Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Fjárfestar og bygginga-verktakar hafa sýnt upp-byggingu í miðbæ Akur-eyrar töluverðan áhuga. Nýverið var auglýst eftir fyrir- tækjum sem vildu ganga til verks- ins miðað við tillögu að endurskoð- uðu aðalskipulagi og fyrri frestur til þess að senda inn umsóknir rann út í gær. Endanlegur fjöldi lá ekki fyrir síðdegis en Pétur Bolli Jóhannesson deildarstjóri um- hverfisdeildar átti von á upplýs- ingum frá allt að 10 fyrirtækjum. Síðar í mánuðinum verða svo valin fyrirtæki sem fá að leggja fram nánari hugmyndir. Uppbygging er fyrirhuguð í fimm reitum skv. tillögu að að- alskipulagi. Þeir eru alls 20.000 fermetrar og myndu til saman- burðar rúma alla byggðina milli Pósthússtrætis og Lækjargötu í Reykjavík, allt frá Skólabrú að Tryggvagötu, að sögn Halldóru Hreggviðsdóttur, framkvæmda- stjóra ráðgjafarfyrirtækisins Alta, sem unnið hefur fyrir Akureyr- arbæ að þessu verkefni. Breytingar eða ekki? Nokkuð hefur borið á gagnrýni á tillögur að endurskoðuðu aðal- skipulagi í miðbænum og hvernig staðið hefur verið að málum. „Meginspurningin varðandi þetta verkefni er sú hvort Akur- eyringar vilja breytingar á mið- bænum eða ekki. Umræðan á að snúast um það, en það hefur hún ekki gert,“ segir Kristján Þór Júl- íusson bæjarstjóri á Akureyri í samtali við Morgunblaðið. „Ef menn vilja bílinn í forgang þá þurfum við engu að breyta en ég er sannfærður um að Akureyr- ingar vilja breyta miðbænum. Þetta er aðallega spurning um breytt hugarfar.“ Bæjarstjóri gagnrýnir þá sem hafa lýst sig mótfallna framkomn- um hugmyndum. „Maður heyrir til dæmis frá Samfylkingunni hér í bæ að þessar skipulagshugmyndir séu algjörlega óferjandi þegar á allra vitorði er, sem þekkja til í þessum bransa, að þetta verkefni er til fyrirmyndar; ekki bara á landsvísu heldur á heimsvísu. Um- ræðan er aðallega um það að við séum að fækka bílastæðum veru- lega, sem er ekki einu sinni rétt.“ Bílastæði verði við umferðargöt- ur og Kristján spyr hvernig fólk geti fullyrt að öll bílastæði þurfi að hverfa af þeim svæðum þar sem þau eru nú, þó svo að þar verði byggt. „Getur ekki vel verið að einhver byggi hér hús sem rúmar einhvern fjölda bíla? Við höfum ekki hugmynd um það enn, en sumir vilja ekki einu sinni skoða málið. Afturhaldið er svo mikið.“ Og bæjarstjóri segir að ef bæj- arbúar vilji breytingar þurfi að fjölga fólki á miðbæjarsvæðinu. „Það verður ekki gert með því að halda öllu óbreyttu. Til þess að fjölga fólki verður að ganga á þessa fleka sem bílastæðin eru. Hvernig það verður gert er svo allt annað mál. Fyrst verður að opna umræðuna; Samfylkingarmenn og fleiri hér í bænum þora ekki að fara út í þá umræðu. Það fólk þorir ekki að takast á við nýjan veru- leika og umræðan hefur borið nokkurn keim af því undanfarið. Eiríkur Jónsson [verkfræðingur, sem gagnrýndi hugmyndir um skipulagsbreytingar í miðbænum á opnum fundi á dögunum og Morg- unblaðið greindi frá] og skoðana- bræður hans vilja nánast engu breyta. Þó vilja þeir leyfa að byggja ofan á Café Amour og Dótakassann. Þetta hefur staðið mönnum til boða í áratugi en það hefur bara enginn viljað það.“ Kristján Þór segir að þegar um sé að ræða jafn miklar breytingar og hugmyndir séu um þurfi alltaf einhver að brjóta ísinn. „Þetta er þannig verkefni að einhver verður að hafa forgöngu um breytingar á þessu svæði og ég tek það glaður að mér.