Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Geir U. Fengerfæddist í Reykjavík 10. maí 1924. Hann lést á Landspítalanum 28. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin John Fenger stórkaup- maður, f. 2. desem- ber 1886, d. 14. júlí 1939, og Kristjana Jóna Zoëga Fenger húsmóðir, f. 27. mars 1895, d. 14. apríl 1981. Systkini Geirs eru Helga Ida, f. 20. apríl 1918, d. 9. júní 1987, Hilmar, f. 29. september 1919, d. 23. desember 1995, Garðar Emil, f. 2. október 1921, d. 2. nóvember 1993, Ebba, f. 2. janúar 1929, og Unnur, f. 20. mars 1932. Hinn 2. apríl 1955 kvæntist Geir Kristínu Guðmundsdóttur Fenger, f. 18. febrúar 1930, d. 13. nóvember 1999. Foreldrar Krist- ínar voru Guðmundur Guðjóns- son kaupmaður og Anna María Gísladóttir húsmóð- ir. Börn Geirs og Kristínar eru 1) Pétur Ulrich, f. 3. janúar 1956, kvænt- ur Sigrúnu Guð- mundsdóttur Feng- er, f. 12. maí 1958, og eiga þau þrjú börn: Úlfhildi, Geir Torfa og Kristjönu. 2) Anna Kristín, f. 23. mars 1958, í sambúð með Herj- ólfi Guðjónssyni, f. 17. ágúst 1954. Son- ur hennar er Kristján Geir. 3) Ida Hildur, f. 23. apríl 1961, gift Skafta Jóhannssyni, f. 2. maí 1960. Dóttir hennar er Tinna Björk og börn þeirra eru Kristín Dagbjört, Geir Ulrich og Anna María. Geir vann við verslunarstörf, lengst af hjá Hvannbergsbræðr- um. Útför Geirs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku besti pabbi minn, ég kveð þig með söknuði og tár á vanga. Takk fyrir allar stundirnar, elsku pabbi. Megi guð og góðir englar vaka yfir þér. Hvíl þú í friði. Þín dóttir, Anna Kristín. Elskulegur tengdapabbi minn er lagður upp í enn eina ferðina. Í þetta sinn í hinstu ferðina sína. Við vitum að það hefur verið vel tekið á móti honum þar eins og annars staðar og að honum líður vel. Ég á svo margt að þakka. Orðum hans þegar hann tók mér opnum örmum í fjölskylduna fyrir rúmum 27 árum gleymi ég aldrei, þau voru heil og hlý. Síðan höfum við öll verið sam- ferða í gegnum súrt og sætt en aldrei borið skugga á. Betri föður, tengda- föður og afa er ekki hægt að hugsa sér. Hann bar hag allra sinna fyrir brjósti og gat aldrei gert of mikið fyr- ir fólkið sitt. Fyrir það erum við öll óendanlega þakklát. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Söknuðurinn er sár en við verðum víst að hrista af okkur eigingirnina. Því hann tengdapabbi, afi Geir, var búinn að lifa lífinu til fulls og njóta til hinsta dags og hefði ekki viljað tóra miklu lengur ef hann gæti ekki ferðast til framandi landa og brunað um á bílnum sínum rauða að sinna öll- um sínum erindum og heimsækja fólkið sitt. Þakka þér góða samfylgd og ljúfar samverustundir elsku Geir. Guð geymi þig. Sigrún. Elsku afi. Við þökkum fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, við eigum svo miklar og dýrmætar minningar og við minnumst heimsókna þinna þegar þú keyptir snúð með kaffinu og sagð- ir okkur sögur úr ferðum þínum. Við kveðjum þig með miklum sökn- uði. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Tinna, Kristín, Geir og Anna María. Elskulegur bróðir minn og sam- starfsmaður Geir U. Fenger er lát- inn. Sá síðasti af bræðrum mínum þremur sem ég leit mikið upp til og sakna nú. Í stórum systkinahópi var Geir alltaf hress og glaður, brosandi og sló á létta strengi. Eftir Verslunarskólann fór Geir til Danmerkur og vann þar við ýmis störf. Hann var þá tíður gestur hjá Idu systur og Dick mági sem bjuggu í Kaupmannahöfn á þessum árum. Við heimkomuna árið 1949 hóf Geir störf hjá Hvannbergsbræðrum. Þar vann hann allan sinn stafsaldur eða í hartnær fimmtíu ár. Hjá Hvann- bergsbræðrum eins og annars staðar vann hann öll störf af áhuga og sam- viskusemi. Eftir að ég byrjaði að vinna í skóversluninni kom okkur alltaf vel saman og áttum mjög gott samstarf. Ég minnist margra góðra stunda þegar við urðum samferða heim í lok vinnudags, rifjuðum upp atburði dagsins og oftar en ekki töl- uðum við um fjölskyldur okkar. Geir