Morgunblaðið - 14.03.2006, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 29
DAGLEGT LÍF Í MARS
vegna er ég með æfingar í bókinni
í persónulegri færni og stjórn-
unarfærni.“
Stíga út úr þægindahringnum
Með þessari bók segist Árelía
hvetja fólk til að staldra reglulega
við og spyrja sjálft sig: Hver er
ég? Hvað langar mig til að gera?
Hvernig lífi vil ég lifa?
„Þetta er sama hugsun og í fyr-
irtækjarekstri. Þetta snýst um að
vera með stefnumótun í eigin lífi
og endurskoða sjálfan sig reglu-
lega. Læra af mistökum og allri
reynslu og spyrja hvað við erum
tilbúin að ganga langt í breyt-
ingum. Góðir leiðtogar fá fólk til að
gera hluti sem það vissi ekki að
það gæti. Þegar fólk tileinkar sér
að vera góður leiðtogi í eigin lífi
getur það líka gert það sem það
vissi ekki að það gæti gert. Og það
er nauðsynlegt að stíga út úr þæg-
indahringnum og átta sig á að
maður þarf alltaf að fara eitt skref
út fyrir hann til þess að vaxa sem
manneskja.“
Sjá fyrir sér sigur á hindrunum
Árelía segist vinna út frá kenn-
ingunni um von, sem finnst innan
sálfræðinnar og er á þá leið að þeir
sem eru vongóðir setja sér fleiri
markmið og hafa meiri viljastyrk
en þeir sem eru vonlitlir. „En það
sem skiptir meira máli er að þeir
sjá hvaða hindrunum þeir eiga lík-
lega eftir að mæta og sjá fyrir sér
hvernig komast á hjá þeim eða
sigrast á þeim. Þetta heitir einfald-
lega útsjónarsemi og hana er hægt
að tileinka sér.“
Árelía leggur áherslu á að alltaf
þegar fólk er að breyta einhverju í
eigin fari eða þankagangi tekur
það tíma. „Oft eru þetta tvö skref
fram á við og eitt aftur á bak, en
það hefst að lokum.“
og góðu fyrirtæki
hann í betra formi á sumrin núna en
hann hafi nokkurn tímann verið á ár-
um áður. „Ég var alltaf lítill íþrótta-
maður. Áður en ég byrjaði að róa
fólst íþróttamennska mín í leið-
inlegri og oft kvalafullri skyldumæt-
ingu í leikfimi,“ segir hann glettinn.
Í bátnum er mjög ákveðin hlut-
verkaskipting, sterkustu og grófustu
ræðararnir sitja yfirleitt í miðjunni
en þeir sem eru bestir í tækninni
sitja í sæti eitt, tvö og átta. „Sá sem
situr í áttunda sætinu setur hraðann
og þarf að halda honum stöðugum.
Auk þess situr kallari í skutnum sem
stýrir bátnum og hvetur menn til
dáða.“ Einar er félagi í róðrar-
klúbbnum Gentle Giant Rowing
Club og þeir æfa sig á Mystic River.
„Margir muna sjálfsagt eftir þeirri á
úr mynd Clints Eastwood sem hét
einmitt Mystic River,“ segir Einar
Örn. „Samræðarar mínir eru úr öll-
um áttum, prófessorar, bankamenn,
lögfræðingar og eilífðarnámsmenn á
ýmsum aldri.“
Einar er metnaðarfullur keppn-
ismaður og hefur tekið þátt í fjöl-
mörgum róðrarkeppnum. „Hápunkt-
urinn var án efa að róa í Head of the
Charles-keppninni sem er stærsta
og virðulegasta róðrarkeppnin í
Norður-Ameríku. Þar töpuðum við
naumlega fyrir frægum klúbbi, Dy-
namo Berlin,“ segir hann, og stoltið
leynir sér ekki í fasinu.
