Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 25 ÍMorgunblaðinu 1. mars sl.gerði ég grein fyrir vísinda-legum rökstuðning IARC/WHO á tengslum milli lungna- krabbameins og óbeinna reykinga. Í Morgunblaðinu 18. mars telur Sig- urður Kári Kristjánsson þingmaður mig hafa farið frjálslega með túlkun á ummælum hans um skort á slíkum rök- stuðningi. Ásetningur hans hafi eingöngu ver- ið sá að benda á að sá rökstuðningur sem fylgir lagafrumvarpi heilbrigðisráðherra um reykingabann á veit- inga- og skemmtistöð- um sé um margt gagn- rýni verður. Það er miður ef ég hef mistúlk- að fyrri ummæli þing- mannsins en frjálsleg meðferð hans á efnis- atriðum í grein minni gefa þó ástæðu til að koma á framfæri eft- irfarandi athugasemd- um varðandi röksemd- arfærslur í grein þingmannsins. 1. Sigurður Kári hefur áður bent á að í greinargerð Lýð- heilsustöðvar er fylgir frumvarpi ráð- herra hafi verið látið hjá líða að vitna til rannsóknar á vegum IARC frá árinu 1998 sem hafi leitt í ljós að ekki væru mark- tæk tengsl á milli óbeinna reyk- inga og lungnakrabbameins. Í grein sinni heldur hann því fram að upplýsingar í grein minni stað- festi þessa ábendingu hans og þar með staðfesti ég að frumvarp heil- brigðisráðherra um reykingabann gangi óþarflega langt. Hvað varðar þessa fullyrðingu þing- mannsins tel ég rétt að endurtaka hér þau atriði úr grein minni er þing- maðurinn kýs að nefna ekki. Í skýrslu IARC frá 2002 (IARC- Monographs, vol. 83, bls. 1257) kem- ur fram að við nánari skoðun á rann- sókninni frá 1998 staðfestist töl- fræðilega marktæk tvöföldun lungnakrabbameins hjá ein- staklingum sem urðu fyrir hvað mestri mengun af völdum óbeinna reykinga maka og á vinnustað. Jafn- framt er þess getið að í tveimur und- irrannsóknum tilvitnaðrar rann- sóknar frá 1998 komi fram allt að 150% marktækt aukin áhætta hjá þeim hópi einstaklinga sem verða fyrir hvað mestri mengun. Ekki er mér kunnugt um hvers vegna þingmaðurinn kýs að nefna ekki þessa nýju tilvitnun því greini- lega hefur hann kynnt sér skýrslu IARC frá 2002 þar sem hann átelur Lýðheilsustöð fyrir að hafa í grein- argerð sinni farið með rangt mál hvað varðar tengsl milli brjósta- krabbameins og óbeinna reykinga sem skýrsla IARC staðfesti ekki. 2. Sigurður Kári vitnar til upplýsinga í grein minni varðandi niðurstöður fjölgreinarannsókna á tengslum óbeinna reykinga og lungna- krabbameins. Hann segir eftirfar- andi „með því að leggja saman margar rannsóknir hafi hins vegar tekist að finna út „20% marktækt aukna áhættu hjá konum og um 12% ómarktæka aukningu hjá körlum …“ Það er greinilegt að þingmanninum þykir ekki koma mikið til þessarar áhættuaukn- ingar þar sem hann kýs að ská- letra þessa tilvitnun. Þingmaðurinn kýs hér að sleppa upp- lýsingum í grein minni er geta þess að fjölgreinarannsóknir á körlum eru þeim annmörkum háðar að þær byggjast á færri rannsóknum og til- fellum en fjölgreinarannsóknir hjá konum. Hann nefnir jafnframt ekki að niðurstaða IARC frá 2002 er sú að rannsóknir staðfesti aukna áhættu á lungnakrabbameini af völdum óbeinna reykinga á vinnustað og að áhættan hækki með tímalengd og magni. 