Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Litríkir stakir jakkar A ll ta f ó d ýr ir Extra sterkt GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.is APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Sérfræðingar í augum! Bjóðum 10% staðgreiðslu- afslátt og kaupauka. TRUST YOUR EYES TO THE EXPERTS Kynning á hinu einstaka úrvali augnkrema frá La Prairie eftirtalda daga milli kl. 13 og 17. Á morgun, fimmtudag, og föstudaginn 7. apríl í Hygeu, Kringlunni, sími 533 4533. hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára reynsla á þúsundum heimila ● 30/50/100/120/200 eða 300 lítra ● Blöndunar- og öryggisloki fylgir ● Hagstætt verð Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 www.ef.is Frábær ending! Málstofa um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika hafsins Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101, föstudaginn 7. apríl 2006 kl. 11.30-13.00 Leitað verður svara við áleitnum spurningum á borð við: • Hvernig ber að standa að verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins? • Er réttmætt að setja allsherjarbann við botnvörpuveiðum á úthafinu? • Er nýting erfðaauðlinda á hafsbotninum utan innlendrar lögsögu öllum frjáls eða falla þessar auðlindir undir „sameiginlega arfleifð mannkyns“? Dagskrá: 11.30 Inngangur: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. 11.50 Fyrirlestur: Eric Jaap Molenaar frá Hafréttarstofnun Hollands (NILOS) og Háskólanum í Utrecht. 12.30 Fyrirspurnir og umræður. 13.00 Hádegissnarl í boði Hafréttarstofnunar Íslands. Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir Vattjakkar Rúskinnsjakkar í mörgum litum Laugavegur 63 • S: 551 4422 SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra lagði áherslu á sér- stöðu Íslands og mikilvægi eign- arréttar á fundi umhverfis- og þróunarráðherra Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hinn 4. apríl. Á fundinum var rætt um umhverfismál og þróunarmál, tengslin þar á milli og mikilvægi þess að horft sé til umhverfismála þegar rætt er um baráttuna gegn fá- tækt í heiminum. Einnig var rætt um skipulag alþjóðastofnana á þessu sviði og hvernig auka megi skilvirkni þess starfs sem unnið er í þessum málaflokkum í heiminum, segir í fréttatilkynningu. Aðlögun að loftslagsbreytingum var meðal viðfangsefna fundarins, sem beindi því til OECD að líta til þessa þáttar í þróunarsamvinnu. Ennfremur að efla þekkingu á þessu sviði, m.a. um kostnað og ávinning af aðlögun, og að fara yfir mögulegar slæmar afleiðingar af loftslagsbreyt- ingum í þróunarríkjunum. Sárafátækt land fyrir 100 árum Í máli umhverfisráðherra kom fram að fyrir 100 árum hefði Ísland verið sárafátækt land. Ríkidæmi þess nú byggðist að stórum hluta á nýtingu náttúruauðlinda og væri að því leyti líkara þróunarríki en venju- legu OECD-ríki. Ráðherra sagði að Íslendingar hefðu nýtt sér nátt- úruauðlindir landsins, sérstaklega fiskistofna og jarðhita, til að komast út úr fátæktinni og mörg þróun- arríki gætu beitt sömu aðferð nú. Varúð í umhverfismálum væri ekki íþyngjandi í þessu sambandi, heldur þvert á móti undirstaða langtíma- vaxtar. Eitt af lykilatriðunum í að ná árangri væri að fólk sæi hag í að vernda náttúruna til langs tíma litið og fiskveiðistjórnunarkerfið væri einmitt hannað með það fyrir augum með kvótum til langs tíma svo að sjávarútvegurinn hefði hag af sterk- um fiskistofnum. Mörg umhverfis- vandamál í þróunarríkjunum stöf- uðu af skorti á eignarrétti og lausn þeirra gæti verið að skilgreina eign- arréttindi þar sem engin væru fyrir. Þannig væri hvatt til sjálfbærra nota í stað skammtíma rányrkju. Þessari hugsun mætti m.a. beita á sviðum skógarnytja, stýringar á veiðum á villtum dýrum og ferðamennsku. Væri vilji til að bjarga dýrateg- undum í útrýmingarhættu í þróun- arríkjum hjálpaði vissulega að veita fólki beinan efnahagslegan ávinning af því að tegundirnar héldu velli. Lausnir á borð við þessa væru oft ekki nýttar. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra á fundi OECD Áhersla á mikilvægi eignarréttar Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra ásamt Lenu Sommestad umhverfisráðherra Svíþjóðar og Tómasi Inga Olrich sendiherra í París á fundi umhverfis- og þróunarráðherra Efnahags- og framfarastofnunarinnar. REKSTRARTEKJUR hins opin- bera, það er ríkis og sveitarfélaga, námu 460 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt útreikningum Hag- stofunnar, og jukust um 16,7% frá árinu á undan. Tekjujöfnuður batn- aði einnig verulega og er áætlaður 6,9% af tekjum en var á sama tíma í fyrra talinn neikvæður um 0,5%. Inni í þessum tölum eru ekki tekjur ríkisins vegna sölu Símans á síðasta ári þar sem þær teljast ekki til rekstrartekna samkvæmt þjóð- hagsreikningum. Einnig er fjár- magnstekjuskatti af söluhagnaði sleppt. Bráðabirgðatölur Hagstofunnar fyrir 4. ársfjórðung 2005 benda til að heildartekjur ríkissjóðs hafi orðið 92,4 milljarðar króna á rekstrar- grunni og tekjujöfnuður hafi orðið jákvæður um 13 milljarða króna. Tekjur hafa aukist um 12,5% frá sama fjórðungi fyrra árs en gjöld um 8,8% og afkoman því batnað nokkuð. Tekjur sveitarfélaganna á 4. árs- fjórðungi eru áætlaðar 34 milljarðar króna, rekstrargjöld eru áætluð 32 milljarðar og virðist rekstrarniður- staðan því hafa orðið jákvæð um 2 milljarða. Hagstofan segir, að þetta sé betri niðurstaða en í fyrra þar sem gjöldin hafi lækkað meira en tekj- urnar. Fjárfesting sveitarfélaganna á 4. ársfjórðungi sé talin hafa orðið mun meiri en afskriftir þeirra og tekjujöfnuður því neikvæður um 1,4 milljarða samanborið við 4,2 millj- arða neikvæðan tekjujöfnuð á sama tíma í fyrra. Afkoma ríkis og sveitarfé- laga batnaði á síðasta ári TALNINGU atkvæða í kosningu um sameiningu Félags járniðnaðar- manna og Vélstjórafélags Íslands er lokið og var sameining þessara tveggja félaga samþykkt hjá báðum félögunum. Í sameinuðu félagi munu verða um 4.000 félagsmenn. Sam- kvæmt samningi félaganna um sam- einingu er stefnt að stofnfundi nýs félags í lok maí 2006. Á þeim fundi taka ný lög gildi, gengið verður frá nafni á nýja félagið og kosið verður í stjórn til næstu tveggja ára. Hjá Félagi járniðnaðarmanna greiddu 495 eða 38,5 % atkvæðis- bærra atkvæði og sögðu 449 eða 92,6%% já en 36 eða 7,4 % nei. Auðir og ógildir seðlar voru 10. Hjá Vél- stjórafélaginu greiddu 725 eða 44% atkvæðisbærra atkvæði og sögðu 390 eða 54% já en 316 eða 44% nei. Auðir og ógildir seðlar voru 19. Sameining samþykkt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.