Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) verði gerð að hlutafélagi í eigu ríkisins. Í frumvarpinu er jafn- framt lagt til að sala ÁTVR hf. eða hluta þess, sameining þess við önnur félög eða slit þess verði óheimil. Lagt er til að hlutafélagið taki yfir allar eignir og skuldbindingar núver- andi verslunar hinn 1. janúar 2007. „Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir neinum verulegum breytingum á starfsemi fyrirtækisins heldur snýr það fyrst og fremst að því að færa hana í það rekstrarform sem þykir vera sveigjanlegast og gefast best í verslunarrekstri,“ segir í fylgiskjali með frumvarpinu. Áfram er því gert ráð fyrir því að ÁTVR hf. hafi með höndum einkaleyfi á smásölu áfengis og heildsöludreifingar tóbaks. Sömu- leiðis er gert ráð fyrir því að ÁTVR hf. tryggi merkingar tóbaks og álagn- ingu tóbaksgjalds. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að öllum núverandi starfsmönnum verði boðið starf hjá hlutafélaginu og að þeir haldi áunnum réttindum sínum, þar með töldum lífeyrisréttindum, í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins. Góður hagnaður Í fylgiskjali fjárlagaskrifstofu fjár- málaráðuneytisins segir m.a. að tekjum af vörusölu ÁTVR umfram innkaup á vörum og rekstrarkostnað hafi að mestu verið ráðstafað sem arð- greiðslum til ríkissjóðs. Arðgreiðslan var 133 milljónir króna árið 2003, 649 milljónir árið 2004, og 670 milljónir árið 2005. „Góður hagnaður hefur verið af versluninni undanfarin ár sem á m.a. rætur að rekja til hag- stæðrar gengisþróunar,“ segir í fylgi- skjalinu. Í frumvarpinu er lagt til að ÁTVR hf. greiði tekjuskatt sem fyrirtækið hefur ekki þurft að greiða fram til þessa. „Verði fyrirtækinu breytt í hlutafélag má gera ráð fyrir að rík- issjóður hafi svipaðar tekjur af rekstrinum eftir sem áður. Tekjurnar verði þá að mestu í mynd tekjuskatts af hagnaðinum en árleg arðgreiðsla verði fyrir vikið ákvörðuð lægri með hliðsjón af afkomu eftir skatta. Ekki er því ástæða til að ætla að samþykkt frumvarpsins hafi áhrif á þessa tekju- öflun ríkissjóðs,“ segir í fylgiskjalinu. Þar segir einnig að heildareignir fyrirtækisins hafi verið um 3,2 millj- arðar samkvæmt ársreikningi 2005. Óráðstafað eigið fé var um 2,2 millj- arðar en heildarvelta það ár var um 16,6 milljarðar. Frumvarp um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ÁTVR verði gert að hlutafélagi í ríkiseigu Eftir Örnu Schram arna@mbl.is MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur lagt fram á Alþingi frumvarp um að niður falli ákvæði í lögum um sam- ræmd stúdentspróf. Lagt er til að lagabreytingarnar, verði þær sam- þykktar, öðlist gildi þegar í stað. Það þýðir m.ö.o. að samræmd lokapróf í framhaldsskóla verða ekki haldin í vor. Frumvarpið felur í sér breytingar á lögum um framhaldsskóla, en í þeim er kveðið á um samræmd stúdents- próf. „Reglugerð um prófin var gefin út árið 2002 og breytt 2003. Prófin komu síðan til framkvæmda skólaárið 2003–2004 og voru þá valfrjáls því að rétt þótti að veita nemendum og skól- um aðlögun að þessu nýja prófafyrir- komulagi. Ekki var prófað nema í einni grein, íslensku. Í maí 2005 var í fyrsta skipti prófað í þremur greinum og þá var nemendum skylt að taka prófin. Síðan var aftur prófað í þrem- ur greinum í desember 2005,“ segir í skýringum frumvarps ráðherra. „Við framkvæmd prófanna árið 2005 komu í ljós ýmsir annmarkar og nemendur sáu lítinn tilgang með próf- unum, auk þess sem lítil merki sáust um að skólar á háskólastigi kölluðu eftir því að nemendur hefðu lokið slík- um prófum. Nokkrir framhaldsskól- anna hafa talið það vandkvæðum bundið að bæta samræmdum stúd- entsprófum við prófahald sem þar hefur tíðkast um árabil, bæði í lok vor- og haustannar. Þykir sýnt að prófin í núverandi mynd henti misvel einstökum nemendum, námsbrautum og framhaldsskólum.