Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Pétur Benedikts-son fæddist á fæðingardeild Land- spítalans 12. júlí 1984. Hann lést hinn 27. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Benedikt Þór Guðmundsson fram- kvæmdastjóri, f. 24. ágúst 1961, og Guð- rún Pétursdóttir sölufulltrúi, f. 26. júlí 1962. Unnusta Péturs og sambýliskona er Sigríður Mogensen, nemi við Há- skóla Íslands, f. 31. júlí 1985. For- eldrar hennar eru Pétur Mogen- sen, f. 12. desember 1949, og Karitas Rósa Karlsdóttir, f. 19. júlí 1951. Systkini Péturs eru: 1) Vignir, f. 2. ágúst 1987. 2) Sindri, f. 20. sept- ember 1993. 3) Sigríður Birta, f. 3. mars 1999. Foreldrar Benedikts eru Guðmundur Jón Bendiktsson frá Ísafirði, f. 15. október 1926, og Sigurlaug Jóna Jónsdóttir frá Siglufirði, f. 19. ágúst 1927. For- eldrar Guðrúnar eru Pétur Þröst- ur Sveinsson frá Borgarfirði eystri, f. 24. september 1935, og Sigríður Vilborg Guðmundsdóttir frá Ísafirði, f. 12. október 1939. Pétur hóf nám í Smáraskóla í Kópavogi og var í fyrsta útskrift- arhóp þess skóla árið 2000. Hann hóf síðan nám við Mennta- skólann í Kópavogi og útskrifaðist þaðan sem stúdent árið 2004. Pétur var mjög virkur í félagslífi skólanna og sat í skólastjórn MK síð- asta námsár sitt sem fulltrúi nemenda. Pétur hóf nám í sagnfræði við Há- skóla Íslands í jan- úar 2005. Hann stundaði knattspyrnu með Breiðabliki í Kópa- vogi og vann til fjölda titla á sínum yngri árum, varð m.a. Íslands- og bik- armeistari í 3. flokki karla árið 2000. Pétur lék einnig knattspyrnu í eitt ár í 2. flokki karla með HK. Eftir að meiðsli fóru að hafa áhrif á knattspyrnuiðkun hans sneri hann sér í auknum mæli að knattspyrnu- þjálfun og félagsstörfum fyrir Breiðablik. Pétur var knattspyrnuþjálfari hjá Breiðabliki í nokkur ár og var er hann lést, þjálfari 5. og 6. flokks drengja hjá félaginu og hafði hann sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ. Pét- ur var einnig mjög virkur í fé- lagsstarfi Breiðabliks, sat í stjórn meistaraflokksráðs karla, var í liðsstjórn flokksins og var boðið að sitja í stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks árið 2005. Pétur tók virkan þátt í textagerð á heimasíðu knattspyrnudeildar og fleiri heimasíðum tengdum knatt- spyrnu. Útför Péturs verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Kveðja frá pabba og mömmu Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, hann átti sættir við Guð og menn. Við komum til að kveðja hann í dag, sem kvaddi löngu fyrir sólarlag. Frá manndómsstarfi á miðri þroskabraut, hann má nú hverfa í jarðarinnar skaut, sem börnum átti að búa vernd og skjól er burtu kippt af lífsins sjónarhól. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða, og fela honum um ævi og ár undina dýpstu að græða. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæll á ljóssins friðarströnd leiði sjálfur Drottinn þig við hönd Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár, þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Pétur, þú veist að við elskum þig öll óendanlega mikið og eigum eftir að gera það alla okkar tíð. Allt mitt líf hef ég litið upp til þín, það er t.d. þér að þakka að ég glamra á gítarinn. Það að fyrirmynd manns í lífinu sé látinn er mjög erfitt, en ég veit að sál þín er með okkur og að þú fylgist með okkur hvert sem við för- um. Einnig litu allir litlu pollarnir sem þú þjálfaðir upp til þín. Ég vil bara að þú vitir það að ég hugsa stanslaust til þín og minningin um þig verður alltaf til staðar. Ég vona bara að þú munir eftir öll- um ómetanlegu stundunum sem við áttum saman og að þú hlakkir til þeirra sem við eigum eftir að eiga saman þarna uppi. Við sjáumst bara seinna, elsku Pétur minn, og ég verð duglegur að spjalla við þig í gegnum bænina. Ég elska þig af öllu mínu hjarta, Pétur minn, og ég mun aldrei gleyma þér. Hvíldu í friði. Þinn bróðir, Sindri. Við komum til að kveðja hann í dag, sem kvaddi löngu fyrir sólarlag. Frá manndómsstarfi á miðri þroskabraut, hann má nú hverfa í jarðarinnar skaut, sem börnum átti að búa vernd og skjól er burtu kippt af lífsins sjónarhól. (Guðrún Jóhannsdóttir.) --- Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Sofðu rótt, elsku vinur Þín amma, Sigríður Vilborg. Elsku hjartans Pétur okkar. Leiði þig gæfunnar gullfagra hönd, glóbjarta sveiga þér hnýti úr rósum, hvert sem að liggur þín leið yfir lönd þér leiðbeini Guð með skínandi ljósum. (N.N.) Amma og afi, Gullsmára. Orð fá ekki lýst þeim harmi sem við tengdafjölskylda Péturs heitins ber- um í brjósti yfir ótímabæru fráfalli elsku vinar okkar. Þessi ungi, yndis- legi maður sem Sirrý kynnti okkur fyrir um fjórum árum síðan kom eins og ljósgeisli inn í líf Sirrýjar og þar af leiðandi okkar líka. Mannkostir Pét- urs komu fljótt í ljós, ástin, umhyggj- an og þolinmæðin sem Pétur sýndi Sirrý var svo hispurslaus, einlæg og falleg að við gátum ekki annað en brosað þegar Sirrý kom svífandi og sagði frá nýjustu afrekum drauma- prinsins. Það var ekki laust við að við hinir tengdasynirnir bliknuðum í samanburðinum þegar hver frásögn- in af annarri barst af rómantískum til- burðum Péturs. Augljóst var hversu heit þeirra ást var og veitti það okkur óendanlega gleði að sjá hamingju þeirra blómstra. Engin takmörk voru fyrir því hvað hann Pétur gerði fyrir hana Sirrý, allt frá því að bera hana á bakinu til læknis, lesa upphátt fyrir hana í próflestri þegar hún var veik, til þess að passa strákana okkar, en Pétur heitinn var einstaklega laginn við börn. Strákarnir okkar elskuðu að fá að vera hjá Sirrý og Pétri sem gaf sig allan í pössunina og hlaut ómæld- ar vinsældir að launum. Samveru- stundirnar með Pétri voru margar og góðar enda nærvera hans yndisleg. Við ætluðum okkur að eyða enn fleiri stundum saman, sumarbústaðarferð- ir og spilakvöld verða að bíða síns tíma. Við biðjum Guð að veita Sirrý okk- ar og fjölskyldu Péturs heitins styrk til þess að komast í gegnum þessa erf- iðu tíma. Ykkar sorg er okkar harm- ur, við höfum öll misst mikið. Arndís og Páll, Marsibil og Andrew, Karitas og Pétur. Sem lítið barn var hann með hálf- gert músarhjarta, var hræddur við ólíklegustu hluti og skreið í fangið hjá pabba eða mömmu við minnstu til- efni. Smám saman fór hann þó að þora að sleppa pilsfaldinum og takast á við tilveruna. Spor Péturs í tilverunni eru mörg eftirminnileg. Hann hafði mikinn áhuga á fótbolta og þar eins og annars