Morgunblaðið - 14.03.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.03.2006, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UM NOKKURRA ára skeið hefur verið unnið að undirbúningi þess að Íslendingar gætu eignast sitt þjóð- artæknisafn. Þjóðin hefur hingað til verið eftirbátur annarra tækni- væddra þjóða í því efni. Tækni- og vísindasöfn eru sjálfsagður þáttur í menningu og menntun allra okkar nágrannaþjóða. Vissulega eigum við hin ágætustu söfn á mörgum sviðum, og fer þeim ört fjölgandi. Þjóðminjasafn Íslands og byggðasöfnin hafa bjargað mörgum menningarverðmæt- um. Nokkur söfn halda utan um muni frá ýms- um greinum tækniþró- unar, t.d. samgöngu- safn, búvélasafn, lækningaminjasafn o.fl. Þessar stofnanir gegna mjög þörfu hlut- verki og verður svo vonandi áfram. Tæknisafn Íslands mun starfa á nokkuð annan hátt, en fyrirmyndin er sótt til nágrannalanda. Megintil- gangurinn er tvíþættur: Annars veg- ar að sýna sögu tækniþróunar þjóð- arinnar í heild. Hvernig við tileinkuðum okkur tækninýjungar og þær lausnir sem okkar mörgu hugvitsmenn lögðu fram. Þetta er hvergi gert á aðgengilegan hátt í dag, og meðferð okkar á framlagi ís- lenskra hugvitsmanna er ekki til sóma. Enginn hefur það hlutverk að skrá sögu þeirra og miðla til upp- rennandi kynslóðar. Hins vegar hefur Tæknisafnið það hlutverk að útskýra tækni, vísindi og náttúrulögmál fyrir áhorfandanum, örva ímyndunaraflið og hvetja til rökhugsunar. Þar er komið beinlínis inn á raungreinasvið menntastofn- ana, enda eru erlend tæknisöfn sjálf- sagður liður í skólakerfi hvers lands. Þar eru algengar svonefndar „vís- indastofur“ (science center), en í þeim eru tæki til tilrauna og leikja. Tilgangurinn er að nemandinn geti upplifað lögmál eðlisfræði og grunn- þekkingar af eigin raun. Þarna verð- ur námið leikur. Sú aðferð reynist mörgum eftirminnilegri og haldbetri til skilnings en margra ára bóknám. Tæki í þessum stofum eru gerð til að þola mikið álag og standast örygg- iskröfur. Þessar vísindastofur eru mikilvæg stoð við kennslu í eðl- isfræði og öðrum náttúruvísindum, einkum á grunnskólastigi. Í stað þess að hver skóli komi sér upp þannig aðstöðu með tilheyrandi kostnaði, er farið með nemendur í vel und- irbúnar ferðir. Þar gefst þeim kostur á að leika sér í tækjunum, undir góðri leiðsögn kennara og starfs- manna. Í öðrum deild- um er tækni daglegs lífs útskýrð á aðgengi- legan og auðskilinn hátt: Með þverskurði af tækjum, líkönum og eftirlíkingum af flug- vélum, bílum o.fl. Með ýmiss konar margmiðl- unartækjum er þekking prófuð og ímyndunaraflið örvað. Sum tækj- anna gefa kost á gagnvirkni af mörgu tagi. Söfnin eru í góðum tengslum við skólana og öll starf- semin tekur mið af námskrám hverju sinni. Eins og hér sést er full þörf á stofnun af þessu tagi hérlendis. Á seinni árum hefur þessi þörf orðið sí- fellt augljósari, og hefur þetta marg- sinnis komið upp í umræðum um raungreinakennslu og frum- kvöðlamennt. Engin stofnun hér- lendis gegnir þessu veigamikla hlut- verki í þjóðlífinu í dag. Síðastliðin þrjú ár hefur hópur áhugafólks unnið markvisst að und- irbúningi stofnunar Tæknisafns Ís- lands. Tilgangurinn er fyrst og fremst að bæta úr þessari brýnu þörf menntakerfisins, en auk þess að halda utan um sögu tækniþróunar á einum stað og verk íslenskra hug- vitsmanna. Þó hugvitsmenn hafi víða starfað á landinu, má segja að á ein- um stað sé að finna vöggu hugvits og hagleiks. Sá staður er á tiltölulega litlu svæði í Villingaholtshreppi í Flóa. Þar hefur gróska og afköst í þessum efnum verið með eindæm- um. Kom það glöggt í ljós vorið 2004, en þá var haldin sýning á verkum