Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SÖNGKONAN Elín Ósk Óskarsdóttir mun syngja margar af sín- um uppáhaldsaríum á tónleikum með Sinfón- íuhljómsveit Íslands í dag og á morgun. Stjórnandi verður Petri Sakari og á efn- isskránni eru m.a. verk eftir Wagner, Ponchielli, Verdi og Puccini. Til stóð að Garðar Cortes stjórn- aði hljómsveitinni ásamt Óperukórnum í Reykjavík á þessum tónleikum en af því gat ekki orðið og því var Elín Ósk fengin til að gleðja áheyrendur í staðinn. „Þótt ég hafi þurft að stökkva inn í tónleikana með stutt- um fyrirvara þá á ég tuttugu ára söng- afmæli í ár og finnst svolítið skemmtilegt að þetta skuli banka upp á hjá mér á þeim tímapunkti. Ég er innilega glöð og þakk- lát fyrir að fá þetta tækifæri með Sinfóní- unni, þetta var eig- inlega óvænt afmæl- isgjöf,“ segir Elín Ósk. Hún ætlar bæði að syngja uppá- haldsaríurnar sínar og aríur sem hún hefur ekki sungið áður en allt- af langað til að syngja með hljóm- sveit. „Þar á meðal er stór og mikla aría, Turandot: In questa Reggia, sem dramatískir sópranar ráðast oft í á seinni hluta söngævinnar. Svo eru líka aríuperlur sem ég hef aldrei sungið áður, þetta verða bæði þekktar og ekki eins þekktar aríur, dramatískar og hugljúfar. Það er ekkert þema gegnumgang- andi í tónlistarvalinu en Verdi er líklega í meirihluta, hann hefur alltaf verið mitt uppáhald.“ Elín segir það mikið tilhlökk- unarefni að fá að vinna með Petri Sakari aftur enda sé hann stórkost- legur listamaður. Leiðir Elínar og Petri lágu síðast saman í Íslensku óperunni í uppfærslu á Macbeth svo það er óhætt að búast við mik- illi flugeldasýningu þegar þau tvö leiða saman hesta sína að nýju. „Hljómsveitin spilar inn á milli þess sem ég syng og verður með forleiki úr hinum ýmsu óperum, svolítið tengda óperunum sem ég er að syngja úr. Ég hef ekki sungið heila tónleika áður með Sinfóníu- hljómsveitinni þar sem kastljósið er algjörlega á mér en ég er nátt- úrulega búin að syngja mikið með henni í gegnum árin,“ segir Elín og bætir við að sér finnist þetta af- skaplega spennandi verkefni. Tónleikarnir eru í Háskólabíói og hefjast í kvöld kl. 20.00 og á laugar- daginn kl. 17.00. Tónlist | Elín Ósk Óskarsdóttir syngur með Sinfóníuhljómsveitinni Þekktar og ekki eins þekktar aríuperlur Morgunblaðið/Eyþór „Ég er innilega glöð og þakklát fyrir að fá þetta tækifæri með Sinfóníunni, þetta var eiginlega óvænt afmælisgjöf,“ segir Elín Ósk um tónleikana. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is TENGLAR .............................................. www.sinfonia.is AFsprengi HUGsunar eða EXplod- ing MEaning er titillinn á sýningu Guðjóns Bjarnasonar í Listasafni Reykjavíkur, titill sem gefur kynna að ákveðin samsvörun felist í að- ferðafræðinni við gerð verkanna, þar sem notast er við sprengingar, og því hvernig hugurinn og ímynd- unaraflið starfar. Orðaleikur er byggður inn í titilinn, og einnig titla einstakra verka þar sem hástafirnir mynda oft aukamerkingu ef þeir eru lesnir sér. Sýningin samanstendur af tveim- ur stórum innsetningum í sitthvor- um salnum, myndbandsverki í fjöl- notasal og kynningarmyndbandi í anddyri safnsins. Þótt tölvuprentað- ar afstrakt myndir á plaststriga séu aðaluppistaða annarrar innsetning- arinnar þá eru það upphafnir sprengdir járnskúlptúrar og dram- atíseruð skrásetning á því hvernig verkin verða til það meginstef sem sýningin hverfist um. Myndbandið í fjölnotasalnum sýnir á ljóðrænan og svolítið ógnvekjandi hátt þegar margir samansoðnir