Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 29 MINNINGAR ✝ Ástríður GuðnýSigurðardóttir fæddist í Reykjavík 3. júlí 1920. Hún lést á hjúkrunardeild Hlévangs í Keflavík 26. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Þórdís Torfadóttir, f. í Strandasýslu 22. maí 1895, d. 16 jan- úar 1983, og Sigurð- ur Sívertsen Sig- urðsson, f. í Mið- húsum í Garði 30. nóvember 1889, d. 1944. Fóstur- faðir hennar var Stefán Jóhannes- son, d. 1930. Systkini Ástríðar voru Torfi Stefánsson, f. 1925, d. 2003, Guðný Nanna Stefánsdóttir, f. 1922, Þórarinn Sigurðsson, f. 1915, d. 1987, Ída Sigurðardóttir, Hnausi í Villingaholtshr. í Árn. 9. júlí 1890, d. 7 febrúar 1965. Börn Ástríðar og Herberts eru: 1) Sig- urður Herbertsson, f. 1. nóvember 1940, kvæntur Fríðu Bjarnadótt- ur, saman eiga þau Huldu, f. 1967, Ástríði, f. 1971, Guðmund, f. 1975, Örvar, f. 1979, og Aldísi, f. 1984. 2) Eyjólfur Herbertsson, f. 18. júlí 1944, kvæntur Láru Halldórsdótt- ur, saman eiga þau Herbert, f. 1968, og Kristrúnu, f. 1972. Eyjólf- ur átti eina stúlku áður, Ástríði, f. 1962. 3) Guðmundur Marinó Her- bertsson, f. 6. september 1946, d. 1970. Hann var kvæntur Margréti Gunnlaugsdóttur, saman áttu þau Herbert, f. 1965, og Kára, f. 1968. 4) Þórdís Herbertsdóttir, f. 13. desember 1947, var gift Steinari Guðbjörnssyni, f. 26. janúar 1942, d. 22. maí 1991, saman áttu þau eina dóttur, Önnu, f. 1969. Seinni maður Þórdísar er Grétar Árna- son. Ástríður átti 19 barnabarna- börn. Útför Ástríðar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. f. 1925, d. 1993, Al- freð Sigurðsson, f. 1928, d. 1991, Arnar Sigurðsson, f. 1932, Svava Sigurðardótt- ir, f. 1914, og Gunnar Huseby, f. 1923, d. 1995. Ástríður fluttist til Keflavíkur ung að aldri og ólst upp hjá Guðnýju og Jóhann- esi, fósturömmu og afa, til tíu ára aldurs. Hún bjó í Keflavík til æviloka. Eiginmaður Ástríðar var Her- bert Eyjólfsson, f. 17.mars 1920, d. 25. maí 1995. Foreldrar hans voru Eyjólfur Eðvaldsson, f. á Orms- stöðum í Eiðaþingá í N-Múl. 1. september 1896, d. 10. nóvember 1944, og Guðrún Jónsdóttir, f. á Elsku mamma mín, þá er komið að kveðjustund hjá okkur, sem er mjög erfitt fyrir mig. Nú verður mjög tómlegt að geta ekki heimsótt þig á hverjum degi. En ég veit að þér líður betur núna, þú ert komin þangað sem þú talaðir mikið um, til pabba, Gumma og ömmu og ég veit að þau hafa tekið vel á móti þér. Ég þakka kærlega fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Þú varst ákveðin og dásamleg mamma. Guð geymi þig, mamma mín. Þín dóttir, Þórdís Herbertsdóttir. Elsku amma mín. Það að kveðja þig er það sárasta og erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann þurft að gera. Ekkert gerir mann tilbúinn að sleppa þeim sem maður elskar mest. Þú varst svo stór hluti af lífi mínu, alltaf til staðar hvort sem var í gleði eða sorg. Ég á hafsjó af góðum minningum um þig og það er svo margt að þakka fyrir. Ég gæti aldrei talið það allt upp en það sem stendur upp úr er öll hjálpin og elskulegheitin í minn garð. Ég fékk að hafa þig í lífi mínu öll þessi ár og kenndir þú mér að taka réttar ákvarðanir og stóðst alltaf við bakið á mér í öllu sem ég tók mér fyrir hendur, ég vildi óska að Þórdís Ásta hefði fengið að hafa langömmu sína hjá sér lengur. En ég mun reyna eftir bestu getu að kenna henni þau góðu gildi sem þú kenndir mér. Engum hef ég kynnst sem var með stærra eða fal- legra hjarta en þú, amma mín. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að. Guð geymi þig, elsku amma mín. Sólin er hnigin, sest bak við skýin. Og ég hugsa til þín næturlangt. Þú varst alltaf þar í blíðu og stríðu og hjá þér átti ég skjólið mitt. Alltaf gat ég treyst á þína þýðu. Og ég þakka þér alla mína ævidaga. Hve oft þú huggaðir og þerraðir tárin mín. Hve oft þau hughreystu mig orðin þín. Studdir við bakið. Stóðst með mér alla leið. Opnaðir gáttir. Allt sem þú áttir léstu mér í té – og meira til. Hóf þitt og dugur. Heill var þinn hugur. Veittir mér svo oft af þínum viskubrunni. Kenndir mér og hvattir æ til dáða og mín kaun græddir þá þurfti við. Alltaf mátti leita hjá þér ráða. Og ég eigna þér svo ótal margt í mínu lífi. (Stefán Hilmarsson.) Þín Anna. Fullu nafni hét hún Ástríður Guðný. Nú hefur þessi góða kona kvatt eftir langa ævi. Síðustu þrjú árin voru Ástu erfið. Sjúkdómurinn lamaði hana smátt og smátt, en hún barðist hetjulega og kvartaði aldrei. Hún var heiðskír í hugsun fram á síðasta dag. Hún átti erfitt með mál og sjónin var lítil. Hvað var þá eftir? Jú, henni fannst hún svo rík, hún sagði það oft, en hún var umvafin ástúð elskulegra barna, barnabarna og tengdabarna, sem öll búa í Kefla- vík. Þau komu til hennar daglega. Það var fallegt að sjá kærleikann á milli þeirra. Ásta gaf gríðarlega mik- ið af sér. En hún fékk það líka allt til baka frá þessu góða fólki sínu. Það er svo ótal margt sem hægt er að segja um hana Ástu. Fyrst og fremst var hún móðir og eiginkona. Börnin voru fjögur, en sorgin barði að dyrum þegar Guðmundur sonur þeirra lést af slysförum aðeins 24 ára. Það eru mörg ár síðan en það er ekkert eins og að missa barnið sitt. Herbert, maður Ástu, lést 1995. Hann stundaði sjóinn framan af, varð síðan vörubílstjóri og síðan vélamaður. Hann var hálfgerður „galdramaður“ á minni og stærri vél- ar. Ásta notaði hverja stund sem gafst til að mennta sjálfa sig. Hún var vel lesin og fátt óviðkomandi. Hún hafði „læknishendur“ og lærði svæðanudd. Þeir eru ófáir sem fengu bata hjá henni. Hún var listelsk með afbrigðum og hafði næmt auga fyrir því fallega í náttúrunni og lífinu sjálfu. Handavinna hennar er um margt listaverk. Mærð þoldi hún illa, er þá best að linni. Að lokum þakka ég órofa tryggð sem staðið hefur í 60 ár. Ég kveð hana með þeirri kveðju sem Ásta notaði alltaf: Guð veri með þér. Börnum og öllum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðbjörg Þórhallsdóttir. Elskuleg vinkona mín er fallin frá, Ásta í Keflavík. Ég kynntist Ástu fyrst þegar Berti bróðir mömmu og hún komu í heimsókn þegar ég var lítil telpa. Síðan höguðu örlögin því svo að ég var eitt sumar í Keflavík þegar móðir mín fór til Bandaríkj- anna að heimsækja systur sína sem þar bjó. Ég átti yndislegt sumar með Dísu frænku, ég þá átta ára gömul. Þá kynntist ég Ástu mjög vel og upp frá því vorum við alltaf góðir vinir. Ásta var mjög sterkur persónu- leiki, réttsýn og alltaf vinur vina sinna. Ef þú áttir hana sem vin var- aði það að eilífu. Undanfarin ár hefur hún átt við al- varleg veikindi að stríða. Blessuð sé minning hennar. Ég votta Dísu, Sig- urði, Eyjólfi og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Anna Edda. ÁSTRÍÐUR GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir, stjúpfaðir og afi, SIGURÐUR GEORGSSON hæstaréttarlögmaður, Sunnuvegi 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 6. apríl kl. 13.00. Heiðrún Bára Jóhannesdóttir, Solveig H. Sigurðardóttir, Halldór G. Eyjólfsson, Ásta