Morgunblaðið - 19.04.2006, Side 30

Morgunblaðið - 19.04.2006, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ HreggviðurHermannsson fæddist í Hrísey á Eyjafirði 22. júlí 1931. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi laugardag- inn 8. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigfús Her- mann Jónasson, sjó- maður í Hrísey á Eyjafirði, f. 8. des- ember 1888, d. 4. ágúst 1973 og Anna María Jóns- dóttir, húsfreyja í Hrísey á Eyja- firði, f. 14. desember 1896, d. 5. apríl 1980. Föðurforeldrar voru Jónas Þórður Sigfússon, bóndi á Borg og Ási í Glæsibæjarhreppi, Eyjafirði, sjómaður og skipstjóri í Syðstabæ í Hrísey, f. 16. ágúst 1866, d. 25. desember 1930, og Dýr- leif Friðbjarnardóttir húsfreyja, f. 14. maí 1858, d. 25. desember 1907. Móðurforeldrar voru Jón Jónas- son, sjómaður og húsmaður í Syðstabæ í Hrísey, í Uppsalakoti í Svarfaðardal, Eyjafirði, síðast á Siglufirði, f. 8. september 1864, d. 12. október 1898, og Elín Kristín Pálsdóttir, húskona, síðar vinnu- kona víða á Árskógsströnd og í Hrísey, f. 10. ágúst 1862, d. 8. júlí 1946. Alsystkini Hreggviðs eru Jónas, f. 1919, d. 2003, Dýrleif, f. 1921, d. 1993, Laufey, f. 1923, Guð- rún, f. 1927, d. 2000 og Óskar, f. 1929, d. 2004. Hálfbróðir Hregg- 12. desember 1951. Foreldrar hennar eru Jóhann Dalberg Sig- urðsson, f. 3. nóvember 1920, d. 30. september 1994, og Helga Margrét Sigtryggsdóttir, f. 5. ágúst 1916. Stjúpsynir Hreggviðs (synir Lilju) eru: 1) James William Sandridge, f. 3. október 1973. 2) Jóhann Dal- berg, f. 19. mars 1975, maki Kristín Ruth Helgadóttir, f. 22. febrúar 1980. Hreggviður var aðstoðarlæknir héraðslæknisins í Keflavíkurhéraði í ágúst 1963. Aðstoðarlæknir svæf- ingarlæknis á Landspítalanum september–október 1963. Kandí- dat á Landakotsspítala frá desem- ber 1963 til mars 1964, á Slysavarð- stofu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur apríl–maí 1964 og á Landspítalanum, fæðingardeild, lyflækningadeild og handlækn- ingadeild maí–desember síðasta kandídatsárið. Héraðslæknir í Ólafsfjarðarhéraði frá janúar 1965 til september 1971 og í Ólafsvík- urhéraði frá september 1971 til ágúst 1973. Starfaði sem læknir í Keflavík frá 1973 og skipaður heilsugæslulæknir við Heilsugæslu Suðurnesja í Keflavík frá 1. mars 1979 þar sem hann starfaði til 22. júlí 2001.Eftir það var hann sjálf- stætt starfandi. Auk þess gegndi hann trúnaðarlæknisstöðu fyrir ís- lenska starfsmenn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hreggviður var bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn á Ólafsfirði 1966–1971, varafulltrúi í bæjar- stjórn Keflavíkur um skeið og for- maður Alþýðuflokksfélags Kefla- víkur. Útför Hreggviðs verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. viðs sammæðra var Knud Herner, f. 1916, d. 1984. Hreggviður kvænt- ist 22. júlí 1956, Krist- björgu Gísladóttur, f. 17. nóvember 1927, d. 7. október 1980. For- eldrar hennar voru Gísli Davíðsson, bú- fræðingur, verka- maður á Eyrarbakka og síðar í Keflavík, f. 25. nóvember 1891, d. 23. apríl 1937, og Margrét Torfadóttir, f. 23. október 1895, d. 11. nóvember 1965. Börn þeirra Hreggviðs og Kristbjargar eru: 1) Margrét, f. 5. mars 1958, maki Bjarni Guðjónsson, f. 19. sept- ember 1955. 2) Hermann Torfi, f. 30. september 1967, maki Ágústa Hildur Gizurardóttir, f. 11. septem- ber 1968. 3) Elín Kristín, f. 30. sept- ember 1967, maki Júlíus Sigurðs- son, f. 28. desember 1962. 4) Guðmundur Páll, f. 23. nóvember 1970, maki Sólveig Silfá Karlsdótt- ir, f. 9. september 1977. Stjúpsynir Hreggviðs (synir Kristbjargar) eru: 5) Björn Blöndal, f. 14. maí 1946, maki Ásdís Anna Gísladóttir Johnsen, f. 6. febrúar 1949. Þau skildu. 6) Gísli Blöndal, f. 8. júlí 1947, maki I Guðrún Hlín Þórarins- dóttir, f. 17. apríl 1947. Þau skildu. Maki II Sólveig Leifsdóttir, f. 21. september 1951. Hreggviður kvæntist 22. desem- ber 1984, Lilju Jóhannsdóttur, f. Þá er hann farinn frá okkur, bjargvætturinn mikli. Já, Hreggvið- ur tengdafaðir minn er horfinn úr þessu jarðneska lífi eftir stutt en ströng veikindi. Mín kynni af Hregg- viði hófust þegar sonur hans Gísli keyrði með mig til Keflavíkur á jóla- dag 1973 þar sem við vorum boðin í mat, ég kveið afskaplega mikið fyrir og bað hann að snúa við svona þrisv- ar sinnum, en við komum í Smárat- únið á endanum. Í dyrunum tók á móti okkur ein sú glæsilegasta kona sem ég hef séð, svona mjög kvenleg útgáfa af syninum sem með mér var og ekki var ásýnd föðurins síðri, eins og frægur leikari úr Hollywood í mínum huga. Faðmur hans var opn- aður þá og fann ég fyrir hlýju, vin- áttu og kærleika sem aldrei brast. Hreggviður var víðlesinn og hafði mjög gaman af allri sögu, las mikið af ljóðum og kunni ógrynni af þeim. Tónlistaráhugi hans var mikill og má nefna írska hálandamúsik sem var þar efst á blaði. Hreggviður lærði læknisfræði og starfaði við það, fyrst á Ólafsfirði, síðan á Ólafsvík og til Keflavíkur kom hann haustið 1973 og hefur starfað sem læknir þar síð- an eða þar til um síðustu áramót þegar veikindi hans fóru að segja verulega til sín. Hreggviður var læknir af Guðs náð og ekki var það sjaldan sem við hringdum, hvort sem var að nóttu eða degi til að fá ráðleggingar við alls konar kvillum. Ef börnin voru lasin þá var viðkvæðið: „Pabbi, hringdu bara í afa-læknirinn“, því þá vissu þau að öllu var bjargað. Ekki get ég látið hjá líða að minn- ast hans smitandi hláturs og glað- værðar sem kom öllum í gott skap. Einnig símtölum Gísla og hans þar sem þeir gátu talað um pólitík, landsins gagn og nauðsynjar og hlát- urinn sem tók helming símtalsins. Já, bjargvættinn og vin minn kveð ég með sorg í hjarta en ljúfar minn- ingar verða mér að leiðarljósi um ókomna tíð. Elsku Lilju, sem stóð eins og klettur við hlið eiginmanns síns til hinstu stundar og börnunum öllum sendi ég mínar einlægustu samúðar- kveðjur og megi góður guð vera með ykkur öllum á erfiðri stund. Þín tengdadóttir, Sólveig Leifsdóttir. Með sárum söknuði kveð ég nú hjartfólginn vin, Hreggvið Her- mannsson. Okkar vinátta, sem aldrei bar skugga á, var einlæg og traust í yfir 40 ár. Hreggviður var hjartahlýr og heiðarlegur vinur sem vildi leysa hvers manns vanda eftir bestu getu. Hreggviður var einnig glæsi- menni, skarpgreindur og mikill húmoristi. Fáa hef ég þekkt sem kunnað hafa annan eins aragrúa af kvæðum og ljóðum. Það runnu upp úr honum heilu kvæðabálkarnir fyr- irhafnarlaust, öllum til mikillar ánægju. Hreggviður og Kristbjörg fyrri kona hans voru höfðingjar heim að sækja og voru heimsóknir til þeirra ávallt ógleymanlegar stundir. Þær standa upp úr í minningum mínum, hvort heldur sem heimsótt var á Ólafsfjörð, Ólafsvík eða Keflavík, en á öllum þessum stöðum starfaði Hreggviður sem héraðslæknir. Kristbjörg lést langt fyrir aldur fram og varð hún öllum mikill harm- dauði. Hreggviður og Kristbjörg áttu sex börn; Björn, Gísla, Mar- gréti, Elínu, Hermann og Guðmund. Þrjú yngstu börnin voru ófermd þegar móðir þeirra lést og má því nærri geta hvað sorgin var nístandi hjá Hreggviði og börnunum, að sjá á eftir elskandi móður og ástkærri eig- inkonu. Eftir andlát Kristbjargar kom Lilja sem ráðskona á heimilið ásamt tveimur sonum sínum. Þeim Hregg- viði tókst að sameina allan barna- skarann og þau giftu sig ári síðar. Þau hafa því verið saman í yfir 20 ár. Lilja reyndist Hreggviði afar vel og vildi allt fyrir hann gera til að honum mætti líða sem best miðað við að- stæður. Ég kveð þig nú kæri vinur. Farðu í Guðs friði. Minning þín lifir. Hanna Gísladóttir. Hreggviður vinur minn er látinn. Ég var um fermingaraldur þegar Kristbjörg föðursystir mín, sem var mér mjög náin og kær, kynnti mig fyrir Hreggviði. Það gerði hún með stolti og bliki í auga eins og alltaf þegar hún talaði um Hreggvið. Þau höfðu þá hafið búskap nýlega. Hann var læknanemi og sat við lestur. Strax við fyrstu kynni fékk ég mikið traust á þessum manni. Alla tíð síðan hef ég leitað til Hreggviðs með mín vandamál. Á mínum erfiðustu tímum hringdi ég iðulega í hann og alltaf fékk ég styrk frá honum og nýja sýn og bjartari á lífið og tilveruna. Hreggviður var ákaflega heill maður, hvort sem var í einkalífi eða starfi. Hann hafði þessa nærveru og traust sem læknir sem gefur bata framyfir það sem lyf og verklegar aðgerðir gera. Það er guðsgjöf sem einungis fáum er gefið en hana hafði Hreggviður í ríkum mæli, eins og svo fjölmargir sjúklingar hans fengu að njóta. Hreggviður var mikill fjölskyldu- faðir. Hann var góður uppalandi og hafði sérstakt lag á börnum. Krist- björg andaðist um aldur fram rúm- lega fimmtug. Hreggviður kvæntist Lilju sinni nokkrum árum seinna. Báðum þessum konum var Hregg- viður einstakur og þær honum. Í veikindum Hregga síðustu vikurnar hef ég orðið vitni að því hve innilegt og traust samband hans og Lilju var. Hún var hjá honum dag sem nótt og gerði allt sem hún hugsanlega gat til að gera honum baráttuna við hið óumflýjanlega léttari. Æðruleysi beggja á þessum síðustu dögum lífs hans er aðdáunarvert. Ég hef misst einn minn besta vin og sálusorgara úr þessu lífi, en hans lífsgleði og uppörvun lifir áfram innra með mér. Blessuð sé minning hans. Magnús Torfason. HREGGVIÐUR HERMANNSSON  Fleiri minningargreinar um Hreggvið Hermannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Jón Að- alsteinn Jóhannsson; Baldur Odds- son; Guðni Jónsson; Anna Lilja og Reynir; Konráð Lúðvíksson; Ásdís M. Sigurðardóttir. Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR lyfjafræðingur, lést aðfaranótt föstudagsins langa 14. apríl á líknardeild LSH í Kópavogi. Útförin verður auglýst síðar. Jóhannes Halldórsson, Hanna Dóra Jóhannesdóttir, Skúli Edvardsson, Páll Jóhannesson, Hulda Guðný Kjartansdóttir, Kristín Þóra Jóhannesdóttir, Sigurjón V. Eiríksson, Signý Jóhannesdóttir, Kristín Þ. Gunnsteinsdóttir og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN JÓN ÞORSTEINSSON vélstjóri, Nesbala 62, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 13. apríl. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 21. apríl kl. 10.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minn- ast hans er bent á Minningarsjóð hjúkrunarþjónustu Karitas í síma 551 5606 milli kl. 9.00 og 11.00. Hlöðver Þorsteinsson, Hanna Fríða Jóhannsdóttir, Anna María Þorsteinsdóttir, Hörður Valdimarsson, Helga Kristín Þorsteinsdóttir, Guðni Diðrik Óskarsson og afabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁRNI G. STEFÁNSSON, Brautarlandi 15, Reykjavík, lést af slysförum sunnudaginn 16. apríl. Aðalbjörg Árnadóttir, Gerður Aagot Árnadóttir, Alfons S. Kristinsson, Elín Huld Árnadóttir, Kristín Sif Árnadóttir, Páll Sveinsson, Stefán Baldur Árnason, Ásdís G. Sigmundsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, GÚSTAF SIGURJÓNSSON, Hólagötu 46, Vestmannaeyjum, lést að kvöldi sunnudagsins 16. apríl, páskadags, á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 22. apríl kl. 10.30. Aðalheiður Hjartardóttir, María Gústafsdóttir, Kristján Birgisson, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Jóna Dís Kristjánsdóttir, Steingrímur Jóhannesson, María Ýr Kristjánsdóttir, Gústaf Kristjánsson, Silja Rós Guðjónsdóttir, Kári Kristján Kristjánsson, Kristjana Ingibergsdóttir, Kristjana María Steingrímsdóttir, Gaukur Sigurjónsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN GUÐMUNDSSON frá Víkingavatni, til heimilis á Dalbraut 16, Reykjavík, andaðist föstudaginn langa 14. apríl. Jónína Sigurborg Jónasdóttir, Sigurbjörg Björnsdóttir, Páll R. Pálsson, Guðmundur Björnsson, Guðrún W. Jensdóttir, Björg Björnsdóttir, Sveinn B. Hreinsson, Sigrún Þóra Björnsdóttir, Kristinn Halldórsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.