Morgunblaðið - 04.03.2006, Side 31

Morgunblaðið - 04.03.2006, Side 31
SNORRAVERKEFNIÐ í Vestur- heimi, Snorri West, fer fram í sjötta sinn í sumar og rennur um- sóknarfrestur út 18. mars næst- komandi. Verkefnið vestra er sambæri- legt við Snorraverkefnið hér á landi. Það byrjaði sumarið 2001 og veitir ungu fólki frá 18 ára aldri tækifæri til þess að dvelja í Mani- toba í Kanada í sex vikur og kynn- ast menningu og sögu Nýja Ís- lands. Fyrsta sumarið fóru tvær stúlk- ur vestur, síðan fjórar og þá fimm en 2004 og 2005 voru átta þátttak- endur á hvoru ári. Það hefur verið talinn heppilegur fjöldi. Wanda Anderson, verkefnis- stjóri vestra, segir að örlitlar breytingar verði á verkefninu í sumar. Meira verði lagt upp úr ferðalögum um Nýja Ísland en áð- ur og þá verði enskukennslu hætt enda ekki talin þörf á henni. Hún verði með þátttakendum í Winni- peg fyrstu vikuna og síðan hafi hópurinn bækistöð hjá sér í River- ton þá næstu. Síðustu fjórar vik- urnar verði krakkarnir síðan hjá fjölskyldum í Nýja Íslandi. Að þessu sinni stendur ferðin yf- ir frá 30. júní til 12. ágúst. Gjaldið er 2.200 kanadískir dollarar eða um 120.000 krónur. Innifalið í þátt- tökugjaldi er flug fram og til baka, fyrst til Minneapolis og svo áfram til Winnipeg, fullt fæði og húsnæði, námskeið, allar ferðir innan Mani- toba, og fleira. Nánari upplýsingar er að fá hjá Ástu Sól Kristjánsdótt- ur á skrifstofu Norræna félagsins (www.snorri.is) og hjá Wöndu Anderson (tander@mts.net). Snorraverkefnið vestra í sjötta sinn Morgunblaðið/Ómar Frá kynningu á Snorra West-verkefninu í Hinu húsinu. Frá vinstri Linda Björk Ómarsdóttir, Ásthildur Gunnarsdóttir og Ásta Sól Krist- jánsdóttir. Linda Björk og Ásthildur eru fyrrverandi þátttakendur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 31 ÚR VESTURHEIMI RÚMLEGA 20 ungmenni af íslensk- um ættum í Norður-Ameríku sóttu um að taka þátt í Snorraverkefninu hér á landi í sumar og hafa 15 þeirra verið valin. „Þetta var einstaklega frambærilegur hópur og valið var erfitt,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir verkefnisstjóri. Snorraverkefnið er samstarfs- verkefni Norræna félagsins og Þjóð- ræknisfélags Íslendinga. Það hófst sumarið 1999 og hafa 104 ungmenni tekið þátt í því til þessa eða 15 á ári nema einu sinni þegar einn forfall- aðist á síðustu stundu. Að þessu sinni sóttu fleiri strákar um en stelpur og hefur það ekki gerst áður. Ennfremur eru í fyrsta sinn þátttakendur frá Utah, Georgíu og Chicago. Tilgangurinn með þessu verkefni er fyrst og fremst að gefa ungmenn- um af íslenskum ættum í Norður- Ameríku tækifæri til þess að kynnast uppruna sínum og hvetja þau til að varðveita og rækta íslenskan menn- ingar- og þjóðararf sinn. Ásta Sól segir að alltaf sé erfitt að þurfa að gera upp á milli hæfs fólks. Hún hafi rætt við alla umsækjendur í síma áð- ur en endanlegt val hafi farið fram en því miður sé ekki hægt að taka á móti öllum í einu. Sex vikna dvöl Hópurinn kemur til landsins sunnudaginn 11. júní og heldur aftur til síns heima 