Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórnmálafræ›iskor Háskóla Íslands • MA-nám, umsóknarfrestur til 18. apríl. • Diplóma-nám (15 einingar), umsóknarfrestur til 6. júní. Nánari uppl‡singar: http://www.felags.hi.is/page/althjodasamskipti Margrét S. Björnsdóttir í síma 525 4254, msb@hi.is e›a Elva Ellertsdóttir í síma 525 4573, elva@hi.is Möguleg svi› sérhæfingar: • Alfljó›alög og vopnu› átök • Samtímasaga • firóunarfræ›i • Fjölmenning • Evrópufræ›i • Smáríkjafræ›i • Opinber stjórns‡sla • Alfljó›avi›skipti • Alfljó›alög og mannréttindi E in n t v e ir o g þ r ír 36 7. 0 0 4 GREIÐSLUHÆFI ÓHÆTT Hætta steðjar ekki að greiðslu- hæfi og lausafjárstöðu Íslands. Þetta er niðurstaðan í skýrslu sem matsfyrirtækið Moody’s sendi frá sér í gær. „Þótt við höfum varað við hættum sem fylgja aukinni skuld- setningu hagkerfisins hefur Ísland hæstu lánshæfiseinkunn okkar og horfurnar eru stöðugar,“ segir höf- undur skýrslunnar. Selur hlut í easyJet FL-Group hf. hefur gengið frá sölu á 16,9% eignarhlut félagsins í breska lágfargjaldaflugfélaginu easyJet. Með sölunni losar félagið fjárhæð sem jafngildir um 30 millj- örðum króna. Vill Hamas samninga? Utanríkisráðherra nýrrar rík- isstjórnar Hamas segir í bréfi til Kofis Annans að Palestínumenn vilji „lifa með öllum grönnum“ sínum. Virðist sem Hamas sé með þessu óbeinlínis að viðurkenna tilverurétt Ísraels. Flest bendir nú til þess að Ehud Olmert, leiðtogi Kadima, myndi samsteypustjórn í Ísrael. Margar frelsissviptingar Talsverður fjöldi mála hefur kom- ið upp undanfarið þar sem ein- staklingar eru sviptir frelsi sínu í lengri eða skemmri tíma. Eru þetta aðferðir sem lögreglan hér á landi hefur ekki séð beitt í jafn ríkum mæli áður. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 24 Fréttaskýring 8 Umræðan 22/23 Viðskipti 13 Minningar 26/32 Erlent 14/15 Myndasögur 36 Minn staður 16 Dagbók 36/39 Höfuðborgin 17 Staður og stund 38 Akureyri 18 Leikhús 40 Landið 18 Bíó 42/45 Suðurnes 19 Ljósvakamiðlar 46 Daglegt líf 20 Veður 47 Menning 21,40/45 Staksteinar 47 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir fasteignablað Miðborgar. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %         &         '() * +,,,            HÆSTIRÉTTUR telur að Páll Hreinsson prófessor sé hæfastur þeirra fjögurra umsækjenda sem sótt hafa um stöðu hæstaréttardóm- ara. Hefur dómurinn skilað umsögn sinni til setts dómsmálaráðherra, Geirs H. Haarde, sem skipar í stöð- una. Í umsögn Hæstaréttar um um- sækjendurna, þau Hjördísi Björk Hákonardóttur dómstjóra, Pál Hreinsson prófessor og héraðsdóm- arana Sigríði Ingvarsdóttur og Þor- geir Inga Njálsson, segir að öll séu þau hæf en Páll þeirra hæfastur. Með tilliti til sjö atriða, náms, dóm- arastarfa, kennslu, ritstarfa, starfa á vegum ríkisins, starfa við und- irbúning lagasetningar og annarra stjórnsýslustarfa, taldi Hæstiréttur að Páll stæði öðrum umsækjendum sýnilega fremstur að hæfni til að hljóta embætti hæstaréttardómara. Næst honum komu Hjördís og Sig- ríður jafnar og loks Þorgeir Ingi. Að þessu áliti stóðu hæstarétt- ardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdótt- ir og Markús Sigurbjörnsson. Tveir dómarar, þeir Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson, skiluðu sérálitum. Í áliti sínu segir Jón Steinar að allir séu umsækjendurnir hæfir en hann fellst hins vegar ekki á réttmæti þess að raða þeim í hæfnisröð. Bendir hann á að nú sé þeim Sigríði og Hjördísi Björk skipað jafnt í nið- urröðun réttarins þó að greinar- munur hafi verið gerður á þeim árið 2001 þegar þær sóttu um embætti við réttinn. Ekki geri Hæstiréttur nú grein fyrir hvað valdið hafi þess- um sinnaskiptum. Þá telur hann ekki ástæðu til að setja Þorgeir Inga í síðasta sæti. Ólafur Börkur telur alla hæfa í sínu áliti en segir að samanburður dómaraefna sé óvarlegur og ósann- gjarn. Telur hann hæpið af umsagn- araðila að raða umsækjendum í sér- staka röð. Þá gerir hann athuga- semd við aðgreiningu umsækjenda úr röðum héraðsdómara. Við þá röð- un sé skírskotað til þeirrar myndar sem meirihluti Hæstaréttar kveðst hafa fengið af hæfni þeirra með því að fjalla um dómsmál sem þeir hafa leyst úr. Þá sé jafnframt notuð sú mælistika að líta til atriðanna sjö án þess að gera grein fyrir innbyrðis vægi þeirra atriða, sem þó er sagt vera mismunandi. Meirihluti Hæstarétt- ar telur Pál hæfastan Jón Steinar Gunn- laugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson skiluðu sérálitum Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is KONA á níræðisaldri er mikið slösuð eftir að hún lenti undir bíl á Laugarvatnsvegi skömmu eftir kl. 11 í gær- morgun. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var konan að leiðbeina ökumanni bílsins þar sem hann var að snúa bílnum á þjóðveginum þegar hún datt á veginn. Öku- maðurinn sá konuna ekki og varð hún undir bílnum. Slysið varð skammt norðan við Þóroddsstaði, en snjór og hálka voru á veginum þegar slysið varð. Þegar lögregla kom á vettvang var ákveðið að kalla eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja konuna. TF-SIF, minni þyrla Landhelgisgæslunnar, var í æf- ingaflugi þegar beiðni um aðstoð barst, en þurfti að sækja lækni áður en flogið var austur. Þyrlan lenti með konuna við Landspítalann skömmu fyrir kl. 13, en þar fengust þær upplýsingar að hún væri ekki í lífshættu þótt hún hefði hlotið einhver beinbrot. Ljósmynd/Guðmundur Karl Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti konuna og flutti hana á Landspítala – háskólasjúkrahús. Lenti undir bíl á Laugarvatnsvegi BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær breytingu á deiliskipulagi vegna staðsetningar bensínstöðvar við Hringbraut, sem afgreidd hafði ver- ið úr borgarráði og skipulagsráði. Sjálfstæðismenn lögðust hart gegn tillögunni og bókuðu ítrekaðar efa- semdir sínar vegna byggingar bens- ínstöðvar á staðnum. Kveða þeir staðsetningu bensínstöðvarinnar of nálægt Vatnsmýri. Fulltrúar Reykjavíkurlistans höfðu áður bókað í málinu að stað- setning bensínstöðvarinnar væri í samræmi við samning við Ker hf., sem kvað á um sömu staðsetningu og hefði verið samþykktur af fulltrú- um Sjálfstæðisflokks án fyrirvara. „Hið eina sem breyst hefur er að umfang stöðvarinnar hefur minnk- að, samkomulag hefur náðst við Landspítala – háskólasjúkrahús og Háskóla Íslands auk þess sem stað- setningin er til tíu ára en ekki fjöru- tíu eins og þegar málið naut stuðn- ings Sjálfstæðisflokksins. Umskipti í jafnmikilvægu máli og uppbyggingu við Austurhöfnina vekur athygli og framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins um óhreyfða bensínstöð í anddyri tónlistarhússins ekki síður,“ segir m.a. í bókun R-listans. Bókuðu þá sjálfstæðismenn að meirihlutinn væri í mikilli vörn í málinu, enda væri ljóst að bensín- stöð á þessum stað þjónaði hvorki hagsmunum borgarinnar né borg- arbúa. Ýmislegt og í raun næstum flest hefði breyst í skipulagi og um- hverfi svæðisins frá því samning- urinn við Ker var undirritaður. Stuðningur við 20.000 íbúa hverfi Gísli Marteinn Baldursson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir bensínstöð á umræddum stað ein- faldlega vondan kost fyrir alla. „Það skiptir ekki máli hvort við flokkum þennan blett sem Vatnsmýrina eða Hljómskálagarðinn, þetta er alveg við hliðið að miðborginni og við vilj- um ekki að ljósaskilti bensínstöðvar sé merki okkar,“ segir Gísli Mar- teinn. Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-lista, benti á að tvískinn- ungur fælist í því að vilja ekki setja bensínstöð þar sem rísa á 20.000 manna hverfi. „Á frekar að hafa bensínstöðina inni í hverfinu?“ spurði Ólafur og bætti við að það væri ekki góð stefna að hafa bens- ínstöðvar inni í íbúðarhverfum og betra væri að forðast það. Deilt um bensínstöð við Hring- braut TOLLGÆSLAN á Keflavíkur- flugvelli stöðvaði mann á fimm- tugsaldri við komu hans til lands- ins laugardaginn 25. mars sl., en við leit fannst kókaín sem falið hafði verið í fartölvu mannsins. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir, segir Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, sem fer með rannsókn málsins. Hörður segir ekki hægt að gefa upp um hve mikið magn var að ræða, né annað um smáatriði málsins, en málið sé í rannsókn. Faldi kókaín í fartölvunni NÝLIÐINN marsmánuður var mjög skiptur hvað tíðarfar varðar sam- kvæmt því sem fram kemur í sam- antekt Veðurstofunnar. Fyrstu dagarnir voru fremur kaldir, en svo kom hlýindakafli sem náði hámarki 15.–20. mars. Köld norðanátt var síðustu tíu daga mánaðarins og var vindur allhvass lengst af. Þurrt var þá um landið sunnanvert, en norð- anlands og austan snjóaði talsvert. Meðalhiti í Reykjavík var 0,9 stig og er það 0,4 stigum ofan við með- allag og er þetta fimmti mánuður- inn í röð ofan meðallags í þessari syrpu. Á Akureyri var meðalhitinn -0,5 stig og er það 0,8 stigum ofan meðallags. Í Akurnesi mældist með- alhitinn 0,6 stig og er það 0,6 stig- um undir meðallagi. Á Hveravöllum var meðalhiti -5,3 stig og er það 0,8 stigum ofan meðallags. Lægsti hiti mánaðarins mældist á veðurstöð á Brúarjökli, -24,6 stig, og -24,4 stig í Möðrudal, hvort tveggja fimmta dag mánaðarins. Hæstur varð hit- inn á sjálfvirku stöðinni á Fagur- hólsmýri, 16,6 stig, 18. mars sl. Hiti í mars var yfir meðallagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.