Morgunblaðið - 14.03.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.03.2006, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FÆREYINGAR standa öðrum Norðurlandaþjóðum framar varðandi skilning á málum granna sinna en Finnar skilja síst aðra Norðurlanda- búa. Íslendingar skilja álíka mikið og Svíar og Danir. Rúmur þriðjungur ís- lenskra námsmanna í Danmörku tel- ur sig illa búinn undir nám þar í landi og margir þeirra segja að leggja þurfi meiri áherslu í íslenskum skólum á mikilvægi þess að kunna að minnsta kosti eitt annað Norðurlandamál. Þetta var meðal þess sem fram kom á ráðstefnu um norrænan málskilning sem Stofnun Vigdísar Finnbogadótt- ur í erlendum tungumálum og Nor- ræni menningarsjóðurinn stóðu fyrir í Norræna húsinu í gær. Á ráðstefnunni voru kynntar nið- urstöður víðtækrar rannsóknar á nor- rænum málskilningi sem unnin var að frumkvæði Norræna menningar- sjóðsins. Rannsóknin, sem fram fór á öllum Norðurlöndunum, beindist að skilningi norrænna ungmenna í fram- haldsskólum á dönsku, norsku og sænsku og varpar hún meðal annars ljósi á hvernig íslenskum framhalds- skólanemum gengur að skilja Norð- urlandamálin þrjú í samanburði við aðra norræna jafnaldra sína. Alls tóku 1.850 ungmenni þátt í rannsókn- inni. Þau voru flest á aldrinum 16-19 ára en þau elstu voru 25 ára. Ásgrím- ur Angantýsson, doktorsnemi í mál- vísindum, annaðist framkvæmd rann- sóknarinnar á Íslandi. Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðar- sendiherra tungumála hjá UNESCO og fyrrverandi forseti Íslands, setti ráðstefnuna. Næst tók til máls Jónína Bjartmarz, alþingismaður og fráfar- andi formaður Norræna menningar- sjóðsins. Talaði hún meðal annars um sjóðinn og hlutverk hans og tildrög og tilgang rannsóknarinnar. Hlutverk sjóðsins er að auka menningarsam- starf á milli Norðurlandanna og taka störf hans mið af því að menning snú- ist fyrst og fremst um þekkingu og opið hugarfar og að menn skynji að menningarlegur margbreytileiki auðgi daglegt líf. Flestir skilja ensku betur Lars-Olof Delsing, prófessor við Háskólann í Lundi, stjórnaði rann- sókninni og kynnti hann helstu nið- urstöður hennar. Hann sagði rúm 30 ár vera liðin síðan Øivind Maurud gerði fyrstu stóru rannsóknina á nor- rænum málskilningi og viðhorfum grannanna á Norðurlöndum hvers til annars og lýsti síðan framkvæmd hinnar nýju rannsóknar. Meðal spurninga sem rannsakendur lögðu upp með var hve duglegir íbúar Norð- urlandanna væru að skilja mál hver annars, hvort þeir yrðu betri í því með aldrinum og hvort þeir hefðu meiri eða minni skilning en fyrir þrjátíu ár- um. Þá var enskuskilningur ung- mennanna kannaður til samanburðar. Í rannsókninni var þekking Dana, Norðmanna, Svía og sænskumælandi Finna á þeim tveimur málum sem ekki voru móðurmál þeirra könnuð en Íslendingar, finnskumælandi Finnar, Færeyingar og Grænlendingar voru prófaðir í skilningi á öllum málunum þremur. Færeyingar reyndust hafa bestan skilning á Norðurlandamálunum af öllum þjóðunum en Finnar þann sísta. Athyglisvert er að málskilningur Ís- lendinga reyndist svipaður og hjá Sví- um og Dönum. Skilningur íbúa höf- uðborganna reyndist verri en