Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 33 FRÉTTIR Sala á eignarlóðum í Hagalandi á Selfossi Lögmenn Suðurlandi fyrir hönd Ræktunarsambands Flóa og Skeiða auglýsa eftir kauptilboðum í neðangreindar eignarlóðir: Fjölbýli: Á neðangreindum eignarlóðum er heimilt að byggja fjölbýli á fjórum hæðum. Einbýli: Á neðangreindum eignarlóðum er heimilt að byggja einbýli á einni hæð. Víkurmói lóð nr. 2 2.838,4 m² Víkurmói lóð nr. 4 2.686,6 m² Víkurmói lóð nr. 6 2.850,6 m² Urðarmói lóð nr. 1 699,4 m² Urðarmói lóð nr. 2 835,5 m² Urðarmói lóð nr. 3 650,0 m² Urðarmói lóð nr. 4 509,6 m² Urðarmói lóð nr. 5 650,0 m² Urðarmói lóð nr. 6 1.000,2 m² Urðarmói lóð nr. 7 650,0 m² Urðarmói lóð nr. 8 812,0 m² Urðarmói lóð nr. 9 650,0 m² Urðarmói lóð nr. 10 637,7 m² Urðarmói lóð nr. 11 650,0 m² Urðarmói lóð nr. 12 650,0 m² Urðarmói lóð nr. 13 650,0 m² Urðarmói lóð nr. 14 663,8 m² Urðarmói lóð nr. 15 650,0 m² Útboðsskilmálar, tilboðseyðublöð, skipulagsskilmálar og aðrir skilmálar fást afhentir frá og með föstudeginum 7. apríl nk. á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi, Austurvegi 3, Selfossi. Þessi gögn verða afhent endurgjaldslaust á geisladiskum eða útprentuð gegn 2.000 króna gjaldi. Kauptilboðum í framangreindar eignarlóðir skal skila í lokuðum umslögum á sérstökum tilboðs- eyðublöðum, merktum annars vegar „Víkurmói - Tilboð“ og hins vegar „Urðarmói - Tilboð“ til skrifstofu Lögmanna Suðurlandi, Austurvegi 3, Selfossi. Skilafrestur er til kl. 11:00 föstudaginn 28. apríl 2006. Tilboð sem berast að frestinum liðnum eru ógild. Fyrir sama tíma skulu bjóðendur hafa greitt tilboðstryggingu kr. 250.000 fyrir tilboð í lóð við Víkurmóa, en kr. 150.000 fyrir lóð við Urðarmóa ella teljast tilboð þeirra ógild. Tilboð í framangreindar eignarlóðir verða opnuð á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska föstudaginn 28. apríl 2006 kl. 11:15. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi í síma 480 2900. Atvinnuauglýsingar Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti sóknarprests í Oddaprestakalli, Rangárvallaprófastsdæmi, frá 1. júlí 2006. Í Oddaprestakalli eru þrjár sóknir, Odda-, Keldna- og Þykkvabæjarsóknir, með rúmlega eitt þúsund íbúa alls. Auk þriggja sóknarkirkna er nýlegt safnaðarheimili á Hellu. Þá er kapella í hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Kirkjumálaráðherra skipar í embætti sóknar- presta til fimm ára. Óskað er eftir því að umsækjendur geri skrif- lega grein fyrir menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Allar nánari upplýsingar um embættið, starfs- kjör, helstu lög og reglur sem um starfið gilda, eru veittar á Biskupsstofu, s. 535 1500. Sjá ennfremur vef Þjóðkirkjunnar, www.kirkjan.is/biskupsstofa. Umsóknarfrestur rennur út 2. maí 2006. Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskups- stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Vísað er til laga nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Raðauglýsingar 569 1100  SIGRÚN Gunnarsdóttir hjúkr- unarfræðingur varði doktorsritgerð sína við London School of Hygiene & Tropical Medicine, 15. nóvember 2005. Ritgerðin fjallar um áhrif starfsumhverfis hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á LSH á starfsánægju, líðan í starfi og gæði þjónustunnar. Rannsóknin var unnin í samvinnu við rannsóknarsetur í Bretlandi og í Bandaríkjunum og var notað al- þjóðlegt mælitæki við rannsóknina auk eigindlegra aðferða. Leiðbein- endur Sigrúnar í doktorsnáminu voru Anne Marie Rafferty, prófessor og rektor Florence Nightingale School of Nursing and Midwifery King’s College London (áður við London School of Hygiene & Tropical Medicine), Don Nutbeam, prófessor og rektor College of Health Sciences, Sydney University, Martin McKee, prófessor við Lond- on School of Hygiene & Tropical Medicine og Sean Clarke, prófessor og aðstoðarframkvæmdastjóri Cent- er for Health Outcomes and Policy Research University of Pennsylv- ania School of Nursing. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að styrkjandi stjórnunarhættir hafa já- kvæð áhrif á líðan starfsmanna og gæði þjónustunnar. Fáar íslenskar rannsóknir eru til um þessi tengsl. Rannsókn Sigrúnar var gerð á tíma- bilinu september 2002 til nóvember 2003. Fyrri hlutinn var spurninga- listakönnun meðal 695 hjúkr- unarfræðinga og ljósmæðra og var svarhlutfall 75%. Seinni hlutinn voru viðtöl við nokkra þátttakendur könnunarinnar til þess að varpa frekara ljósi á niðurstöður fyrri hlutans. Nið- urstöður fyrri hlutans voru bornar saman við niðurstöður er- lendra rannsókna sem byggjast á sama mælitæki. Niðurstöðurnar sýna að þrátt fyr- ir mikið vinnuálag eru hjúkr- unarfræðingar og ljósmæður á LSH ánægðar í starfi og sýna lítil merki kulnunar borið saman við önnur lönd. Mikilvægustu áhrifaþættir í starfsumhverfinu eru mönnun, stjórnunaraðferðir hjúkrunardeild- arstjóra og samskipti við sjúklinga og samstarfsfólk. Niðurstöður rann- sóknarinnar eru mikilvægt framlag til þróunar þekkingar á þessu sviði og varpa nýju ljósi á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Niðurstöðurnar eru tækifæri fyrir starfsmenn og stjórnendur LSH til að sjá leiðir til að bæta starfsumhverfi og gæði þjónustunnar. Samkvæmt rann- sókninni er fullnægjandi mönnun grundvallaratriði í þessu sambandi en ekki síður að stjórnunarhættir og samskipti séu uppbyggjandi og stuðli að innri starfshvöt hjúkr- unarfræðinga og ljósmæðra á LSH. Fyrirlestur um rannsóknina Föstudaginn 7. apríl kl. 16, á al- þjóðaheilbrigðisdegi WHO, flytur Sigrún fyrirlestur um rannsóknina á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkr- unarfræði. Fyrirlesturinn fer fram Hátíðarsal Háskóla Íslands. Doktor í hjúkrunarfræði FÉLAG íslenskra framhaldsskóla heldur um þessar mundir ársþing Alþjóðasamtaka skólastjórnenda, ICP. Hingað til lands eru komnir um 60 þátttakendur frá 42 lönd- um úr öllum heimsálfum til að ræða málefni skóla, skólaþróunar og skólastjórnunar og eru á með- al fundarmanna fulltrúar frá Lesoto, Gana, Kenýu, Suður- Afríku, Singapúr, Kína og fleiri löndum. Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra ávarp- aði þingið þegar það hófst en dagskrá þess er þétt, en lýkur í dag, miðviku- dag. Skólastjórnendur víða að úr heiminum á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.