Morgunblaðið - 13.03.2006, Page 18

Morgunblaðið - 13.03.2006, Page 18
18 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í MARS Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska Sjósund er svakalega hressandi oglíka svo mikil ögrun, sérstaklega áveturna þegar sjórinn er verulegakaldur og maður þarf að taka á honum stóra sínum til að yfirvinna sjokkið sem líkaminn fær þegar maður fer ofan í. Mér finnst gott að fá svona adrenalín-kikk,“ segir Halla Frímannsdóttir, sem ásamt Ara, samstarfsmanni sínum, reynir að fara í sjó- sund einu sinni í viku hverri. „Við reynum að hafa þetta þematengt til að gera þetta skemmtilegra og síðasta miðvikudag var slagorðið hjá okkur „ofbeldislaust sjósund“ til að sýna stuðning í verki við alþjóðlegan baráttudag kvenna sem þá var. Svo höfum við verið með bleikt þema, þá synti ég með bleik sólgleraugu og var í bleiku bikiníi.“ Synti út í Viðey á sumardaginn fyrsta Halla er mikil stemningskona og sendir gjarnan sms-skeyti og tölvupóst á vini og vandamenn daginn áður en þau Ari synda í sjónum og býður hverjum sem vill að koma með. „Fyrir vikið er þetta mjög breytilegur hópur sem fylgir okkur og alltaf svolítið spennandi að sjá hverjir mæta. Svo förum við alltaf saman í gufu á eftir til að ná hita í kroppinn,“ segir Halla sem hefur nokkrum sinnum veikst eftir mjög kaldar sjóferðir, en lætur það ekki stoppa sig. „Við stefnum á lengri sjósundferðir í sumar þegar sjórinn er hlýrri og draum- urinn er að synda frá Nauthólsvíkinni yfir í Kópavoginn. Það ætti ekki að vera neitt mál á góðum degi, ég synti til dæmis frá Reykjavíkurhöfn út í Viðey á sumardaginn fyrsta fyrir tveimur árum, en þá var sautján stiga hiti. Það var verulega skemmtilegt og kom til af því að vinur minn var eitthvað niðurdreginn og ég gaf honum tvo kosti, sagði að annaðhvort gengi hann með mér á Esjuna eða synti með mér út í Viðey, honum veitti ekki af hressingu. Hann kaus síðari kostinn, svo við létum vaða og húkkuðum okkur svo far með ferjunni til baka. Reyndar vorum við í blautbúningum og þá verður manni ekkert kalt,“ segir Halla sem er lærður kafari, stundar innan- hússklifur og fjallgöngur, svo fátt eitt sé nefnt. Sjósund næstu tuttugu ár Sjósund er ekkert nýtt fyrir Höllu, þegar hún bjó í Grindavík á æskuárunum þá hjól- aði hún oft út í Krýsuvík til að synda í sjón- um. „Og ég hef það fyrir reglu frá því um aldamót að synda sjósund á nýársdag og þá er stundum helvíti kalt. Mér er minnisstætt þegar ég og góð vinkona mín gerðum þetta fyrsta janúar árið 2004 úti í Gróttu og það var svo mikið hörkufrost að við lögðumst báðar fárveikar í rúmið daginn eftir. En það var samt þess virði, vinkona okkar bauð okkur í freyðibað strax á eftir og eldaði of- an í okkur chili-kryddaðan kjúklingarétt og við áttum góða kvöldstund. Það er óborg- anleg stemning sem fylgir sjósundi ef mað- ur er duglegur að finna upp á einhverju skemmtilegu í kringum þetta.“ Halla er ákveðin í að halda reglulegu sjósundi áfram næstu tuttugu árin. „Ég er að gera tilraun á sjálfri mér, ætla að sjá hvort þetta er hjartastyrkjandi eður ei.“  ÁHUGAMÁLIÐ | Halla Frímannsdóttir stundar sjósund í viku hverri Kalt og ögrandi Morgunblaðið/Sverrir Halla er mikill sprelligosi sem nýtur hverskon- ar hreyfingar og trjáklifur er þar á meðal. Morgunblaðið/Ómar Í sumar er stefnan hjá hópnum sett á að synda frá Nauthólsvík yfir í Kópavog. Það er eins gott að gleyma ekki handklæði eftir að menn eru búnir að synda í köldum sjó. