Morgunblaðið - 04.02.2006, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 04.02.2006, Qupperneq 66
66 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 N ý t t í b í ó VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM**** WALK THE LINE kl. 5.30. 8 og 10.30 B.i. 12 ára FUN WITH DICK AND JANE kl. 5.20, og 8 MEMOIRS OF A GEISHA kl. 10 CHEAPER BY THE DOZEN kl. 3.40 DRAUMALANDIÐ kl. 3.40 WALK THE LINE kl. 5, 8 og 11 B.I. 12 ÁRA WALK THE LINE LÚXUS kl. 2, 5, 8 og 11 B.I. 12 ÁRA ZATHURA FORSÝND kl. 1.50 m./íSL. tALI FUN WITH DICK AND JANE kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.10 THE FOG kl. 8 B.I. 16 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 2, 4 og 6 HOSTEL kl. 10.10 B.I. 16 ÁRA DRAUMALANDIÐ kl. 2 B.I. 16 ÁRA F U N Vinsælasta myndin á Íslandi í dag! 6tilnefningar tilóSkarSverðlauna beSta tónliStin,John WilliamS Golden Globe verðlaun walk the line „Enginn ætti að láta Walk the Line framhjá sér fara því myndin er auðgandi fyrir augun, eyrun og hjartað.“ V.J.V Topp5.is STórkoSTLEg VErðLaunamynd um æVi Johnny CaSh. nEW york FiLm CriTiCS´ CirCLE BoSTon SoCiETy oF FiLm CriTiCS SCrEEn aCTorS guiLd (Sag) naTionaL Board oF rEViEW BESTa mynd árSinS, BESTi LEikari og LEikkona árSinS Ein besta mynd ársins. magnaður leikur hjá Joaquin Phoenix og reese Witherspoon Fór beint á toppinn í bandaríkjunum! the fog eee Kvikmyndir.is eee Kvikmyndir.com eee Topp5.is eee Rolling Stone eeee Dóri DNA / DV eeee HJ / MBL ÍSLENSKA söngkonan Katy Winter syngur lagið „Meðan hjartað slær“ í undankeppni Evróvisjón í kvöld. Katy er búsett í Sviss og komst þar í úrslit Idol-söngkeppninnar, auk þess að gefa út geisladisk, leika í kvikmynd og stunda háskólanám í sálfræði. Bjó á Íslandi í tvö ár Katy er 22 ára, fædd 15. mars árið 1983 í Corroux í Sviss. Móðir hennar er íslensk, Helga Guðmundsdóttir, og faðir hennar Sviss- lendingur, Pierre Winter. Þau kynntust þegar Pierre eða Pétur eins og Katy kallar hann kom til Íslands að vinna og læra íslensku. „Hann var 22 ára þegar hann ákvað að koma til Íslands,“ segir Katy. „Hann vildi einfaldlega ekki gera það sama og allir aðrir heldur prófa eitthvað nýtt. Þess vegna kom hann hingað. Hér kynnt- ist hann móður minni og hún flutti síðan með honum til Sviss, þar sem ég fæddist.“ Katy er nýflutt til Aarau með kærasta sínum Baschi, sem einnig er vinsæll söngvari í Sviss, og þar leggur hún stund á háskólanám. „Ég veit ekki hvort ég geri hlé á náminu, því það er svo mikið að gera í tónlistinni.“ Katy hefur búið tvö ár ævinnar á Íslandi, en þá var hún 10 og 11 ára. „Foreldrar mínir voru að skilja og mömmu langaði aftur til Íslands,“ segir hún. „Og það bara gerðist. Svo fluttum við til Suður-Afríku, af því að mamma hafði eignast vini þar, og bjuggum þar í eitt ár. Þá fluttum við aftur til Sviss, en að þessu sinni í þýskumælandi hlutann.“ Kuldinn gleymist alveg Og hún á hlýjar minningar frá Íslandi, þó að það hafi verið svolítið kalt. „Íslendingar eru opnir og vinalegir og kuldinn gleymist alveg; það er góð tilfinning að vera á Íslandi. Ég hitti stundum bestu vinkonu mína úr barnaskóla, hringi stundum þegar ég er á Íslandi og við för- um út saman.“ En þó að Katy líki vel á Íslandi stefnir hún ekkert endilega að því að flytja hingað. „Mér líkar ekki veðrið, hvorki hér á Íslandi né í Sviss. Ef þú hefur búið í Suður-Afríku, þá viltu helst búa í heitara loftslagi. Þar er svo dásam- legt að una sér á ströndinni og geta baðað sig í sjónum. En ég myndi gjarnan vilja búa á Ís- landi vegna fólksins. Mér líkar betur lífsstíllinn hér en í Sviss, lífsmátinn er annar. Fólk er svo afslappað og ef maður þarf eitthvað, þá stekkur það til og hjálpar þér. Því er ekki sama, hvort sem þið þekkist eða ekki. Í Sviss er þetta mun flóknara.