Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 35 ALLT frá því að Garry Kasparov kom fyrst fram á sjónarsviðið hefur hann verið á meðal stigahæstu skák- manna heims og síðan árið 1985 var hann ávallt sá stigahæsti nema í eitt eða tvö skipti. Alþjóðasamtök skák- manna, FIDE, halda utan um stiga- listann og fyrir nokkrum misserum var sú regla sett að ef skákmaður tefldi ekki reiknaða skák í eitt ár myndi hann falla af listanum og fara yfir á lista óvirkra skákmanna. Það er nú eitt ár liðið síðan Kasparov til- kynnti að hann væri hættur sem at- vinnuskákmaður og 1. apríl sl. rann sú sögulega stund upp að nafn hins mikla meistara er ekki lengur á meðal þeirra 100 bestu. Kasparov með sín 2.812 stig hefði enn verið stigahæstur en þess í stað hefur heimsmeistarinn í skák, Búlg- arinn Veselin Topalov, tekið stöðu hans með 2.804 stig. Á hæla hans kemur indverska stórstirnið Viswan- athan Anand með 2.803 stig. Báðir eru þeir yfir þrítugt og það er athygl- isvert, á þeirri öld undrabarna sem við lifum í, að meðalaldur þeirra sem eru tíu stigahæstu í heimi skuli vera vel yfir þrítugt. Hinum 23 ára Arm- ena Levon Aronjan hefur þó gengið allt í haginn undanfarin misseri og það fleytti honum í þriðja sæti. Topp tíu-listinn lítur annars svona út: 1. Veselin Topalov (2.804) 2. Viswanathan Anand (2.803) 3. Levon Aronjan (2.756) 4. Peter Svidler (2.743) 5. Peter Leko (2.738) 6. Ruslan Ponomarjov (2.738) 7. Alexander Morozevich (2.730) 8. Vladimir Kramnik (2.729) 9. Boris Gelfand (2.727) 10. Vassily Ivansjúk (2.723) Þegar listinn yfir 100 stigahæstu skákmenn heims er kannaður kemur í ljós að Norðurlandaþjóðirnar eiga þar þrjá fulltrúa. Danski stórmeist- arinn Peter Heine Nielsen og norska undrabarnið Magnus Carlsen eru í 60.–65. sæti með 2.646 stig en Jóhann Hjartarson (2.619) er í 93.–95. sæti. Jóhann er sem fyrr stigahæsti ís- lenski skákmaðurinn en Hannes Hlíf- ar Stefánsson kemur næstur með 2.579 stig. Listinn yfir tíu stigahæstu íslensku skákmennina er annars þessi: 1. Jóhann Hjartarson (2.619) 2. Hannes Hlífar Stefánsson (2.579) 3. Helgi Ólafsson (2.521) 4. Henrik Danielsen (2.520) 5. Jón L. Árnason (2.507) 6. Stefán Kristjánsson (2.480) 7. Helgi Áss Grétarsson (2.466) 8. Þröstur Þórhallsson (2.448) 9. Héðinn Steingrímsson (2.447) 10. Arnar Gunnarsson (2.432) Af þessum tíu skákmönnum tefldi Héðinn flestar reiknaðar skákir eða 19 talsins en Stefán kom næstur með 18 skákir. Hannes, Helgi Áss og Þröstur tefldu níu reiknaðar skákir en að þessu sinni voru ekki aðrir á listanum sem tefldu reiknaða skák. Lenka Ptácníková er stigahæst kvenna með 2.183 stig en næst á eftir henni kemur Guðlaug Þorsteinsdóttir með 2.138 stig. Nánari upplýsingar um stöðu íslenskra skákmanna á stigalista FIDE er m.a. að finna á www.sjonar.hornid.is. Kasparov tók þátt í ráðstefnu Glitnis Nýverið hélt Glitnir ráðstefnu á Hilton-hóteli í Lúxemborg sem bar nafnið Hittið stjórnarformennina (Meet the CEOs). Margir viðskipta- jöfrar héldu þar fyrirlestra og er það í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema af þeirri ástæðu að Garry Kasp- arov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hélt þar einnig erindi. Eins og við mátti búast var erindi Kasparovs um skák en í því tengdi hann saman áætlanagerð í skák og í viðskiptum. Góður rómur ku hafa verið gerður að máli hans en daginn eftir tefldi hann fjöltefli við tuttugu manns. Á meðal andstæðinga hans var Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Glitnis, sem og reyndari skákmenn á borð við Magn- ús Pálma Örnólfsson og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur. Ekki fer nákvæmum sögum af því hvernig einstaka viður- eignir fóru en víst er að Magnús barð- ist af miklu harðfylgi gegn snillingn- um frá Bakú en þurfti að lokum að játa sig sigraðan. Kasparov óvirkur – Topalov stigahæstur SKÁK FIDE 1. apríl 2006 ALÞJÓÐLEGI SKÁKSTIGALISTINN HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is