var afar stoltur af börnum sínum og naut þess að segja mér frá velgengni þeirra. Auk verslunarstarfa var Geir boð- inn og búinn að ganga til annarra verka hjá Jónasi og Guðrúnu tengda- foreldrum mínum. Margar ferðir fór hann austur að Laugarvatni til að vera þeim innan handar þegar á þurfti að halda. Geir kynntist Kristínu Guðmunds- dóttur síðar eiginkonu sinni og bjuggu þau sér fallegt og notalegt heimili sem ávallt var gott að koma á. Börnin þeirra þrjú eru góð og mynd- arleg, hafa eignast sín heimili, maka og börn. Geir var eins og fyrr segir stoltur af börnum sínum, tengda- börnum og barnabörnum. Geir hafði alla tíð yndi af ferðalög- um og fóru þau Kristín reglulega til útlanda í sínum fríum. Eftir að Geir hætti að vinna hélt hann áfram að ferðast og fór margar ferðir til fjar- lægra landa. Hann hafði unun af að segja okkur frá því sem fyrir augu bar á ferðalögunum og mér fannst gott að finna hvað hann naut þeirra. Meðal þeirra sem nú sakna Geirs er samstarfsfólk hans, en eftir að skó- versluninni var lokað árið 1996 höfum við hist reglulega. Í þeim hópi var Geir hrókur alls fagnaðar og verða okkar samverustundir öðruvísi án hans. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég börnum Geirs og bið Guð að gefa þeim og fjölskyldum þeirra styrk og blessa minningu hans. Ebba Hvannberg. GEIR U. FENGER Elsku afi minn. Ég veit þú varst hjá okkur á fermingardaginn minn, þótt þú værir látinn. Ritningarlesturinn sem ég valdi mér var Jesús sagði: „Sá getur allt sem trúir.“ (Markús 9:2.) Guð geymi þig og verndi, elsku afi minn, þín Kristín Dagbjört. HINSTA KVEÐJA fyrir aðra. Hann var hins vegar næm- ur á tilfinningar og líðan annarra og ætíð reiðubúinn að leggja þeim lið sem þurftu á að halda. Mér er minn- isstætt að Pétur sagðist ætla að verða sjúkraþjálfari þegar hann var yngri. Hann ætlaði að verða sjúkraþjálfari landsliðsins í fótbolta. Svo liðu árin og mér er jafnminnisstætt þegar hann sagði mér frá því að hann hefði gjör- samlega fallið fyrir sagnfræðinni í menntaskóla. Það kom ekkert annað til greina. Hann ætlaði að verða sagn- fræðingur og kenna sögu í mennta- skóla. Hann hefði orðið frábær menntaskólakennari. Pétur var fædd- ur til að móta og hafa jákvæð áhrif á æskuna. Jarðarkertið hans Péturs er slokknað. Ég veit að um leið kviknaði á nýju Pétursljósi annars staðar. Okkur er ekki ætlað að skilja allt, eða eins og presturinn okkar sagði í vik- unni: „Við skiljum það ekki, en guð skilur það“ (139. sálmur). Pétur hefur verið kallaður til starfa á æðri stöð- um. Þar hefur sennilega vantað góðan fótboltaþjálfara – sem mun hlaupa með strákunum sínum á hliðarlínunni og hvetja þá til að gera sitt besta. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Fyrir hönd Smáraskóla sendi ég Guðrúnu, Benedikt, Vigni, Sindra, Sigríði Birtu, Sigríði unnustu Péturs og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Megi trú á góðan guð gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina. Minningin um einstakan öðlingspilt lifir. Valgerður Snæland Jónsdóttir, skólastjóri Smáraskóla. Einn af okkar bestu vinum hefur kvatt þennan heim og kemur aldrei aftur. Við sitjum eftir og skiljum ekki hvað hefur gerst, það eina sem kemst í gegnum hugann er hvað lífið getur verið ósanngjarnt. Pétur var nýkom- inn heim frá Kanarí með Sirrý og á leiðinni til Spánar með Blikunum. Í staðinn sitjum við eftir einum færri og spyrjum spurninga en fáum engin svör. Það sem eftir stendur eru allar minningarnar sem lifa. Pétur var mikill leiðtogi og sást það strax á bekkjarkvöldunum í Hjalla- skóla. Hann var alltaf kynnir fyrir hönd bekkjarins, stóð þar hnarreistur með höfuðið hátt og fór fyrir bekkn- um. Hann var fyrirliði í fótboltanum og munum við sérstaklega þegar hann leiddi liðið til sigurs bæði í Ís- landsmótinu og bikarnum og er minn- ingin sterk þegar hann hampaði bik- arnum eftir að hafa unnið í vító. Pétur vildi hafa hlutina á hreinu og