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Forvarnir er hugtak sem flestir kannast við oghafa heyrt notað við margvísleg tilefni. Al-gengast er þó að forvarnir séu nefndar ísambandi við vímuefni og þá til að koma í veg fyrir neyslu þeirra. Almennt markmið vímuefna- forvarna er að fyrirbyggja hegðun sem valdið getur einstaklingum skaða eða tjóni. Flestar forvarnir eru þróaðar eða hannaðar fyrir skólaumhverfið og sam- félagið í heild og er þá reynt að taka á sem flestum þáttum samfélagsins sem geta haft mótandi áhrif. Til að nefna nokkur samfélagsleg atriði má benda á að- gengi að áfengi eða vímuefnum, viðhorf í samfélaginu ásamt ýmsum öðrum umhverfisþáttum. Enginn vafi leikur á að foreldrar gegna stóru hlut- verki í lífi barna sinna. Þeir hafa bæði erfðafræðileg og félagsleg áhrif á mótun og hegðun barna sinna og er í auknum mæli reynt að finna leiðir til að styðja við fjölskyldur og foreldra unglinga í áhættuhópi. Í verk- efnum sem ætluð eru fjölskyldum er mikil áhersla lögð á nánd, vináttu og samveru á milli barna og for- eldra, t.d. með þátttöku í lífi unglings utan fjölskyld- unnar. Áhrifamáttur foreldra minnkar á unglingsár- unum og áhrifamáttur vina eykst sem því nemur. Foreldrar geta þó haft áhrif með því t.d. að vera góð fyrirmynd eða með því að rækta heilbrigðan lífsstíl nógu snemma og viðhalda honum áfram yfir unglings- árin. Ekki kaupa áfengi fyrir börnin Neysla vina og/eða foreldra á vímuefnum gerir unglingnum auðveldara að nálgast vímuefni og hug- myndin um neyslu verður jákvæð og sjálfsögð. Þá má benda á að ekki er talið ráðlagt að foreldrar kaupi áfengi handa börnum sínum. Rannsóknir frá Norð- urlöndunum sýna að unglingar drekka oft meira áfengi en það sem foreldrar hafa keypt handa þeim. Við það að kaupa áfengi hefur foreldri gefið leyfi fyr- ir áfengisneyslu auk þess sem dómgreind unglingsins skerðist við áfengisneyslu og viðkomandi er hætt við að drekka meira en hann ætlaði sér. Í því sambandi er vert að ítreka að samkvæmt lögum má ekki kaupa eða veita einstaklingum undir 20 ára áfengi. Mikilvægt er að foreldrar verði sér út um fræðslu um útlit vímu- efna og einkenni neyslu þeirra. Sú þekking getur orð- ið til þess að hindra eða stöðva þróun vímuefnaneysl- unnar. Hægt er að verða sér úti um upplýsingar á ýmsum vefsíðum t.d. hjá Lýðheilsustöð, Fræðslu- miðstöð í fíknivörnum, edru.is, Foreldrahúsi, hjá heimilislæknum, SÁÁ eða öðrum meðferðaraðilum.  Verið í góðu sambandi við barnið.  Verið skýr í afstöðu ykkar gegn neyslu áfengis og annarra vímuefna.  Leyfið ekki eftirlitslaus partí, ef barnið ykkar fer í partí kannið þá hvort fullorðinn einstaklingur sé heima.  Reynið að fylgjast með því hvar barnið er og hverja það umgengst, skyndileg breyting í vinahópi getur gefið ástæðu til að kynna sér betur ástæður fyrir þeirri breytingu.  Hafið fastar reglur, t.d. að koma heim í kvöldmat, það getur brotið upp daginn og gefur tækifæri á að ræða atburði og framvindu dagsins.  Kaupið ekki áfengi fyrir unglinginn.  Forðist að rökræður og skammir komi unglingur undir áhrifum, ræðið frekar við hann daginn eftir.  Leitið aðstoðar fagaðila við minnsta grun um vímu- efnaneyslu.  Gleymum því ekki að börn eru á ábyrgð foreldra til 18 ára aldurs.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð Ekki leyfa eftirlitslaus partí Morgunblaðið/Billi Við að kaupa áfengi gefur foreldri leyfi fyrir drykkju. Rafn M. Jónsson verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna Lýðheilsustöð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.