Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞRÓUN í átt til færri lífeyrissjóða
er hröð og hugsanlegt er að aðeins
fjórir til fimm sjóðir muni að lokum
standa eftir á almennum vinnu-
markaði. Þegar svo verður komið
mun skylduaðild að tilteknum sjóð-
um skipta litlu máli en meginmálið
verður skylduaðild að lífeyriskerf-
inu.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í nýrri skýrslu Samtaka at-
vinnulífsins um lífeyrissjóðakerfið
sem nefnist Íslenska lífeyriskerfið í
umbreytingu sem þeir Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri SA,
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri SA, og Bjarni
Guðmundsson, tryggingastærð-
fræðingur, kynntu á blaðamanna-
fundi í Húsi atvinnulífsins í gær.
Fram kemur í skýrslunni að á
árinu 2004 voru starfandi 17 lífeyr-
issjóðir, en í fyrra fækkaði þeim
um tvo vegna sameiningar. Allt út-
lit er fyrir að þeim muni fækka í 13
á þessu ári. Benti Hannes á að
ástæða þess að sjóðum fari fækk-
andi sé fyrst og fremst vegna við-
leitni sjóðanna til að ná aukinni
hagkvæmni í rekstri auk þess sem
vilji sé til að ná aukinni áhættu-
dreifingu vegna þess hve ævilíkur
hópa eru mismunandi svo og ör-
orkutíðni einstakra starfsgreina.
Þegar skýrslan var skrifuð voru
sjóðirnir alls 15 og þá námu hrein-
ar eignir sjóðanna til greiðslu líf-
eyris alls 597 milljörðum króna í
árslok 2004. Fram kemur í skýrsl-
unni að vöxtur eigna hafa verið
mikill undanfarin ár og nemur
hann tæpum 90% að raungildi frá
árinu 1997 eða 12% árlega að með-
altali. Á árinu 2004 var fjöldi virkra
sjóðsfélaga sjóðanna 15 samtals
109.487, en það er fjöldi þeirra sem
greiddu iðgjöld í sjóðina á árinu.
Fjöldi lífeyrisþega var 43.034 og
voru lífeyrisgreiðslur 13,7 milljarð-
ar króna.
Auknar ævilíkur og
þyngri örorkubyrði
Hannes gerði skiptingu lífeyris-
greiðslna að umtalsefni og sagði
það vekja athygli hversu lág hlut-
deild ellilífeyris er og há hlutdeild
örorkulífeyris er að meðaltali, en
einungis 59% lífeyrisgreiðslna sjóð-
anna runnu til ellilífeyris á meðan
29% greiðslna sjóðanna runnu til
örorkulífeyris. „Þetta er auðvitað
stórt mál hvað örorkan hefur vaxið
og er orðin hátt hlutfall, því hún
bitnar vitaskuld á ellilífeyri sjóðs-
félaga viðkomandi sjóðs,“ segir
Hannes og benti á að eðlilegt væri
að inn kæmi einhvers konar end-
urtrygging eða samtrygging eða
ríkisframlag til að jafna byrðina.
Sagði Hannes ljóst að lífeyris-
sjóðir á almennum vinnumarkaði
glími við vanda vegna aukinna ör-
orkutíðni og lengri meðalævi, en á
örfáum árum hafa ævilíkur 65 ára
fólks aukist um eitt ár hjá báðum
kynjum. Að sögn Hannesar leiða
uppgjör ársins 2004 í ljós að van-
mat á framtíðarörorkubyrði sjóð-
anna hefur verið töluvert á und-
anförnum árum. Einkum sé tíðni
örorku hjá konum mun meiri en áð-
ur var talið, auk þess sem með-
alaldur nýrra öryrkja hafi lækkað
um fimm ár samkvæmt nýju ör-
orkulíkani.