Sigríður Sigurðardóttir, Guðmundur Erlendsson, Ragnheiður K. Sigurðardóttir, Kjartan Hákonarson, Steinunn Georgsdóttir og fjölskylda, Bergsteinn Georgsson og fjölskylda, barnabörn og aðrir aðstandendur. Elskuleg eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Aflagranda 40, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 31. mars. Jarðsungið verður frá Neskirkju á morgun, fimmtu- daginn 6. apríl, kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 543 3724. Guðmundur Þorsteinsson, Sigurður Ingimundarson, Guðrún Þórarinsdóttir, Sigþrúður Guðmundsdóttir, Birgir Guðjónsson, Kristján Guðmundsson, Auður Andrésdóttir. Móðir okkar, ELÍSA KRISTBJÖRG RAFNSDÓTTIR, Skálagerði 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 6. apríl kl. 13:00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Helgi Gíslason, Rafn Ó. Gíslason. Ástkær faðir minn, afi, langafi og sambýlismaður, VALDIMAR Þ. EINARSSON, er látinn. Jarðarför auglýst síðar. Guðjón Valdimarsson, María Svava Guðjónsdóttir, Emil Örn Víðisson, Alma Emilsdóttir, Valdimar Örn Emilsson, Halla Steingrímsdóttir. Okkar yndislegi og heittelskaði eiginmaður, faðir, sonur, bróðir og tengdasonur, VIGFÚS JÓHANNSSON framkvæmdastjóri, Fjóluhvammi 5, Hafnarfirði, lést í Chile miðvikudaginn 22. mars síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju föstu- daginn 7. apríl og hefst hún kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög. Þórdís Helga Sveinsdóttir, Heiða Björk Vigfúsdóttir, Hannes Bjarki Vigfússon, Hanna Björk Vigfúsdóttir, Helga Björk Vigfúsdóttir, Hilmar Bjarki Vigfússon, Margrét Sigurjónsdóttir, Vilborg Jóhannsdóttir og fjölskylda, Hafdís Jóhannsdóttir og fjölskylda, Pétur Jóhannsson og fjölskylda, Sigþór Jóhannsson og fjölskylda, Þórunn K. Helgadóttir. Þegar ég hitti Kjartan Stefánsson í fyrsta sinn var hann að gera mér greiða. Hann hafði lagt það á sig að keyra suður á Keflavíkurflugvöll seint um nótt til þess að sækja mig og fjölskylduna sem vorum að koma frá útlöndum. Þegar ég kynntist honum varð mér ljóst að þetta var dæmigert fyrir hann, fátt virtist veita honum meiri ánægju en að geta gert fólki greiða. Hann var enda vinamargur, mér fannst stund- um eins og Kjartan þekkti alla sem hann sá, hann heilsaði á báða bóga hvar sem hann fór um og þurfti að spjalla við marga, svo að það var KJARTAN RÓSIN- KRANS STEFÁNSSON ✝ Kjartan Rósin-krans Stefáns- son fæddist á Kirkjubóli í Korpu- dal í Önundarfirði 10. nóvember 1932. Hann lést þriðjudag- inn 14. mars á líkn- ardeild Landakots- spítala í Reykjavík og var jarðsunginn frá Háteigskirkju í Reykjavík 27. mars. eins gott að ætla sér góðan tíma í allar ferðir með honum. Hann var Vestfirð- ingur í húð og hár og hvergi var hann eins í essinu sínu og á heimaslóðunum á Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði. Það var gaman að fara með honum um Korpudalinn, æsku- stöðvarnar, þar sem hann þekkti hverja þúfu og hver steinn átti sína sögu. Þar lék hann við hvern sinn fingur og skemmtilegar sögur úr æsku hans spruttu upp við hvert fótmál, hvort sem ferðinni var heitið til silungsveiði í ánni eða hann leiddi okkur að gróskumestu berja- brekkunum, eða við vorum bara að fylgjast með ríkulegu fuglalífinu í grennd við Kirkjuból. Kjartan hefur nú kvatt þennan heim eftir langvinn og erfið veik- indi. Ég sendi ættingjum hans og aðstandendum öllum samúðarkveðj- ur. Herdís M. Hübner.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.