málmferningar eru sprengdir upp hver á eftir öðr- um úti í náttúrunni. Einnig sjást kyrrmyndir af skúlptúrunum þar sem þeir virðast hafa sameinast vetrarnáttúrunni í svarthvítri mynd- inni. Í viðtali við listamanninn í Morgunblaðinu 19. mars sl. segir hann að þetta hafi verið gert í grjót- námu í Geldinganesi, og eftir viðtal- inu að dæma var endursviðsetning atburðarins til sýnis í porti Hafnar- hússins fyrstu daga sýningarinnar þar sem nú eru verk eftir Joseph Kosuth. Hins vegar er engin vöntun á sprengdum járnverkum á efri hæð safnsins, þau eru reyndar svo mörg að jaðrar við yfirflæði í sýningar- rýminu. Hvert verk samanstendur oft af röð járnstrendinga eða ann- arra forma, t.d. krossa, sem eru mis- munandi mikið umbreytt með sprengiefni. Í nokkrum tilfellum eru raðað saman mörgum eins formum sem breytast frá því að vera heil og heilleg yfir í sundurtættar agnir. Þetta minnir á framsetningu sumra fyrstu tölvulistaverka áttunda ára- tugarins sem byggðust á forritun sem braut kerfisbundið niður hrein (geld) form í lífrænar einingar, en hugmyndin um að sprengja upp formið á sér þó miklu lengri sögu. Sýningin ber í sér sterkar tilvísanir til orðræðu rómantíkurinnar um karlmannlega listsköpun þar sem fallustáknið, sprengingin, og sköp- unarmáttur hugans mynda samfellt hugmyndakerfi. Expressjónisminn sótti kraft sinn í þetta hugmynda- kerfi sem upphóf hina karllegu lík- amlegu tjáningu við gerð listaverka. Verk þar sem vilji mannsins og dío- nýsísk frumorka hans er sterkari en hið reglubundna skynsama og apoll- óníska stýrikerfi feðraveldisins. Guðjón gerir sums staðar smágrín að þessari hugmyndafræði um leið og hann sækir styrk sinn til hennar. Á neðri hæðinni er titillinn á eina sprengjuverkinu sem þar er að finna: Flat tWINs – not True or heroic resistance. Titill tölvuprent- myndanna á plaststrigann, abstr- ACT colOUR Feelings er líka svolít- ið írónískur ásamt fleirum. Þó eru sumir titlarnir á annarri hæðinni mistækari og stundum ekki lausir við stafsetningarvillur. Orðaleikur- inn í sýningunni gefur henni þó auk- ið gildi og getur orðið áhorfandanum hvatning til að leggja út af eða snúa út úr sjálfri orðræðu sýningarinnar. Þannig finnst mér að það hljóti að vera merkingarbært að hin ofur- karlmannlega leikgleði sem birtist við að sprengja verkin skuli hafa far- ið fram á stað sem ber nafnið Geld- inganes. Því ekki er bara verið að sprengja upp hin sterílu form heldur verður umhverfið fyrir barðinu á gjörningnum á táknrænan hátt. Þar sem hin hin rómantíska og enn sprellifandi orðræða listrænnar sköpunar byggist á táknmynd fall- ussins og orðaforða tímgunar þá er ekki laust við að hugtakið geldingar- ótti komi upp í hugann. Í hinu stór- skemmtilega auglýsingamyndbandi um listamanninn og hinu mynd- bandinu eftir listamanninn er (skiljanlega) lögð áhersla á aðeins þennan þátt sköpunarferils verk- anna, sprenginganna. Ekkert er sýnt frá þeirri augljós- lega miklu og seinlegu vinnu sem hefur farið í að smíða verkin í byrjun og að fínisera og dedúa við þau í lok- in. Það er helst þetta síðara sem mér þykir mest óspennandi við verkin, þessi lokafrágangur sem felst í að króma hina sprengdu járnbúta eða mála þau svört og raða upp eins og útstillingu í ofhlaðinni listmuna- verslun. Þetta breytir þó ekki því hvað sprengingarnar eru heillandi og einnig hve áhugaverð útkoman getur orðið í mörgum tilvikanna. Þá er ég ekki frá því að endursviðsetn- ing „atburðanna“ í Geldinganesi eins og hún var sett upp í portinu (sbr. mynd með