Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ F R U M S Ý N I N G STÆRSTA KVIKMYNDAHÚS LANDSINS FRELSI AÐ EILÍFU ! Basic Instinct 2 kl. 5:40 - 8 og 10:20 B.i. 16 ára V for Vendetta kl. 5:20 - 8 og 10:40 B.i. 16 ára The Matador kl. 6 - 8 og 10 B.i. 16 ára The World´s Fastest Indian kl. 5:30 Syriana kl. 8 og 10:30 B.i. 16 ára Blóðbönd kl. 6 og 8 The New World kl. 10 B.i. 12 ára eee - VJV topp5.is eee - SV mbl eeee - S.K. - DV eeee - S.U.S. - XFM 91,9 eeeee - V.J.V. - TOPP5.IS eeee - KVIKMYNDIR.IS eeee- A.B. Blaðið FRUMSÝND SAMTÍMIS UM ALLAN HEIM F R U M S Ý N I N G Hagatorgi • S. 530 1919 www.haskolabio.is eeeee Dóri Dna / Dv Frá höfundi „Traffc“ Sharon Stone er í banastuði eins og í fyrri myndinni. Sharon Stone er í banastuði eins og í fyrri myndinni. HLJÓMSVEITIN Mammút sendi á dögunum frá sér samnefnda plötu en eins og allir vita sem fylgjast með ís- lenskri tónlist, fór sveitin með sigur af hólmi á Músíktilraunum Tóna- bæjar og Hins hússins í fyrra. Mammút skipa fimm ungmenni úr Reykjavík en þau eru; Guðrún Heið- ur Ísaksdóttir (bassi), Katrína Mogensen (söngur), Arnar Pét- ursson (gítar), Alexandra Bald- ursdóttir (gítar) og Andri Bjartur Jakobsson (trommur). Arnar Pétursson segir að sveitin sé að vonum ánægð með útkomuna en það sé líka ánægjulegt að ferlinu sé lokið því að vinnan hafi tekið all- langan tíma. „Þetta tók mun lengri tíma en við bjuggumst við. Hlutunum var frest- að aftur og aftur, annaðhvort af okk- ar hálfu eða plötufyrirtækinu [Smekkleysa] en þetta hafðist að lokum og við erum mjög ánægð með útkomuna.“ Listrænn ágreiningur Curver Thoroddsen tónlist- armaður var í fyrstu ráðinn sem upptökustjóri á Mammút en áður en langt um leið varð ljóst að hljóm- sveitin og Curver voru ekki á sömu síðu þegar það kom að hug- myndafræði. Arnar er spurður í hverju ágreiningurinn felist. „Það kom upp listrænn ágrein- ingur, eins og það kallast. Hann var með öðruvísi pælingar en við um hvernig það ætti að taka lögin upp, vildi vinna þetta vandlega á meðan við kusum að hafa þetta hrátt og lif- andi. Við skildum í góðu en okkur þótti það skipta máli að við yrðum trú okkar hugmyndum um tónlistina sem við vorum að semja.“ Arnar segir að lögin á plötunni séu að einhverju leyti innbyrðis ólík. Tvö laganna, sem færðu þeim titilinn í fyrra, má finna á plötunni en önnur lög eru yngri. „Það má heyra ákveðna þróun á plötunni enda var sveitin ekki gömul þegar við unnum Músíktilraunir. Ég og Andri trommuleikari vorum fé- lagar fyrir en það var ekki fyrr en í undankeppni Samfés sem við kynntumst stelpunum.“ Spurður hvort þau hafi ekki fund- ið fyrir ákveðinni pressu við gerð plötunnar, segir Arnar að vissulega hafi pressan verið til staðar. „Jú, maður var svolítið meðvit- aður um það og að sjálfsögðu voru ekki allir sáttir við að við skyldum vinna og aðrir ekki. Við vorum samt ekki mikið að spá í þessa hluti og okkur fannst það ekkert aðalmálið að þurfa að sanna okkur. Okkur langaði bara að búa til plötu.“ Pönkað furðupopp Það er ljóst að sumir myndu segja að tónlistinni svipaði til þess sem kallað er „artí-fartí“ og Arnar er spurður hvað honum finnist um það. „Já, það kann alveg að vera. Ég held að þetta sé blanda af alls konar tónlistarstefnum. Við hlustum hvert og eitt á mismunandi tónlist og þeg- ar við komum svo saman og byrjum að semja að þá er von að það verði úr mikill bræðingur. Sumir hafa kallað þetta „pönkað furðupopp“ en ég skal ekki segja. Við erum allavega ekkert að gera út á það að þetta sé artí.“ Hvað framtíðina varðar segir Arn- ar hún sé frekar óljós. Nú sé platan komin út og auðvitað verði að fylgja henni eftir eins og með útgáfu- tónleikum í kvöld sem haldnir verða í Iðnó. „Það er ekkert niðurneglt en auð- vitað langar okkur að fara út og spila fyrir nýja áhorfendur. Þetta kemur allt í ljós.“ Tónlist | Mammút sendir frá sér frumraun sína og heldur útgáfutónleika Engar mála- miðlanir Mammút stefnir yfir hafið í nánustu framtíð. Útgáfutónleikar Mammút fara fram í Iðnó í kvöld kl. 21, en miðar fást í forsölu í Smekkleysubúðinni og kosta 1.000 kr. www.myspace.com/mammut Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is ÞAÐ var mikið fjör þegar hljóm- sveitirnar Leaves, Lokbrá og Bob Justman tróðu upp á Gauki á Stöng í fyrrakvöld. Sérstaklega mikil tilhlökkun var eftir tónleikum Leaves því heldur langt er síðan hljómsveitin lék hér á landi síðast enda hafa meðlimir hennar setið sveittir við tónsmíðar að undanförnu. Leaves er ein þeirra íslenskra sveita sem þó nokkrar vonir eru bundnar við. Á síðasta ári gaf sveitin út plötuna The Angela Test á vegum Island Records og í kjölfarið fór í hönd tónleikaferðalag um Bret- landseyjar þar sem sveitin hitaði meðal annars upp fyrir hina frá- bæru bresku hljómsveit Super- grass. Morgunblaðið/Eggert Lokbrá var í góðu formi á Gauknum í fyrrakvöld. Arnar Guðjónsson og félagar í hljómsveitinni Leaves kynntu nýtt efni fyrir aðdáendum sveitarinnar. Margt var um manninn á Gauknum og góð stemning á tónleikunum. Tími til kominn Leikkonan Eva Longoria, sem fermeð eitt aðalhlutverkið í Að- þrengdum eiginkonum, vill fá Mich- ael Douglas í gestahlutverk í þátt- unum. Þau leika saman í nýrri kvikmynd, The Sentinel, og vill Eva fyrir alla muni fá að leika meira á móti Douglas. Hún segir að hann myndi henta prýðilega í þættina. „Hann gæti leikið miðaldra elskhuga minn,“ sagði hún. Douglas er 61 árs. Í kvikmyndinni leikur Eva leyni- þjónustumann og Douglas hefur greint frá því að hún sé mun betri skytta en hann sjálfur. Alvöru leyni- þjónustumenn og lögregluþjónar segi að hún sé líklega betri skytta en 90% bandarískra lögreglumanna. Leyndarmálið á bak við þessa hæfileika sína segir Eva vera að hún sé frá Texas og hafi alist upp við byssur. „Ég hef verið skjótandi síðan ég var sex ára.“ Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.