3. Sigurður Kári fjallar einnig um vinnuvernd starfsmanna og vernd almennings. Hann segir „að fara verði mjög varlega í að banna ein- staklingum að stunda löglegt at- hæfi á afmörkuðum svæðum, jafn- vel þótt athæfið geti hugsanlega valdið öðrum skaða, sem kjósa að deila hinum afmörkuðu svæðum með þeim“. Hann segir jafnframt að í öllum starfsgreinum sé við- urkennd einhver ásættanleg lág- marksáhætta og að meta þurfi ávinning á móti mögulegum skaða og nefnir þar til áhættu af vél- knúnum ökutækj- um. Það er rétt hjá þing- manninum að ávallt þarf að vega ávinning á móti áhættu. Spurn- ingin er þó hvaða ávinningi er verið að vega á móti þeirri áhættu sem stafar af óbeinum reykingum. Í skýrslu sem kynnt var nýlega á þingi Evrópu- sambandsins í Brussel kemur fram að varlega ályktað má reikna með að um 79.000 manns deyi árlega af völdum óbeinna reykinga í löndum bandalagsins. Í þessari tölu er um að ræða dauðsföll af völd- um hjarta- og æðasjúkdóma, lungna- sjúkdóma og heilablæðinga sem or- sakast af óbeinum reykingum. Ekki eru tekin með skaðleg áhrif óbeinna reykinga á börn en í skýrslunni kem- ur fram að um 2000 börn eru árlega lögð inn á dönsk sjúkrahús vegna áhrifa óbeinna reykinga. Mér er því spurn hvort þingmanninum þyki þetta viðunandi áhætta? 4. Umræðan hér á landi snýst um hvort skaðsemi óbeinna reykinga á veitinga- og skemmtistöðum réttlæti að banna með lögum reyk- ingar á þeim stöðum. Í mörg ár hafa verið í gildi lagaákvæði um bann við reykingum á opinberum stöðum þar sem almenningur leit- ar eftir þjónustu. Veitinga- og skemmtistaðir hafa til þessa verið undanþegnir þessu ákvæði. Þing- maðurinn telur greinilega ekki þörf á slíku banni þar sem hann segir að reykingar á veit- ingastöðum séu ekki „athæfi á al- mannafæri“ þar sem fólki sé frjálst að velja sér dvalarstað og þar dvelji enginn tilneyddur. Þessi skilgreining Sigurður Kára er mjög sérkennileg þar sem í Orða- bók Menningarsjóðs frá 1993 stend- ur að almannafæri sé staður þar sem almenningur fer um. Í augum flestra eru veitinga- og skemmtistaðir þar að sjálfsögðu meðtaldir. Það liggur í augum uppi að megintilgangur frum- varpsins er að vernda bæði starfsfólk og almenning sem sækir þessa staði. Má í því samhengi nefna að rann- sóknir gefa til kynna að fjögurra klukkustunda dvöl á reykmettuðu veitingahúsi hefur svipuð áhrif og óbeinar reykingar í heimahúsi í heil- an mánuð (Tobacco Control, febrúar 2005). Vekur þetta óhjákvæmilega upp spurningar um áhrif á heilsu þeirra sem dvelja eða vinna að stað- aldri við slíkar aðstæður. Að lokum Eitt af hlutverkum þingmanna er að stuðla að bættu umhverfi og draga úr heilsuspillandi áreiti í um- hverfi okkar. Gott dæmi um slíkt framtak er núverandi lagafrumvarp um reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum. Engin haldbær rök liggja fyrir andstöðu við samþykkt þessa frumvarps og er andstaða Sig- urðar Kára gegn frumvarpinu og vís- vitandi frjálsleg meðferð hans á vís- indalegum niðurstöðum sem vitnað var til í grein minni er því með öllu óskiljanleg. Þingmaður á villigötum Eftir Kristján Sigurðsson Kristján Sigurðsson ’Eitt af hlut-verkum þing- manna er að stuðla að bættu umhverfi og draga úr heilsu- spillandi áreiti í umhverfi okkar.