Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF af sameiningu Actavis og PLIVA verður til þriðja stærsta samheitalyfjafyr- irtæki heims, með sterka stöðu í Bandaríkjunum, stærstu mörkuðum Evr- ópu og í Asíu. Félagið yrði með um 400 lyf í þróun, starfsemi í 40 löndum og starfsmenn um 16 þúsund talsins. Róbert Wessman, for- stjóri Actavis, segist telja að tilboðið nú fái fullnægj- andi stuðning til að gera Actavis kleift að hefja áreiðanleikakönnun á fé- laginu. „Við teljum endurskoð- að tilboð okkar áhugavert og vonumst til að geta hafið viðræður við stjórn- endur PLIVA á næstu dögum. Viðræður eru hinsvegar ekki formlega hafnar og alls óvíst hvort af kaupunum verður eða hvort formlegt yfirtökutil- boð verður gert til hlut- hafa félagsins,“ segir Ró- bert. ACTAVIS Group hefur í kjölfar viðræðna við hlut- hafa króatíska samheita- lyfjafyrirtækisins PLIVA ákveðið að hækka óform- legt yfirtökutilboð sitt í allt hlutafé félagsins, sem skráð er í kauphöllinni í Króatíu og London. Frá síðasta tilboði þann 13. mars sl., hefur tilboðið hækkað um 11% og er yfir því gengi sem viðskipti hafa verið á í kauphöllum undanfarið. Í tilkynningu frá Actav- is frá í gær segir að kaup- verð félagsins, að teknu tilliti til yfirverðs, sé um 1,85 milljarðar dollara, eða um 145 milljarðar króna. Um er að ræða lokatilboð Actavis í félagið, og er það gert með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Verði Actavis hækkar tilboðið í PLIVA Róbert Wessmann Kaupverðið um 145 milljarðar króna ef af viðskiptunum verður STEFÁN Þór Stefánsson hef- ur tekið við starfi fram- kvæmdastjóra hjá TM Softw- are – Custom Development (áður Origo) af Einari Gunn- ari Þórissyni sem tekið hefur við nýju starfi hjá TM Softw- are Healthcare. Hjá TM Software stýrir Stefán 34 starfsmönnum sem vinna að þróun sérhæfðra hugbúnaðarkerfa, vef- og við- skiptalausna fyrir netið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Stef- án ber ábyrgð á stjórnun og rekstri einingarinnar, stefnu- mótun og áætlanagerð. Auk þess sinnir hann samskiptum við viðskiptavini, samn- ingagerð, sölu- og markaðs- málum. Stefán, sem fæddist 1969, er með BA-gráðu í alþjóð- legum samskiptum frá Met- hodist College í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum og hefur sótt fjölda námskeiða í tengslum við starf sitt, segir í tilkynningu. Áður en Stefán tók við hinu nýja starfi var hann sölu- og markaðsstjóri TM Software – Origo ehf. 2001–2005. Þar áður var hann markaðsstjóri Concorde Axapta Ísland ehf., sérfræð- ingur og ráðgjafi við- skiptalausna hjá Hug hf. og loks fjármála- og skrif- stofustjóri Icewear – Drífu ehf. Stefán Þór yfir TM Software Stefán Þór Stefánsson LÁNASÝSLAN stóð fyrir útboði á ríkisbréfum síðasta vetrardag. Alls bárust 20 gild tilboð fyrir 8,1 milljarð króna að nafnverði og var tilboðum tekið fyrir 1,5 milljarða. Lánasýslan hefur því gefið út bréf í umræddum flokki fyrir alls þrjá milljarða það sem af er ári en ekki hafa verið gefin út bréf í flokknum síðan í janúar þar sem Lánasýslan hafnaði öllum tilboðum í síðastliðnum tveimur útboðum. Markaðsvirði ríkibréfanna í flokki RIKB10 stendur nú í tæpum 22 milljörðum en í Hálffimm fréttum KB banka segir að Lánasýslan stefni á að stærð flokksins verði komin í um 32 milljarða fyrir árslok. Hækkandi ávöxtun Meðalávöxtunarkrafa tekinna tilboða nam 9,8% sem er nánast sama krafa og er nú á eft- irmarkaði. Krafa flokksins hefur aldrei verið hærri en flokkurinn var gefinn út um miðjan mars árið 2004 þegar krafan stóð í tæpum 7%. Ríkisbréf fyrir 1.500 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.