Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn er hreinlega ósigrandi. Aðrir fylkja sér að baki hans, enda skynja þeir að hvert sem hann er að fara hlýtur áfangastaðurinn að vera spennandi. Finnst þér ekki gott að hafa fylgismenn? Einhver þarf að leiða, og það getur allt eins verið þú. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið veit hvað það er að tala um, en veit einhver annar það? Leitaðu eftir við- brögðum, svo þú getir verið viss um að fólk heyri það sem þú segir, skilji það og muni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vertu á varðbergi gagnvart þeim sem svarar: Ég ætlaði að reyna að … Ann- aðhvort gerast hlutirnir eða ekki. Oftast vegna þess að annað hvort gerir fólk eitthvað eða ekki. Það er ekkert sem heitir „að reyna“. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ef krabbanum tekst að stuðla að sam- eiginlegri niðurstöðu, er það vegna þess að honum tekst að gera sig skiljanlegan. Það er enginn smávegis árangur. Leyfðu þér að gleðjast yfir því að geta náð til alls konar fólks. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið hefur mikinn áhuga á fé- lagslegum viðburðum. Það er sama hversu lágstemmdir þeir eru, ljónið er alltaf miðdepillinn. Baðaðu þig í athygl- inni, það er orðið svolítið síðan að þú fékkst jafn mikið af henni í einum skammti. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan vill ekki ýta undir ágreining, hún reynir frekar að synda með straumnum. Það skiptir engu máli þótt hana langi reyndar að streitast á móti og búa til stíflu. Þinn tími mun koma. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Tilfinningaleg skírskotun virkar frábær- lega. Þess vegna á einhverjum ann- aðhvort eftir að líka við þig, eða þá að hann fellur alveg fyrir þér. Á hinn bóg- inn kemur líka til greina að þú verðir söluhæst í þinni deild eða hjálpir mjög erfiðum einstaklingi við að gerbreyta viðmóti sínu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ef þú lætur þig dreyma, er eins gott að dreyma stórt. Það er þýðingarmikið skref í áttina að því að láta eitthvað ger- ast. Ekki heldur gefa tilteknar hug- myndir upp á bátinn nema að fullreyndu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Loksins er bogmaðurinn kominn í þá að- stöðu sem hann er búinn að vera að reyna að komast í nánast alla ævi. En hlutirnir eru ekki eins og hann hélt, er það nokkuð? Ekkert er eins og maður heldur ef horft er innan frá. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gagnkvæm dulúð getur alveg dugað til þess að auka áhugann í sambandi, en í dag er kominn tími til þess að brjótast í gegnum glamúrinn og leyndarhjúpinn, að sannleikanum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þegar maður er lítill eru orðin að bíða og sjá, eitt það mest svekkjandi sem til er. Þó að þolinmæði vatnsberans hafi vissu- lega aukist með tímanum, finnst honum enn þreytandi að þurfa að doka við. Passaðu að hafa nóg að gera á meðan. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Dulræn upplifun kemur við sögu í dag. Örlítil sjónræn vísbending vekur innsæi hugans og vitneskjan sem kemur upp úr kafinu gæti breytt framvindunni hjá fiskinum það sem eftir er dagsins. Stjörnuspá Holiday Mathis Tilfinningin um að allt sé endurtekið efni ætti að hverfa í dag, þegar Sat- úrnus fer úr bakkgírnum í him- ingeimnum. Ef einhverjum finnst að hann/hún hafi verið að endurtaka eitt- hvað sem áður hefur gerst í lífinu, lýkur því senn er áhugaverð ný áskorun vekur forvitni. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 hornalaus, 8 lít- il hús, 9 reiður, 10 ánægð, 11 fugl, 13 út, 15 fánýtis, 18 dreng, 21 málmur, 22 klámyrtu, 23 erfið, 24 skjall. Lóðrétt | 2 fórna, 3 bar- efla, 4 veisla, 5 reyfið, 6 afkimi, 7 spaug, 12 tók, 14 gagn, 15 blýkúla, 16 vanvirðu, 17 andvarpi, 18 skjót, 19 flokk, 20 lítið skip. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 lítil, 4 budda, 7 gómum, 8 ofboð, 9 bót, 11 reit, 13 maur, 14 ámuna, 15 karl, 17 lost, 20 ódó, 22 púður, 23 veður, 24 nánar, 25 remma. Lóðrétt: 1 lögur, 2 tæmdi, 3 lamb, 4 brot, 5 dubba, 6 auð- ur, 10 ólund, 12 tál, 13 mal, 15 kúpan, 16 ræðin, 18 orð- um, 19 tyrta, 20 órar, 21 óvær. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Tónlist Dillon | Hljómsveitirnar Future Future og Finnegan troða upp á Dillon kl. 22, á tón- leikum sem standa til miðnættis. Future Future spila framsækið rokk á meðan Finn- egan spila hressan metal. Ókeypis er inn. Fríkirkjan í Reykjavík | Sálmatónleikar Ell- enar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunn- arssonar í Fríkirkjunni þann 9. apríl nk. kl. 20. Miðasala hafin á midi.is og í verslunum Skífunnar og BT. Kaffi Rosenberg | Jazztríó Ómars Einars kl. 22 Með Ómari sem leikur á gítar eru þeir Þórður Högnason bassi og Birgir Bald- ursson, trommur. Þeir félagar munu leika gamla standarta bæði latin og swing í bland. Aðgansgeyrir kr. 500. Langholtskirkja | Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur fara fram í Langholtskirkju 2.–8. apríl. Einsöngvarar eru Sigrún Hjálm- týsdóttir sópran, Sveinn Hjörleifsson tenór og Hjálmar Pétursson bassi. Undirleik ann- ast Anna Guðný Guðmundsdóttir og stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson. Salurinn | Kl. 20 Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran, sonardóttir Sigurveigar Hjaltested og Stefán Helgi Stefánsson tenór, lang- afabarn Stefáns Íslandi flytja einsöngslög, aríur og dúetta við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Miðaverð: 2000/1600 í síma 570 0400 og á www.salurinn.is. Salurinn | Uppselt!! Tónleikar Skapta Ólafssonar fimmtudaginn 6. apríl eru upp- seldir. Við þökkum góðar viðtökur. Salurinn | Laugardaginn 8. apríl mun sænski kammerhópurinn Swanholm Sin- gers koma fram í Salnum. Hópurinn sam- anstendur af 20 söngbræðrum og stjórn- andi þeirra er Sofia Söderberg Eberhard. Miðaverð: 2000/1600 í síma 570 0400 og á www.salurinn.is Myndlist 101 gallery | Hulda Hákon, EBITA. Opið kl. 14–17 fim., föst. og laug. til 15. apríl. Café Karólína | Þorvaldur Þorsteinsson – Íslandsmyndir. Til 5. maí. Gallerí Fold | Lilja Kristjánsdóttir sýnir málverk í Baksalnum til 9. apríl. Gallerí Gyllinhæð | 2. árs myndlist- arnemar LHÍ sýna „mini me“ til 9. mars. Gallerí Humar eða frægð! | Við krefjumst fortíðar! Sýning á vegum Leikminjasafns Íslands um götuleikhópinn Svart og syk- urlaust. Ljósmyndir, leikmunir, kvikmynda- sýningar. Opið kl. 12–17 laug., 12–19 föstud. og 12–18 aðra virka daga. Gallerí Sævars Karls | Pétur Halldórsson til 19. apríl. Gerðuberg | Tískuhönnun Steinunnar Sig- urðardóttur, myndbönd frá tískusýningum, ljósmyndir o.fl. til 30. apríl. Gerðuberg | Margræðir heimar – Alþýðu- listamaðurinn Valur Sveinbjörnsson sýnir málverk í Boganum. Til 30. apríl. Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí. i8 | Tumi Magnússon sýnir ljósmyndir og myndbandsverk út apríl. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines til 6. okt. Listaháskóli Íslands Laugarnesi | Natasha Petresin er slóvenskur sýningarstjóri og mun halda fyrirlestur í stofu 024 kl. 11. Hún er þekkt fyrir þátttöku sína í fjölmörgum stórsýningum á undanförnum árum, m.a. í Feneyjum, Amsterdam, Kassel of París þar sem hún leiðir námskeið í sýningarstjórn ásamt fleiri þekktum sýningarstjórum. Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick – Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefnfar- ar. Safnið er opið alla daga nema mánu- daga 12–15. Listasafn Íslands | Gunnlaugur Blöndal – Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og Snorri Ar- inbjarnar – Máttur litarins og spegill tím- ans. Ókeypis aðgangur. Kaffistofa og Safn- búð opin á opnunartíma. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin Náttúrurafl er samsýning 11 listamanna þar sem viðfangsefnið er náttúra Íslands. Mál- verk, skúlptúrar, vefnaður og grafíkmyndir. Verkin eru í eigu Listasafn Íslands. Opið kl. 13–17.30. Listhús Ófeigs | Dominique Ambroise – Sjónhorn. Til 5. apríl. Ráðhús Reykjavíkur | Sautján félagar í Fókus, félagi áhugaljósmyndara, sýna á ljósmyndasýningunni Fegurð í Fókus í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur til 9. apríl. Safn | Kristján Steingrímur Jónsson sýnir nýleg verk sín á grunnhæðinni. Sýning bandarísku listakonunnar Roni Horn heldur áfram á öllum hæðum. Til 9. apríl. Opið mið.–fös. kl. 14–18 og lau.–sun. kl. 14–17. Ókeypis inn. Seltjarnarneskirkja | Málverkasýning Kjartans Guðjónssonar er opin alla daga kl. 10–17, nema föstud. til 7. maí. Skaftfell | Sýning á afrakstri hinnar árlegu vinnustofa á vegum Listaháskóla Íslands og Dieter Roth Akademíunnar stendur nú yfir í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Þátttakendur sýningarinnar eru útskrift- arnemendur frá myndlistardeild LHÍ ásamt erlendum listnemum. Sýningin stendur til 29. apríl. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu- konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra for- réttinda að nema myndlist erlendis á síð- ustu áratugum 19. aldar og upp úr alda- mótum. En engin þeirra gerði myndlist að ævistarfi. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir hol- lenska ljósmyndarans Rob Hornstra eru af- rakstur af ferðum hans um Ísland. Meg- inþema verkefnisins var atvinna og ákvað Rob að einbeita sér að starfsfólki í fiskiðn- aði. Rúnturinn vakti sérstakan áhuga hans vegna þess að hann sýndi hvað ungt fólk í litlum þorpum gerir til að drepa tímann. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga kl. 10–17, nema mánudaga. Hljóðleiðsögn, margmiðl- unarsýning, minjagripir og fallegar göngu- leiðir í næsta nágrenni. Sjá nánar á www.gljufrasteinn.is Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum söguna frá landnámi til 1550. www.saga- museum.is Þjóðmenningarhúsið | Samsýning 19 myndlistarmanna; Norðrið bjarta/dimma, lætur mann lyfta brúnum. Þjóðminjasafnið – svona var það andar stemningu liðinna alda. Handritin, ertu ekki búin að sjá þau? Fyrirheitna landið, fyrstu vesturfararnir, hverjir voru það? Veitingar, búð. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstár- legar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningararfi Íslend- inga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Leiklist Hólmaröst, Lista- og menningarverstöð | Let It Be – Ástarleikur með Bítlalögum. Frumsaminn söngleikur e. Vigdísi Gunn- arsdóttur byggður á tónlist The Beatles. Leikstjóri er Þorsteinn Bachmann en Ólaf- ur Þórarinsson útsetti tónlist. Fjallar um krakka í menntaskóla sem eru að undirbúa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.