Morgunblaðið - 21.04.2006, Side 8

Morgunblaðið - 21.04.2006, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á þriðja tug kg affíkniefnum semlögreglan í Reykjavík lagði hald á í nýjasta „stóra“ fíkniefna- málinu er með allra viða- mestu afhjúpunum á fíkni- efnasmygli hér á landi. Fjórir menn sitja í gæslu- varðhaldi vegna rannsókn- ar málsins, en lögreglan upplýsir ekki fjölmiðla nánar um málið. Þó er vit- að að málið kom upp 3. apríl þegar tollgæslan fann hið mikla magn fíkni- efna vandlega falið í bíl sem hafði verið fluttur inn frá Evrópu. Líklega þarf að fara aftur til ársins 1999 til að finna fíkniefna- mál á jafnstórum mælikvarða, nefnilega hið svokallaða Stóra fíkniefnamál. Þar voru hátt á þriðja tug kílóa af fíkniefnum tek- in og þá eins og nú höfðu smygl- ararnir valið sjóleiðina til landsins. Málin tvö eiga fleira sameiginlegt því sá sem þyngstan dóm fékk af níu sakborningum í fyrra málinu, er einn hinna fjögurra sem nú liggja undir grun. Þótt ekki sé gefið upp hversu mikið magn nákvæmlega af fíkni- efnum hafi verið haldlagt í þessu máli er ekki óvarlegt að ætla að það sé um og yfir 20 kg. Tegundir eru óljósar en til samanburðar hefur lögregla tekið um 8 kg af amfetamíni að meðaltali á árs- grundvelli undanfarin fimm ár. Þegar skoðað er það magn sem lögreglan hefur klófest þessi fimm ár blasa við staðreyndir sem segja mikla sögu um þróunina í þessum efnum. Þannig tók lögreglan um og yfir 16 kg hvort ár 2005 og 2004 en árin þar á undan (2001–2003) voru tekin frá 1 og upp í 7 kg. Það er síðan alltaf sígild spurning hvort þessi aukning 2004 og 2005 endurspegli stóraukinn innflutn- ing eða aukna grimmd fíkniefna- lögreglunnar. Hvað sem því líður, ber lögreglunni og sérfræðingum skemmtanaheimsins í Reykjavík saman um það að neyslan hafi auk- ist mikið. Hörðu efnin, amfetamín og kókaín, eru einkum notuð á „djamminu“ og löngu er upplýst að amfetamínsprengjan á Íslandi sprakk á árunum 1996–1997 og fram undir 1999 jókst neyslan, en stóð í stað næstu þrjú árin þar til hún jókst enn á ný. Innlagnir á Sjúkrahúsið Vog hafa á liðnum ár- um endurspeglað ástandið og nú er svo komið að yfir 60% þeirra sem koma á Vog eru háðir örvandi efnum. Brot af heildarinnflutningi Þótt 10 kg af amfetamíni í einni sendingu sé gífurlega mikið magn, jafnvel þótt kílóin væru 20, er það þó ekki nema brot af því sem klár- lega er flutt inn til landsins á ári hverju. Þörfin virðist vera óskap- leg. Í grein frá 11. apríl sl. á heima- síðu SÁÁ um örvandi fíkniefna- neyslu (e-pillu, kókaín og amfetamín) segir að kókaín- og amfetamínneyslan aukist stöðugt. Meira og meira af örvandi ávana- lyfjum (ritalín og amfetamín kemst inn á ólöglega markaðinn og gengur þar kaupum og sölum). 65% sjúklinga 20–29 ára greinast með þennan vanda og út frá fjölda amfetamínfíkla megi álykta að landsmenn noti 640 kg af amfeta- míni á ári. Varðandi kannabisefnin stendur neyslan í stað og hefur aldrei verið hlutfallslega meiri. Daglegar kannabisreykingar eru meginvandi þeirra sem eru 19 ára og yngri og koma á Vog. Út frá fjölda kannabisfíkla megi álykta að landsmenn noti 1.100 kg af kannabis á ári. Samtals gerir þetta hátt í tvö tonn af amfetamíni og kannabisefnum sem flytja þarf inn árlega til að fullnægja þörfinni. Verðmætið er á fimmta milljarð króna miðað við götuverð á þess- um efnum. Þá var fyrir stuttu skýrt frá könnun Rannsóknar og greiningar fyrir menntamálaráðuneytið þar sem fram kom að framhaldsskóla- nemendur hafa aukið fíkniefna- neyslu sína síðustu fimm árin en minnkað reykingar og haldið drykkjunni stöðugri. Þetta segir sína sögu um þróun mála. Ekki má heldur gleyma því