viðtalinu) sé áhugaverð- ari lokaframsetning verka af þessu tagi en sú útgáfa sem sjá má í Hafn- arhúsinu. Von er á, í safninu, viða- mikilli bók um sýninguna og verk Guðjóns með fjölda texta á næstu dögum. Það afsakar ekki það að sýn- ingunni fylgja engar upplýsingar um listamanninn né verkin, hvorki á snepli né vefsíðu safnsins sem hlýtur að teljast óviðunandi hjá stofnun á borð við Listasafn Reykjavíkur. Óður til karlmennskunnar MYNDLIST Listasafn Reykjarvíkur Hafnarhús Sýningin stendur til 23. apríl. Opið daglega frá kl. 10-17, (einnig alla páskana). Guðjón Bjarnason Morgunblaðið/Ómar „Orðaleikurinn [...] gefur [...] aukið gildi og getur orðið áhorfandanum hvatning til að leggja út af eða snúa út úr sjálfri orðræðu sýningarinnar.“ Þóra Þórisdóttir HUGMYNDIN að sýningunni Bein í skriðu, sem myndlistarmaðurinn Steingrímur Eyfjörð opnar í dag í Galleríi 101, kviknaði þegar lista- maðurinn kom auga á blaðaljósmynd af stórum steinum sem lent höfðu á einhverjum vegi landsins í kjölfar leysinga síðastliðið vor. Hvar þetta ákveðna grjónhrun varð eða hvenær eru ekki lykilatriði í þessu samhengi heldur er það fyrirbærið sjálft sem vakti áhuga listamannsins. „Mér finnst vera ákveðin tilhneiging hjá Íslendingum til að líta á fyrirbæri eins og grjótskriðu sem verknað lif- andi vera og gjarnan í tengslum við hugmyndir um náttúruvætti, tröll og svo framvegis. Í þessari sýningu er ég að vinna með þessa ákveðnu þjóð- legu tilfinningu sem er ennþá svo rík í nútímamanneskjunni,“ segir Stein- grímur. Skömmu eftir að hugmynd- in kviknaði hóf Steingrímur að teikna ýmiskonar myndir af trölls- legum fígurum sem hann vann ein- ungis út frá eigin tilfinningum til við- fangsefnisins og urðu teikningarnar á endanum hundrað talsins. Kynjadýr Fígúrur þessar eru ófríðar og nokkuð kómískar í útliti, af báðum kynjum og allar eru þær að burðast með grjót. Á endanum valdi hann úr sextán fígúrur sem hann teiknaði inn á tölvu og gerði því næst skúlp- túr eftir þeim úr útskornum rauð- lökkuðum álplötum. Til þess að skera í álplöturnar notaðist hann við vatnskurð með granítflögum en slík tækni er mikið notuð við ýmiskonar iðnað. Myndirnar af fígúrunum hanga svo innrammaðar í galleríinu og skúlptúrarnir standa uppraðaðir í hillum. Einungis sjö eintök eru gerð af hverjum skúlptúr í þessu formi en síðan mun vera hægt að sérpanta eintak í öllum stærðum og úr ýmis konar efni. Á miðju sýningargólfinu er búið að koma fyrir nokkrum grjóthnullungum en þeir kallast á við tvö viðvörunarskilti sem vara við grjótskriðu og standa til sýnis við einn vegginn. Að sögn listamannsins er sýningin ákveðinn virðingavottur við þann hluta þjóðarsálarinnar sem fær Ís- lendinginn til að sjá fyrir sér furðu- legustu kynjaverur í náttúrunni. „Það er að mínu mati afar dýrmætur hlutur og það þarf að passa vel upp á hann,“ segir Steingrímur og bætir við að sýningin sé að sama skapi til- einkuð listmálaranum Ásgrími Jóns- syni en eftir hann liggja einmitt margar þjóðþekktar myndir af kynjaverum íslenskrar náttúru. Sýningin verður sem fyrr segir opnuð í dag klukkan 17.00 og stend- ur til 3. júní. Þess má geta að 12. júní verður opnuð yfirlitssýning á verk- um Steingríms og Birgis Andrés- sonar í Listasafni Íslands. Myndlist | Steingrímur Eyfjörð opnar sýninguna Bein í skriðu í Galleríi 101 í dag kl. 17 Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndlistarmaðurinn Steingrímur Eyfjörð og hluti sýningarinnar. Varúð – Grjótskriða Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.