“ Því er lagt til að lagaákvæði um samræmd stúd- entspróf verði afnumin. Frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á lögum um framhaldsskóla Ákvæði um sam- ræmd stúdents- próf verði afnumin Morgunblaðið/Þorkell ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar í menntamálanefnd Al- þingis leggja til að frumvarpi menntamálaráðherra um Rík- isútvarpið hf. verði vísað frá. Önnur umræða um frumvarpið hófst á Alþingi í gær. Í nefndaráliti stjórnarandstöðunnar segir m.a. að löngu hafi verið orðið tímabært að skapa Ríkisútvarpinu nýjan lagaramma, en að fyrirliggjandi frumvarp menntamála- ráðherra sé því miður ekki fullnægjandi. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir nefndaráliti stjórnarandstöðunnar, en Sigurður Kári Kristjáns- son, formaður nefndarinnar, mælti fyrir nefndaráliti þingmanna stjórnarflokkanna. Þeir síðarnefndu leggja til að frumvarpið verði samþykkt með fáeinum breytingum. Í frumvarpinu er m.a. lagt til að stofnað verði hlutafélag í eigu ríkissjóðs um rekstur Ríkisútvarpsins. Umræðan um frumvarpið stóð fram eftir kvöldi í gær. Mörður sagði að með frumvarpinu væri ekki skapaður til frambúðar sá starfsrammi sem Ríkisútvarpinu hæfði og þar með ekki sá starfsfriður sem Ríkisútvarpinu væri nauðsynlegur. Með því að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag væri stigið var- hugavert skref sem í langflestum tilvikum öðrum hefði leitt til sölu viðkomandi stofnunar eða fyrirtækis. „Þá gera margir laus- ir endar í frumvarpinu og málatilbúnaði í tengslum við það að verkum að málið er vanreifað,“ segir ennfremur í áliti minnihlut- ans í menntamálanefnd, en hann skipa þingmenn Samfylking- arinnar og Vinstri grænna. Í nefndaráliti minnihlutans segir jafnframt m.a. að því miður sé engin trygging fyrir því að flokks- pólitískum tökum á Ríkisútvarpinu linni með frumvarpinu. Að ýmsu leyti hafi menntamálaráðherra og ríkisstjórnarmeirihluti á Alþingi hverju sinni meiri möguleika en áður á að beita áhrif- um sínum á starfsemi og rekstur Ríkisútvarpsins. Vilja vísa frá frum- varpi um RÚV hf. Morgunblaðið/ÞÖK Mörður Árnason, Sigurður Kári Kristjánsson og Kristinn Gunnarsson hlýða á umræður á Alþingi. FJÓRIR þingmenn stjórnarandstöð- unnar hafa lagt fram á Alþingi frum- varp um að Tryggingastofnun rík- isins skuli greiða kostnað við loftslagsmeðferð allt að 40 psoriasis- sjúklinga árlega á viðurkenndri með- ferðarstöð erlendis, beri meðferð þeirra ekki fullnægjandi árangur hér á landi. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins er Þuríður Backman, þing- maður Vinstri grænna. Meðflutnings- menn eru Ásta R. Jóhannesdóttir, Samfylkingu, Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum og Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum. Með frumvarpinu er lagt til að eft- irfarandi málslið verði bætt við lög um almannatryggingar: „Beri með- ferð hér á landi ekki fullnægjandi ár- angur að mati sérfræðinga skal Tryggingastofnun greiða kostnað við loftslagsmeðferð allt að 40 psoriasis- sjúklinga árlega á viðurkenndri með- ferðarstöð erlendis í allt að fjórar vik- ur eftir því sem nánar er ákveðið í reglugerð sem heilbrigðisráðherra setur.“ Í greinargerð segir m.a. að psorias- is sé ólæknandi húðsjúkdómur sem hrjái að því er talið er um fimm til átta þúsund Íslendinga í einhverjum mæli. Þar af séu um 100-200 manns þungt haldnir. „Sjúkdómur þessi er ættgengur og langvarandi og lýsir sér í útbrotum, sárum og fleiðrum sem valda sjúklingnum miklum óþægindum, kláða og vanlíðan. Mjög mismunandi er á hve háu stigi sjúk- dómurinn er, en í alvarlegum til- vikum geta sjúklingar verið al- gjörlega óvinnufærir öryrkjar.