að tollgæslan í Reykjavík kemst yfir að skoða 1% af öllum vörusendingum með gám- um til landsins og því þarf engan að undra þótt smyglarar velji sjó- leiðina framar öðrum flutnings- leiðum. Það hefur enda sýnt sig að sjóleiðin hefur verið sífellt meira notuð. Í skýrslu Europol um fíkniefna- framleiðslu og -smygl á árunum 2003–2004 segir að fíkniefnum sé í auknum mæli smyglað með skip- um en síður sé notast við burðar- dýr. Lögreglan segir líka alveg ljóst að stærstu sendingarnar komi með skipum til landsins. Hlýtur það að vekja spurningar um hvort auka þurfi viðbúnað við hafnir landsins. En hvernig hefur verðþróunin á kannabis og amfetamínmarkaðin- um verið undanfarið? Grammið af amfetamíni kostar nú 4.380 kr. miðað við könnun SÁÁ og gramm- ið af hassi 2 þúsund kr. Hassið hef- ur hækkað stöðugt í verði síðasta árið. Hvað varðar amfetamínið, kostaði grammið rúmar 5 þúsund kr. fyrir ári og hefur fram til þessa dags hækkað og lækkað á víxl en virðist hafa hækkað frá áramót- um. Fréttaskýring | Stórar afhjúpanir brot af því magni fíkniefna sem kemst inn í landið Fíkniefni í tonnatali Tollgæslan kemst yfir að skoða 1% allra vörusendinga með gámum til landsins Hass og spítt: Tæp fimm kg á dag. Ársvelta á amfetamíni og kannabis 5 milljarðar  Þörfin fyrir amfetamín og kannabisefni er gríðarlega mikil. Árlega þarf að smygla hátt í tveim tonnum af þessum efnum samanlagt til að fullnægja þörf- um landsmanna. Og síðan þarf að komast í meðferð þegar allt fer úr böndunum. Tveir af hverj- um þremur sjúklingum á Vogi eru á örvandi efnum og fram- haldsskólanemar hallast æ meir að fíkniefnum en minnka reyk- ingar. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÓLAFUR Vilhjálmsson, formaður Rauðufjaðr- arnefndar Lionshreyfingarinnar, veitti nýlega tveim- ur sérútbúnum Renault Trafic viðtöku fyrir hönd nefndarinnar. Síðasta landssöfnun Rauðu fjaðrarinnar var tileinkuð langveikum börnum og mun Lionshreyf- ingin fá vistheimilunum Rjóðrinu í Kópavogi og Skammtímavistun Akureyri bílana til afnota. Að sögn Ólafs Vilhjálmssonar, formanns Rauðufj- aðrarnefndarinnar, gerir skortur á sérútbúnum bílum langveikum börnum og fjölskyldum þeirra víða lífið leitt. Af þeim sökum munu bílarnir koma ekki aðeins starfsfólki vistheimilanna að góðum notum, heldur einnig fjölskyldum barnanna, sem eiga margar hverj- ar í erfiðleikum með að leyfa börnum sínum að njóta jafn einfaldra hluta og bíóferðar eða heimsóknar til vina og vandamanna. Rauðufjaðrarnefndin úthlutaði báðum bílum í samráði við regnhlífasamtök lang- veikra barna. Fjöldi fyrirtækja lagði Rauðufjaðr- arnefndinni lið vegna bílanna tveggja eða B&L, SP fjármögnun, TM tryggingar, Orkan, Frank og Jói merkingar og J. Eiríksson ehf., en það síðastnefnda leggur til sérbúnaðinn fyrir hjólastóla. Búnaðurinn samanstendur í stórum dráttum af hjólastólafest- ingum og afar handhægum rampi, sem leggst saman aftast við hurðarhlera og leggja má niður með einu handtaki. Auk þess sem tveir hjólastólar komast fyrir í hvorum bíl eru í þeim sæti fyrir fimm farþega auk bílstjóra. Þá má auðveldlega koma fyrir þriðju og öft- ustu sætaröðinni, svo að þeir rúmi hvor um sig níu manns. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bíllinn afhentur: Magnús Guðjónsson, SP fjármögnun, Haraldur Ólafsson, markaðsstjóri SP fjármögnunar, Ólafur Vilhjálmsson, formaður Rauðu fjaðrarnefndarinnar, Geir Hauksson, fjölumdæmisstjóri Lions hreyfingarinnar, Daníel Björnsson og Þórunn Gestsdóttir frá Rauðu fjaðrarnefnd og Erna Gísladóttir, forstjóri B&L. Tveir sérútbúnir bílar í þágu langveikra barna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.