þessa fólks í Félagsheimilinu Þjórs- árveri. Hún vakti mikla athygli og er enn umtöluð. Í kjölfar hennar fylgdi umrædd hugmynd að Tæknisafni Ís- lands. Undirbúningsstarfið er nú í höndum Ferðamálanefndar Austur- Flóa, undir formennsku greinarhöf- undar. Staða undirbúnings er nú þessi: Alþingi viðurkenndi þörfina á verk- efninu á sl. ári með því að veita lítils háttar styrk til undirbúnings því. Fjölmargir aðilar hafa lýst yfir stuðningi og velþóknun á verkefn- inu. Það er unnið í góðu samráði við stjórn Landssambands hugvits- manna, yfirvöld menntamála, sveit- arstjórnir í héraði og marga aðra. Ennfremur hefur Landsvirkjun sýnt sérstakan áhuga á stofnun þessari. Starfsemi af þessu tagi fellur vel að þörfum Landsvirkjunar, sem með þessu fengi tækifæri til að kynna orkuvinnslu og orkumál, ekki síst fyrir upprennandi kynslóð. Því fræðsluhlutverki þyrfti Lands- virkjun að leggja meira lið en verið hefur. Fleiri fyrirtæki væru líkleg til að koma að verkefninu. Fyrir dyrum stendur áætlanagerð og hefur verið aflað mikilla gagna. Gerð áætlana og kostnaðarmats verður í höndum reyndra og virtra aðila. Gert er ráð fyrir að fyrstu skýrslur geti legið fyrir nú í vor. Hægt er að kynna sér nánar hug- myndir um Tæknisafn Íslands á vef Ferðamálanefndar Austur-Flóa: www.floi.is. Tæknisafn Íslands – til efling- ar frumkvöðlastarfi og raungreinamenntun Valdimar Össurarson fjallar um Tæknisafn Íslands ’Fyrir dyrum stenduráætlanagerð og hefur verið aflað mikilla gagna. Gerð áætlana og kostn- aðarmats verður í hönd- um reyndra og virtra að- ila.‘ Valdimar Össuraron Höfundur er rekstrarstjóri. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ að eiga stóran pallbíl í dag er bara gaman, því fyrir þá sem ekki vita er virkilega gaman að keyra stóra bíla. Ég hef átt marga bíla um ævina og þessi bíll er besti ferðabíll sem við, ég og fjölskyldan, höfum verið á. En, það er einn stór skuggi sem fylgir því að eiga svona bíl: Það er nefnilega fáránlega dýrt að fara í gegnum Hvalfjarðargöngin á honum. Við hjónin eigum sum- arhús í Borgarfirði og förum oft þangað. Þegar ég keypti bílinn fyrir u.þ.b. ári vissi ég af þessari ofur- gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum fyrir þessa bíla, en hugsaði með mér að þegar þeim fjölgaði á göt- unum myndi gjaldið lækka svo ein- hver sanngirni yrði í. Enn hefur ekkert gerst! Mér finnst það bera vott um afturhaldssemi að reyna ekki að þróa sanngjarna leið svo þessir bílar geti farið í gegnum göngin eins og aðrir fjölskyldubílar. Það er nú einu sinni staðreynd að þeir eru í flestum tilfellum notaðir sem fjölskyldubílar. Til þess að fara fram og til baka í gegnum göngin þarf ég að borga 6.000 kr. og til að eiga fyrir því þarf ég að afla um 9.500 kr. í laun fyrir skatta! Af þessu má vera ljóst að erfitt getur verið að réttlæta þetta í heim- ilisbókhaldinu. Spölur lagar sig ekki að þróun í bílaeign Ökuskólar hafa margir hverjir lag- að sig að fjölgun þessara bíla og bjóða ungu fólki að taka stutt nám- skeið til að öðlast réttindi til að keyra þessa bíla. Hvers vegna bregst Spölur ekki við þessari nýju þróun í bílavali landsmanna? Í gjaldskrá Spalar segir að fyrir bíla lengri en 6 metrar skuli borga 3.000 kr. fyrir staka ferð. Þetta er útgefin gjaldskrá af þeim, en á sama tíma gera þeir allskonar bak- samninga við hina og þessa hópa. Dæmi um þetta eru hópferða- bifreiðar styttri en 7,25 m sem borgað er einungis 1.000 kr. fyrir. Þá má benda á að skráðir húsbílar, sem oft á tíðum eru gamlir sendibíl- ar og oft lengri en 6 metrar, fara í göngin á 1.000 kr.