Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 21 MENNING INNRITUN Í TÓNLISTARSKÓLA Í REYKJAVÍK 2006-2007 Innritun í tónlistarskóla í Reykjavík er hafin og lýkur 30. apríl 2006. Umsóknum verður svarað á tímabilinu 15. maí-30. júní. Vinsamlega athugið að innritun fer fram í gegnum Rafræna Reykjavík á heimasíðunum: www.reykjavik.is www.menntasvid.is Einnig er hægt að sækja um hjá tónlistarskólunum. Nánari upplýsingar um innritun eru veittar í tónlistarskólunum og í síma 4 11 11 11. Í TILEFNI af tuttugu og fimm ára samstarfsafmæli Icelandair og Listahátíðar var nýr samstarfs- samningur undirritaður formlega á Hótel Nordica í gær. Þórunn Sigurð- ardóttir, stjórnandi Listahátíðar, og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Iceland- air, skrifuðu undir samninginn sem gildir til tveggja ára. Listahátíð hóf samstarf við Loftleiðir þegar hátíðin var sett á laggirnar árið 1970. Þegar Flugfélagið og Loftleiðir samein- uðust árið 1981 og Flugleiðir litu dagsins ljós varð samstarfið form- legra. „Samstarf Listahátíðar og fyrir- tækisins sem þá hét Loftleiðir er lík- lega elsta samstarf af þessu tagi á Íslandi,“ sagði Þórunn við undirrit- unina, en samstarfið felur fyrst og fremst í sér flutning á listamönnum og því sem þeim fylgir. Jón Karl Stefánsson tók í sama streng og lýsti ánægju sinni yfir að enn einn samn- ingurinn skyldi vera undirritaður. „Við erum löngu búin að átta okkur á því að flugvélarnar okkar fylla sig ekki sjálfar. Það þarf alltaf eitthvað til að setja fólk í gang. Listahátíð er tækifæri til þess að búa til eitthvað á Íslandi sem dregur til sín gesti og um það snýst ferðaþjónustan,“ sagði Jón. „Þetta er ákaflega gott og gam- algróið samstarf sem er búið að vera frá því að Listahátíð var stofnuð fyr- ir þrjátíu og sex árum,“ sagði Þór- unn. „Þessar samgöngur eru nátt- úrulega undirstaðan fyrir því að hægt sé að flytja erlenda listamenn til Íslands.“ Áhersla á landkynningu Að sögn Þórunnar verður lögð aukin áhersla á landkynningu á komandi Listahátíð. „Það verður t.d. bandarískur útvarpsþáttur sem verður sendur út frá Listahátíð til fleiri milljóna manna, rússneska sjónvarpið verður með beinar út- sendingar, það verður einnig stór ráðstefna norræns fjölmiðlafólks sem verður á opnunarhelginni, þannig að við höfum gríðarlega mörg tækifæri til þess að kynna land og þjóð. Við byrjuðum aðeins á þess- ari kynningu í fyrra og við finnum að þessi vinna er að skila mjög góðum árangri. Við höfum aldrei verið með eins mikla ásókn af listamönnum sem vilja koma fram á Listahátíð.“ sagði Þórunn. Í tilefni af undirrituninni voru tveimur heppnum keppendum í spurningaleik Listahátíðar, sem birtist á netinu, afhentir flugmiðar til hins nýja áfangastaðar Manchest- er í Bretlandi. Listir | Endurnýja samstarfssamning Icelandair og Lista- hátíð saman í 25 ár Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar, og Jón Karl Ólafsson, for- stjóri Icelandair, undirrita nýjan samstarfssamning. SKOÐUM myndlist – Heimsókn í Listasafn Reykjavíkur heitir ný bók sem kemur út hjá Eddu-útgáfu á laugardaginn. Um er að ræða bók sem ætlað er að kynna börnum myndlistarverk, og mun þetta vera í fyrsta sinn sem bók af þessu tagi kemur út hérlendis. Höfundar bók- arinnar eru Anna C. Leplar og Mar- grét Tryggvadóttir. „Bókinni er ætlað að hvetja börn til að skoða myndlist, og við reynum að opna verkin fyrir börnunum, frekar en að segja þeim hvað þau eiga að sjá,“ segir Margrét í samtali við Morgunblaðið. Skoða verkin á eigin forsendum Hugsunin er sú að skapa sama andrúmsloft í bókinni og þegar gengið er um sýningu, og hafa þær Anna og Margrét skapað fjórar per- sónur; þrjú börn og hund, sem velta upp ýmsum spurningum í sambandi við myndlistarverkin í bókinni. Mar- grét segir bókina til þess fallna að hvetja börn til að skoða verkin á eig- in forsendum, þó að dregin séu fram ýmis atriði í verkunum sem eru áhugaverð. „Þess vegna höfum við ítarlegri umfjöllun um verkin aftast í bókinni, til þess að hún trufli ekki skoðun verkanna sjálfra.