Jóhann Hjartarson (2.619) er sem fyrr stigahæsti skák- maður Íslands. Topalov (2.804) er heimsmeistari og stigahæsti skák- maður heims. Naumur sigur á Íslandsmóti yngri spilara Sveit Augasteina vann Íslands- mót yngri spilara í sveitakeppni 2006 eftir hörkukeppni við sveit Lærlinga og Masterminds. Auga- steinar fengu 150 stig, einu meira en Lærlingar og 10 stigum meira en Masterminds. Nýkrýndir Ís- landsmeistarar eru Inda Hrönn Björnsdóttir, Grímur Kristinsson, Jóhann Sigurðarson og Guðjón Hauksson. Meðlimir í sveit Lærlinganna voru Ari Már Arason, Óttar Ingi Oddsson, Elva Díana Davíðsdóttir og Hrefna Jónsdóttir. Alls kepptu 8 sveitir um titilinn. Keppnisstjóri var Sveinn Rúnar Eiríksson. Allar frekar upplýsingar er að finna á heimasíðu mótsins á bridge.is. Íslandsmeistararnir í yngri flokki 2006. F.v. Guðjón Hauksson, Jóhann Sig- urðarson, Grímur Kristinsson og Inda Hrönn Björnsdóttir ásamt Guð- mundi Baldurssyni, forseta Bridssambands Íslands, í mótslok. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á 14 borðum fimmtu- daginn 30. marz. Miðlungur 264. Efstu pörin í NS Jón Stefánsson – Eysteinn Einarsson 331 Dóra Friðleifsdóttir – Jón Stefánsson 320 Þorsteinn Laufdal – Tómas Sigurðsson 293 Efst í AV Páll Guðmss. – Elís Kristjánss. 321 Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 316 Guðm. Guðveigss. – Guðjón Ottóss. 305 Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á 14. borðum mánu- daginn 3. apríl. Miðlungur 264 Efst NS: Sigurður Björns. - Auðunn Bergsveins. 317 Sigtryggur Ellertsson - Ari Þórðarson 293 Guðjón Ottósson - Guðm. Guðveigss. 283 Efst AV: Jón Páll Ingibergss. - Birgir Ísleifss. 335 Gunnar Sigurbss.- Karl Gunnarsson 317 Eysteinn Einarsson - Jón Stefánsson 316 Kristinn Guðmss. - Guðm. Magnusson 309 Síðustu spiladagar fyrir páska: 6. og 10. apríl nk. ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T M I 31 83 5 0 3/ 20 06 TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is Hvers vegna gerist alltaf allt, allt í einu? Líf- og sjúkdómatrygging TM Dæmi um hvað tryggingarnar bæta: // Sjúkdómatrygging greiðir bætur þegar hinn tryggði greinist með tiltekinn sjúkdóm eða þarf að gangast undir aðgerð. Bætur eru greiddar út í formi eingreiðslu. Dæmi um sjúkdóma sem falla undir trygginguna: Hjartaáfall – kransæðaskurðaðgerð – krabbamein hjartalokuaðgerð - skurðaðgerð á meginslagæð/ósæð heilaáfall - góðkynja heilaæxli – MS - MND - meiriháttar líffæraflutningar – nýrnabilun – alzheimersjúkdómur – parkinsonssjúkdómur - alvarleg brunasár – útlimamissir – blinda. // Líftrygging greiðir rétthöfum bætur við fráfall þess sem tryggður er, hvort sem það er af völdum sjúkdóma eða slysa. Hinn vátryggði ákveður sjálfur hverjir eru rétthafar bóta og eru þeir tilgreindir á vátryggingarskírteini. Bætur eru greiddar út í formi eingreiðslu og eru skatt- frjálsar. Líftrygging gildir til 70 ára aldurs hins vátryggða. Við sumum spurningum fást bara engin svör. Það er ekki nema einn stafur sem skilur að gæfu og ógæfu. Þannig er það líka oft í lífinu. Þú getur minnkað áfallið með því að tryggja þig hjá tryggingafélagi sem gefur þér skýr svör og leggur áherslu á hraðvirkan frágang tjónamála. Það er því miður ekki hægt að sjá fyrir óorðna hluti. Það hvetur alla sem hafa fyrir öðrum að sjá og hafa tekist á hendur fjárhagslegar skuldbindingar, að gera ráðstafanir gagnvart hinu óvænta og tryggja fjárhagslegt öryggi sitt og sinna. Líf- og sjúkdómatrygging TM er jafnt fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Tryggingaráðgjafar TM hjálpa þér að meta tryggingaþörfina og velja saman þá þætti sem reynslan sýnir að gagnast best í hverju tilfelli fyrir sig. Það er góð regla að lesa vel tryggingaskilmálana, þeir eru sá grundvöllur sem samskipti þín og TM byggjast á. Hringdu í síma 515 2000 eða farðu á www.tryggingamidstodin.is og fáðu skýr svör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.