Undirbúningur fyrir slíka keppni
getur heldur betur tekið á. „Við æfð-
um á hverjum degi í tvo mánuði,“
lýsir hann. „Það var rosalega erfitt
en plúsinn var að ég komst í topp-
form.“ Til að gefa fólki hugmynd um
um hvað er að ræða lýsir Einar Örn
þessu svona: „Þetta er eins og að
lyfta 20 til 30 kílóa stöng frá tám og
upp fyrir brjóst 35 sinnum á mínútu í
17 mínútur.“ Keppnishraðinn er um
10 hnútar. „Það hljómar kannski
ekki mikið en er algjör sæla þegar
átta ræðarar róa sem einn maður.
Það er eins og maður fljúgi yfir
vatnsflötinn,“ segir hann.
Erlend fyrirtæki þurfa að kynnast
hugmyndaauðgi Íslendinga
Einar Örn og Brynhildur hafa bú-
ið í Boston í 13 ár við nám og störf.
Þau eiga tvær dætur, sjö ára og
þriggja mánaða. Einar Örn lauk
meistaranámi í auglýsinga- og mark-
aðsfræðum og er framkvæmdastjóri
á hugmyndasviði auglýsingastof-
unnar DDB Worldwide í New York
og Brynhildur er doktor í umhverfis-
og auðlindafræðum og starfar við
kennslu og ráðgjöf á því sviði í Bost-
on. „Við Brynhildur grínumst stund-
um með það hvernig við erum á önd-
verðum meiði þegar kemur að
neyslu og umhverfinu. Hún leitar
leiða til að bjarga mannkyninu frá
sjálfu sér en ég reyni af fremsta
megni að fá fólk til að drekka meiri
Budweiser og Diet Pepsi og kaupa
fleiri nýja bíla,“ segir Einar Örn
glettnislega.
Leiðin liggur hins vegar heim til
Íslands mjög bráðlega. „Ég býst þó
við því að starfa áfram að miklu leyti
erlendis þar sem er þrátt fyrir allt
meiri markaður fyrir þekkingu
mína og reynslu,“ segir Ein-
ar. „Þrátt fyrir voldug og
framsækin útrásarfyrirtæki
í fjármála- og fram-
leiðslugreinum eru íslensku
auglýsingastofurnar fyrst
og fremst útbúnar til að
sinna heimamarkaðinum.
Ég er þess fullviss að það
muni breytast í náinni
framtíð. Íslendingar búa
yfir svo mikilli og óheftri
sköpunargleði sem sýnir
sig í tónlist, kvikmynd-
um og bókmenntum.
Það er nákvæmlega
þessi hugmyndaauðgi
sem Pepsi og Bud-
weiser þurfa að kynnast. Þetta er
auðlind sem býr í fólkinu og má
hæglega virkja.“
Þegar heim til Íslands
kemur verður erfitt um
vik fyrir Einar Örn að
stunda áhugamálið.
„Mér er ekki kunn-
ugt um að svona bát-
um hafi verið róið á
Íslandi,“ segir hann.
„Til að hægt sé að æfa
þessa íþrótt af einhverju
viti þarf lygnt, en ekki
mjög djúpt vatn, sjó eða á þar sem
hægt er að stíma beint nokkra kíló-
metra í senn,“ segir hann og kem-
ur í lokin með léttgeggjaða
uppástungu. „Pollurinn á
Akureyri kæmi e.t.v. til
greina og kannski væri
hugmynd að lengja Tjörn-
ina í Reykjavík út í flug-
vallarstæðið og stofna síð-
an hörku róðrarklúbb.“
Átökin leyna sér ekki. Einar Örn er fjórði talið að aftan.
Einar Örn
ásamt dætrum
sínum tveimur,
Urði og Unu.
Frá Cambridge, séð yfir Charles River.
Klassískt sjónarhorn af Boston.
Boston University-bátahúsið
er lengst til vinstri. Charles
River ísilögð að hluta og engir
bátar komust þaðan út þennan dag.
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Extra sterkt
GÓÐ HEILSA
GULLI BETRI
Lið-a-mót
FRÁ
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR