Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 19 MINNSTAÐUR Njarðvík | Þrír starfsmenn Kaffi- társ urðu efstir á Íslandsmeist- aramóti kaffibarþjóna 2006 sem háð var um helgina í tengslum við sýn- inguna Matur 2006 í Fífunni í Kópa- vogi. „Þetta er ótrúlega mikill heið- ur,“ sagði Íslandsmeistarinn, Ingibjörg Jóna Sigurðardóttir, starfsmaður Kaffitárs í Kringlunni, í samtali við Morgunblaðið. Hún sigr- aði með kaffidrykkinn Hnoðra. Keppendur voru 23 og komu þeir frá sex kaffihúsum. Keppnin var spennandi og jöfn. Dómarar voru allir löggiltir dómarar úr kaffibar- þjónakeppnum, meðal annars frá Noregi og Danmörku. Kristín Ingimundardóttir, starfs- maður í Kaffitári í Bankastræti, varð í öðru sæti og Sveinbjörg Dav- is, starfsmaður Kaffitárs í Reykja- nesbæ, varð í þriðja sæti. Kaffibarþjónarnir hjá Kaffitári hafa æft stíft fyrir þessa keppni frá því eftir mót sem fram fór í febrúar. Þeir hafa komið saman á kvöldin eft- ir vinnu og farið í gegn um þau atriði sem gert er í keppni. Álagið hefur því verið töluvert, að sögn Ingi- bjargar Jónu. „Fyrir mér er þetta miklu merkilegra,“ segir hún þegar hún er spurð að því hvort æft hafi verið eins og fyrir Íslandsmeist- aramót í knattspyrnu. Höfum staðið vel saman Ingibjörg er aðeins 21 árs og hef- ur unnið í Kaffitári í Kringlunni í hálft annað ár. Henni líkar starfið vel. „Maður þarf fyrst og fremst að hafa áhuga og metnað til að gera vel. Þá er þetta þjónustustarf og það hjálpar til að hafa þjónustulund,“ segir hún þegar spurt er um árang- urinn að þessari velgengni eftir stuttan tíma í starfi. Ingibjörg hefur áhuga á öllu sem tengist kaffi og hef- ur áhuga á að vinna við það áfram. „Það væri gaman að læra að brenna kaffi. Svo hef ég áhuga á að heim- sækja lönd í Suður-Ameríku og víð- ar og sjá hvernig kaffi er ræktað,“ segir hún. Kaffitár er stolt af velgengni síns liðs og þakkar það góðri samvinnu og undirbúningi alls starfsfólks fyr- irtækisins. Auk þeirra þriggja sem unnu fékk Fanney Marin Magn- úsdóttir, starfsmaður Kaffitárs í varnarstöðinni, verðlaun fyrir besta frjálsa drykkinn. Ingibjörg tekur undir það að samvinnan hafi skilað árangri. „Við höfum staðið svo vel saman. Í raun og veru finnst mér meiri sigur að við þrjár skyldum ná að vera efstar en að ég skyldi vinna,“ segir hún. Keppir á heimsmeistaramóti Ingibjörg Jóna fer í næsta mánuði til Bern í Sviss sem fulltrúi Íslands á heimsmeistaramót kaffibarþjóna. Kristín og Sveinbjörg sem urðu í tveimur næstu sætum skipa einnig landsliðið ásamt Mörtu Sif, Elfu og Unnsteini frá Te og kaffi. Fanney Marin Magnúsdóttir keppir einnig í tiltekinni grein á mótinu. „Þetta er ótrúlega spennandi. Ég hef smá tíma til að æfa mig fyrir keppnina. Ég ætla að vinna áfram með drykkinn minn, Hnoðra, sem ég var með á Íslandsmeistaramótinu,“ segir hún. Þrír starfsmenn Kaffitárs efstir á Íslandsmóti kaffibarþjóna Þarf að hafa áhuga og metnað til að gera vel Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Íslandsmeistari Ingibjörg Jóna Sigurðardóttir er Íslandsmeistari kaffi- barþjóna 2006 og fékk verðlaunagripinn sem stendur hjá henni á borðinu. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | Meirihluti foreldra grunnskólabarna í Reykjanesbæ er ánægður með fyrirkomulag mötu- neyta skólanna þótt jafnframt hafi komið fram að margt megi bæta. Flestir voru jákvæðir í garð skóla- búninga. Kemur þetta fram í niðurstöðum viðhorfskönnunar sem Foreldra- félag grunnskóla í Reykjanesbæ gerði í samstarfi við grunnskólana í febrúar. Tæplega eitt þúsund svör bárust, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá FFGÍR. Alls sögðust 53% þeirra foreldra sem þátt tóku mjög eða frekar já- kvæð til fyrirkomulags skólamáltíða en 29% sögðust neikvæðir. Alls sögð- ust 59% vera jákvæðir gagnvart skólabúningum en 18% neikvæðir. Viðhorf til vetrarfría var almennt jákvætt, 65% foreldra sögðust já- kvæðir en 19% neikvæðir. Hins veg- ar hafði meirihluti foreldra, eða 52%, neikvætt viðhorf til heimanáms um helgar en 31% kvaðst fylgjandi því. Foreldrasamtökin munu funda með þeim sem sjá um skólamatinn og yfirvöldum fræðslumála og skóla til að ræða leiðir til úrbóta. Foreldrar jákvæðir gagnvart skólabúningum E N N E M M / S IA / N M 2 12 0 7 160 50 210 milljónir Bónus-vinningur 12 milljónir Alltaf á mi›vikudögum! lotto.is Vertu me› fyrir kl.16. 1. vinningur Sumar í Evrópu! Sölukössum loka› klukkutíma fyrr á sumrin -- kl. 16. Potturinn stefnir í 50 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 160 milljónir og bónusvinningurinn í 12 milljónir. E N N E M M / S ÍA / N M 2 12 0 2 SUÐURNES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.