í öðrum stórum þéttbýliskjörnum og þannig stóðu Akureyringar sig til dæmis bet- ur en Reykvíkingar. Skilningur á ensku var betri en í Norðurlandamálum hjá öllum þjóð- unum, með þeirri undantekningu að Færeyingar skildu dönsku betur en ensku. Íslendingar fengu einkunnina 7,17 fyrir enskuskilning. Foreldrar nokkurra þátttakenda voru einnig prófaðir og höfðu þeir mun meiri skilning en ungmennin. Skilningur ungmennanna var almennt mun verri en í rannsókn Mauruds árið 1972 en Delsing tók þó fram að prófið nú hefði verið talsvert erfiðara. Þátttakendur álitu ensku almennt fínni en Norður- landamálin en í Noregi voru þátttak- endur þó hrifnari af sænsku en ensku. Þátttakendur allra landanna töldu enskuna auðveldari en Norðurlanda- málin en skilningur á málunum reyndist aukast með aldrinum. Kennslu í tjáningu ábótavant Michael Dal, lektor í dönsku við Kennaraháskóla Íslands, fjallaði um vald samræðna og gerði dönsku- kennslu í íslenskum skólum að um- talsefni. Sagði hann íslensk ungmenni ágæt í að skilja dönskuna sem stæði þeim næst af Norðurlandamálunum en að meiri áherslu þyrfti að leggja á kennslu í tali og tjáningu. Dal vísaði í rannsókn menntamálaráðuneytisins frá árinu 2001 og sagði rúman þriðj- ung Íslendinga telja dönsku eða ann- að Norðurlandamál eiga að vera ann- að mál í grunnskólum á eftir ensku. Af einstökum málum vildu þó flestir fá þýsku sem annað mál. Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, fjallaði um reynslu ís- lenskra námsmanna í Danmörku af dönskukunnáttu sinni eftir nám í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Auður sagði mikinn mun á því að skilja mál í ræðu og riti og því að geta tjáð sig. Fjöldi Íslendinga stundar nám í Danmörku ár hvert og meðal þess sem Auður spurði þá um var hvaða áherslur þeir teldu helst lagðar í dönskukennslu í íslenskum grunn- og framhaldsskólum og hvaða þætti dönskukunnáttunnar hefði helst reynt á við nám í Danmörku. Mikill meirihluti sagði mesta áherslu lagða á lesskilning og málfræði en sagði mun minni áherslu lagða á hlustun og tján- ingu í grunnskólum. Þá væri lítið kennt um menningu og siði dönsku þjóðarinnar. Í framhaldsskóla voru þátttakendur nokkuð sammála um að allir þættir kennslunnar öðluðust aukið vægi en að þar skorti enn á kennslu í tjáningu á mæltu máli. Stúdentar voru líka nokkuð sammála um hvaða þætti reyndi helst á og það var skilningur og tjáning á mæltu máli. Rúmur þriðjungur taldi sig hafa verið illa búinn undir nám í Dan- mörku og margir tóku fram að leggja þyrfti aukna áherslu á mikilvægi þess að geta talað að minnsta kosti eitt Norðurlandatungumál auk síns eigin. Auður sagði nemendur því sammála um að helst vantaði upp á kennslu í hlustun og tjáningu á mæltu máli en minnti á að þegar lítill tími væri til umráða yrði að forgangsraða og að í lesskilningi næðu Íslendingar skjót- ast árangri í dönsku. Ráðstefna um norrænan málskilning í Norræna húsinu Mikilvægt að kunna önnur Norðurlandamál Morgunblaðið/ÞÖK Á ráðstefnunni var töluð íslenska, danska, sænska og norska, enda var um- fjöllunarefnið gagnkvæmur málskilningur Norðurlandaþjóðanna. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is TENGLAR .............................................. www.nordkontakt.nu Í DAG lýkur XX. Reykjavíkurskák- mótinu, sem Skáksamband Íslands hefur staðið fyrir í Skákhöllinni við Faxafen 12. Fyrir síðustu umferðina eru þrír stórmeistarar jafnir í forystu, Magnus Carlsen (Noregi), Gabriel Sargissian (Armeníu) og Pentala Har- iskrishna (Indlandi), með 6 1/ 2 vinn- ing hver. Efstur Íslendinga er Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari, í 4.–7. sæti, með 6 vinninga, eftir sigur á sænskum kollega sínum, Tiger Hillarp-Persson. Næsti Íslendingur er Þröstur Þór- hallsson, stórmeistari, með 5½ v. Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stef- ánsson (2.585) vann sænska stór- meistarann Tiger Hillarp-Persson (2.548) í 8. og næstsíðustu umferð. Alþjóðlegi meistarinn Héðinn Steingrímsson, sem gerði jafntefli við litháska stórmeistarann Aloyzas Kveinys, Bragi Þorfinnsson, alþjóð- legur meistari, sem vann sænska stórmeistarann Ralf Åkesson, og bróðir hans, Björn, sem vann portú- galska alþjóðlega meistarann Sergio Rocha, eru næstir með 5 vinninga. Björn hefur möguleika á áfanga að al- þjóðlegum titli, en til þess þarf hann að vinna Kveinys í lokaumferðinni. Við skulum nú sjá baráttuskák ís- lensku stórmeistaranna Þrastar Þór- hallssonar og Henriks Danielsen. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Henrik Danielsen Caro-Kann, Panov-afbrigðið 1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Rf3 Bb4 7. Bd3 dxc4 8. Bxc4 0–0 9. 0–0 a6 10. Bg5 b5 11. Bd3 Bb7 12. Hc1 Rbd7 13. Bb1 Be7 14. He1 b4 15. Ra4 Hc8 16. Hxc8 Dxc8 17. b3 Hd8 18. De2 Dc6 19. Bd3 Dd6 20. Hd1 g6 21. Rb2 Rd5 22. Rc4 Dc7 23. Bxe7 Rxe7 24. Re3 a5 25. Bc4 Rf6 26. Re5 Kg7 27. h3 Re4 28. Dg4 Rg8 29. h4 Rgf6 30. Df4 Rh5 31. Dh2 Rc3 32. Hd2 Re4!? (Eftir mikla baráttu hefur svarti tekist að skorða staka hvíta peðið á d4, en allt hefur þetta kostað mikinn tíma og því verða teflendur að leika hratt til þess að ná 40 leikja markinu. Eftir 32. -- f6! 33. g4 fxe5 34. gxh5 Dd6 hefði hvítur átt úr vöndu að ráða.) 33. Hd1 Rhf6 34. Df4 Rc3 35. Hd2 Rce4 36. Hd1 De7 37. g4 Rc3 38. He1 h6 39. f3 Rh7 40. Dg3 Rf6 (Flókin leið er 40. ...Dd6 41. Df4 f6 42. Rd3 Dxf4 43. Rxf4 Rf8 44. Rc2 Bxf3 45. Hxe6 Bxg4 46. He7+ Kh8 47. Re3, sem líklega gefur jafnt tafl.) 41. Df4 Rh7 42. Rxf7!? Dxf7 43. De5+ Kf8 44. Dxa5 De7? (Tíminn er á þrotum og staðan geysiflókin. Henrik missir af bestu leiðinni, sem hefði gefið honum betra tafl: 44. ...He8 45. Dxb4+ Kg8 46. Dxc3 Dxf3 47. d5 exd5 48. Bf1 Dg3+ 49. Bg2 Rf6 50. Dxf6 Dxe1+ 51. Rf1 He6 52.Bxd5 Bxd5 53. Dd8+ Kg7 54. Dxd5 Hf6 55. Dg2 Dxh4 o.s.frv.) Sjá stöðumynd. 45. Rf5!! gxf5 46. Hxe6 Dxh4 47. Dxf5+ Kg7 48. Dg6+ Kf8 (Eða 48. ...Kh8 49. He8+ Hxe8 50. Dxe8+ Kg7 51. Df7+ Kh8 52. Dg8+ mát.) 49. He8+ Hxe8 50. Df7+ mát. Lokaumferðin hefst kl. 13 í dag og verður hún örugglega þrungin bar- áttu og spennu. Þrír jafnir í efsta sætinu fyrir síðustu umferð Eftir Braga Kristjánsson bragikr@hotmail.com OPINBER heimsókn Geirs H. Haarde utanríkisráðherra til Dan- merkur hófst í Kaupmannahöfn í gær. Í þéttskipaðri dagskrá átti hann meðal annars ánægjulegan og gagnlegan