Fram kemur í skýrslunni að
tryggingafræðileg uppgjör lífeyris-
sjóða hafa tekið mið af auknum
ævilíkum á undanförnum áratug og
þannig voru í tryggingafræðilegum
uppgjörum lífeyrissjóða fyrir árið
2004 notaðar nýjar töflur um ævi-
líkur. Þessar breyttu forsendur um
ævi- og örorkulíkur hafa haft um-
talsverð áhrif á niðurstöður trygg-
ingafræðilegra uppgjöra lífeyris-
sjóðanna fyrir árið 2004. Þannig
kemur fram í skýrslunni að þrátt
fyrir góða ávöxtun eigna lífeyris-
sjóðanna á árinu 2004 versnaði
staða þeirra. Árið 2003 var hrein
eign neikvæð um 36 milljarða
króna, eða sem nam 3,8% af skuld-
bindingum, en hallinn jókst í 62
milljarða króna árið 2004, eða sem
nam 5,7% af skuldbindingum. Sök-
um þessa má ætla að trygginga-
fræðileg staða lífeyrisjóðanna hefði
verið jákvæð um 1,1% á árinu 2004
í stað þess að vera neikvæð um
5,7% ef ekki hefðu komið til breytt-
ar forsendur varðandi ævi- og ör-
orkulíkur.
Fjöldi lífeyrisþega
mun tvöfaldast
Á fundinum benti Hannes á að í
skýrslunni er í fyrsta sinn lagt mat
á samspil almannatrygginga og líf-
eyrissjóða næstu áratugina, en lík-
ur eru á að smám saman verði hlut-
verk lífeyrissjóðanna yfirgnæfandi
þegar kemur að greiðslu lífeyris í
stað hins opinbera. Í skýrslunni er
að finna framreikningur á
greiðslum lífeyrissjóðanna næstu
áratugina og hvernig það spilar
saman við ellilífeyrisgreiðslur
Tryggingastofnunar ríkisins. Benti
hann á að eftir því sem greiðslur
lífeyrissjóðanna vaxa munu
greiðslur frá TR minnka.
„Ljóst er að fjöldi lífeyrisþega,
þ.e. þeirra sem eru 67 ára og eldri,
mun tvöfaldast á næstu þremur
áratugum. Í dag eru þeir um 30
þúsund og verða rúmlega 60 þús-
und eða um 19% Íslendinga árið
2045. Nú um stundir nema meðal-
lífeyrisgreiðslur frá lífeyrissjóðum
um 60 þúsund krónum. Sé meðallíf-
eyrisgreiðslur lífeyrissjóða fram-
reiknaður má gera ráð fyrir að
upphæðin tvöfaldist á næstu 25 ár-
um og verði því 120 þúsund árið
2030 og 142 þúsund kr. árið 2040,“
sagði Hannes og benti á að aukning
meðallífeyrisgreiðslna lífeyrissjóð-
anna verður að jafnaði tæp 3% ár-
lega næsta aldarfjórðunginn. Hann-
es benti á að nýir lífeyrisþegar fái
nú um 80 þúsund kr. á mánuði að
meðaltali úr lífeyrissjóðum en sú
fjárhæð mun tvöfaldast á næstu
þremur áratugum.
Ólík greiðsluhlutföll lífeyris-
sjóða og almannatrygginga
Fram kom í máli Hannesar að á
árinu 2004 námu greiðslur TR og
lífeyrissjóða til ellilífeyrisþega álíka
háum fjárhæðum eða 21–22 millj-
örðum króna hjá hvorum aðila fyrir
sig.
Hann sagði að þessi hlutföll
myndu taka miklum breytingum á
næstu áratugum og smám saman
yrði hlutverk lífeyrissjóðanna yf-
irgnæfandi. Í skýrslunni má skýrt
sjá að samkvæmt framreikningi
skýrslunnar má gera ráð fyrir að
eftir áratug munu greiðslur lífeyr-
issjóðanna hafa aukist um 50% en
TR um 15%. Eftir tvo áratugi
munu ellilífeyrisgreiðslur lífeyris-
sjóðanna hafa þrefaldast en
greiðslur TR munu hafa aukist um
rúman þriðjung. Og eftir rúma þrjá
áratugi munu lífeyrisgreiðslur líf-
eyrissjóðanna nema 100 milljörðum
króna og verður hlutur þeirra í líf-
eyrisgreiðslum í heild orðinn þrír
fjórðu hlutar en hlutur TR orðinn
fjórðungur.
Þrátt fyrir næstum því tvöföldun
í fjölda ellilífeyrisþega fram til árs-
ins 2040 munu greiðslur almanna-
trygginga einungis aukast um
helming en á sama tíma munu
greiðslur lífeyrissjóðanna næstum
því fimmfaldast.
Greiðslur lífeyrissjóða munu
fimmfaldast á næstu 30 árum
Morgunblaðið/RAX
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Bjarni Guð-
mundsson tryggingastærðfræðingur kynntu skýrslu SA sem nefnist Íslenska lífeyriskerfið í umbreytingu.