“ Geisladiskur fékk góðar viðtökur Katy gaf út geisladiskinn Private í janúar 2005. Hún samdi sjálf textana og eitt lag, en stefnir að því að semja fleiri lög á næsta disk sem hún gefur út og vinna meira að tónlistinni sjálf. „Ég hafði tekið þátt í Idol-keppninni í Sviss og komist í átta manna úrslit, þannig að ég vildi ekki bíða lengi með diskinn,“ segir hún. „En næst tek ég meiri tíma í útgáfuna. Ég hafði ekki stóran útgefanda og því urðum við að nýta vel fjármunina, sem þýddi að við kynntum hann fyrst og fremst með því að komast í frétt- ir og viðtöl í fjölmiðlum. Viðtökurnar voru mjög góðar, ekki síst miðað við að þetta var minn fyrsti diskur. Það var líka gott að fá tækifæri til að syngja á mörgum tónleikum; þar fékk ég mikla hvatningu.“ Tónlistin verður með öðru yfirbragði á næsta diski, að sögn Katy. „Ég kynntist því á tónleikunum hvernig ég vil að hljómurinn sé; hann má vera aðeins hrárri og meiri sál í tón- listinni.“ Hlutverk í kvikmynd Í október síðastliðnum lék Katy í kvikmynd- inni Crazy Story. „Hún fjallar um fólk sem býr utan alfaraleiðar í veiðimannasamfélagi fyrr á öldum. Þetta er lítil saga um mann sem reynir að bjarga fjölskyldu sinni, sem hefur verið rænt. Það er mikil karlhetja í aðalhlutverkinu og ég er önnur af mótleikkonunum.“ Og giftist þið í lokin? „Nei, hann byrjar með hinni!“ Skemmtilegt tækifæri Þegar Katy frétti af undankeppni Evróvisjón á Íslandi fylgdist hún með því hvaða lagahöfundar urðu fyrir valinu og bauð síðan fram krafta sína. „Við náðum tali af Tóm- asi og hann var einmitt að leita að söngkonu. Mér líkaði lagið vel og fannst þetta skemmti- legt tækifæri. Svo væri líka sniðugt ef lagið kæmist áfram, því þá fengjum við áreiðanlega stuðning frá Sviss,“ segir hún og hlær. „Ég sá fyrstu keppnina á netinu og hlakka mikið til, því að þetta er frábær sjónvarps- þáttur og gott tækifæri til að syngja fyrir ís- lenska áhorfendur. Svo væri auðvitað frábært að komast áfram!“ Höfundur lagsins „Meðan hjartað slær“ er Tómas Hermannsson og textann samdi Ragn- heiður Gröndal, en hún syngur einnig bakradd- ir með Karli Sigurðssyni baggalút. Þess má geta til gamans að þetta er fimmta lagið sem Tómas á þátt í sem valið er í undankeppni Evróvisjón. Tónlist | Íslensk söngkona búsett í Sviss tekur þátt í undankeppni Evróvisjón Gaman að syngja fyrir Íslendinga Katy hefur gefið út geisladisk, leikið í kvik- mynd og stundar nú sálfræðinám í Sviss. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is BÓKABÚÐ Máls og menningar við Laugaveg býður gestum og gangandi upp á tónleika klukkan 15 í dag þar sem tveir sóló- listamenn, 701 og Mr. Silla stíga á stokk og fremja tónlist, hvor með sínum hætti. 701 er annað sjálf Jóhanns nokkurs sem gerði þá merku uppgötvun á yngri árum, þegar hann var að leika sér með vasareikni, að hann gæti stafað nafn sitt með tölustöf- unum 701. Þar með voru örlög hans ráðin. 701 hefur þegar gefið út þrjár plötur sem all- ar hafa fengið ágætis dóma og renna víst út eins og heitar lummur á netinu. Von er á hans fjórðu plötu innan tíðar en vert er að fylgjast vel með þessu nafni því 701 er tvímælalaust best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar þessa stundina. Mr.Silla vakti mikla athygli síðasta sumar þegar hún kom fram í Nürnberg í Þýskalandi og þaðan kom hún fram á helstu tónleikastöð- um í Reykjavík og heillaði gesti upp úr skón- um. Hún spilaði á Airwaves hátíðinni í haust, hitaði upp fyrir Daníel Ágúst, tók nokkur lög í einkapartíi Kiefer Sutherland rétt fyrir jól- in og svo mætti lengi telja. Hún starfar einnig með hljómsveitunum FRÆ og the Gimmicks en kemur oftast fram ein með gítar og far- tölvu. Tónlist | Bókabúð Máls og menningar býður til tónleika í dag Morgunblaðið/Brynjar Gauti Mr. Silla hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Mr. Silla og 701
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.