22. júlí. Dagskráin verður með hefðbundnum hætti. Fyrstu tvær vikurnar verða krakk- arnir í Reykjavík þar sem þeir stunda íslenskunám og sækja fyrir- lestra um land og þjóð. Þessi dagskrá er unnin í samvinnu við stofnun Sig- urðar Nordals og hefur verið síðan 2001. Eftir dvölina í Reykjavík dreif- ast þátttakendurnir um landsbyggð- ina og dvelja hjá ættingjum og starfa jafnvel á viðkomandi svæði. Reyndar er útlit fyrir að margir verði á höf- uðborgarsvæðinu að þessu sinni. Um miðjan júlí safnast allir þátttakendur saman aftur og fara í viku ævintýra- ferð sem endar með útskrift í Hafn- arfirði. Þátttakendur í Snorraverkefninu í sumar eru Layne Douglas Fingland frá Lundar, Manitoba; Kristján Þór Kornmayer frá Alpharetta í Georgíu; Kristin Graholm frá Toronto; Mel- issa Anderson frá Coquitlam í Bresku Kólumbíu; Tarak Kjartanson Oswald frá Winnipeg; Joseph Schol- berg frá Chicago; Erica Graholm frá Toronto; Lacey Williams frá Provo, Utah; Daniel Gange frá Winnipeg; Kristjan Sigfusson frá Winnipeg; Olivia Ortega frá Vacaville í Kali- forníu; Leanne Roed frá Winnipeg; Megan Williams frá London Ontario; Kristin Lilja Emilsson frá Urbana, Illinois og Bryan Hermannsson frá Redwood í Kaliforníu. Morgunblaðið/Kristinn Fimmtán ungmenni frá Kanada og Bandaríkjunum tóku þátt í Snorraverkefninu á Íslandi 2003. Fleiri piltar í fyrsta sinn Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FYRIR um þremur árum var ákveð- ið að bjóða upp á sambærilegt en styttra Snorranámskeið á Íslandi fyrir eldra fólk, Snorri plús, og hafa 26 manns tekið þátt í því síðan 2003. Á undanförnum misserum virðist áhugi hafa aukist á Íslandi og öllu því sem íslenskt er á meðal fólks af íslenskum ættum í Norður-Ameríku rétt eins og Íslendingar hafa í aukn- um mæli sýnt áhuga á afkomendum vesturfaranna og heimkynnum þeirra vestra. Snorraverkefnin fyrir ungmennin sýna meðal annars þenn- an áhuga og á þjóðræknisþinginu í Minneapolis 2002 var rætt um mögu- leika á að koma á sambærilegum verkefnum fyrir eldri en 30 ára. Snorri plús verkefnið á Íslandi spratt upp úr þessum umræðum. Um er að ræða tveggja vikna dagskrá sem er byggð upp á svipaðan hátt og Snorraverkefnið fyrir ungmennin. Námskeiðið er ætlað fyrir fólk af ís- lenskum ættum vestra eða aðra áhugasama. Þátttakendur fara á fyrirlestra um land og þjóð, farið er með þá á ýmsa sögustaði og þurfi þeir á að halda eru þeir aðstoðaðir við að komast í samband við ætt- ingja. Fyrsta námskeiðið fyrir eldri en 30 ára fór fram síðsumars 2003 með átta þátttakendum. 2004 voru þátt- takendur 10 og átta í fyrra. Næsta námskeið verður 18.–31. ágúst í sumar og frestur til að sækja um þátttöku rennur út 1. apríl. Morgunblaðið/Ásdís Fyrsti Snorri plús hópurinn í heimsókn í forsætisráðuneytinu 2003. Þriðja verkefnið fyrir eldri og reyndari só fa r Sófar s e m s a m e i n a f e g u r ð o g þ æ g i n d i kr. 87.000 svartur og ljósbrúnn St. 215x100 cm Leðursófi kr. 148.000 Drappl. og vínr. St. 250x300 cm Leðurhornsófi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.