Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 15 ERLENT Kúveit. AP. | Konur í Kúveit gátu í gær í fyrsta skipti tekið þátt í kosningum í heimalandi sínu. Um var að ræða sveit- arstjórnarkosningar en sam- kvæmt fyrstu tölum var þátt- taka kvenna fremur dræm. Tvær konur voru á meðal frambjóðenda. Önnur er lækn- ir og 48 ára gömul átta barna móðir að nafni Khalida al- Kheder. Hin heitir Jinan Boushehri og er 32 ára efna- verkfræðingur. Fordómar og hefðir gerðu það að verkum að þær nutu ekki sömu réttinda og aðrir frambjóðendur úr röðum karla. Andlit kvennanna tveggja voru t.d. ekki á auglýs- ingaspjöldum frambjóðenda á kjörstað, þar sem það hefði ekki talist sæma hefðum og siðum landsins. „Engin kona mun ná kosn- ingu,“ sagði Sehim Bin Jameh, 50 ára gamall múslími, sem sat ásamt öðrum mönnum fyrir ut- an kjörstað. Konur í Kúveit fá kosningarétt Róm. AFP, AP. | Gífurleg reiði hefur gripið um sig á Ítalíu eftir að lögreglan fann lík hins átján mánaða Tommaso Onofri, en honum var rænt af heimili sínu nálægt Parma á Norður-Ítalíu fyrir mánuði. Hafa sumir stjórnmálamenn kallað eftir því að dauðadómur verði tekinn upp að nýju á Ítalíu, enda eigi þeir sem fremja glæp sem þennan ekkert annað skilið. Tveir menn vopnaðir hnífum rændu Onofri, sem var flogaveikur, af heimili hans 2. mars sl. Lögregla heyrði hins vegar ekkert frá mann- ræningjunum í heilan mánuð og beið fjölskylda hans, og raunar ítalska þjóðin öll, milli vonar og ótta allan þann tíma. Lögregla mun þó allt þar til um helgina hafa haldið að drengurinn væri á lífi. Um helgina fannst hins vegar lík Onofri, aðeins örfáum kílómetrum frá heimili hans, og virðist sem mannræningjarnir hafi myrt hann innan klukkustundar frá því að þeir hrifsuðu hann með sér „vegna þess að hann grét of mikið“. Þetta hafa ítalskir fjölmiðlar a.m.k. eftir Mario Alessi, einum þriggja manna sem hand- teknir voru um síðustu helgi, en Alessi hefur játað á sig aðild að ráninu. Alessi, sem er dæmdur nauðgari, og samverkamaður hans, Salvatore Raimondi, eru hins vegar sagðir saka hvor annan um að hafa orðið barninu að bana. Auk þeirra hefur unnusta Alessis verið handtekin. Hugðust krefjast lausnargjalds Dagblaðið La Repubblica sagði frá því að mennirnir hefðu orðið afar órólegir er þeir sáu framljós lögreglubíls nálgast, skömmu eftir að þeir höfðu tekið Onofri af heimili hans. Á Alessi að hafa sagt, að Raimondi hefði þá tekið skóflu og sveiflað henni í andlit barnsins, í því skyni að stöðva grát þess. Mennirnir munu hafa ætlað að krefja fjöl- skyldu Onofri um eina milljón evra í lausn- argjald, en Paolo Onofri, faðir drengsins, stýrði pósthúsinu á staðnum, þar sem gjarnan er geymt talsvert magn peninga. Hefur komið fram að Alessi, sem er verkamaður, vann ný- verið verk á húsi Onofri-fjölskyldunnar. Mikill harmur kveðinn að Ítölum AP Kona heldur á mynd af Tommaso Onofri í Parma á sunnudag, en þá komu Ítalir víða saman til að votta fjölskyldu hans samhug. afsláttur af veitingum afsláttur af Tomas Sabo vörum afsláttur af snyrtivörum afsláttur af Burberry töskum og Sand dömufatnaði FRÍTT FYRIR ÞIG! Þegar þú pantar þér ný gleraugu fylgir frítt par af sólglerjum með þínum fjærstyrkleika Dagana 29. mars til 19. apríl njóta farþegar sem mæta í innritun fyrir klukkan 6.00 að morgni sértilboða í verslunum flugstöðvarinnar. Farþegum sem mæta á einkabílum fyrir klukkan 6.00 að morgni býðst að geyma bílinn frítt í tvo sólarhringa á langtímabílastæði Securitas. Við minnum farþega á að framkvæmdir standa yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hvetjum því fólk til að gefa sér góðan tíma fyrir flug. afsláttur af Galerie kertastjökum frá Menu afsláttur af gjafakassa sem inniheldur pressukönnu, nýbrennt kaffi og súkkulaði. Verð nú: 2090 kr. afsláttur af Kappa og And1 vörum og 15% afsláttur af Teva skóm afsláttur af Lost in Iceland bolum -ferð til fjár Tilboðsdagar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Allir sem koma í Landsbankann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og kaupa gjaldeyri fá skemmtilega litabók með Sprota og félögum fyrir börnin afsláttur af flugfreyjutösku (50 cm á hjólum) Verð nú: 3490 kr. Ef þú kaupir BLUE LAGOON mineral moisturizing krem (200ml) eða BLUE LAGOON mineral intensive krem (200ml) eða BLUE LAGOON algae and mineral body lotion (200ml) þá færðu BLUE LAGOON algae and mineral sturtugel (200 ml) að gjöf Athugið að innritun hefst kl. 5.00 20% 25% 15% 15% 15% 20% 15% 20% 30% Belfast. AFP. | Írska lögreglan greindi í gær frá því að lík Denis Donaldson, fyrrverandi forystu- manns í Sinn Féin, stjórnmála- armi Írska lýð- veldishersins (IRA), hefði fund- ist í Donegal- sýslu í norðvest- urhluta Írlands. Donaldson hafði verið skotinn til bana. Donaldson komst í fréttirnar seint á síðasta ári en þá var greint frá því að hann hefði um árabil verið njósnari fyrir bresku leyniþjón- ustuna innan Sinn Féin. Donaldson naut mikillar virðingar innan Sinn Féin fyrir störf sín í þágu norður-írskra lýðveldissinna og því kom uppljóstrunin, um að hann hefði njósnað um félaga sína þegar varg- öldin á Norður-Írlandi stóð sem hæst, mönnum mjög í opna skjöldu og var álitin mikið áfall fyrir samtök lýðveldissinna. Donaldson hafði búið í Donegal frá því að flett var ofan af honum í des- ember sl. Fram kom á vef írska rík- isútvarpsins, RTÉ, í gærkvöldi að víst væri talið að Donaldson hefði verið myrtur, en lík hans mun hafa verið illa farið. Þá kom fram að IRA hefði sent frá sér þá yfirlýsingu að herinn hefði ekkert haft með morðið á Donaldson að gera. IRA-njósn- ari fannst látinn Denis Donaldson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.