Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 11 BAUGSMÁLIÐ EFTIRFARANDI fréttatilkynning barst Morg- unblaðinu í gær frá Sigurði Tómasi Magnússyni, settum ríkissaksóknara í Baugsmálinu: „Með dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 420/2005; Ákæruvaldið gegn Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni o.fl., sem kveðinn var upp hinn 10. október 2005 var vísað frá héraðsdómi 32 af 40 liðum ákæru sem gefin hafði verið út 1. júlí 2005. Með bréfi dags. 21. október 2005 var undirrituðum fal- ið sem settum ríkissaksóknara að taka til athug- unar þau gögn málsins sem lágu að baki ákærulið- unum 32 til þess að ganga úr skugga um hvort efni væri til þess að höfða mál að nýju á grundvelli þeirra gagna. Umboðsskráin tók til þess að taka sem ríkissaksóknari allar þær ákvarðanir sem máli þessu tengdust. Það tilkynnist hér með að ákæra var gefin út 31.mars 2006 á hendur þremur mönnum af þessu tilefni, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni sem for- stjóra Baugs hf., Tryggva Jónssyni fyrrum að- stoðarforstjóra Baugs hf. og Jóni Gerald Sullen- berger framkvæmdastjóra Nordica Inc. Héraðsdómur Reykjavíkur gaf út fyrirkall 3. apríl 2006 og verður málið þingfest 27. apríl 2006 kl. l0.00 í dómsal 101. Ákæran er í fimm köflum. I. Í fyrsta lagi er forstjóri Baugs hf. ákærður fyr- ir fjársvik en til vara umboðssvik er hann hlut- aðist til um að Baugur hf. keypti Vöruveltuna hf., sem rak verslanir undir nafninu 10-11, í maí 1999 án þess að stjórn Baugs hf. væri kunnugt um að hann hafði keypt fyrirtækið sjálfur fyrir umtals- vert lægri fjárhæð rúmum sjö mánuðum fyrr og væri enn meðal eigenda þess ásamt einkahluta- félagi sem hann hafði umráð yfir. Á því er byggt af hálfu ákæruvaldsins að með þessum blekk- ingum hafi ákærði og félög honum tengd auðgast á kostnað almenningshlutafélagsins Baugs. II. Þá eru forstjóri og fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs hf. ákærðir í átta liðum fyrir brot gegn hlutafélagalögum vegna ólögmætra lánveitinga, einkum til félaga í eigu eða umráðum forstjórans á árunum 1999–2001 samtals að fjárhæð rúmlega 400 milljónirkróna. III. Forstjóri Baugs hf. er ákærður í sjö liðum fyrir meiri háttar bókhaldsbrot og brot gegn hluta- félagalögum með því að hafa rangfært í bókhald Baugs hf. á árunum 2000 og 2001 með tilhæfu- lausum tekjufærslum sem höfðu áhrif á afkomu- tölur félagsins eins og þær birtust í ársreikn- ingum og árshlutareikningum og með því að láta senda tilkynningar um afkomu félagsins sem m.a. byggðust á þessum röngu færslum til Verðbréfa- þings Íslands. Þetta var m.a. gert í þeim tilgangi að skapa rangar hugmyndir um hag hlutafélags og hafa áhrif á sölu og eða söluverð hluta í félag- inu. Fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs hf. er ákærður í sex liðum fyrir meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa rangfært bókhald félagsins. Framkvæmdastjóri Nordica Inc. er ákærður fyrir þátt hans í einu þessara tilvika sem fólst í út- gáfu tilhæfulauss kreditreiknings sem færður var Baugi hf. til tekna í bókhaldi félagsins. IV. Forstjóri og aðstoðarforstjórinn eru ákærðir fyrir meiri háttar bókhaldsbrot með því að láta líta svo út í bókhaldi Baugs hf. að seld hefðu verið út úr félaginu hlutabréf félagsins sem í raun voru flutt á fjárvörslureikning í eigu Baugs hf. í Lux- embourg en reikningurinn var nýttur meðal ann- ars til að efna kaupréttarsamninga við æðstu stjórnendur Baugs hf. V. Forstjórinn og aðstoðarforstjórinn eru ákærðir fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið fé úr sjóð- um Baugs hf. til hagsbóta fyrir fjölskyldufyrir- tæki forstjórans til fjármögnunar á eignarhlut og rekstri skemmtibáts í Bandaríkjunum. Aðstoðarforstjóranum er jafnframt gefinn að sök fjárdráttur með því að draga sér fé úr sjóðum Baugs hf. til greiðslu á persónulegum útgjöldum hans sjálfs. Á þeim tíma sem framangreind brot sem ákærðu eru gefin að sök voru framin var Baugur hf. almenningshlutafélag með dreifða eignaraðild. Fréttatilkynning þessi er gefin út til upplýs- ingar um sakargiftir samkvæmt