“ Hann segir málið alls ekki snú- ast um flokkapólitík, heldur þá pólitík hvort menn þori að breyta. Hvort fólk vilji framfarir í sam- félaginu. „Það er mjög rík krafa á Akureyri um meira líf í miðbænum og við erum að verða við þeirri kröfu. Að sjálfsögðu er eðlilegt að einhverjir hafi áhyggjur af þessum breytingum og verður eflaust að taka tillit til gagnlegra ábendinga þeirra.“ Yfirbragð Nýhafnar „Nýr miðbær með yfirbragði Nýhafnar í Kaupmannahöfn, styrkir og eykur hlutverk Akur- eyrar sem höfuðstaðar Norður- lands alls. Akureyrarbær skapar sér þannig sérstöðu á Íslandi þar sem hann er kominn með skipu- lagsramma fyrir allan miðbæinn, sem gerir það auðvelt fyrir fjár- festa og þróunaraðila að byggja upp starfsemi sína fljótt og vel. Blað hefur verið brotið í sögu skipulagsmála á Íslandi, með þessu verklagi,“ sagði Kristján. „Nýi miðbærinn mun verða enn mikilvægari miðpunktur í menn- ingarlífi og verslun og skipulagið og þau tækifæri sem mikill áhugi fjárfesta til uppbyggingar gefur, veitir nýju blóði í verslun og við- skipti á Eyjafjarðarsvæðinu og Norðurlandi öllu. Nú eru auglýstir 5 reiti byggingar. Reitirnir get liðlega þrjú hundruð íb verslana og annarrar þj jarðhæð. Tveir reitir, Glerárg syðri og Sjallareitur, h undir verslun, sem mu staðsetningu sinni þar s styrkja uppbyggingu miðb og fá um leið lykilstaðse nýjum miðbæ.“ Fyrirhuguð er lagning hjarta nýja miðbæjarins Kristján ljóst að síkið gef sem næst því standa au „Þá munu eignirnar á hin lýstu reitum njóta útsýnis inn og verða í nánd við va hvarvetna myndi þykja e arvert. Í tillögu um endurskoð skipulag kemur fram ský ingur um að gera miðbæin garði og mikil áhersla lögð ytra umhverfi verði aðla vistlegt. Þetta mun gera b viðdvöl í miðbænum eft verða. Af þessum ástæðum he inn í hyggju að innheimt gerðargjöld sem gætu nu af byggingarkostnaði og v sem þannig fæst til verkef bænum. Í þessu tilfelli gætu ga argjöld fyrir þessar íb verslanir hlaupið á 700–8 ónum króna en það er n standa undir framkvæm borð við síkið og aðrar end sem gera þarf.“ Kristján vísar því á bug myndir að breytingum á um séu ekki vel undirbún erum ekki að kasta til hö Skipulagsbreyting á Íslan aldrei verið betur undirb Bæjarfulltrúa að fara að 2 )        2 )    3  4   .    Skipulagsbreyting á Íslandi aldrei betur un Horft til norðurs frá Torfunefinu út að Glerárgötunni. Fyrirhug Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is OFBELDISMENN VAÐA UPPI Ofbeldismenn vaða uppi,ekki sízt á höfuðborgar-svæðinu. Á skömmum tíma hafa nokkrir einstaklingar orðið fórnarlömb ofbeldismanna, sem eira engu og virðist nákvæm- lega sama hvernig þeir koma fram gagnvart öðru fólki. Hvers konar samfélag er þetta að verða? Hvers konar fólk er að verða til í þessu fámenna þjóðfélagi? Nýjasta ofbeldisverkið var framið gagnvart ungri stúlku, sem af góðsemi sinni vildi hjálpa vegfaranda, sem virtist vera í neyð. Afleiðingin af þeirri hjálp- semi var sú, að hún var dregin út úr bíl sínum, ekið með hana á af- vikinn stað og tilraun gerð til að nauðga henni. Með harðfylgi tókst henni að bjarga sér úr klóm ofbeldismannanna. Hver stansar næst við vegar- kant, þegar vegfarandi þarf á raunverulegri hjálp að halda? Þeir verða fáir – ef nokkur. Þetta ofbeldisverk kemur í kjölfarið á mannráni á Suðurnesj- um, þar sem saklaus heimilisfaðir var dreginn út úr húsi sínu, stungið í skott á bíl og keyrður langt austur í sveitir til þess að hægt væri að berja hann. Skömmu áður hafði verið ekið þrisvar sinnum