Morgunblaðið - 19.04.2006, Síða 38

Morgunblaðið - 19.04.2006, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn fær það verkefni að koma ferhyrndum pinna fyrir í hringlaga holu. En reyndar er það ekkert mál. Annaðhvort slíparðu pinnann eða breytir löguninni á holunni. Þú getur leyst hvað sem er. Naut (20. apríl - 20. maí)  Tilviljunin sem þú verður fyrir núna er reyndar engin tilviljun. Hún er vís- bending um að þú eigir að halda áfram á þeirri leið sem þú hefur verið á. Sendu skriflegt svar við boði him- intunglanna um að þú ætlir að taka næsta skref. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þegar tvær viljasterkar manneskjur í lífi tvíburans láta til sín taka hristist veröld hans eins og tvær meginlands- plötur hafi rekist saman. Umhverfið skiptir sköpum fyrir hugarró þína í augnablikinu svo kannski ættirðu að forðast viðkomandi einstaklinga. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Úlfarnir ganga lausir. Álitaefni tengd heilindum og siðferði koma upp. En krabbinn er svo heillandi að honum gæti tekist að leiða flokki sínum van- metna eiginleika á borð við þakklæti og kærleika fyrir sjónir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þögnin sem ríkir á milli ljónsins og makans í augnablikinu er nánast ær- andi. Samskiptin fara fram með fjar- skynjun og augnaráðið er svo hlaðið að orð reynast alger óþarfi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan hefur gefið sig alla einhverjum öðrum. Stundum veltir hún því fyrir sér hvort gjöfin sé einhvers metin, en það er aukaatriði. Ekkert mun jafnast á við hlutverkið sem viðkomandi mann- eskja gegnir í leið þinni til uppljóm- unar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin nýtur daglegrar ánægju á borð við mat og þess háttar. Í stað þess að spá í næringargildi þess sem hún lætur ofan í sig veltir hún sælunni sem bragð- laukarnir eiga eftir að upplifa fyrir sér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er ekki ýkja auðvelt að ganga í augun á sporðdrekanum en einhver á eftir að fylla hann lotningu í dag vegna hæfileika sinna, visku eða ráðstafana vegna þess að það er ósvikið. Í þínum huga er það aðalatriðið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn er í aðstöðu til þess að dæma aðra eða sjálfan sig – hann tekur þá skyldu sína mjög alvarlega, eins og vera ber. Gerðu ferlinu jafn hátt undir höfði og útkomunni og gefðu skapandi viðleitni háa einkunn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin hefur valið og það er ekkert pláss fyrir iðrun og eftirsjá. Hún stend- ur ekki bara við ákvörðun sína heldur gerir gott úr öllu. Trúfesti er kjarninn í yfirburðum hennar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hljóð vekja tilfinningar og ef þú hlust- ar opnast hjarta þitt. Gefðu þér tíma til þess að heyra músíkina í nið umferð- arinnar, regndropum sem falla á rúðu eða suði tölvunnar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Föt ýmist bæla eða auðvelda sjálfstján- ingu. Ef það sem maður klæðist er nógu þægilegt til þess að dansa í, faðma í eða daðra, getur það ekki verið annað en í lagi. Stjörnuspá Holiday Mathis Alheimurinn fagnar með lúðrablæstri, þegar hennar hátign, sólin, flytur sig yfir í ríki nautsins. Orka nautsins jarðbindur hugmyndir og sáir þeim í frjóan svörð svo þær megi vaxa. Hugsum í litlum skref- um. Nautið vill taka hlutina rólega og smíða réttar undirstöður svo draumar okkar megi verða að veruleika. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 hál, 4 skyggnist til veðurs, 7 snagar, 8 endar, 9 upplag, 11 vel látna, 13 bein, 14 hland, 15 álka, 17 skrifaði, 20 ílát, 22 fara laumulega með, 23 sárum, 24 kven- fuglinn, 25 kaka. Lóðrétt | 1 sök, 2 upp- lagið, 3 ávöxtur, 4 mæli- eining, 5 milda, 6 rugga, 10 plokka, 12 keyra, 13 skjól, 15 stökkva, 16 kögguls, 18 bál, 19 lengd- areining, 20 hafði upp á, 21 agasemi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 forherðir, 8 lesta, 9 ósjór, 10 puð, 11 sýkna, 13 arnar, 15 hjörs, 18 skúra, 21 tóm, 22 raupi, 23 eflir, 24 hlægilegt. Lóðrétt: 2 orsök, 3 hrapa, 4 rjóða, 5 iðjan, 6 glás, 7 frír, 12 nær, 14 rok, 15 horf, 16 ötull, 17 sting, 18 smell, 19 útlæg, 20 aðra.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Félagsheimilið Logaland Reykholtsdal | Freyjukórinn og Söngfélag Þorlákshafnar troða upp með fjölbreytta tónlist undir stjórn Zsuzsönnu Budai og Róberts A. Dar- ling laugardaginn 22. apríl kl. 17. Allir vel- komnir – inngangseyrir. Langholtskirkja | Skagfirska Söngsveitin í Reykjavík heldur vortónleika í Langholts- kirkju sumardaginn fyrsta, 20. apríl og laug- ardaginn 22. apríl, báða dagana kl. 17. Stjórnandi: Björgvin Þ. Valdimarsson. Ein- söngvarar: Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór og Baldvin Júlíusson, bassi. Aðgangs- eyrir kr. 1800. Myndlist Anima gallerí | Helga Egilsdóttir, huginn. Sýningin stendur til 23. apríl. Café Karólína | Þorvaldur Þorsteinsson – Ís- landsmyndir. Til 5. maí. Eden, Hveragerði | Ingunn Jensdóttir með myndlistarsýningu til 23. apríl. Energia | Kristín Tryggvadóttir – Rauður þráður. Til 19. maí. Gallerí Galileó | Ljósenglar. Myndlistar- konan Svala Sóleyg sýnir olíumálverk sem eru að uppistöðu englamyndir og verk með trúarlegu ívafi í tilefni páskanna. Til 26. apríl. Gallerí Humar eða frægð! | Við krefjumst fortíðar! sýning á vegum Leikminjasafns Ís- lands um götuleikhópinn Svart og syk- urlaust. Gallerí Húnoghún | Þorvaldur Óttar Guð- laugsson með sýningu sína á fjöllum úr áli. Til 5. maí. Gallerí Sævars Karls | Pétur Halldórsson til 19. apríl. Abstrakt, meta–náttúra, veðruð skilaboð, plokkaðir fletir, mjötviður mær undir. Gallerí Úlfur | Torfi Harðarson er með sýn- ingu á hestamálverkum til 7. maí. Gerðuberg | Tískuhönnun Steinunnar Sig- urðardóttur, myndbönd frá tískusýningum, ljósmyndir o.fl. Til 30. apríl. Gerðuberg | Margræðir heimar – Alþýðu- listamaðurinn Valur Sveinbjörnsson sýnir málverk í Boganum. Til 30. apríl. Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí. i8 | Tumi Magnússon sýnir ljósmyndir og myndbandsverk út apríl. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Þetta er hluti af myndaröð sem enn er í vinnslu. Til 6. okt. Ketilhúsið Listagili | Soffía Sæmundsdóttir myndlistarmaður sýnir málverk á tré, striga og pappír unnin á undanförnum árum. Listasafn ASÍ | Í Ásmundarsal er Anna Jó- elsdóttir með innsetningu stórra, lítilla, ör- smárra, ferhyrndra, sporöskjulaga og þrí- víðra verka. Ásta Ólafsdóttir sýnir í Gryfju og Arinstofu ljósmyndir, myndbandsverk o.fl. frá ferðalagi sínu um Afríkuríkið Malí. Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick – Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefnfarar. Safnið er opið alla daga nema mánudaga 12–15. Listasafn Íslands | Gunnlaugur Blöndal – Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og Snorri Ar- inbjarnar – Máttur litarins og spegill tímans. Ókeypis aðgangur. Kaffistofa og Safnbúð opin á opnunartíma. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Tær- leikar – Samsýning listamannanna Elinu Brotherus, Rúrí og Þórs Vigfússonar. Opið kl. 11–17 þrið.–sun. Til 23. apríl. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin Nátt- úruafl er samsýning 11 listamanna þar sem viðfangsefnið er náttúra Íslands. Málverk, skúlptúrar, vefnaður og grafíkmyndir. Verkin eru í eigu Listasafns Íslands. Opið kl. 13– 17.30. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Sýn- ing á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, stein, brons, og aðra málma – og hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Til 30. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Á sýn- ingunni má sjá ýmis verk Erró frá barnsaldri þar til hann hélt sína fyrstu einkasýningu á Íslandi í Listamannaskálanum árið 1957. Öll verkin á sýningunni eru úr Errósafni Lista- safns Reykjavíkur og gefa áhugaverða mynd af hæfileikaríkum og vinnusömum ungum manni. Til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | AF- sprengi HUgsunar – Sprengiverk Guðjóns Bjarnasonar. Guðjón er kunnur fyrir öflug verk sín þar sem hann sprengir sundur stál- rör og stillir brotunum saman á nýjan leik. Á sýningunni getur að líta nýja nálgun Guðjóns við viðfangsefni sitt sem hann vinnur í ólíka miðla. Til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Til 3. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja & Emiliu Kabakov sem eru fremstu kons- eptlistamenn heimsins í dag. Á sýningunni vinna þau með ólík þemu úr ævintýrum sagnaskáldsins mikla, H.C. Andersen. Hluti sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafn- arhússins. Sýningin stendur til 5. júní. Nýlistasafnið | „Our House is a house that moves“ er alþjóðleg sýning 12 listamanna. Sýningarstjóri er Natasa Petresin. Lista- mennirnir eru að fjalla um hreyfingu og hvernig hún umbreytir heiminum stöðugt. Til 30. apríl. Saltfisksetur Íslands | Fríða Rögnvalds- dóttir með málverkasýninguna Vinir og vandamenn til 1. maí. Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11–18. Seltjarnarneskirkja | Málverkasýning Kjart- ans Guðjónssonar er opin alla daga kl. 10–17, nema föstudaga og stendur til 7. maí. Skaftfell | Sýning á afrakstri hinnar árlegu vinnustofu á vegum Listaháskóla Íslands og Dieter Roth Akademíunnar stendur nú yfir í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Þátttak- endur sýningarinnar eru útskriftarnem- endur frá myndlistardeild LHÍ ásamt erlend- um listnemum. Til 29. apríl. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldukon- ur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síð- ari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra forrétt- inda að nema myndlist erlendis á síðustu áratugum 19. aldar og upp úr aldamótum. En engin þeirra gerði myndlist að ævistarfi. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir hol- lenska ljósmyndarans Rob Hornstra eru af- rakstur af ferðum hans um Ísland. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga kl. 10–17, nema mánudaga. Hljóðleiðsögn, margmiðl- unarsýning, minjagripir og fallegar göngu- leiðir í næsta nágrenni. Sjá nánar á www.gljufrasteinn.is Hafnarborg | Í Hafnarborg stendur nú yfir 25 ára afmælissýning á verkum félags- manna Leirlistafélagsins. Opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17, og frá 11 til 21 á fimmtudögum. Til 24. apríl. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Sigríður Bachmann í Skotinu, nýjum sýningarkosti hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Myndunum er varpað á 150 x 190 cm stóran vegg. Sýnir Sigríður myndir sem hún hefur tekið af börnum. Til 7. júní. Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10– 18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum sög- una frá landnámi til 1550. www.sagamu- seum.is Veiðisafnið – Stokkseyri | Uppstoppuð veiðidýr ásamt skotvopnum og veiðitengd- um munum. Opið alla daga kl. 11–18. Sjá nán- ar: www.hunting.is Þjóðmenningarhúsið | Samsýning 19 mynd- Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.