staðar naut hann stuðnings og athygli foreldra sinna. Það eru fáir foreldrar á Íslandi sem hafa farið á fleiri fót- boltamót og fótboltaleiki út um allt land en Benni og Guðrún, styðjandi börnin sín. Pétur var listrænn, var áhugasam- ur um tónlist og hafði mjög fallega söngrödd. Eftirminnilegt er þegar hann tróð upp og söng til mömmu sinnar í fertugsafmæli hennar. Þá vöknaði hörðustu körlum um augun. Hann var umhyggjusamur bróðir og sonur. Pétur hafði fundið ástina í Sirrý sinni og höfðu þau fest kaup á sinni fyrstu íbúð. Lífið virtist brosa við þeim. Pétur þroskaðist í að verða einstak- lega ljúfur, opinn, ræðinn og hjarta- hlýr ungur maður. Hann heilsaði okk- ur frændfólkinu ávallt með kossi og hlýju faðmlagi. Pétur er nú horfinn í fang föðurins á himnum og kominn í öruggt skjól. Elsku Guðrún, Benni, Vignir, Sindri, Sigríður Birta og Sirrý, sorgin er mikil en minningin sem þið eigið um Pétur mun hjálpa og græða. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu stundum. Vilmar, Elsa, Einar og Bjarki. Elsku Pétur, ég sit og skoða mynd- ir og minningarnar hellast yfir. Þú og Vilborg saman á öllum myndum, ný- fædd, skírð saman, fyrsti afmælisdag- urinn haldinn hjá afa og ömmu með mikilli viðhöfn. Ferðin til Benidorm þegar þið vor- uð fimm ára og þú fórst upp á svið, öll- um að óvörum, og söngst með Siggu Beinteins og Stjórninni. Eftir það varð söngurinn stór þáttur í þínu lífi. Árin líða og allt í einu eruð þið vax- in úr grasi. Pétur trúlofaður henni Sirrý sinni og farinn að búa. Ábyrgur ungur maður, farsæll knattspyrnu- þjálfari yngri flokka Breiðabliks. Undanfarin ár hef ég kynnst þeirri hlið í gegn um Hlyn son minn. Alltaf þegar við hittumst á mótum og leikj- um hafði Pétur tíma til að kyssa frænku og aðeins rabba við Hlyn, núna síðast á Goðamótinu fyrir norð- an eftir tapleik á móti Breiðablik, passaði Pétur upp á að faðma frænda sinn og hughreysta. Elsku Pétur, þinn tími kom alltof fljótt en við verðum að trúa því að ein- hver tilgangur sé með því, kannski hefur vantað góðan unglingaþjálfara hinum megin. Elsku Guðrún systir, Benni, Vign- ir, Sindri, Birta og Sirrý. Við Gummi biðjum Guð að gefa okkur öllum styrk á þessum erfiðum stundum. Guðný Pétursdóttir. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Elsku Benni bróðir, Guðrún, Sirrý, Vignir, Sindri og Birta, englar ljóss- ins, vonarinnar og huggunarinnar umvefji ykkur og styrki. Guð blessi hjartkæra minningu Péturs frænda. Birna, Sigríður og Jón Orri. Elsku Pétur frændi. Þú varst stóri frændi minn og alltaf hef ég litið upp til þín. Í mínum augum varst þú eins og hetjurnar í bíómyndum sem höfðu allt á hreinu. Þú vissir ósköpin öll og ég hlakkaði alltaf til þess að tala við þig í fjölskylduboðum. Þú hafðir alltaf skemmtilegar sögur að segja. Sá tími sem við áttum saman var of stuttur en hann var engu að síður ómetanlegur. Helst man ég eftir þér uppi í sumarbústað þegar við vorum lítil og Blómavegur 1 var vinsæll, þú varst alltaf svo ábyrgur og passaðir litlu bræður þína og frændsystkini. Þannig mun ég alltaf minnast þín. Minningarnar um þig, elsku Pétur, stóri frændi, geymi ég á góðum stað í hjarta mínu og þær hjálpa mér við að takast á við