á bíl fjölskyldu- föður sem hafði farið með börn sín í skóla. Svona atburðir eru vísbending um helsjúkt þjóðfélag. Hver eiga viðbrögðin að vera? Þegar lítið barn fæðist dettur engum í hug að tuttugu árum síð- ar hafi það litla barn breytzt í of- beldismann, sem liggur í laun- sátri til þess að níðast á saklausum vegfaranda. Hvað ger- ist á þessum tveimur áratugum eða svo? Er það heimilið, sem bregst? Er það skólinn, sem bregst? Er það umhverfið, sem hefur þessi áhrif á lítinn saklaus- an einstakling á langri leið? Er það sjónvarpið, sem hefur þessi áhrif og kennir ofbeldis- mönnum aðferðirnar? Eru það tölvuleikirnir? Hvað er það? Sjálfsagt eru skýringarnar margar en það er því miður ekki lengur hægt að horfa fram hjá þeim kalda og nöturlega veruleika að samfélag okkar er sjúkt. Lausnin á vandanum er ekki sú, að fjölga fangelsum. En það verð- ur ekki hjá því komizt að auka lög- gæzlu frá því, sem nú er. Það verður að efna til stórátaks í lög- gæzlumálum til þess að hreinsa götur Reykjavíkur og nágranna- sveitarfélaga af ofbeldismönnum, sem vaða nú uppi, sem aldrei fyrr. En það eitt út af fyrir sig er ekki lausnin á því þjóðfélagsmeini, sem augljóslega er að grafa um sig. Þar verður að koma til samstillt átak margra aðila. Fámenni hins íslenzka samfélags ætti hins veg- ar að gera okkur kleift að takast á við þetta vandamál og ná því að skapa það andrúmsloft í kringum nýjar kynslóðir að þær leiti ekki út í ofbeldi. Hér er um að ræða vandamál, sem er þess virði að um það verði rætt í kosningabaráttunni. Hvernig á að tryggja öryggi borg- aranna? Hvernig á að koma í veg fyrir að fólk breytist í einhvers konar óargadýr, því að annað orð er ekki hægt að hafa um það fólk, sem framið hefur þau þrjú ofbeld- isverk, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Það er svo annað umhugsunar- efni hvort lögreglan hér er í stakk búin til að takast á við þetta nýja ofbeldi og hvort lögreglumenn hafi nægilega þjálfun til þess að finna ofbeldismennina. Hefur hún þá þjálfun? Við svo búið má ekki standa. DAUÐASLYS VIÐ KÁRAHNJÚKA Það hafa orðið þrjú dauðaslysvið Kárahnjúka. Tvö þeirra með skömmu millibili. Þegar svo alvarlegir atburðir gerast er það áleitin spurning, hvort öryggi starfsmanna hefur verið nægilega vel tryggt. Alltaf þegar svo sorglegir at- burðir gerast er því haldið fram, að svo hafi verið. En er það raun- veruleikinn? Mundu þessi dauða- slys þá hafa orðið? Eru þau kannski vísbending um, að jafnvel þótt allir aðilar sem hlut eiga að máli telji sig hafa gengið nægilega tryggilega frá öryggisbúnaði og öðru því, sem að öryggi lýtur, hafi það þrátt fyrir allt ekki verið nóg? Með þessum orðum er ekki verið að ásaka einn eða neinn um þessa alvarlegu atburði. Þeir eru hins vegar með þeim hætti, að það er ekki hægt að taka þeim með þögn- inni einni. Meira verður til að koma. Í kjölfar þriggja dauðaslysa á virkjanasvæðinu hlýtur Lands- virkjun að yfirfara allar kröfur, sem gerðar eru til öryggis á svæð- inu, og gera það sem hægt er til úr- bóta. Jafnframt er mikilvægt að ná- kvæmar skýrslur liggi fyrir um þessa atburði og að þær verði skoðaðar rækilega af þar til bær- um yfirvöldum. Það er líka nauðsynlegt að kanna tryggingamál starfsmanna á virkj- anasvæðinu. Hvaða bætur fá ást- vinir þeirra, sem misst hafa lífið við Kárahnjúka? Það er ekki hægt að horfa á þessa atburði og láta sem ekkert hafi gerzt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.