Morgunblaðið - 04.03.2006, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 04.03.2006, Qupperneq 31
SNORRAVERKEFNIÐ í Vestur- heimi, Snorri West, fer fram í sjötta sinn í sumar og rennur um- sóknarfrestur út 18. mars næst- komandi. Verkefnið vestra er sambæri- legt við Snorraverkefnið hér á landi. Það byrjaði sumarið 2001 og veitir ungu fólki frá 18 ára aldri tækifæri til þess að dvelja í Mani- toba í Kanada í sex vikur og kynn- ast menningu og sögu Nýja Ís- lands. Fyrsta sumarið fóru tvær stúlk- ur vestur, síðan fjórar og þá fimm en 2004 og 2005 voru átta þátttak- endur á hvoru ári. Það hefur verið talinn heppilegur fjöldi. Wanda Anderson, verkefnis- stjóri vestra, segir að örlitlar breytingar verði á verkefninu í sumar. Meira verði lagt upp úr ferðalögum um Nýja Ísland en áð- ur og þá verði enskukennslu hætt enda ekki talin þörf á henni. Hún verði með þátttakendum í Winni- peg fyrstu vikuna og síðan hafi hópurinn bækistöð hjá sér í River- ton þá næstu. Síðustu fjórar vik- urnar verði krakkarnir síðan hjá fjölskyldum í Nýja Íslandi. Að þessu sinni stendur ferðin yf- ir frá 30. júní til 12. ágúst. Gjaldið er 2.200 kanadískir dollarar eða um 120.000 krónur. Innifalið í þátt- tökugjaldi er flug fram og til baka, fyrst til Minneapolis og svo áfram til Winnipeg, fullt fæði og húsnæði, námskeið, allar ferðir innan Mani- toba, og fleira. Nánari upplýsingar er að fá hjá Ástu Sól Kristjánsdótt- ur á skrifstofu Norræna félagsins (www.snorri.is) og hjá Wöndu Anderson (tander@mts.net). Snorraverkefnið vestra í sjötta sinn Morgunblaðið/Ómar Frá kynningu á Snorra West-verkefninu í Hinu húsinu. Frá vinstri Linda Björk Ómarsdóttir, Ásthildur Gunnarsdóttir og Ásta Sól Krist- jánsdóttir. Linda Björk og Ásthildur eru fyrrverandi þátttakendur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 31 ÚR VESTURHEIMI RÚMLEGA 20 ungmenni af íslensk- um ættum í Norður-Ameríku sóttu um að taka þátt í Snorraverkefninu hér á landi í sumar og hafa 15 þeirra verið valin. „Þetta var einstaklega frambærilegur hópur og valið var erfitt,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir verkefnisstjóri. Snorraverkefnið er samstarfs- verkefni Norræna félagsins og Þjóð- ræknisfélags Íslendinga. Það hófst sumarið 1999 og hafa 104 ungmenni tekið þátt í því til þessa eða 15 á ári nema einu sinni þegar einn forfall- aðist á síðustu stundu. Að þessu sinni sóttu fleiri strákar um en stelpur og hefur það ekki gerst áður. Ennfremur eru í fyrsta sinn þátttakendur frá Utah, Georgíu og Chicago. Tilgangurinn með þessu verkefni er fyrst og fremst að gefa ungmenn- um af íslenskum ættum í Norður- Ameríku tækifæri til þess að kynnast uppruna sínum og hvetja þau til að varðveita og rækta íslenskan menn- ingar- og þjóðararf sinn. Ásta Sól segir að alltaf sé erfitt að þurfa að gera upp á milli hæfs fólks. Hún hafi rætt við alla umsækjendur í síma áð- ur en endanlegt val hafi farið fram en því miður sé ekki hægt að taka á móti öllum í einu. Sex vikna dvöl Hópurinn kemur til landsins sunnudaginn 11. júní og heldur aftur