fyrir utan allar stundirnar sem við eyddum saman í Furuhjallanum að spila og spjalla skipulagði Pétur nær allt sem vinahópurinn gerði. Hann skipulagði útskriftarferðina, allar bú- staðarferðirnar og útilegurnar sem við fórum í. Pétur var alltaf í góðu skapi og vildi öllum vel, söng eins og engill og alltaf til í að taka lagið. Hann var vinur sem hægt var að treysta á og hann var fyr- irmynd fyrir alla strákana sem hann hefur þjálfað í gegnum tíðina. Pétur var ástfanginn upp fyrir haus af Sirrý sinni og smellpössuðu þau saman. Hann var alltaf að tala um hana og tilbúinn að gera allt fyrir hana. Þau kynntust þegar hópurinn fór saman á Þjóðhátíð og féll hún strax vel inn í hópinn. Vinahópurinn sem búinn er að halda hópinn frá því í sex ára bekk og gerir allt saman hefur nú misst fé- laga. Það verður skrítið að vera án fyrirliðans en við vitum þó að góður strákur mun vaka yfir okkur. Elsku Sirrý, Benni, Guðrún, Vign- ir, Sindri og Birta, megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiða tíma. Pétur hefur kvatt þennan heim allt- of ungur, en minningin um ljúfan, traustan og góðan vin mun lifa að ei- lífu. Hvíldu í friði, kæri vinur. Þínir vinir, Bryndís og Haraldur. Þú varst alltaf til í að skemmta þér í góðra vina hópi og elskaðir að skipu- leggja hlutina, sjá um að ekkert og enginn myndi nú gleymast. Þegar þú tókst upp gítarinn og byrjaðir að syngja, þá gast þú svo sannarlega brætt fólk með fallegu söngröddinni þinni. Það er ómögulegt að telja upp allar góðu stundirnar með þér og það var svo sannarlega heiður að fá að kynnast þér. Góðar minningar gleym- ast seint. Daginn sem við fréttum af andláti Péturs hljómaði í útvarpinu lagið hans „Tears in Heaven“. Þetta var án efa þín kveðja til okkar, og því viljum við kveðja þig með þessum fal- legu orðum. Við vitum að þú syngur með Petti, það klikkaði ekki, þú gerð- ir það alltaf. Við sláum á fleiri strengi næst þeg- ar við hittumst. Þangað til, guð geymi þig, Pétur, við eigum eftir að sakna þín sárt en þú munt alltaf vera í hjarta okkar. Við viljum votta Guðrúnu, Benna, Vigni, Sindra, Birtu, Sirrý, vinum hans og ættingjum dýpstu samúð okkar. Megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Þínar vinkonur, Íris Hrund Þorsteinsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir. Á stundu sem þessari er manni orða vant. Fréttin um að þú hafir yf- irgefið þennan heim okkar er ennþá að ná fótfestu í huga manns. Fótbolta- strákarnir sem litu upp til þín hafa misst sína fyrirmynd og sakna þín sárt. Þegar ég vissi að ég ætti að hefja þjálfun hjá 6. flokki karla hjá Breiða- bliki var ég hæstánægður, ekki bara vegna þess að ég þekkti strákana og vissi hvað í þeim bjó heldur einnig vegna þess að ég átti að starfa þér við hlið. Við könnuðumst vel hvor við annan og náðum strax mjög vel sam- an í þjálfuninni. Helgina fyrir andlát þitt vorum við saman á Goðamóti Þórs á Akureyri og minningarnar sem ég, strákarnir og foreldrar þeirra eigum þaðan munu aldrei gleymast. Árangurinn var góður og við þjálfar- arnir vorum hæstánægðir með strák- ana. En svo stuttu seinna ertu horfinn frá okkur og við sitjum eftir orðlaus og hjálparvana. Breiðablik hefur misst einn af sínum bestu fé- lagsmönnum og skarð þitt þar verður ekki fyllt. Þú varst Bliki af lífi og sál og hagur félagsins skipti þig miklu máli. En missir fjölskyldu og vina er sárastur og vona ég að góður Guð veiti þeim styrk á þessum erfiðu tím- um. Fjölskyldu, unnustu, vinum og öðrum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minn- ingin um einstakan dreng mun lifa um ókomna framtíð. Strákarnir ávallt upp til þín litu einatt reyndir þá að hvetja. Á meðan þeir barnsskónum sínum slitu varstu þeirra helsta hetja. Nú ertu farinn á betri stað englarnir þar á móti þér taka. Þó sorgin sé mikil vitum við það að ávallt muntu yfir okkur vaka. Smári Jökull, þjálfari 6. flokks Breiðabliks. Hvað á maður að segja? Manni verður