!
"
#
$
%&
'
!
"
#
$
%&
'
!"
#
"$" % % % & &%
% % % & &% # '
# '
( )
*
*
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
TENGLAR
..............................................
www.mbl.is/itarefni
HEILBRIGÐIS- og trygginga-
málaráðuneytið hefur veitt Birni
Guðbjörnssyni, formanni Vísinda-
siðanefndar, lausn frá störfum frá
og með 20. mars 2006. Björn hefur
gegnt formennsku í Vísindasiða-
nefnd frá upphafi árs 2002. Ólafur
S. Andrésson, varaformaður Vís-
indasiðanefndar, mun gegna störf-
um formanns til 15. apríl.
Lætur af
formennsku í
Vísindasiðanefnd
EIRÍKUR Hjálmarsson, aðstoðar-
maður Steinunnar Valdísar Ósk-
arsdóttur borgarstjóra, hefur verið
ráðinn til Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) og mun taka við nýju starfi
upplýsingafulltrúa í júní nk., segir
Guðmundur Þóroddsson, forstjóri
OR. Eiríkur mun gegna starfi upp-
lýsingafulltrúa OR, sem er ný
staða, og mun hún heyra beint und-
ir forstjóra. Áður hafði Helgi Pét-
ursson gegnt því starfi með öðru,
en Guðmundur segir að Helgi muni
nú einbeita sér að verkefnum
tengdum ferðamennsku.
Eiríkur Hjálmars-
son ráðinn til OR
LEIKSKÓLASTJÓRAR vilja stofna
sérstakt stéttarfélag innan KÍ sam-
kvæmt niðurstöðum könnunar sem
kynntar voru á 9. aðalfundi Faghóps
leikskólastjóra á Akureyri í gær.
Könnunin var gerð af IMG fyrir fag-
hópinn um viðhorf leikskólastjóra,
leikskólaráðgjafa og leikskólafull-
trúa til stofnunar sérstaks stétt-
arfélags innan KÍ. Svarhlutfall í
könnuninni var rúm 83% og þar af
sögðu 76,6% já og 20% nei. Á aðal-
fundinum var ákveðið að stofna
vinnuhóp með fulltrúum leik-
skólastjóra og fulltrúum úr stjórn
Félags leikskólakennara til að skoða
næstu skref. Á fundinum var þá kos-
in ný stjórn og nýr formaður, Petr-
ína Baldursdóttir leikskólastjóri í
leikskólanum Laut í Grindavík.
Leikskólastjórar
vilja sérstakt
stéttarfélag
EF ORKUVEITA Reykjavíkur (OR)
á að geta séð álveri í Helguvík á
Suðurnesjum fyrir orku þyrfti sú
orka að koma frá Hengilssvæðinu,
vegna þeirra tímamarka sem rætt
hefur verið um. Þetta segir Guð-
mundur Þóroddsson, forstjóri OR,
en stjórn fyrirtækisins fól honum
nýlega að kanna möguleika á orku-
sölu til álvers.
Guðmundur segir að viðræður
séu hafnar við Norðurál og Hita-
veitu Suðurnesja, til að fá upplýs-
ingar um orkuþörf, og hvað sé á
lausu hjá Hitaveitu Suðurnesja, en
þær viðræður séu á byrjunarstigi.
Spurður hvar OR geti helst nálgast
orku fyrir mögulegt álver í Helgu-
vík bendir Guðmundur á að OR sé
með rannsóknarleyfi á Hengils-
svæðinu, og hafi rannsakað það
svæði á undanförnum áratugum.
Það sé eina svæðið sem raunhæft sé
að horfa til miðað við þann tíma-
ramma sem rætt sé um.
OR horfir til
Hengilssvæðisins
ÖGMUNDUR Jónasson, alþingis-
maður og formaður BSRB, var
kjörinn formaður NTR, Nordisk
Tjenstemandsråd, á fundi samtak-
anna í Reykjavík nýlega. Aðild að
NTR eiga 12 samtök launafólks í
Noregi, Íslandi, Finnlandi, Dan-
mörku og Færeyjum sem í eru 400
þúsund starfsmenn í almannaþjón-
ustu, einkum hjá sveitarfélögum.
Formlega tekur Ögmundur við
formennskunni á ráðstefnu samtak-
anna í Svíþjóð um miðjan júní.
Formaður sam-
taka norrænna
ríkisstarfsmanna