til síns heima 22. júlí. Dagskráin verður með hefðbundnum hætti. Fyrstu tvær vikurnar verða krakk- arnir í Reykjavík þar sem þeir stunda íslenskunám og sækja fyrir- lestra um land og þjóð. Þessi dagskrá er unnin í samvinnu við stofnun Sig- urðar Nordals og hefur verið síðan 2001. Eftir dvölina í Reykjavík dreif- ast þátttakendurnir um landsbyggð- ina og dvelja hjá ættingjum og starfa jafnvel á viðkomandi svæði. Reyndar er útlit fyrir að margir verði á höf- uðborgarsvæðinu að þessu sinni. Um miðjan júlí safnast allir þátttakendur saman aftur og fara í viku ævintýra- ferð sem endar með útskrift í Hafn- arfirði. Þátttakendur í Snorraverkefninu í sumar eru Layne Douglas Fingland frá Lundar, Manitoba; Kristján Þór Kornmayer frá Alpharetta í Georgíu; Kristin Graholm frá Toronto; Mel- issa Anderson frá Coquitlam í Bresku Kólumbíu; Tarak Kjartanson Oswald frá Winnipeg; Joseph Schol- berg frá Chicago; Erica Graholm frá Toronto; Lacey Williams frá Provo, Utah; Daniel Gange frá Winnipeg; Kristjan Sigfusson frá Winnipeg; Olivia Ortega frá Vacaville í Kali- forníu; Leanne Roed frá Winnipeg; Megan Williams frá London Ontario; Kristin Lilja Emilsson frá Urbana, Illinois og Bryan Hermannsson frá Redwood í Kaliforníu. Morgunblaðið/Kristinn Fimmtán ungmenni frá Kanada og Bandaríkjunum tóku þátt í Snorraverkefninu á Íslandi 2003. Fleiri piltar í fyrsta sinn Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FYRIR um þremur árum var ákveð- ið að bjóða upp á sambærilegt en styttra Snorranámskeið á Íslandi fyrir eldra fólk, Snorri plús, og hafa 26 manns tekið þátt í því síðan 2003. Á undanförnum misserum virðist áhugi hafa aukist á Íslandi og öllu því sem íslenskt er á meðal fólks af íslenskum ættum í Norður-Ameríku rétt eins og Íslendingar hafa í aukn- um mæli sýnt áhuga á afkomendum vesturfaranna og heimkynnum þeirra vestra. Snorraverkefnin fyrir ungmennin sýna meðal annars þenn- an áhuga og á þjóðræknisþinginu í Minneapolis 2002 var rætt um mögu- leika á að koma á sambærilegum verkefnum fyrir eldri en 30 ára. Snorri plús verkefnið á Íslandi spratt upp úr þessum umræðum. Um er að ræða tveggja vikna dagskrá sem er byggð upp á svipaðan hátt og Snorraverkefnið fyrir ungmennin. Námskeiðið er ætlað fyrir fólk af ís- lenskum ættum vestra eða aðra áhugasama. Þátttakendur fara á fyrirlestra um land og þjóð, farið er með þá á ýmsa sögustaði og þurfi þeir á að halda eru þeir aðstoðaðir við að komast í samband við ætt- ingja. Fyrsta námskeiðið fyrir eldri en 30 ára fór fram síðsumars 2003 með átta þátttakendum. 2004 voru þátt- takendur 10 og átta í fyrra. Næsta námskeið verður 18.–31. ágúst í sumar og frestur til að sækja um þátttöku rennur út 1. apríl. Morgunblaðið/Ásdís Fyrsti Snorri plús hópurinn í heimsókn í forsætisráðuneytinu 2003. Þriðja verkefnið fyrir eldri og reyndari só fa r Sófar s e m s a m e i n a f e g u r ð o g þ æ g i n d i kr. 87.000 svartur og ljósbrúnn St. 215x100 cm Leðursófi kr. 148.000 Drappl. og vínr. St. 250x300 cm Leðurhornsófi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.