÖK Sigur Rós. Spila þeir rokk eða popp ... eða kannski jaðartónlist? arnart@mbl.is AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen „ÞAÐ er mikill heiður fyrir mig að fá verðlaun sem kennd eru við Carl Th. Dreyer, sem var guðfaðir danskrar og evrópskrar kvikmyndalistar,“ segir Dagur Kári Pétursson kvik- myndaleikstjóri sem í gær tók við verðlaunum að upphæð 50 þúsund danskar krónur. „Peningarnir koma sér auðvitað vel en fyrst og fremst er þetta per- sónulegur heiður fyrir mig,“ segir Dagur Kári. Verðlaunin eru veitt ungum kvik- myndaleikstjórum sem þykja hafa sýnt að þeirra er framtíðin og meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaunin til þessa eru Lars Von Trier og Thomas Vinterberg en þeir eru í hópi þekkt- ustu kvikmyndaleikstjóra Evrópu. Það vekur sérstaka athygli að Dagur Kári er fyrsti handhafi verð- launanna sem ekki er danskur en að- spurður segir hann að þjóðerni skipti sífellt minna máli í hinum al- þjóðlega heimi kvikmyndanna. „Ég held að það verði sífellt erf- iðara að skilgreina kvikmyndir út frá þjóðerni og í framtíðinni verður ef- laust bara talað um evrópskar kvik- myndir.“ Dagur Kári vinnur nú að undir- búningi og fjármögnun næstu mynd- ar sem verður tekin upp á ensku með bandarískum leikurum og nefnist hún The Good Heart. „Ástæðan fyrir því að myndin verður á ensku er ein- faldlega sú að handritið kallar á að hún gerist í stórborg og enska er eina tungumálið sem ég treysti mér til að skrifa handrit á fyrir slíkt um- hverfi. Þetta er engu að síður íslensk mynd og framleidd af Zik Zak- framleiðslufyrirtækinu með stuðn- ingi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og alþjóðlegu fjármagni. Allar inni- tökur fara fram á Íslandi en útitökur í Bandaríkjunum.“ Þessa dagana er verið að velja leikara og segir Dagur Kári það á viðkvæmu stigi og ekki hægt að gefa upp nein nöfn að svo stöddu. „Það verða þó ekki neinir íslenskir leik- arar í henni.“ Kvikmyndir Dags Kára hafa vakið athygli fyrir persónulegan stíl og þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur hefur hann markað sér sess sem sjálfstæður kvikmyndahöfundur sem beygir sig ekki undir kröfur af- þreyingarmarkaðarins. „Í vissum skilningi auka svona verðlaun trúverðugleika manns því líklega er verið að veita manni við- urkenningu fyrir þá leið sem maður hefur valið að fara. Það hjálpar manni að verjast, allavega í Dan- mörku, en hvort orðstír þeirra nær miklu lengra en það þori ég ekki að segja um.“ Dagur Kári Pétursson hlýtur dönsku Carl Th. Dreyer-verðlaunin Mikill heiður fyrir mig „Verðlaunin auka trúverðugleika manns,“ segir Dagur Kári Pétursson. Orðrómur um að söngkonan Ma-donna og kvikmyndagerð- armaðurinn Guy Ritchie eigi í erf- iðleikum í hjónabandinu hefur fengið byr undir báða vængi vegna þess hve miklum tíma hún eyðir með útsendingarstjóranum Stuart Price. Breska dagblaðið Daily Mirror hefur eftir ónafngreindum heim- ildum, að það sé eins og vinnan sé það eina sem skipti Madonnu máli. Price, sem er 28 ára gamall, starf- aði með Madonnu að gerð hljómplöt- unnar Confessions On A Dancefloor. Fólk folk@mbl.is Reuters
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.