‘ Höfundur er doktor í krabbameins- lækningum og lýðheilsu og er sviðs- stjóri leitarsviðs Krabbameins- félagsins. ir til upp- ta rúmað úðir auk ónustu á götureitur henta vel undi með styðja og bæjarins, etningu í g síkis í og segir fi eignum kið gildi. num aug- yfir poll- atnið sem eftirsókn- ðað aðal- ýr ásetn- nn vel úr ð á að hið aðandi og búsetu og tirsóknar- efur bær- ta gatna- umið 15% veita fénu fna í mið- atnagerð- búðir og 800 millj- nóg til að mdum á durbætur g að hug- miðbæn- nar. „Við öndunum. ndi hefur úin. Höf- undar tillögunnar eru 1.500 til 2000 – þeir sem mættu á íbúaþingið á sínum tíma – eða um það bil 10% af íbúum bæjarins. Og fyrst 600 manna úrtak í skoðanakönnunum er talið marktækt, hver ætlar að mæla því mót að bæjarbúar séu höfundar að þessari tillögu? Málið snýst hins vegar um það hvort bæjarfulltrúarnir 11 þori að fara að vilja bæjarbúa í þessu efni þó svo úrtöluraddirnar heyrist alltaf hæst.“ Hann segir því stundum haldið fram að bæjarstjórnin sé alltaf að búa til skyndilausnir fyrir verk- taka en svo sé sannarlega ekki í þessu verkefni. „Þeim, sem eru á móti hug- myndunum en vilja samt breyta miðbænum, ber skylda til þess að segja hvernig þeir vilja gera það. Það þýðir ekki að vera á móti bara til þess að vera á móti.“ Kristján Þór segir að bæjar- stjórn Akureyrar ljúki væntanlega vinnu við aðalskipulagið í þessum mánuði. En metur hann stöðuna svo að hugmyndir um breyttan miðbæ verði kosningamál í vor? „Sumir munu eflaust reyna að gera þetta að kosningamáli og hafa allt á hornum sér hvað það varðar: hugmyndina, útfærsluna og fram- kvæmdirnar. Af hverju skyldi bæj- arstjórn Akureyrar ekki ganga úr skugga um það hvort einhver vilji sé til þess hjá fjárfestum að byggja upp á þessu svæði? Það er búið að prófa hitt. Sjallareiturinn svokall- aði var deiliskipulagður 1995 og 1996 og hvað kom út úr því? Ekk- ert. Hvers vegna skyldum við þá ekki prófa eitthvað annað eins og nú er verið að gera? Pólitískir andstæðingar hins nýja miðbæjarskipulags hafa aldr- ei komið fram með tillögur um aðr- ar leiðir. Það er auðvelt að vera alltaf á móti en ef menn vilja breyta verður að gera kröfu til þeirra um að koma með tillögu að annarri lausn. Nýju hugmyndirnar eru sennilega of vel unnar og horfa of langt framá við til þessa að þetta fólk geti meðtekið þær. En það er bara þess vandamál. Mikill áhugi öflugra fjárfesta og fyrirtækja á því að taka þátt í upp- byggingu hins nýja miðbæjar á Akureyri, að ég tali nú ekki um þann mikla almenna áhuga bæj- arbúa, staðfestir í mínum huga ágæti þeirra hugmynda sem við erum að hrinda í framkvæmd. Við göngum stolt til þessa verks,“ seg- ir Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri á Akureyri. ar verða að þora vilja íbúanna  ndirbúin, segir bæjarstjórinn á Akureyri um miðbæinn Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Graeme Massie arkitekt, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Alta. að menningarhús til hægri. Tillaga Graemes Massie að skipulagi miðbæjar Akureyrar hefur aflað honum tvennra verðlauna erlendis. Hann hefur síðustu mánuði fengið eftirtalin verðlaun og viðurkenningar:  Arkitektaverðlaun Konunglegu skosku akademíunnar 2005 fyrir verkefnin; um skipulag miðbæjar á Akureyri, Bonn-torg í Oxford og byggingu fyrir Atlantic-háskólann í Wales.  Tilnefningu til Skosku hönnunarverðlaunanna 2006 fyrir verk- efnin; um skipulag miðbæjar á Akureyri – skipulagsverkefni og hús- gagnalínu – bestu hönnun.  