Morgunblaðið - 21.04.2006, Page 16

Morgunblaðið - 21.04.2006, Page 16
H jónin Jóhanna Reyn- isdóttir og Hallur Arnarsson nota hvert tækifæri til að dansa í hópi skemmtilegs fólks. Argentínskur tangó hefur verið í miklu uppáhaldi upp á síðkastið og hafa þau m.a. verið í læri hjá Bryndísi og Hany í Kramhúsinu nokkur undanfarin ár. „Þau eru einstakir kennarar, já- kvæð og hvetjandi og hafa verieð ötul við að fá hingað tl lands gesta- kennara og hljómsveitir frá Arg- entínu sem hefur orðið til þess að auka áhuga okkar enn fremur á argentínskum tangó. En okkur finnst orðið alveg ofboðslega gam- an að dansa tangó og í raun er þetta áhugamál okkar orðið að ákveðnum lífsstíl þar sem tangóinn hefur forgang yfir flest annað,“ segir Jóhanna og bætir við að börnin fjögur, sem líka eru á for- gangslistanum, séu yfirleitt komin á koddann seint á kvöldin þegar þau hjónin taki upp tangótaktinn heima í stofu. Barnauppeldið og tangóinn eigi því einkar vel saman. „Við reynum að dansa eins oft og við getum. Það er til dæmis hægt að dansa tangó öll miðvikudags- kvöld í Alþjóðahúsinu og annað hvert laugardagskvöld í Kramhús- inu. Í Þjóðleikhúskjallaranum hefur verið ball einu sinni í mánuði og í Iðnó hefur tangóhljómsveit lýðveld- isins spilað fyrir dansi fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Við sækjum svo flest námskeið í tangó sem bjóðast hér á landi. Í Kram- húsinu eru alltaf námskeið bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Í lok apríl koma hingað til lands frá- bærir kennarar frá Argentínu sem verða með helgarnámskeið og sýna svo tangó í Þjóðleikhúskjallaranum 29. apríl. Undanfarin ár hefur einn- ig verið haldin alþjóðleg tangóhátíð hér á landi með bestu kennurum frá Argentínu sem völ er á. Þessa hátíð sækir fólk víðs vegar að úr heiminum, en hátíðin í ár verður helgina 31. ágúst til 3. september og er hugsuð fyrir alla, hvar á vegi sem þeir eru staddir í tangóinum.“ Hjónin Jóhanna og Hallur eru nú nýkomin úr sinni annarri ferð til Argentínu enda segja þau að hvergi sé betra að dansa argent- ínskan tangó en í Argentínu. Í höf- uðborginni Buenos Aires er tangó- inn stiginn framundir morgun öll kvöld vikunnar og hægt er að velja úr fjölda dansstaða út um alla borg. Ferðalag alla leið til Argentínu er talsvert langt, en hægt er að fljúga þangað beint frá ýmsum stöðum í Evrópu. Hjónin ákváðu að fljúga að þessu sinni í gegnum New York. „Þangað er sex tíma flug. Við biðum í þrjá tíma og flugum svo í næturflugi til Buenos Aires í heila ellefu tíma og lentum að morgni. Í Buenos Aires dvöldum við í þrettán daga enda var þar margt að skoða. Við dvöldum á sérstöku tangó- hóteli, sem var lítið en skemmtilegt og á góðum stað í San Telmo, sem er í hjarta borgarinnar. Á hótelinu var boðið upp á danstíma á hverj- um degi og stundum fleiri en einn í sérstökum danssal á staðnum. Sal- inn var líka hægt að fá lánaðan til að æfa nokkur spor. Þegar við mættum á hótelið tók á móti okkur bandoneonspilari í anddyrinu og spilaði fyrir okkur argentínska tangótónlist, en bandoneon er mik- ilvægt hljóðfæri í allri tangótónlist. Öll herbergi hótelsins voru einstök og nefnd eftir tangótónlist- armönnum. Þetta var svo sann- arlega alvöru tangóhótel, sem gerði ráð fyrir dansandi gestum fram Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Daglegtlíf apríl  ÁHUGAMÁLIÐ | Stigu argentínskan tangó allar nætur út um alla Buenos Aires Tangóinn hefur forgang Mikið er dansað á götum úti í Buenos Aires. Hjónin Jóhanna Reynisdóttir og Hallur Arnarsson í tangósveiflu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti GRILLTÍMABILIÐ er á næsta leiti og ekki úr vegi að búa sig undir sumarið með nokkrum góðum ráð- um frá heilsusérfræðingum vefj- arins Mayoclinic.com. Grillið er ekki bara fyrir kjöt, pylsur og ham- borgara heldur er hægt að grilla margt hollara, t.d. grænmeti, ávexti, eftirmat og jafnvel pítsur. Grænmetispítsa er góður matur og hana er hægt að elda á grillinu: Skerið uppáhaldsgrænmeti í álegg og veltið upp úr ólífuolíu. Grillið á grindinni eða álbakka ef það er smátt skorið. Setjið til hliðar. Notið tilbúið pítsudeig eða búið til ykkar eigið. Fletjið þunnt út og penslið með ólífuolíu. Grillið á meðalhita í 1–2 mínútur og fylgist vandlega með svo botninn brenni ekki. Takið botninn af grillinu með töngum og leggið á bökunarpappír með grill- uðu hliðina upp. Setjið pítsusósu og grænmetið ofan á og takið af bök- unarpappírnum og setjið á grillið í 2–3 mínútur. Dreifið rifnum osti yf- ir og grillið í mínútu í viðbót. Egg- aldin, kúrbít, papriku, lauk, tómata, sveppi, perur, ananas og ferskjur er gott að grilla. Gott ráð er að pensla með olíu áður en það er grillað til að koma í veg fyrir að maturinn festist á grillinu. Grillið við vægan hita þar til þetta er orðið gullinbrúnt. Ávexti er best að grilla þannig að þeir eru skornir til helmingja og kjarni fjar- lægður. Grillið fyrst hliðina með aldinkjötinu og síðan hýðismegin. Grilltíminn er 3–5 mínútur eftir því hversu þunnt er skorið. Ávextir brenna auðveldlega við vegna ávaxtasykursins. Grillaða ávexti er hægt að nota sem meðlæti, eftirrétt eða t.d. í salat. Perubáta er t.d. hægt að pensla með sítrónusafa og grilla þar til þeir byrja að brúnast, þ.e. í 2–4 mínútur. Þá er síðan hægt að nota í salat. Hugmynd að eft- irrétti er t.d. ferskjuhelmingar  MATUR Grænmetis- pítsa á grillið Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.