-gjaldinu (eftir upplýsingum frá starfsmanni í veg- hliði Spalar). Ég sendi Speli bréf fyrir um ári og spurði hvort þeir væru tilbúnir að semja við mig á svipuðum nótum og ofangreindir höfðingjar hafa gert. Bauðst ég til að stofna félag pallbílaeigenda ef það myndi greiða fyrir samningum. Bréfið var tekið fyrir hjá stjórn Spalar og svöruðu þeir engu efnislega þeim ástæðum sem ég tiltók, en í bréfinu frá þeim stóð aðeins: „Sjáum ekki ástæðu til að breyta gjaldskránni að sinni“! Ég tók þessu svari þeirra við samningaumleitan minni sem höfn- un. Ég spyr því: Hversvegna geta eigendur hópferðabíla samið um sérkjör við Spöl en ekki pall- bílaeigendur? Hversvegna geta húsbílaeigendur keyrt þarna í gegn fyrir 1.000 kr. þótt bílar þeirra séu yfir 6 metrar að lengd. Á sama tíma þarf pallbíll með pallhýsi (nokkurs konar húsbíll) að borga 3.000 kr. ef hann er lengri en 6 metrar? Slíkur búnaður þjónar nákvæmlega sama tilgangi og húsbíll! Hvaða glóra er í því að fyrir bíl einsog minn, sem er 6,23 metrar (23 sm of langur), skuli ég borga jafn mikið og fyrir stærstu gerð af flutningabíl frá Landflutningum (allt að 12 metra langur)? Fyrir pallbíl sem er 5,95 metrar (og þeir eru þó nokkrir) þarf aðeins að borga 1.000 kr. (fyrir staka ferð) eða 270 kr. (ef keyptur er 100 ferða lykill). Það getur vel verið rétt að einhvers staðar verði mörkin að liggja en þá eiga allir að sitja við sama borð hvað varðar sérsamn- inga til leiðréttingar þessarar ofur- gjaldtöku. Ég vona að þessi skrif verði til að vekja þá Spalarmenn af værum blundi og fái þá til þess að vinna með okkur að sátt í málinu, því ég veit að það er megn óánægja með þessa gjaldskrá, meðal vaxandi fjölda annars ánægðra pallbílseig- anda og fjölskyldna þeirra. BRAGI SIGÞÓRSSON, pallbílseigandi, Víðiási 4, Garðabæ. Um gjaldskrá Spalar Frá Braga Sigþórssyni: Í MORGUNBLAÐINU þann 9. mars sl. mátti lesa grein eftir Jónas Bjarnason efnafræðing þar sem hann gerir athugasemd við þá skoð- un mína að það sé af og frá að stór- felldar erfðabreytingar verði í villt- um dýrastofni á örfáum kynslóðum vegna veiða. Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að mér finnst jákvætt að Jón- as leiti með gagn- rýnum hætti að skýr- ingum á því að dregið hafi úr vaxtarhraða þorsks þó svo að ég deili ekki þeirri skoð- un hans að skýring- anna sé að leita í breyttu erfðamengi. Ég játa það einnig að ég deili ekki þeirri skoðun að þorskurinn í Norðursjó sé svo illa á sig kominn og að erfðamengi sé komið í svo al- varlega klessu að það þurfi mjög langan tíma þar til hægt er að ná út fiski sem líkist því sem áður var. Á ferð minni fyrir örfáum vikum í Skotlandi fór lítið fyrir þorskaum- ingjum á fiskmarkaðnum í Pet- erhead en hins vegar var nóg af vænum hrygningarþorski á boð- stólum. Allir sem hafa komið ná- lægt ræktun dýra, s.s. húsdýra og fiska, ættu að vita að vöxtur og við- gangur dýra ræðst annars vegar af erfðum og hins vegar umhverf- isþáttum. Með umhverfisþáttum er m.a. átt við áhrif framboðs fæðu og hitastigs. Oft og tíðum getur verið erfitt að óathuguðu máli að segja til um hvort einhverjar breytingar á vaxt- arhraða eða kynþroska ráðist af erfðum eða þá hvort rekja megi breytingar til breyttra umhverfisaðstæðna. Allir vita að fæðufram- boð hefur gífurleg áhrif á vaxtarhraða fiska og þegar snögg- lega sjást miklar breytingar á vaxt- arhraða er nærtækast að kanna áhrif breyt- inga á fæðuframboði. Á Íslandi búum við svo vel að gerðar hafa verið víðtækar athuganir þar sem villtur fiskur er settur í áframeldi í fiskeldiskerjum þar sem hann hefur gnægð fæðu, með öðrum orðum sömu erfðir en breyttar umhverf- isaðstæður. Meðal þeirra sem hafa staðið að þessu eldi