fund með utanrík- isráðherra Danmerkur, Per Stig Møller, þar sem þeir ræddu bæði al- þjóðamál og tvíhliða samskipti land- anna. Geir sagði í samtali við Morg- unblaðið að fundurinn hefði verið langur og gagnlegur. Þeir hefðu rætt skopmyndamálið, stöðuna í Írak og framboð Íslands til Öryggisráðsins. Auk þess voru nokkur tvíhliða mál rædd og má þar nefna útgáfu á ís- lensk-danskri orðabók, endurnýjun loftferðarsamnings á milli Íslands og Danmerkur og fleira þess háttar. „Þetta var mjög góð og almenn um- ræða, en á heildina litið þá lá það í loftinu að okkar á milli þá eru eig- inlega engin vandamál og samstarf á milli landanna er mjög gott,“ sagði Geir að loknum fundinum. Þakklátur fyrir stuðning í Mú- hameðsteikninga-kreppunni Per Stig Møller utanríkisráðherra Dana sagði í viðtali við Morg- unblaðið að loknum fundinum að samstarf landanna væri afburða gott og vandamálalaust. Hins vegar væru nokkur hagsmunamál sem löndin stæðu saman í og þau hefðu verið rædd á fundinum. Hann kvaðst afar þakklátur fyrir þann siðferðilega stuðning sem Ísland hefði veitt Dan- mörku í Múhameðsteikninga- kreppunni. „Við hjálpum hvort öðru á sviði alþjóðamála þar sem við get- um, og við viljum gjarnan gera það sem í okkar valdi stendur til að styðja framboð Íslendinga í Örygg- isráðið. Í okkar huga er mikilvægt að Ísland fái þetta sæti og að rödd Norðurlanda heyrist á þessum vett- vangi,“ sagði Per Stig Møller. Møller var spurður út í fjárfest- ingar Íslendinga í Danmörku en nokkur umræða hefur verið í fjöl- miðlum þarlendis um að útrásin sé byggð á veikum grunni. Komið hafa fram áhyggjur af því í fjölmiðlum að fari eitthvað úrskeiðis á Íslandi gæti það haft áhrif á danskt efnahagslíf. Møller var spurður hvort þetta væri áhyggjuefni í hans huga. „Hér í Danmörku erum við opin fyrir erlendum fjárfestingum og hvers vegna ættum við þá að vera á móti íslenskum fjárfestingum? Við erum með herferð til að draga að er- lendar fjárfestingar og erum ánægð með þær íslensku fjárfestingar sem hafa átt sér stað undanfarið,“ sagði hann. „En mér skilst að Kaupmanna- höfn hafi verið skírð upp á nýtt á Ís- landi og heiti nú „Litla Ísland“,“ bætti Møller við og brosti breitt. Ráðherrarnir tóku þó fram að ís- lenskar fjárfestingar í Danmörku hefðu ekki verið meðal þess sem rætt var á fundinum. Að loknum fundi utanríkisráð- herranna var snæddur opinber há- degisverður í utanríkisráðuneytinu og að honum loknum var haldið á fund Margrétar Danadrottningar. Síðdegis hélt Geir svo á fund með Dansk Industri auk þess að heim- sækja danska þingið. Í dag er fyrirhuguð heimsókn á flotastöðina í Korsør og í Vejstrup Ungdomsskole. Þá verður snæddur hádegisverður í Valdemars-höllinni og að því búnu verður fundað með utanríkismálanefnd danska þings- ins. Heimsókninni lýkur í kvöld. Mikilvægt að Ísland fái sæti í Öryggisráðinu Ljósmynd/Jens Dige Utanríkisráðherrar Íslands og Danmerkur, Per Stig Møller og Geir H. Haarde, segja engin vandamál í samskiptum þjóðanna en þeir funduðu í Kaupmannahöfn í gær. Heimsókn Geirs til Danmerkur lýkur í dag. Eftir Rögnu Söru Jónsdóttur rsj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.