Fyrstu verðlaun í alþjóðlegri hönnunarsamkeppni um Bonn-torg í Oxford, sem haldin var á vegum Konunglega breska arkitektafélags- ins, RIBA. Viðurkenningar Massies Skoski arkitektinn GraemeMassie, höfundur verðlauna-tillögunnar um skipulag miðbæjarins, segir ekki loku fyrir það skotið að síkið sem hann gerði ráð fyrir frá höfninni upp að Skáta- gili verði jafn langt og hann hugði á sínum tíma. Vegna flókinna lagna frá Síma- húsinu við Hafnarstrætið var talið ómögulegt annað en síkið yrði mun styttra en tillagan gerði ráð fyrir. Símahúsið sjálft er ekki vandamál heldur tengingar til og frá húsinu. „Væri allt fullkomið hefði aldrei verið vafi á því að síkið næði alveg upp að Hafnarstræti. En mér finnst sjálfsagt að líta á hindranir sem tækifæri en ekki vandamál og fyrst umræddar tengingar eru allar neð- anjarðar getur vel verið að hægt sé að fjarlægja einhver hús sem ekki var gert ráð fyrir og búa þannig til stærra almenningssvæði – eða að síkið verði eins og upphaflega var áætlað. Við höfum verið að skoða ýmsar leiðir. Þetta er því mjög spennandi. Eitt það mikilvægasta í tillögunum er að tengja Hafn- arstrætið og miðbæinn við höfnina og við verðum að finna leið til þess,“ sagði Massie við Morgun- blaðið. Arkitektinn telur vinnubrögð varðandi verkefnið Akureyri í önd- vegi, íbúaþingið og vinnuna í kjöl- far þess til fyrirmyndar. „Slík vinnubrögð eru mjög algeng í Bret- landi og annars staðar í Evrópu en hafa ekki tíðkast hér. En ég tel að þetta verkefni geti því haft varan- leg áhrif hér á landi,“ sagði Massie í samtali við Morgunblaðið. Tillaga hans gerir ráð fyrir ákveðnu heildarútliti, þar sem línur verða lagðar varðandi yfir- borðsefni, liti og ljós svo dæmi sé tekið. „Nokkur svona verkefni eru í gangi í Bretlandi, til dæmis breyt- ingar við Bonn-torg í þeirri sögu- legu borg Oxford.“ Massie átti ein- mitt þá tillögu. Massie telur aðra staði á Íslandi geta lært mikið af verkefninu á Ak- ureyri. „Það skiptir miklu máli að svæði eins og miðbærinn hér sé skipulagður í heild. Hér finnst að- komumanni eins og nánast hvert einasta hús hafi verið byggt án þess að tillit væri tekið til hússins við hliðina. Án þess að hugað væri að einhverri heildarmynd. Ég held að Akureyri taki afger- andi forystu í þessum málum á Ís- landi með hinum nýja miðbæ og ég er sannfærður um að fólk verður mjög hrifið af svæðinu þegar það verður svona vel skipulagt.“ Massie hlær þegar blaðamaður nefnir að þótt hann hafi ýmsar góð- ar hugmyndir geti hann varla breytt veðrinu. „Það er í sjálfu sér ekki ómögulegt; að minnsta kosti að auka sólina og minnka vindinn í mið- bænum með ákveðnum aðgerðum.“ Stefnt er að því að mjókka Gler- árgötu, frá Sjallanum inn að Kaup- vangsstræti, þannig að aðeins verði ein akrein í hvora átt og fjöldi stæða verði báðum megin götunnar. Massie segir mikilvægt að gera sér grein fyrir því að fólk og bílar geti átt samleið á svæði eins og mið- bænum, en hann telur slæmt að bíll- inn hafi forgang. Og hann leggur áherslu á að bílastæðum muni ekki fækka í miðbænum, þrátt fyrir allt, verði hugmyndir hans að veruleika. „Ég veit vel að veðrið hér er ekki það besta í heimi. En það sama má segja um Skotland; þar er oft snjór og kuldi og mjög oft kalt en heima í Edinborg eru örugglega ekki jafn margir bílar hlutfallslega og hér. Þetta er fyrst og fremst spurning um hugarfar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að svona nokkuð breytist á einni nóttu, það gerist hægt og rólega.“ Ekki útilokað að síkið nái alveg að Skátagili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.