er hið virta fyr- irtæki Guðmundur Runólfsson í Grundarfirði. Niðurstöður eldisins sýna að lítill villtur þorskur sem hefur vaxið tekur gífurlegan vaxt- arkipp um leið og hann fær nægj- anlegt fóður. Þorskurinn í Breiða- firði vex gífurlega vel og tvöfaldar þyngd sína á skömmum tíma ef hann fær nægjanlega fæðu og þá er ekki að sjá að erfðamengið þvælist fyrir honum. Sömu sögu er að segja um áframeldi á villtri ýsu í Eyjafirði en nýlegt dæmi er um að einstaklings- vöxtur ýsu hafi verið að meðaltali 130% á sjö mánaða tímabili. Ef erfðamengið væri í klessu væri vöxtur sem þessi útilokaður. Erfðafræði Í allri umræðu um erfðafræðilegt val er rétt að hafa í huga hvaða kraftar eiga í hlut. Ekki þyrfti nema örfáa tugi þorskhrygna til að standa undir allri nýliðun á Íslands- miðum það er að segja ef fiskseiði myndu ekki farast af náttúrulegum orsökum. Hrygnurnar á Íslandsmiðum eru í raun ekki mældar í nokkrum tug- um heldur tugþúsundum. Nýliðun þorsks á Íslandsmiðum er skil- greind sem þriggja ára fiskur sem er að byrja að koma inn í veiðina. Á þessum þremur fyrstu æviárum þorsksins eru afföllin gífurlega mik- il og eru þau einungis af nátt- úrulegum orsökum. Öll rök hníga til þess að á þessu æviskeiði borgi sig að vaxa sem hraðast til þess að verða ofan á í samkeppni um fæðu og að sama skapi fækkar afræn- ingjum eftir því sem fiskurinn stækkar. Það er rétt að þegar þorskurinn er orðinn þriggja ára fer valbundin veiði að verka að einhverju leyti í öfuga átt þar sem frekar er reynt að veiða stóran fisk en smáan. Það má hins vegar alls ekki líta framhjá því að enn verka þeir valkraftar að til þess að standa betur að vígi í samkeppni og fækka afræningjum er kostur að vaxa sem hraðast. Samkvæmt veiðireglu er áætlað að veiða um 25% af veiðistofni á hverju ári á meðan Hafró reiknar með að um 20% af stofnunum deyja af náttúrulegum orsökum en af þessu má ætla að þessir sambæri- legu valkraftar virki hvor á móti öðrum. Reynsla af kynbótum Heima á Hólum í Hjaltadal fara fram vísindarannsóknir á heims- mælikvarða þar sem eitt verkefnið er kynbætur á bleikju í því augna- miði að láta hana vaxa sem hraðast. Kynbæturnar fela í sér miklu harð- ara val en það sem þorskurinn þarf að búa við af völdum veiðarfæra þar sem einungis 3% af stærstu karlfiskunum koma afkvæmum sín- um í næstu kynslóð. Niðurstöður tilraunarinnar gefa ekki til kynna að skyndilega fáist einhver risafiskur heldur gera menn sig ánægða með 10% árangur með hverri kynslóð. Ekki er hægt að ganga að því sem vísu að hægt sé að rekja allan árangur af kyn- bótastarfinu til breytts genamengis Hólableikjunnar heldur má ef til vill rekja einhvern hluta árangurs- ins til umhverfisþátta, s.s. bætts fóðurs og aukinnar þekkingar á eld- inu. Niðurstaða Miklum mun fleiri þorskar enda líf sitt á náttúrulegan hátt en þeir sem enda ævidaga sína í veið- arfærum. Val á erfðaeiginleikum getur svo sannarlega haft áhrif á vöxt fiska en mjög vafasamt er að ætla að þær breytingar gerist í ein- hverjum stökkum á örfáum kyn- slóðum. Miklu frekar má vænta þess að breytingarnar komi fram smám saman. Snöggar breytingar á vaxt- arhraða fiska stafa að öllum lík- indum frekar af skyndilegum breyt- ingum á fæðuframboði en breyttu erfðamengi þar sem þær breyt- ingar gerast hægt á löngum tíma. Erfðir og umhverfi Sigurjón Þórðarson fjallar um erfðabreytingar í villtum dýra- stofnum ’Allir sem hafa komiðnálægt ræktun dýra, s.s. húsdýra og fiska, ættu að vita að vöxtur og við- gangur dýra ræðst ann- ars vegar af erfðum og hins vegar umhverf- isþáttum.‘ Sigurjón Þórðarson Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.