Morgunblaðið - 04.02.2006, Síða 72

Morgunblaðið - 04.02.2006, Síða 72
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.       FYRIR BÍLA TILBOÐIÐ sem Búnaðarþing hafn- aði fyrr í vikunni í Hótel Sögu og Hótel Ísland hljóðaði upp á 4.255 milljónir. Þegar búið hefði verið að borga allar skuldir sem hvíla á fast- eignunum hefðu staðið eftir um 2.400 milljónir króna. Tilboðið, sem var með bankatryggingu frá Lands- banka Íslands, var frá Jóhannesi Sigurðssyni athafnamanni. Tillagan sem Búnaðarþing hafnaði gerði ráð fyrir að söluandvirðið yrði notað annars vegar til að kaupa nýtt húsnæði undir skrifstofur Bænda- samtakanna og hins vegar til að stofna sjúkrasjóð fyrir bændur. | 8 Bauð um 4,3 milljarða króna í bæði hótelin ÞAÐ getur verið hressandi fyrir líkama og sál að kasta sér til sunds í skammdeginu. Þeir sem eru að leita að endurnæringu fara gjarnan í Bláa Lónið sem er þekkt fyrir lækningamátt sinn. Ekki er ólíklegt að kon- an á myndinni hafi sótt kraft í lónið, að minnsta kosti er ljóst að hún hefur notið stundarinnar og skemmt sér vel af svipnum að dæma. Morgunblaðið/RAX Með bros á vör í Bláa Lóninu KAFFIHÚSAFERÐIN reyndist held- ur betur ferð til fjár hjá krökkunum í 7.G.S. í Lækjarskóla í Hafnarfirði í gær, en krakkarnir fundu í ferðinni umslag með 158 þúsund krónum í peningum fyrir utan Hafnarborg í miðbæ Hafnarfjarðar. Þeim tókst með smávegis rannsóknarvinnu að koma peningunum til rétts eiganda. Krakkarnir voru að tínast út af kaffihúsinu sem þau fóru á með dönskukennaranum sínum þegar þau rákust á umslag, segir Sunneva Björk Grettisdóttir. Hún segir að vin- kona sín, Linda Ósk Gunnarsdóttir, hafi stigið ofan á umslagið, og þegar þær áttuðu sig á því að það væri eitt- hvað í því tóku þær það upp. Þá hafi seðlabunkinn komið í ljós. „Okkur brá, það voru allir að segja að við ættum bara að taka pen- ingana, en við vildum fara með þá til kennarans,“ segir Sunneva. Um- slagið var ekki með nafni eða heim- ilisfangi, en þar sem það var með merki KB banka ákvað kennarinn að fara með hópnum í bankann til þess að athuga hvort starfsfólkið þar kannaðist við peningana. Í bankanum kannaðist glöggur starfsmaður við peningana, og hringdi í eigandann og lét vita að peningarnir hefðu fundist. Svo hélt allur bekkurinn, með dönskukenn- arann með í för, heim til eigandans, sem reyndist vera ung kona, segir Linda. Þar skiluðu nemendurnir týnda seðlabúntinu, og varð eigand- inn að vonum ánægður með heið- arleika unga fólksins og gaf þeim fundarlaun. Fundu seðlabúnt á förnum vegi Morgunblaðið/ÞÖK Linda Ósk Gunnarsdóttir (t.v.) og Sunneva Björk Grettisdóttir komu seðlabúntinu sem þær fundu til skila. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi hreinan meirihluta borgarfull- trúa ef kosið yrði til borgarstjórnar í dag, samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands gerði fyrir Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 48,8% fylgi, sé einungis reiknað með þeim sem tóku afstöðu í könn- uninni. Það myndi skila flokknum átta borgarfulltrúum af fimmtán. Samfylkingin mældist með 33% fylgi, og fengi sex borgarfulltrúa. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fengi 10,5% fylgi, og einn borgarfull- trúa. Framsóknarflokkurinn mældist með 5,3% fylgi, sem dygði ekki til að koma manni í borgarstjórn. Frjáls- lyndi flokkurinn kæmi heldur ekki manni að, yrðu þetta niðurstöður kosninga, en flokkurinn mældist með 2,2% fylgi. Fylgi Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Fram- sóknarflokksins hefur aukist frá því í sambæri- legri könnun sem gerð var í október 2005, en dregið hefur úr fylgi við VG og Frjálslynda flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 2,9 prósentustigum frá því í október, Samfylkingin 2,2 pró- sentustigum og Framsóknarflokkur 2,4 prósentustigum. Fylgi VG lækk- ar hins vegar um 4,3 prósentustig á sama tíma, og fylgi Frjálslynda flokksins um 1,7 prósentustig. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar munar litlu á því að Sjálfstæðisflokkurinn nái inn níunda manninum á kostnað Samfylkingar, en sjötti maður Samfylk- ingarinnar stendur tæpt. Einnig vantaði ekki mikið til þess að VG næðu inn sínum öðrum manni, né heldur vantaði mikið til þess að fyrsti maður á lista framsóknarmanna næði kjöri. Um var að ræða síma- könnun sem unnin var af Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið, dagana 31. janúar til 2. febrúar. Alls var hringt í 1.000 Reykvíkinga á aldrinum 18–80 ára, og var svarhlutfallið 64,1%.    (          0 ./           "##& @   Hvorki Framsókn né Frjálslyndir ná manni í borgarstjórn samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar HÍ  Sjálfstæðisflokkur | 4 Sjálfstæðisflokkur- inn með meirihluta Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is á „Brúna“ í stórleik umferðarinn- ar í ensku úrvalsdeildinni, en fyrir leiki helgarinnar eru Englands- meistararnir með 15 stiga forskot á toppnum en Liverpool er í þriðja sæti með tvo leiki til góða. „Við búum okkur undir erfiðan leik en við ætlum okkur að sigra. Svo mikið er víst,“ segir Eiður Smári. | Íþróttir EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrir- liði landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Chelsea, segir í viðtali við Morgunblaðið að með sigri á Liverpool á morgun sé nánast orð- ið öruggt að Englandsmeistaratit- illinn verði áfram í höndum Chelsea. Eiður Smári og félagar fá Evr- ópumeistara Liverpool í heimsókn Titillinn nánast í höfn ef við sigrum Liverpool Eiður Smári um meistaraslaginn á Englandi AP SIGURÐUR A. Magnússon segir að það sé ekkert sældarbrauð að komast á efri ár og teljast „hetja fortíðarinnar“. Í grein í Les- bók í dag segir hann frá kjörum sínum eftir að hafa starfað sem rithöfundur í sextíu ár. „Ráðstöfunartekjur ársins voru þannig kr. 863.510 eða 71.950 krónur á mánuði,“ segir Sigurður þegar hann hefur talið upp greiðslur úr lífeyrissjóði, Tryggingastofnun ríkisins og önnur laun. „Telja má kraftaverk að ellilífeyrisþegar holt og bolt fái lifað mannsæmandi lífi með þeirri glæpsamlegu skattheimtu sem þeir verða að sæta, á sama tíma og hátekjuskatt- ur hefur verið afnuminn,“ segir Sigurður og bætir við: „Eins og gefur að skilja á ég bágt með að sætta mig við þessa afarkosti á efstu árum, þó ég sé að eðlisfari sparneytinn og leyfi mér fátt í seinni tíð annað en bóka- kaup.“ Tilefni greinar Sigurðar er að tveir rit- höfundar söfnuðu undirskriftum undir áskorun til menntamálanefndar Alþingis um að Sigurði yrðu veitt heiðurslaun. Áskorunin var hins vegar aldrei lögð fyrir þingheim. „Ekkert sældarbrauð að komast á efri ár“ Sigurður A. Magnússon  Lesbók

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.