Morgunblaðið - 19.04.2006, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 25
OLÍUVERÐ á heimsmarkaði var í
hæstu hæðum í gær þegar það fór í
72,64 dollara fatið í London og í
71,60 dollara í New York. Er
ástæðan sögð ótti við hugsanleg
átök milli Bandaríkjamanna og Ír-
ana vegna kjarnorkuáætlana þeirra
síðarnefndu. Óttast er, að verð-
hækkunin muni kynda undir auk-
inni verðbólgu og draga úr hag-
vexti.
Verð á olíu af Brent-svæðinu í
Norðursjó fór í gær í 72,64 dollara í
London og í New York komst verð-
ið hæst í 71,60 dollara, sem er 75
sentum hærra en það var fyrst eftir
fellibylinn Katrínu og þær
skemmdir, sem þá urðu á olíu-
mannvirkjum í Mexíkóflóa. Verðið
nú jafnast þó ekki enn á við það,
sem sást eftir íslömsku byltinguna í
Íran 1979, en þá svaraði verðið til
80 dollara á núgengi.
Átök við Írana hefðu
alvarlegar afleiðingar
Simon Wardell, sérfræðingur í
olíumarkaðsmálum hjá Global In-
sight, sagði í gær, að hugsanleg
átök milli Bandaríkjanna og Írans
yllu áhyggjum og spáði því, að
verðið gæti farið í 75 dollara fyrir
fatið. Bætti hann við, að kæmi í
raun til átaka milli Bandaríkjanna
og Írans, myndi verðið rjúka upp
fyrir 150 dollara. Væri ástæðan sú,
að Íranar gætu hæglega truflað og
jafnvel hindrað alveg umferð um
Hormuz-sund í mynni Persaflóa en
það er ein helsta lífæð olíuflutninga
í heiminum. OPEC, Samtök olíu-
útflutningsríkja, sögðu í gær, að
nægt framboð af olíu væri á öllum
mörkuðum og lýstu áhyggjum af
verðhækkuninni, sem ásamt hækk-
andi vöxtum gæti dregið verulega
úr hagvexti. Spá samtökin því, að
hægja muni á hagvexti í Bandaríkj-
unum síðar á árinu og þá muni
efnahagslífið almennt verða háðara
eftirspurn í Evrópu og Asíu.
Ekkert má út af bera
Sérfræðingar segja, að þótt
framboðið sé nægt í svipinn þá sé
staðan mjög viðkvæm vegna þess,
að framleiðslan geri ekki meira en
halda í við vaxandi eftirspurn. Þess
vegna megi ekkert út af bera og
áhyggjur af Íransdeilunni og
ókyrrð í Nígeríu séu því meira en
næg ástæða fyrir verðhækkun á ol-
íunni. Þar við bætist sívaxandi olíu-
þörf í Kína og á Indlandi og sumar
á norðurhveli. Þá eykst olíunotk-
unin og því eru mestar líkur á, að
verðið verði mjög hátt á næstu
mánuðum að minnsta kosti.
Eftirspurnin jókst um
eina millj. fata á dag
Í yfirlýsingu OPEC sagði, að eft-
irspurnin eftir olíu hefði aukist um
eina milljón fata á dag á síðasta ári
og því er spáð, að hún muni aukast
um 1,4 millj. fata á dag á þessu ári.
Er það minni aukning en spáð var í
mars og að mestu vegna þess, að
olíunotkun í Bandaríkjunum var
allmiklu minni á fyrsta fjórðungi
ársins en spáð var.
Verð á olíu
líklega mjög
hátt áfram
Er komið yfir 70 dollara fatið og farið
að ógna hagvexti að mati sérfræðinga
AP
Það var mikill handagangur í öskjunni í kauphöllinni í New York í fyrra-
dag en þá fór olíuverðið yfir 70 dollara fatið í fyrsta sinn í nær átta mánuði.
$% &&'(
)
,-#./012
34""13( $ 5( $ (
R
/01261078319,-#.#: BA
1& 0 D
;
<
5&&1A,
=
>
S%&
2'& !+' 0
!0 A!T
(
A; (
S% &+
;
>
U1 1A &&/
!0 A.1+ / $A
??
5&&1,
A)%
??
8 ' /
;2!+ &&
7
??@??'( $ A$ !
4;02/
&
;
<
;&& 0
& 0 &>
0 0
, (
A&
B
*
CD
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
Auk iðnaðarmanna kemur góður hópur sjálfboðaliða að verkinu,
segir Þorsteinn.
„Fólk úr sókninni leggur þessu lið,“ segir hann. Margir gefi einnig
til verksins. Hann áætlar að framkvæmdirnar kosti sjö til tíu millj-
ónir.
ð. Hann segir að sama teppið hafi verið í
r vígð árið 1971. Upphaflega átti aðeins að
í eitt ár, en það hefur dugað fram að þessu,
gir að tækifærið verði einnig notað nú til að
gn, bæta við hjólastólalyftu og fleira.
gt.
Morgunblaðið/Ómar
Hitalagnir lagðar í gólf anddyris Bústaðakirkju.
salagt
BLÓÐGJÖF er hluti af ímyndar-
sköpun þeirra sem gefa blóð og þeir
vilja alls ekki fá greiðslu fyrir gjöf-
ina. Þetta er meðal þess sem fram
kemur í rannsókn Marínar Þórs-
dóttur, Ég get og ég geri; hvers
vegna gefa blóðgjafar blóð?, en Mar-
ín útskrifast með MA-gráðu í mann-
fræði frá Háskóla Íslands í júní.