ákæru vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar á liðnum vikum. Nánari upplýsingar um ákæru eða ákæruefni verða ekki veittar af ákæruvaldsins hálfu. Sigurður Tómas Magnússon settur ríkissaksóknari skv. umboðsskrá“ Settur ríkissaksóknari gefur út ákæru í 5 köflum Morgunblaðið/Ásdís Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, ræða saman við réttarhöldin í Héraðsdómi Reykjavíkur. EFTIRFARANDI hefur borist Morgunblaðinu frá forstjóra Baugs Group, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni: „Forstjóri Baugs Group hf. óskar eftir því að koma eftirfarandi skýr- ingum á framfæri vegna fréttatil- kynningar sem sérstakur sak- sóknari sendi frá sér fyrr í dag. Meðfylgjandi eru skýringar for- stjórans við hvern kafla ákærunnar sem beinist gegn hon- um og fyrrver- andi forstjóra félagsins, Tryggva Jónssyni. I. Í fyrsta lagi er forstjóri Baugs hf. ákærður fyrir fjársvik en til vara umboðssvik er hann hlutaðist til um að Baugur hf. keypti Vöruveltuna hf. sem rak verslanir undir nafninu 10-11, í maí 1999 án þess að stjórn Baugs hf. væri kunnugt um að hann hafði keypt fyrirtækið sjálfur fyrir umtalsvert lægri upphæð rúmum sjö mánuðum fyrr og væri enn meðal eigenda þess ásamt einkahlutafélagi sem hann hafði umráð yfir. Á því er byggt af hálfu ákæruvaldsins að með þessum blekkingum hafi ákærði og félög honum tengd auðgast á kostnað almenningshlutafélagsins Baugs. Skýring: Við lestur á þeim ákæruliðum, sem snúa að viðskiptum með hluta- bréf í 10-11, virðist ákæruvaldið rugla óskyldum viðskiptum saman. Lýsing ákæruvaldsins á viðskiptum með hlutabréf í 10-11, á sér enga stoð í raunveruleikanum. Stað- reyndin er sú að Baugur Group hf. hagnaðist verulega á kaupunum á 10-11 og var kaupverð félagsins hið sama og stjórn þess samþykkti að greiða fyrir félagið. Það er misskiln- ingur saksóknarans að til hafi staðið að fasteignir tilheyrðu rekstri 10-11, þegar Baugur hf. keypti félagið. Þessi ákæruliður er efnislega rang- ur. Getgátur um ímyndaðan hagnað Gaums og tengdra aðila eru óviðeig- andi í ákæru. Fyrir þann sem til þekkir er augljóst að sérstakur sak- sóknari hefur ekki skilið eðli þessara viðskipta. II. Þá eru forstjóri og fyrrum aðstoð- arforstjóri Baugs hf. ákærðir í átta liðum fyrir brot gegn hlutafélaga- lögum vegna ólögmætra lánveitinga, einkum til félaga í eigu eða umráð- um forstjórans á árunum 1999–2001 samtals að fjárhæð rúmlega 400 milljónir króna. Skýring: Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm 15. mars sl. Í forsendum dómsins er m.a. fjallað um hvernig skýra beri 104. gr. hlutafélagalaga. Augljóst er að samkvæmt skýring- um Héraðsdóms Reykjavíkur er þessi málatilbúnaður ónýtur. Það er með miklum ólíkindum að ákæru- valdið geri aðra tilraun til að sækja fram með ákæru um meintar ólög- mætar lánveitingar á sama vett- vangi og byggir á túlkunum sem áð- ur hefur verið hafnað. Ekkert tjón varð af þessum meintu lánveitingum og ekki er vitað til þess að hluthafar félagsins, stjórnarmenn eða endur- skoðendur hafi gert athugasemdir. III. Forstjóri Baugs hf. er ákærður í sjö liðum fyrir meiriháttar bók- haldsbrot og brot gegn hluta- félagalögum með því að hafa rangfært bókhald Baugs hf. á árunum 2000 og 2001 með til- hæfulausum tekjufærslum, sem höfðu áhrif á afkomutölur félagsins eins og þær birtust í ársreikningum og árshlutareikningum og með því að láta senda tilkynningar um af- komu félagsins, sem m.a. byggðust á þessum röngu færslum, til Verð- bréfaþings Íslands. Þetta var m.a. gert í þeim tilgangi að skapa rangar hugmyndir um hag hlutafélags og hafa áhrif á sölu eða söluverð hluta í félaginu. Fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs hf. er ákærður í sex liðum fyrir meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa rangfært bókhald félagsins. Framkvæmastjóri Nordica Inc. er ákærður fyrir þátt hans í einu þess- ara tilvika sem fólst í útgáfu tilhæfu- lauss kreditreiknings sem færður var Baugi hf. til tekna í bókhaldi fé- lagsins. Skýring: Bókhald Baugs Group hf. hefur verið endurskoðað af KPMG frá stofnun félagsins. Ársreikningar