Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Þjórsárdalur | Hópur fólks kom saman við Skaftholtsrétt í Gnúp- verjahreppi síðastliðinn laugardag og hófst handa við að hlaða upp veggi réttarinnar sem skemmdust mikið í jarðskjálfunum árið 2000. Af miklum dugnaði voru veggir almenningsins, þ.e. innri hringurinn, hlaðnir upp strax það ár. Nú verða hlaðnir upp milliveggir og ytri hringurinn. Stofnaður hefur verið fé- lagsskapur sem ber nafnið Vinir Skaftholtsrétta. Formaður er Lilja Loftsdóttir frá Steinsholti, hún er fjalldrottning á afrétti Gnúpverja, og skipar í leitir þá smalað er á haustin. Kristján Guðmundsson, sem ættaður er frá Skriðufelli og á frístundahús í sveitinni, er einn stjórnarmanna og gerði grein fyrir fyrirhuguðu verki og fjármögnun þess. Þegar hafa nokkrir aðilar lofað fjármagni til uppbyggingarinnar en fjármagn til verksins er vel þegið alls staðar frá, að hans sögn. Lærðir hleðslumenn hafa verið ráðnir, Kristján Ingi Gunnarsson og Víglundur Kristjánsson, en síðan er gert ráð fyrir skipulagðri sjálfboða- vinnu til að aðstoða hleðslumennina. „Við erum að varðveita hér merki- legar minjar og menningarverðmæti. Talið er að hér hafi staðið réttir í um 800 ár,“ sagði Kristján. Og bætti við: „Við ætlum að hafa gaman af þessu, stefnum að því að fá sem flesta í fé- lagsskapinn.“ Það leyndi sér ekki áhuginn hjá þeim sem voru komnir saman við Skaftholtsrétt þennan bjarta apr- íldag og að fólk bar hlýjan hug til réttarinnar og vill leggja hönd á plóg við að koma henni í sitt fyrra horf. Sýna þarf þessum stað virðingu enda réttadagurinn mestur hátíðardaga ársins í hverju byggðarlagi. Erum að varðveita menningarverðmæti Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Endurbygging Lilja Loftsdóttir fjalldrottning og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri tóku til hendinni við hleðslu réttarveggjanna. Hópur vina Skaftholtsréttar hóf nýjan áfanga endurbyggingar hennar um helgina. Eftir Sigurð Sigmundsson LANDIÐ Innköllun vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa í Fiskeldi Eyjafjarðar hf. Mánudaginn 15. maí 2006 verða hlutabréf í Fiskeldi Eyjafjarðar hf. tekin til rafrænnar skrán- ingar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í sam- ræmi við ákvörðun stjórnar Fiskeldi Eyjafjarðar hf. þar að lútandi. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Hér með er skorað á alla eigendur ofan- greindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé rétti- lega fært í hlutaskrá Fiskeldis Eyjafjarðar hf. að staðreyna skráninguna með fyrir- spurn til hlutaskrár Fiskeldi Eyjafjarðar hf., Hjalteyri, 601 Akureyri eða í síma/ netfangi 462 7489/ arnar.jonsson@fiskey.is. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hluta- bréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða spari- sjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf. fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hlut- hafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félag- inu að undanskildum sjálfum skráningardegin- um. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hlut- hafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hlut- höfum félagsins verður kynnt þetta bréfleiðis. Framkvæmdastjóri. AKUREYRI Draumalandið | Í tilefni af útgáfu bók- arinnar Draumalandið – sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð heldur höfundurinn, Andri Snær Magnason, fyrirlestur í Sam- komuhúsinu á Akureyri, í kvöld kl. 20. Í til- kynningu segir: „Andri Snær fer á kostum í bók sinni þar sem hann ræðst beint að kjarna stærstu mála samtímans og hrærir upp í heimsmyndinni með leiftrandi hug- myndaflugi og hárfínum húmor!“ Einelti | Hvernig á að taka á einelti, hvern- ig er hægt að greina orsakir þess og afleið- ingar? Um þetta fjalla írski presturinn, Tony Byrne og landi hans, Kathleen Maquire sem er nunna, í Safnaðarheimili Akureyrkirkju í kvöld kl. 20. Þau hafa bæði unnið lengi að mannúðarmálum. Byrne og Maguire fjalla um það gríð- arlega álag sem einelti getur valdið. Álag sem getur á stundum leitt til sjálfsvíga. FJÁRMÖGNUNARFYRIRTÆKIÐ Lýsing hefur opnað útibú á Akureyri, hið fyrsta utan Reykjavíkur. „Við vonumst til að geta veitt hinum mörgu viðskiptavinum okkar á Norðaust- urlandi betri þjónustu auk þess sem við sjáum mörg tækifæri til sóknar fyrir fyr- irtæki eins og okkar hér fyrir norðan,“ segir Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri Lýsingar. Gunnar segir að sú mikla uppbygging sem staðið hefur yfir á Austurlandi, auk fyrirsjáanlegrar uppbyggingar í tengslum við álversbyggingu á Húsavík, hafi átt sinn þátt í ákvörðun fyrirtækisins. Eiríkur Haukur Hauksson veitir útibúi Lýsingar á Akureyri forstöðu. Lýsing opnar útibú á Akureyri    HOLLVINAFÉLAG Húna II færði Iðnaðarsafninu á Akureyri bátinn við athöfn sem efnt var til um borð, en félagið keypti bátinn skömmu fyrir síðustu jól. Húni II sem er 130 tonna eik- arbátur, var smíðaður á Akureyri árið 1963. Hann var gerður út til fiskveiða í um 30 ár og bar ýmis nöfn, m.a. Haukafell SF, Gauti HU og Sigurður Lárusson SF. Húni II var tekin af skipaskrá árið 1994, talið var þá að hann hefði lokið hlutverki sínu og lá ekki annað fyr- ir en að eyða honum á næstu ára- mótabrennu. Þá komu þau hjónin Þorvaldur Skaftason og Erna Sig- urbjörnsdóttir til skjalanna, þau eignuðust bátinn og björguðu þar með menningarverðmætum frá því að lenda í björtu báli. Báturinn var aftur settur á skipaskrá árið 1995. Áhugamenn, með Þorstein Pét- ursson í broddi fylkingar, stofnuðu Hollvinafélag Húna II síðastliðið vor, en það voru KEA, Akureyr- arbær og ríkið sem fjármögnuðu kaupin á bátnum, sem nú er eign Iðnaðarsafnsins á Akureyri. Bátn- um verður ætlaður staður við Torfunefsbryggju, þar sem hann verður til sýnis og menningar- legrar kynningar á eldri tíma í út- gerð og iðnaðarsögu bæjarins. Húni II var smíðaður hjá Skipa- smíðastöð KEA en á árunum 1940 til 1970 voru yfir 100 eikarbátar smíðaðir hjá stöðinni. Húni II er eini óbreytti báturinn af þessari stærð sem nú er til á Íslandi. Iðnaðarsafnið fær Húna II að gjöf Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Húni II Hollvinir Húna II færðu Iðnaðarsafninu bátinn að gjöf við at- höfn um borð, en á þessari mynd eru frá vinstri Benedikt Sigurð- arson, stjórnarformaður KEA, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra, Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Þorsteinn Pétursson, einn helsti forsvars- maður þess að kaupa bátinn til Akureyrar. Bjargvættur Þorvaldur Skafta- son í brúnni, hann greip í taum- ana þegar ekki blasti annað við bátnum en að lenda á áramóta- brennu. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.