Rannsókn Marínar er eigindleg og
hefur hún tekið viðtöl við fimmtán
manns á blóðgjafaraldri, bæði blóð-
gjafa og aðra. Þá lagði hún meg-
indlegan spurningalista fyrir blóð-
gjafa og honum svöruðu tæplega 800
manns.
„Ég skoða þetta sérstaklega með
tilliti til þess að í raun og veru fá
gjafarnir ekkert greitt fyrir viðvikið
nema kannski kaffi og kleinu,“ segir
Marín. „Ég hef spurt blóðgjafana
hvort þeir vildu fá greitt fyrir blóð-
gjöf en þeir eru alfarið á móti því og
sumir segjast jafnvel myndu hætta
að gefa blóð ef greitt væri fyrir gjöf-
ina. Þetta hefur verið kallað freak-
anomics eða furðuhagfræði, því
þetta er á skjön við alla hagfræði.“
Marín segir að svo virðist sem
blóðgjöfin snúist um að vera heilsu-
hraustur, góður samfélagsþegn og
að skila meiru af sér til samfélagsins
en skylda segir til um.
„Þetta snýst um að leggja sitt af
mörkum til þess að samfélagið virki
sem best og svo eru fórnfýsi og frið-
þæging meðal þátta sem ég hef
greint hjá blóðgjöfunum,“ segir
Marín. „Þetta er ekki meginatriði
varðandi það hvernig gjafarnir
skapa sína sjálfsmynd en þetta leik-
ur hlutverk.“
Blóðbankinn hinn
þakkláti þiggjandi
Marín segir að sér hafi ekki að-
eins komið á óvart að gjafarnir vildu
ekki fá greitt fyrir blóðgjöf heldur
einnig að þeir hugsi lítið um hver fái
blóðið. Það ýti undir þáttinn um
ímyndarsköpunina því markmiðið sé
ekki endilega að bjarga einhverjum
ákveðnum.
Fræðimaðurinn Marcel Mauss
hélt því fram á þriðja áratug síðustu
aldar að enginn gæfi neitt nema að
fá eitthvað til baka; engin gjöf væri
hrein. Árið 1979 gagnrýndi fræði-
maðurinn Richard Titmus þessa
kenningu og sagði blóðgjöf vera einu
hreinu gjöfina, því fyrir hana fengist
aldrei neitt til baka.
„Ég er að gagnrýna Titmus og
segja að með blóðgjöfinni fái gjaf-
arnir ákveðið tæki í hendurnar til að
skilgreina sjálfa sig sem góða og
nýta þjóðfélagsþegna,“ segir Marín.
„Auk þess eru gjafarnir ekki að gefa
þegunum blóð heldur frekar Blóð-
bankanum og samband myndast
milli bankans og gjafans þannig að
bankinn er hinn þakkláti þiggjandi.
Þeginn hins vegar gerir kröfu á blóð
eins og til dæmis lyf eða aðra með-
ferð og getur ekki þakkað gjafanum
beint fyrir.“
MA-verkefni í mannfræði um hvers
vegna blóðgjafar gefi blóð
Blóðgjafar vilja
ekki fá greitt
fyrir blóðgjöf
Morgunblaðið/ÞÖK
Blóðgjöf er hluti af ímyndarsköpun
þeirra sem gefa blóð samkvæmt
rannsókn Marínar Þórsdóttur.
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
ru að koma núna,“ segir Herdís og bætir
ið að þátttakendur séu úr ólíkum hópum
amfélagsins og töfrum líkt þegar þær komi
aman úti í guðsgrænni náttúrunni á Bifröst.
Þess má að lokum geta að skráning fer
ram á heimasíðu Bifrastar á slóðinni:
www.bifrost.is. Verð fyrir þátttöku á ráð-
tefnunni, þar sem allt er innifalið nema
isting, er 14 þúsund krónur, en að sögn
Herdísar er verðinu haldið í algeru lágmarki
l að gera sem flestum kleift að sækja ráð-
tefnuna.
STRÁLSKI rithöf-
ndurinn og kvenrétt-
dakonan Germaine
reer er eitt af stóru
öfnunum í kvenfrels-
hreyfingunni. Greer
egndi lengst af pró-
ssorsstöðu í enskum
kmenntum við Há-
ólann í Warwick á
nglandi og er ötull
g beittur penni.
rægasta bók hennar,
he Female Eunuch,
m út kom 1969,
afði mikil áhrif á
venfrelsishreyfinguna upp úr 1970, en í
kinni heldur hún því fram að hinum
nna persónuleika kvenna sé haldið niðri
gildismati karla. Af öðrum verkum Greer
á nefna Sex and Destiny sem út kom árið
84, en þar heldur hún því fram að þjóð-
lög Vesturlanda séu fjandsamleg börnum
g frelsið í kynferðismálum þar sé mann-
um óeðlilegt. Fyrir sex árum má segja að
reer hafi fylgt The Female Eunuch eftir
eð útgáfu bókarinnar The Whole Woman
ar sem hún heldur því fram að aftur sé
ominn tími fyrir konur að reiðast sökum
ss hversu sorglega hægt hafi miðað í
venréttindabaráttunni.
Germaine
Greer eitt af
stóru nöfnunum
á Bifröst dagana 1.–2. júní
að vera
iðir“
lja@mbl.is
Germaine Greer