Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR OFANLEITI 2, 103 REYKJAVÍK • HÖFÐABAKKA 9, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 599 6200 www.ru.is MEISTARANÁM Í VIÐSKIPTAFRÆÐI við Háskólann í Reykjavík Framúrskarandi kennarar – alþjóðleg þekking og reynsla • M.Sc. Endurskoðun og reikningshald (Accounting and Auditing) • M.Sc. Fjármál fyrirtækja (Corporate Finance) • M.Sc. Fjárfestingarstjórnun (Investment Management – MSIM) MINNI SKEMMDIR Íslenskur vísindamaður hefur þróað nýja aðferðafræði við rann- sóknir á glerungseyðingu tanna af völdum súrra drykkja og fastrar fæðu á borð við sælgæti. Sælgætis- risinn Toms Group A/S hefur sótt um einkaleyfi á aðferðafræðinni. Toms hyggst einnig hefja fram- leiðslu á nýrri tegund sælgætis á grundvelli rannsóknanna. Það verð- ur súrt á bragðið og örvar munn- vatnsflæði, en skemmir ekki glerung tanna. Varan er nánast tilbúin og kemur væntanlega á markað síðar á þessu ári eða á því næsta. Minnst 25 farast í Perú Að minnsta kosti 25 létust og 23 slösuðust þegar farþegarúta steypt- ist niður 400 metra af fjallvegi í hér- aðinu Ayacucho í fyrradag. Vegna þess hve afskekktur slysstaðurinn er barst yfirvöldum ekki tilkynning um slysið fyrr en í gær. Deilt um Tsjernóbyl-slysið Samtök Grænfriðunga gagnrýndu í gær harðlega skýrslu Sameinuðu þjóðanna um Tsjernóbyl-kjarn- orkuslysið í Hvíta-Rússlandi og sögðu, að allt of lítið væri gert úr af- leiðingum þess. Eftir viku, 26. apríl, verða liðin 20 ár frá slysinu. Áfram eldi í Mjóafirði Oddeyri, dótturfélag Samherja, hefur ákveðið að draga minna úr umsvifum sínum í fiskeldi en áður hafði verið ákveðið. Það er gert í kjölfar þeirra ákvarðana, sem tekn- ar hafa verið í ríkisstjórn Íslands varðandi aðgerðir tengdar fiskeldi. Mun Oddeyri í gegnum Sæsilfur í Mjóafirði taka yfir tilraunafram- leiðslu Síldarvinnslunnar á sviði þorskeldis. Í kjölfarið verður sú starfsemi flutt til Mjóafjarðar og efld. Þannig verður samdráttur í laxeldinu minni en áður hafði verið áætlað. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 26 Fréttaskýring 8 Bréf 28 Viðskipti 14 Minningar 29/32 Erlent 15/16 Myndasögur 36 Minn staður 17 Dagbók 36/39 Höfuðborgin 18 Víkverji 36 Akureyri 18 Staður og stund 38 Landið 19 Leikhús 40 Daglegt líf 20 Bíó 42/45 Menning 21 Ljósvakamiðlar 46 Umræðan 22/28 Veður 47 Forystugrein 24 Staksteinar 47 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                        !  "  # $ % &         '        ()* +  ,---                         MAÐURINN sem lést í slysi í gönguferð á portúgölsku eyjunni Madeira á sunnudag hét Árni G. Stefánsson, til heimilis í Brautar- landi 15 í Reykjavík. Hann fæddist 3. nóvember 1932 og lætur eftir sig eig- inkonu og fjögur börn. Lést í slysi á Madeira SKRIFSTOFA Morgunblaðsins á Akureyri er flutt í húsnæði Hölds á Tryggvabraut 12 og hefur Höldur tekið að sér afgreiðslu og dreifingu blaðsins á Akureyri. Sími ritstjórnar, afgreiðslu og auglýsingamóttöku er nú 569-1100 en einnig verður áfram tekið á móti minningargreinum og auglýsingum á skrifstofu blaðsins á Akureyri. Blaðamaður Morgunblaðsins á Akureyri er Skapti Hallgrímsson. Netfang hans er skapti@mbl.is og beinn sími 669-1114. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tryggvabraut 12, þar sem skrifstofa Morgunblaðsins á Akureyri er til húsa. Morgunblaðið á Akureyri flytur á Tryggvabraut 12 TVEIR menn voru handteknir í gær í tengslum við rannsókn á innflutningi á rúmlega tveimur tugum kílóa af fíkniefnum og var þeim sleppt að yf- irheyrslum loknum. Fjórir menn voru sl. föstudag úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna málsins. Að minnsta kosti tveir þeirra hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurði sína til Hæstaréttar. Sá þriðji hefur ekki kært og óljóst er með þann fjórða. Búist er við dómi Hæstaréttar vegna kærumálanna á næstu dögum, en gæsluvarðhaldsúrskurðirnir voru kveðnir upp í héraðsdómi á föstudag- inn langa og er varðhaldinu markað- ur tími til 5. maí. Lögreglan í Reykjavík lætur ekki uppi hversu mikið magn af fíkniefn- um hefur verið lagt hald á en málið á rætur að rekja til mánudagsins 3. apríl þegar Tollgæslan í Reykjavík fann mikið magn af fíkniefnum falið í notuðum fólksbíl sem fluttur hafði verið inn frá Evrópu. Tollgæslan gerði viðeigandi ráðstafanir og lét m.a. lögregluna vita og hófst strax rannsókn á málinu. Bíllinn var tollafgreiddur og af- hentur innflytjanda þriðjudaginn 11. apríl og þremur dögum síðar handtók lögreglan í Reykjavík mennina fjóra. Fékk lögreglan aðstoð frá sérsveit ríkislögreglustjóra við fyrri handtök- una. Þrír hinna handteknu höfðu þá fært bílinn í iðnaðarhúsnæði í aust- urborginni og voru gripnir þar sem þeir voru að losa fíkniefnin úr bílnum. Var fjórði maðurinn handtekinn síðar um nóttina. Tveir til viðbótar voru svo handteknir vegna málsins í gærdag. Lögreglan segir rannsókn málsins vera á byrjunarstigi og ótímabær fréttaflutningur af því hafi þegar komið sér illa fyrir rannsóknina. Vegna rannsóknarhagsmuna verði að svo komnu máli ekki veittar frekari upplýsingar, hvorki um magn né teg- und efnanna, eða aðrar staðreyndir málsins. Um er að ræða verulegt magn fíkniefna og með því mesta sem lagt hefur verið hald á í einu lagi hér á landi að sögn lögreglu. Fjórir enn í haldi í tengslum við fíkniefnamálið í Sundahöfn Tveir kæra gæslu- varðhaldsúrskurði LANGAR raðir mynduðust við dekkjaverkstæði á höf- uðborgarsvæðinu strax í gærmorgun, og ljóst að marg- ir hafa ákveðið að bíða þar til eftir páska með að skipta út vetrardekkjunum. Á Gúmmívinnustofunni í Skip- holti var mikið að gera þegar blaðamaður Morg- unblaðsins leit í heimsókn, og fór biðtíminn í um tvær klukkustundir þegar mest var í gær. Sturla Pétursson, eigandi Gúmmívinnustofunnar, segist reikna með því að nóg verði að gera á öllum dekkjaverkstæðum næstu þrjár vikurnar. Lítið hafi verið um að fólk léti setja sumardekkin undir fyrir páska, enda víða kalt og snjór á landsbyggðinni, og því óhemjufjöldi dekkja sem enn eigi eftir að skipta um undir bílaflota íbúa höfuðborgarsvæðisins. Morgunblaðið/Ómar Örtröð á dekkjaverkstæðum UNGT fólk á Íslandi er almennt já- kvætt í garð hnattvæðingar, alþjóð- legrar samkeppni og framtíðar Ís- lands. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök atvinnulífsins gerðu meðal 19–20 ára ungmenna. Langflestir vilja starfa hjá einka- fyrirtæki eða fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur, eða 78%. 13% vilja helst starfa hjá ríki eða sveit- arfélögum. Áhugi á störfum hjá hinu opinbera er talsvert meiri meðal kvenna en karla eða 23% á móti 6%. Þá kom fram í könnuninni að jeppi er það farartæki sem unga fólkinu hugnast best (47%) en næst á eftir koma góðir skór (24%) og þá einka- þota (12%). Meðal ungra kvenna skora jeppinn (51%) og góðir skór (29%) áberandi hæst en ívið lægra meðal ungra karla (45% og 20%) þar sem einkaþotan kemur sterk inn (18%). 8% nefna reiðhjól, sem og mótorhjól, sem höfðar mun meira til karla en kvenna. Könnun PSN-samskipta fyrir SA var símakönnun, gerð dagana 31. mars til 9. apríl. Safnað var svörum 615 ungmenna eftir tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá, sem var kvótaskipt eftir kyni og búsetu til að tryggja rétta dreifingu. Könnuninni verður dreift á aðalfundi SA 25. apríl. Jákvætt ungt fólk sem vill aka um á jeppa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.