Morgunblaðið - 21.04.2006, Page 26

Morgunblaðið - 21.04.2006, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á ESSO STÖÐINNI Svöng? ÞÆR ERU skondnar kosningahugleiðingar Stef- áns Jóns Hafstein í Morgunblaðinu þessa dagana. Á mánudag í dymbilviku birtist eftir hann einhvers konar minningargrein um R-listann. Þar er nú ýmislegt tínt til sem dæmi um árangur af valdatíð R-listans, s.s. fækkun umferðarslysa; minnkandi vímuefnaneysla; árangur gegn einelti og fjörug ferðaþjónusta. Ég minnist ekki að Stefáni Jóni hafi hingað til verið mikið niðri fyrir um þessi mál. Var afstaða hans metn- aðarfyllri en afstaða sjálfstæðismanna? Siðferð- isstyrkur hans meiri eða baráttan markvissari? Ef svo var, þá hvar, hvenær og hvernig? Væri kannski nær að hreykja sér minna og við- urkenna að öll þessi þróun er fyrst og fremst áhugamál og eljuverk fjölda einstaklinga, sérfræð- inga, stofnana og félaga, án nokkurs teljandi frum- kvæðis frá Stefáni Jóni og R-listanum? Fækkun umferðarslysa Baráttan fyrir fækkun umferðarslysa í Reykjavík á sér langa sögu sem margir hafa komið að, ekki síst lögreglan, Umferðarstofa og tryggingafélögin með mikilvægu forvarnarstarfi. Hér skiptir einnig máli hægari umferð í íbúðarhverfum sem hófst löngu fyrir borgarstjórnardaga Stefáns Jóns. Hraðahindr- anir og fyrstu 30 km hverfagötur sáu dagsins ljós í valdatíð sjálfstæðismanna og fyrir tilstilli Katrínar Fjeldsted. Þá ber að þakka umferðarverkfræðingum borg- arinnar, s.s. Gunnari H. Gunnarssyni, deildarverk- fræðingi og flokksfélaga Stefáns Jóns. Hann bauð sig reyndar fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í febrúar og hreppti 17. sætið. Það er því ekki að sjá að þeir njóti eldanna hjá Samfylkingunni sem fyrst- ir kveikja þá. Vímuefnaneysla unglinga Sömu sögu er að segja um afrek Stefáns Jóns og R- listans í vímuefnamálum. Áhugamenn gegn vímu- efnaneyslu, SÁÁ, Jafningjafræðsla, löggæsluaðilar, kennarar og foreldrar koma þar víst ekkert við sögu. Eineltið Og svo er það eineltið. Þar er hann mættur, enn og aftur, málsvari lítilmagnans. Auðvitað er ekkert minnst á baráttu, greinaskrif og umræður Regn- bogabarna, mikils fjölda foreldra, kennara og fag- aðila um þessa vá, – að ekki sé talað um það frum- kvæði menntamálaráðuneytisins sem kennt er við Olweusaráætlunina. Árið 2004 greindi ráðuneytið frá mjög víðtækri könnum sem framkvæmd var árið 2003 og náði yfir 8.400 grunnskólanema í 45 skólum landsins. Sam- kvæmt henni hafði einelti minnkað um 31% í 4.–7. bekk og um 39% í 8.–10. bekk. En þessi áætlun og könnunin sem henni fylgdi koma Stefáni Jóni lík- lega ekkert við, eða hvað? Ó svala borg Loks er það afrek Stefáns Jóns og R-listans að breyta Reykjavík úr „útnára í norðri“ í „svalasta ferðamannastað í Evrópu“, eins og hann sjálfur orðar það. Gæti nú hugsast að afnám bjórbanns 1989, samkeppni, einkaframtak og faglegur metn- aður íslenskra matreiðslumanna og mikils fjölda annarra sem starfað hafa við íslenska ferðaþjónustu hafi eitthvað með þessa þróun að gera? Það er gaman að vera góður með sig. Ég sakna þess eins að Stefán Jón þakki sjálfum sér og „styrkri stjórn“ R-listans góða veðrið og vorkom- una. Veðráttan, vorið og Stefán Jón Eftir Mörtu Guðjónsdóttur Höfundur skipar 10. sætið á framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík. Í HLÍÐUM Úlfarsfells stendur til að reisa hverfi fyrir rúmlega 20 þúsund íbúa. Það er mikil ákvörðun, sem hefur farið heldur hljótt miðað við umfangið. Hverfið verður álíka stórt og Grafarvogurinn eða Breiðholtið, örlítið minna en Kópa- vogur. Byggð í Úlfarsfelli Hlíðar Úlfarsfells eru fallegar, og þeir sem þar munu búa verða vonandi ham- ingjusamir, enda á það að vera mark- mið borgaryfirvalda á hverjum tíma að búa fólki umhverfi sem eykur lífsgæði þess og lífsham- ingju. En að skella tæpum Kópavogi í þessar hlíðar hljómar óneitanlega