lífið án þín. Eitt sinn las ég að sumir fái steina í skóna sína og þá er sárt fyrir þá að stíga niður. Ég veit að þar sem þú ert eru engir steinar í skónum þínum og ég hlakka til að hitta þig á ný. Þín frænka, Lára. Elsku litli frændi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti ekki um hríð, þá minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég hlakka til að hitta þig aftur þeg- ar þar að kemur. Þín frænka, Anna Jóna. Elsku Pétur minn, ég trúi því ekki enn að þú sért farinn. Þegar ég hugsa til baka rifjast upp fyrir mér minn- ingar um mig og þig sem lítil börn. Við vorum óaðskiljanleg enda var bara vika á milli okkar. Þú varst meira eins og bróðir minn en frændi. Ég man eftir kvöldum þar sem við vorum að fara að sofa í Fagrahjall- anum og við töluðum um allt og ekk- ert. Hverjum við vorum hrifin af og hvað við vorum hrædd við og allt ann- að sem okkur datt í hug. Okkur leidd- ist ekki þegar við vorum saman og fundum alltaf eitthvað að gera. Sér- staklega fannst okkur gaman að taka hina ýmsu hluti upp á kassettu. Þetta voru allt frá venjulegum leikjum og til heimsmeistaramóts í veiðimanni. Þegar við svo hlustuðum á þessar spólur seinna gátum við ekki annað en hlegið að vitleysunni í okkur því venjulega heyrðist lítið sem ekkert og ef eitthvað þá var það þegar við reyndum að fá Vigni til að hætta að trufla okkur. Ég fann hérna heima rapplag sem við sömdum þegar við vorum varla meira en tíu ára gömul þar sem við röppum um fjölskylduna. Það var fyr- ir einhverjum árum síðan sem þú komst með textann til mín og sagðir að komið væri að mér að geyma hann. Við ætluðum síðan að flytja hann aft- ur við gott tækifæri, jafnvel í brúð- kaupi hjá öðru hvoru okkar. Því mið- ur verður ekkert úr því en ég mun passa upp á þetta blað og geyma það til minningar um okkar stundir sam- an. Ég veit að þú munt fylgjast með mér á góðum stundum og slæmum, það veitir mér styrk. Þar til við hitt- umst næst verður þú mér ofarlega í huga og hjarta, elsku frændi minn. Þín frænka, Vilborg (Bígott). Elsku Pétur frændi. Þú hefur verið stór hluti af lífi okkar og erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Við er- um lánsamir að hafa alist upp með þér í stórfjölskyldunni og fengið að fylgj- ast með þér í leik og starfi. Þegar við skrifum þessi orð koma upp margar gleðilegar minningar í návist þinni og fjölskyldunnar. Við vorum ákaflega stoltir þegar þú varst valinn í lands- liðið á Pollamótinu í Eyjum og varst Íslands- og bikarmeistari í 3. flokki karla í knattspyrnu. Ungur byrjaðir þú að aðstoða við þjálfun á yngri flokkum Breiðabliks og var það áberandi hversu ábyrgur og þroskaður þú varst eftir aldri. Þú naust snemma trausts til þess að sjá um stóra hópa í þjálfuninni og leystir þú þau störf af mikilli vandvirkni og prýði. Áhrifin sem þú hefur haft á hundruð ungra knattspyrnumanna í Breiðabliki eru mikil og eiga margir eftir að þakka þér það í framtíðinni. Þú lést einnig til þín taka í tónlistinni og sönghæfileikar þínir voru eftir- tektarverðir. Þú hefur afrekað mikið á þinni stuttu ævi. Í okkar augum varst þú algjör gull- moli. Elsku Sirrý, Benni, Guðrún, Vign- ir, Sindri, Birta og fjölskylda okkar, innilegustu