“ Helstu aðferðir til að lina þjáningar sjúklinga séu lyfja- og/eða ljósa- meðferð. Auk þess gefi leirböð og sjó- böð í mörgum tilvikum góðan árang- ur. „Mörgum sjúklingum með psoriasis á háu stigi hefur gefist vel loftslagsmeðferð í hlýju loftslagi þar sem sólböð og sjóböð eru stunduð undir eftirliti lækna og hjúkr- unarfólks,“ segir einnig í grein- argerðinni. Flutningsmenn gera ekki ráð fyr- ir því að samþykkt frumvarpsins hafi kostnað í för með sér fyrir rík- issjóð. „Áætlaður kostnaður af lofts- lagsmeðferð eins psoriasis-sjúklings í þrjár vikur er um 150.000 kr. en gera má ráð fyrir að annar kostn- aður falli niður á meðan, svo sem sjúkrahúsvist hér á landi, auk þess sem lyfjanotkun verður minni á meðan árangur af loftslagsmeðferð- inni varir.“ TR greiði kostnað við loftslagsmeðferð psoriasis- sjúklinga erlendis FRUMVARP iðnaðarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands verð- ur sérstaklega kynnt í þing- flokkum stjórnarandstöðunnar í dag og næstu daga, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Fulltrúar ráðherra munu kynna frumvarpið. Páll Magnússon, aðstoðar- maður ráðherra, segir að ráð- herra hafi lagt áherslu á að málið hlyti viðamikla kynningu. Þegar hafi verið haldnir á fimmta tug kynningarfunda með hags- munaaðilum. Þá hafi málið verið kynnt þingflokkum stjórnarflokk- anna áður en það var afgreitt úr ríkisstjórn. Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra upplýsti á þing- fundi í byrjun vikunnar að hún hefði boðist til að kynna frum- varpið sérstaklega í þingflokkum stjórnarandstöðunnar. Þeir hafa samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins þekkst boðið. Kynnt í þing- flokkum stjórnar- andstöðunnar ÁTTA þingmenn hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að heilbrigðisráðherra verði falið að standa fyrir faralds- fræðilegri rannsókn á mögu- legum áhrifum rafsegulsviðs far- síma og rafsegulbylgna á mannslíkamann. Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar er Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Meðflutningsmenn eru þingmenn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna. Þingmenn- irnir leggja til að rannsóknin verði gerð á næstu tíu árum og að niðurstöðum hennar verði skil- að fyrir 1. október 2016. „Flutningsmenn telja mikilvægt nú á tímum ört vaxandi tækni- væðingar að fram fari upplýst umræða um áhrif rafsegulsviðs farsíma og rafsegulbylgna á mannslíkamann og telja að rann- sóknir séu mikilvæg forsenda þess,“ segir m.a. í greinargerð tillögunnar. „Margs konar bún- aður og tæki eins og farsímar byggjast á rafsegulbylgjum og rafsegulsviði og skipar æ ríkari sess í daglegu lífi mannsins hvort sem litið er til heimilis eða vinnu- staða.“ Áhrif rafsegul- sviðs síma verði rannsökuð DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi frum- varp um að Happdrætti Dval- arheimilis aldraðra sjómanna og Happdrætti Sambands ís- lenskra berkla- og brjósthols- sjúklinga verði heimilt að greiða út peningavinninga í flokkahappdrættum. Í skýring- um með frumvarpinu segir að með lagabreytingunum sé kom- ið til móts við eindregnar óskir frá umræddum happdrættum um að fá að greiða út slíka vinn- inga. Í skýringum frumvarpsins segir að Happdrætti Háskóla Íslands muni þó eftir sem áður greiða 20% af nettóársarði sem einkaleyfisgjald til Tækjasjóðs. Á hinn bóginn sé lögð til sú breyting að einkaleyfisgjaldið verði að hámarki 150 milljónir króna á ári í ljósi þess að lög- bundnu vöruhappdrættin fái einnig leyfi til að greiða út pen- ingavinninga. Fái að greiða út vinninga í peningum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.