nokkuð bratt. Til stendur að reisa á svæðinu 6–7 skólahverfi, en í hverju slíku eru á bilinu 900–1000 íbúðir. Í hverfum af þessum toga er reiknað með 3–4 manneskjum í hverri íbúð, þannig verður fjöldinn í hverfinu miðað við lægstu forsendur 16.200 íbúar, en miðað við hæstu 28.000. Gefum okkur því meðaltalið, sem er rúmlega 22 þúsund íbúar. Mannfjöldi í Reykjavík Hagstofa Íslands segir fyrir um þróun mannfjölda. Samkvæmt þeirri spá verða Íslendingar orðnir 353 þúsund árið 2045. Reykvíkingar eru rúm 38% af heild- arfjölda Íslendinga. Ef okkur Reykvíkingum tekst að halda núverandi stöðu okkar verðum við því um 135 þúsund árið 2045. Með öðrum orðum, á næstu 40 árum mun íbúum Reykjavíkur fjölga um 21 þúsund, að öllu óbreyttu. Hvar eiga 21.000 Reykvíkingar að búa? Reykjavík á að bjóða upp á fjölbreytileika. Þeir sem vilja búa þétt eiga að geta gert það, en þeir sem kjósa rýmri byggð eiga að fá hana. Fjöldi spennandi þétting- arsvæða hefur verið í undirbúningi síðustu ár, Mýr- argötuskipulagið, Vatnsmýrin og 101 Skuggi, svo dæmi séu tekin. Þá eru ótaldir spennandi búsetukostir á borð við Geldinganes, Elliðaárvoga og Örfirisey. Ef við ætlum að byggja þessa staði er ljóst að lítil skyn- semi er í að reisa rúmlega 20 þúsund manna byggð í Úlfarsfelli. Slík byggð myndi rúma alla „nýja“ Reyk- víkinga næstu 40 árin, samkvæmt spám, og því vandséð hvaða þörf væri fyrir öll hin hverfin. Sátt um stefnu Úlfarsfellið er fallegt byggingarland og þar eigum við sannarlega að reisa glæsilegt hverfi. Við eigum að standa við þær skuldbindingar sem við höfum gefið lóðaeigendum, íþróttafélögum og öðrum. En við þurf- um ekki að reisa jafn viðamikla byggð þar og nú er fyr- irhuguð. Miklu skynsamlegra er að minnka hverfið, leyfa þeim sem þar vilja búa að hafa rýmra um sig og útivistarsvæðin veglegri. Með því stuðlum við að skyn- samlegri byggð í allri borginni, léttum á fyrirséðum umferðarvanda í Ártúnsbrekku og síðast en ekki síst verða einhverjir eftir til að búa í nýju húsunum sem verða annars staðar en í Úlfarsfelli. Og að lokum: Lát- um þetta mál ekki verða efni í þrætubók í komandi kosningum. Náum frekar sátt um skynsamlegustu stefnuna fyrir alla borgarbúa. Úlfarsfell og þétting byggðar Eftir Gísla Martein Baldursson Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins. Í AÐDRAGANDA sveitarstjórnarkosninga verður mönnum tíðrætt um aðkomu sveitarfélaganna að atvinnulífinu. Sú tíð er að mestu liðin að sveitarfélögin séu beinir þátttakendur í atvinnurekstri. Nú skiptir mestu að sveitarfélögin geti boðið íbúum og fyr- irtækjum öfluga og samkeppnishæfa grunnþjónustu. Sú er raunin á Akureyri: Heilbrigður og traustur rekstur á „bæjarkassanum“, hófleg gjöld fyrir þjónustu sveitarfé- lagsins og almenn ánægja með þjónustu bæjarins. Þann- ig standa málin eftir tvö farsæl kjörtímabil undir styrkri forystu Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ak- ureyrar. Hátæknifyrirtæki á heimsvísu Á Akureyri er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Hér eru ein stærstu sjáv- arútvegsfyrirtæki landsins. Þetta eru hátæknifyrirtæki á heimsvísu; fyrirtæki sem sannarlega kunna og geta brugðist við breyttum ytri að- stæðum á hverjum tíma. Það er mikilvægt að þau njóti sannmælis og eins hitt að bæjaryfirvöld standi áfram vörð um þær leikreglur sem sjávarútveginum hafa verið settar, þannig að fyrirtækin geti áfram mótað sér sterka framtíðarsýn. Það er Akureyringum og Eyfirðingum öllum nauðsynlegt að sjávarútvegurinn, þessi sterka eimreið atvinnu- lífsins við Eyjafjörð, búi ekki við óvissu og óstöðuga pólitíska stefnu í þessum efnum. Málmiðnaðurinn á sér sterkar rætur á Akureyri. Þar búum við að mikilli verkþekkingu og reynslu; þekkingu sem mun skila fyrirtækj- unum áfram í hörðu samkeppnisumhverfi. Það er mikilvægt að þessum fyrirtækjum auðnist að koma á auknu samstarfi sín á