samúðarkveðjur. Við biðj- um Guð að styrkja ykkur í sorginni. Minning um góðan dreng lifir. Hákon, Eyþór, Guðmundur og Kristinn. Elsku Pétur. Ég á eftir að sakna þess að hitta þig ekki í Smáranum. Við hittumst t.d. svo mörg þar úr fjöl- skyldunni á laugardagsmorgnum í vetur, sumir á æfingum, þú að þjálfa og sumir að tippa. Alltaf þegar ég var búinn á æfingu og settist hjá afa Guð- mundi sem var að tippa með vinum sínum þá spurði hann hvort ég væri búinn að hitta þig og alla hina úr fjöl- skyldunni. Ég mun sakna þín mjög mikið og mun aldrei gleyma þér og ég hef alltaf verið hreykinn af, og mun alltaf verða, að geta sagt að ég sé frændi Péturs Ben. Kveðja, Ágúst Orrason. Elsku Pétur. Ávallt í gegnum tíðina hefur þú verið minn stóri frændi og ég hef alltaf litið upp til þín. Allar þessar frábæru sumarbústaðarferðir og fjöl- skylduboð, alltaf varstu til staðar og tilbúinn að spjalla. Ég hef kannski aldrei sagt þér það en alla mína tíð hef ég dáðst að þér. Þú hefur lifað frá- bæru lífi, vel menntaður og átt góða fjölskyldu og unnustu sem elska þig mjög heitt. Ég get eiginlega ekki lýst því hversu mikið ég sakna þín en í gegnum tíðina höfum við átt mikið af góðum stundum saman sem ég mun aldrei gleyma og mun alltaf varðveita. Hvíl í friði, Pétur minn. Þín frænka, Alexandra Orradóttir. Ég fékk hræðilegt símtal um morg- uninn, Pétur, þín var saknað. Allt var svo óraunverulegt þegar við fórum niður í Smára að hjálpa til við leitina. Það voru svo margir þar; þú ert svo elskaður og dáður. Ég trúði þessu ekki, það var bara of óraunverulegt. Myndir af þér liggjandi út um allt og myndin af þér og Sirrý þar sem þú varst svo brosandi út að eyrum. Sama mynd og ég hafði prentað út af ykkur og hengt á myndavegginn minn. Við biðum eftir að okkur yrði úthlutað fleiri hverfum þegar skyndilega allt varð svo raunverulegt. Þurfti ekki annað en að heyra „kæru vinir“ … og þá vissi ég að þín yrði ekki leitað meir. Ég myndi aldrei sjá þig aftur. Minningarnar um þig; Pétur með gítarinn sinn, Pétur með stóru brúnu augun sín og fallega brosið, Pétur með Sirrý sinni, Pétur í Breiðabliks- búningnum … manstu þegar ég bak- aði marenskökuna handa þér á af- mælinu þínu og Axel var svo abbó að ég bakaði aðra handa honum? Við vorum bara þannig, ég og þú, við þurftum ekki að heyrast á hverjum degi. Ég vissi að það þyrfti engar áhyggjur af þér að hafa, þú værir allt- af svo ánægður og hamingjusamur með Sirrý, sem þú sást ekki sólina fyrir. Þið voruð svo yndisleg og ein- læg. Nýbúin að flytja í nýju íbúðina ykkar, trúlofast og skella ykkur til Kanarí. Það sem þú varst ástfanginn og hamingjusamur. Það er svo stutt síðan við spjöll- uðum saman og plönuðum sumargrill á svölunum í nýju íbúðinni. Ætluðum að hittast strax eftir prófin … ég ætl- aði að koma með freyðivínið, manstu. Þú varst að segja mér frá mynda- síðunni ykkar Sirrýjar, varst svo ánægður með hana … og ég var fyrst að kvitta í gestabókina. Þú varst svo glaður. Mér þykir svo vænt um það sem þú sagðir við mig í síðasta sam- talinu okkar … varst í rauninni að kveðja mig … en það vissi ég ekki þá. Pétur, þú varst svo einlægur og PÉTUR BENEDIKTSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.