orðavant þegar maður fær svona fréttir, eins og við fengum er við fréttum af andláti Péturs Ben. Margs er spurt en fátt er um svör. En svo fer maður að hugsa um allar góðu minningarnar sem við eigum um Pét- ur og þær eru margar og eru mikill fjársjóður okkar í dag. Við erum búin að þekkja Pétur frá um sex ára aldri, er Siggi sonur okkar byrjaði í Hjallaskóla og að æfa knatt- spyrnu með Breiðablik. Þar myndað- ist góður og traustur vinskapur nokk- urra stráka sem enn stendur í dag. Það var margt brallað hjá strákunum í Hjöllunum í þá daga. Síðar lá leiðin saman í Smáraskóla. Svo líða árin við leik og störf og þeir þroskast og verða fullorðnir menn. Pétur var alltaf mjög virkur í öllu, bæði boltanum og öllu fé- lagslífi í skóla. Pétur var traustur félagi Sigga sonar okkar, það mátti glöggt sjá nú í vetur eftir að Siggi fór til Bandaríkj- anna í nám. Um leið og hann kom hingað heim til Íslands, var Pétur mættur á svæðið. Og kom næstum daglega á meðan dvöl hans stóð. Pét- ur var ekki bara traustur, hann var líka hjartahlýr. Okkar bestu minningar um Pétur tengjast náttúrlega fótboltanum. Pét- ur var sannur Bliki í húð og hár. Margar eru minningarnar frá Shell- mótinu, Essomótinu, Laugarvatni, Skaganum, Danmerkurferðinni, auk allra leikjanna í Kópavoginum. Ekki má gleyma bikar- og Íslandsmeist- aratitlinum árið 2000. Nú er mikill harmur í Kópavogin- um við fráfalls Péturs. Stórt högg fyr- ir stóran hóp vina og vandamanna. Auk þess þjálfaði Pétur yngri flokka í fótbolta nú síðustu ár og var mjög lið- tækur á því sviði. Strákarnir litu svo upp til hans. Þeirra sorg er mikil. Elsku Sirrý, Guðrún, Benni, Vign- ir, Sindri og Birta, ykkar harmur er hvað mestur. Biðjum við algóðan Guð að gefa ykkur styrk í hinni miklu sorg. Sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til ykkar og allra ann- arra vandamanna auk allra Blika nær og fjær. Hvíl í friði, Pétur. Jón og Ásta. Við viljum heiðra minningu Péturs Benediktssonar sem ungur hóf að þjálfa fótbolta með okkur hjá Breiða- bliki. Hann byrjaði sem aðstoðarmað- ur við þjálfun 6. flokks sumarið 1999 og hélt því svo áfram með okkur næsta vetur. Snemma var ljóst að Pétur var mjög ábyrgur þrátt fyrir ungan aldur og fljótlega var hann orð- inn aðalþjálfari hinna ýmsu flokka hjá Breiðabliki. Það var gaman að fylgj- ast með því úr fjarlægð hvernig hann óx og dafnaði sem þjálfari. Pétur var fljótur að ná góðum tengslum við strákana sem hann þjálfaði og naut mikillar virðingar meðal þeirra. Hann var kurteis og yf- irvegaður í samskiptum sínum við bæði foreldra og iðkendur. Pétur náði góðum árangri með þá hópa sem hann þjálfaði og sést það best á fram- förum þeirra sem hann hefur þjálfað. Hann starfaði mikið í kringum meist- araflokk karla og það var gaman að sjá þegar strákar sem hann hafði þjálfað á sínu fyrsta ári 1999 stigu sín fyrstu skref með meistaraflokki í deildarbikarnum nú í vetur. Þó svo að Pétur hafi einungis verið 22 ára hefur hann haft áhrif á mjög stóran hóp drengja sem eiga eftir að halda á lofti merki Breiðabliks á komandi árum. Elsku Benni, Guðrún, Vignir, Sindri, Birta, Sigríður og fjölskylda, við sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Minning um góðan dreng lif- ir. Vilhjálmur Kári Haraldsson og Úlfar Hinriksson.  Fleiri minningargreinar um Pétur Benediktsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Sigurjón (Siggi), Tinna, Guðbjörg og Helga, Gunn- laugur Hlynur (Gulli), 5. flokkur karla Breiðabliks, 6. flokkur karla Breiðabliks, Meistaraflokkur karla Breiðabliks, Knattspyrnudeild HK, Kristján S.F. Jónsson og fjölskylda, Marinó, Herdís, Bragi og Arnar, Andrés Pétursson, Rannver Sig- urjónsson, Linda, Eva, Fanney, Sunna, Inga, Arna og Unnur, Elísabet Jónsdóttir, Samúel Örn, Ásta B, Hólmfríður Ósk og Greta Mjöll, Steinunn Þóra Camilla, Linda, Eva, Fanney, Sunna, Inga, Arna og Unnur. PÉTUR BENEDIKTSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.