milli og tryggja sér þannig enn sterkari stöðu í framtíðinni. Stækkandi markaðssvæði Íbúum Akureyrar fjölgar, sem sér stað í miklum umsvifum í bygginga- iðnaði. En byggingaverktakar á Akureyri hafa líka leitað eftir og fengið verkefni utan bæjarfélagsins. Hið sama gildir um fjölmörg önn- ur fyrirtæki á Akureyri, í ýmsum greinum atvinnulífsins. Þau eru í sí- auknum mæli farin að horfa á landið allt sem sinn markað og horfa sum hver líka út fyrir landsteinana í leit að vænlegum mörkuðum. Undangengin misseri hefur oft verið minnst á þann mikla vaxt- arbrodd sem fólginn er í nýjum fyrirtækjum í „hátækni- og þekking- ariðnaði“. Því er gjarnan haldið fram að slík fyrirtæki sé helst að finna á höfuðborgarsvæðinu. Sú fullyrðing er einfaldlega röng. Á Ak- ureyri, og raunar um land allt, má finna bæði ný og rótgróin fyrirtæki sem teljast til þessa hóps fyrirtækja. Því má heldur ekki gleyma að „hátækni og þekkingu“ er beitt í flestum greinum atvinnulífsins nú til dags. Aukna opinbera stjórnsýslu í Eyjafjörð! Undangengin ár hafa haldist í hendur einkavæðing í ríkisrekstri og mikill vöxtur í opinberri stjórnsýslu. Þessi umsvif hafa ekki nema að litlum hluta skilað sér inn í eyfirskt atvinnulíf. Við það verður ekki unað. Við Eyfirðingar höfum alla burði til að taka að okkur stóraukin verkefni á sviði opinberrar stjórnsýslu. Í mínum huga er nærtækast í þessum efnum að efla enn frekar starfsemi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Það er hagsmunamál allra landsmanna. Öflugt atvinnulíf á Akureyri Eftir Ólaf Jónsson: Höfundur skipar 7. sætið á D-lista Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri. AKUREYRARBÆR vill laða til sín fjölskyldufólk og efla lífsgæði bæjarbúa með því að leggja áherslu á að veita fjölskyldum góð búsetuskilyrði og faglega þjón- ustu. Gæði í leik- og grunnskólastarfi svo og heilbrigðis- og félagsþjónustu, fjölbreytta íþrótta- og tómstunda- starfsemi og öflugt lista- og menningar- líf. Fjölskyldustefna Til að fylgja eftir þeim áherslum að gera allar aðstæður sem bestar fyrir börn og uppalendur þeirra hefur Akureyrarbær sett sér fjölskyldustefnu. Í fjölskyldustefnunni eru settar fram meginforsendur þar sem dregið er fram mik- ilvægt hlutverk fjölskyldunnar varðandi þroska og ör- yggi barna. Þar er einnig lögð áhersla á sameiginlegan rétt sem og skyldur og ábyrgð karla og kvenna varð- andi uppeldi barna sinna. Að leiðarljósi stefnunnar er meðal annars að skilyrði barna og ungmenna til að njóta æskunnar og búa sig undir framtíðina verði sem best. Í stefnunni eru greindir þeir þættir í verkefnum bæj- arins sem snerta barnafjölskyldur og skilgreint hvern- ig samtengja má þjónustu mismunandi deilda og stofn- ana við fjölskyldur. Einnig er getið um leiðir til að auka áhrif fjölskyldna á þjónustuna. Öllum deildum bæjarins er ætlað að taka mið af fjölskyldustefnunni við gerð starfsáætlana og gert er ráð fyrir að ábyrgðaraðilar geti kallað til samvinnu um úrlausn verkefna t.d. milli deilda. Árangursmat Til að meta markvisst hvaða áhrif ákvarðanir muni hafa á hagi barnafjölskyldna hefur verið útbúinn gát- listi. Til að auðvelda eftirfylgni á notkun listans hjá nefndum og deildum skal geta notkunar í fund- argerðum auk árlegrar úttektar. Þá er stefnt að því að taka í notkun sem fyrst svokallaða fjölskylduvog, tæki sem Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri er með í þróun fyrir félagsmálaráðuneytið, en fjölskylduvoginni er ætlað að mæla velferð bæjarbúa. Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar: Akureyri – Fjöl- skyldubær til framtíðar! má nálgast á heimasíðu Ak- ureyrarbæjar http://akureyri.is Fjölskyldubærinn Akureyri Eftir Elínu Margréti Hallgrímsdóttur Höfundur skipar 3. sæti á D-lista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri 27. maí nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.