“ Bókin hefur verið í vinnslu um nokkurt skeið, því liðin eru næstum þrjú ár síðan hugmyndin að henni kviknaði. „Við Anna höfum unnið saman lengi. Hvor í sínu horninu höfðum við verið að hugsa um mynd- listarbók fyrir krakka. Síðan fórum við að ræða málin og samræma hug- myndir,“ útskýrir Margrét, sem er bókmenntafræðingur að mennt og starfar sem myndritstjóri. Anna er hins vegar bókahönnuður og mynd- lýsir. Bókin byggist á verkum úr safn- eign Listasafns Reykjavíkur, sem er skilgreint sem samtímalistasafn og listasafn þriggja einstaklinga; Erró, Kjarvals og Ásmundar Sveinssonar. Því fengu þessir þrír listamenn meira vægi í bókinni en aðrir, en í henni gefur að líta verk eftir lista- menn, allt frá Þórarni B. Þorláks- syni til Gabríelu Friðriksdóttur. „Vegna þess að bókin er unnin í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur helgaðist valið á verkunum af safn- eign þeirra. En við reynum að láta eldri og nýrri verk kallast á, til að sýna fram á hvernig ólík verk tala saman, stundum meðvitað og stund- um ómeðvitað. Oft virðist svipuð hugmynd liggja að baki verkum frá ólíkum tímum og það er gaman að skoða hvernig ólíkir listamenn út- færa þær á ólíka vegu.“ Að mati þeirra Margrétar og Önnu er mikil þörf á bók sem þessari fyrir börn, enda segir hún þær báðar miklar safnakonur. „Við höfum áhuga á hvernig myndlist er kynnt fyrir börnum, og líka bara áhuga á því að börnum sé sýnd myndlist yf- irleitt. Það er kannski fyrsta skrefið, að sýna þeim hvað til er og hvetja þau til að skoða,“ segir Margrét og bætir við að stundum örli á hræðslu fólks við að sýna börnum myndlist, þar sem hún tilheyri ekki þeirra heimi. „Það er algjör óþarfi, því þau eru oft miklu fordómalausari og til- búnari til að skoða en þeir sem eldri eru, sérstaklega litlir krakkar.“ Bækur | Bókin Skoðum myndlist – Heimsókn í Listasafn Reykjavíkur kemur út á laugardag Fyrsta skrefið að börnum sé sýnd myndlist Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Börnin og hundurinn, aðalsögupersónur bókarinnar, skoða og bera saman hluta úr verkum eftir Þórarin B. Þorláksson og Sigurð Guðmundsson. Anna C. Leplar Margrét Tryggvadóttir RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að veita dönsku kvikmyndafyrirtæki tveggja milljóna króna styrk til gerðar á heimildarmynd um hinn merka sellóleikara Erling Blöndal Bengtsson. Á þessu ári eru sjötíu ár liðin síðan Erling hóf tónlistarferil sinn og er myndin gerð í tilefni þess. Erling er hálfur Íslendingur og hef- ur alltaf haldið góðu sambandi við land og þjóð. Hann var staddur á Ís- landi fyrir stuttu til að minnast þess að sextíu ár eru liðin frá því að hann hélt sína fyrstu tónleika hér á landi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir Erling vera stórbrotinn listamann og það hafi verið mikil samstaða innan ríkisstjórnarinnar að styrkja þetta verkefni. „Danirnir sóttust eftir því að við hjálpuðum þeim við fram- leiðslu á heimildarmynd um líf og störf Erlings og það var ákveðið að gera það. Þar sem um danska fram- leiðslu er að ræða var ekki möguleiki á að fara í gegnum Kvikmyndamið- stöðina vegna þeirra reglna sem þar gilda. Áætlað er að myndin kosti 10 til 12 milljónir í heildina og verður hluti af henni tekinn upp hér á landi.“ Þorgerður segir ríkisstjórnina vilja koma að því að minnast þessa merka afmælis og um leið undir- strika mikilvægi þáttar Erlings Blöndals í íslensku menningarlífi. Merks afmælis minnst Erling Blöndal Bengtsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is LISTASAFN Reykjavíkur fagnar útkomu bókarinnar með röð sýninga á Kjarvals- stöðum sem sérstaklega eru settar upp þannig að lesendur bókarinnar geta notið þeirra og bókarinnar. Sú fyrsta opn- ar á laugardaginn og verður þá listasmiðja fyrir börnin í safninu. Dagsetningar sýninganna eru: 8. apríl–14. maí 16. maí–2. júlí 4. júlí–13. ágúst 15. ágúst–1. október 3. október–29. október 31. október–3. desember Sýningar í tengslum við bókina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.