fé- lagsins hafa verið undirritaðir at- hugasemdalaust allt frá upphafi. Efnahagsreikningur félagsins hefur alla tíð endurspeglað rétta og raun- verulega stöðu félagsins. Þegar gert var yfirtökutilboð í hlutabréf Baugs Group og félagið skráð af markaði hér á landi, gerðu hvorki kaupendur né seljendur hlutabréfanna athuga- semdir við yfirtökutilboðið þess efn- is að efnahagur félagsins væri annar en hann var sýndur í bókhaldi þess. Áhugavert er að velta því fyrir sér hverjir hafi verið endanlegir þolend- ur þess ef verðmat hlutafjár Baugs var of hátt vegna þess að reikning- arnir hafi gefið of bjarta mynd af stöðu félagsins. IV. Forstjórinn og aðstoðarforstjór- inn eru ákærðir fyrir meiri háttar bókhaldsbrot með því að láta líta svo út í bókhaldi Baugs hf. að seld hefðu verið út úr félaginu hlutabréf félags- ins sem í raun voru flutt á fjárvörslu- reikning í eigu Baugs hf. í Lúxem- borg en reikningurinn var nýttur meðal annars til að efna kauprétt- arsamninga við æðstu stjórnendur Baugs hf. Skýring: Skattrannsóknarstjóri hefur farið yfir þessi viðskipti og komist að þeirri niðurstöðu að um hafi verið að ræða sölu á eigin hlutabréfum fé- lagsins. Hér er því aðeins um að ræða við- skipti með eigin bréf milli stofnenda félagsins, svo sem Fjárfestingar- banka atvinnulífsins og Kaupþings annars vegar, – og stjórnenda þess hins vegar. V. Forstjórinn og aðstoðarforstjór- inn eru ákærðir fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið fé úr sjóðum Baugs hf. til hagsbóta fyrir fjöl- skyldufyrirtæki forstjórans til fjár- mögnunar á eignarhlut og rekstri skemmtibáts í Bandaríkjunum. Aðstoðarforstjóranum er jafn- framt gefinn að sök fjárdráttur með því að draga sér fé úr sjóðum Baugs hf. til greiðslu á persónulegum út- gjöldum hans sjálfs. Á þeim tíma sem framangreind brot sem ákærðu eru gefin að sök voru framin var Baugur hf. almenn- ingshlutafélag með dreifða eignar- aðild. Skýring: Á það hefur verið ítrekað bent að greiðslur til Nordica Inc. voru vegna reksturs og uppbyggingar á Nordica Inc. í Bandaríkjunum. Engir reikn- ingar voru greiddir til Jóns Geralds Sullenbergers vegna reksturs á skemmtibáti í Flórída. Jón Gerald Sullenberger fékk lán frá Gaumi til kaupa á bátnum og var einnig eig- andi bátsins og seljandi þegar hann sjálfur skráði bátinn til sölu í júní ár- ið 2002. Saksóknari hefur ekki viljað kynna sér gögn málsins hvað þenn- an þátt varðar og hefur því brugðist rannsóknarskyldu sinni sem honum ber lagaleg skylda til að sinna. Á það skal bent að málið verður að öðru leyti ekki rekið í fjölmiðlum hér eftir. Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs Group hf.“ Málið ekki rekið í fjölmiðlum hér eftir Jón Ásgeir Jóhannesson „ÉG legg þá túlkun í þetta að ég hafi verið hafður fyrir rangri sök,“ segir Jóhannes Jónsson kaup- maður í Bónus, aðspurður um viðbrögð við því að hann er ekki lengur meðal ákærðra í nýjum ákærum setts ríkissaksókn- ara byggðum á gögnum þeirra 32 ákæruliða Baugsmálsins sem vísað var frá héraðsdómi sl. haust. Í upprunalegu ákærunni, sem gefin var út 1. júlí 2005, var Jóhannesi m.a. gefin að sök fjárdráttur og umboðssvik í tengslum við kaup á skemmti- bátnum Thee Viking. Ákæru- liðum sem þetta varðaði var hins vegar vísað frá dómi. „Ég mun skoða rétt minn í þessu,“ segir Jóhannes og segir lögfræðing sinn nú fara að vinna að því máli. „En á meðan að eitthvað af mínu fólki er þarna þá líður mér ekkert betur í sjálfu sér,“ segir Jóhannes en Jón Ásgeir sonur hans er ákærður að nýju og Kristín dóttir hans er ákærð í einum þeirra fjögurra ákæru- liða upprunalegu ákærunnar sem ríkissaksóknari hefur nú áfrýjað til Hæstaréttar. Tilgangurinn frá upphafi að gera út af við okkur „Tilgangurinn frá upphafi í þessu máli virðist hafa verið að gera út af við okkur sem fólk og fyrirtækið okkar sem fyrir- tæki,“ segir Jóhannes. Kristín Jóhannesdóttir er ekki heldur ákærð aftur sam- kvæmt nýju ákærunni. Hún vildi ekki tjá sig um málið þeg- ar Morgunblaðið leitaði eftir því í gær. Var hafð- ur fyrir rangri sök Jóhannes Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.