Morgunblaðið - 21.04.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 21.04.2006, Qupperneq 30
✝ Þorsteinn JónÞorsteinsson fæddist í Reykjavík 20. apríl 1931. Hann lést á heimili sínu hinn 13. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Þor- steinn Árnason, vél- stjóri, f. 9. desem- ber 1895, d. 25. mars 1970, Gísla- sonar yfirfiskmats- manns á Ísafirði, og konu hans Kristínar Sigurðardóttur frá Hörgshlíð í Reykjarfjarðarhreppi, og Ásta Jónsdóttir, f. 11. sept- ember 1895, d. 27. ágúst 1983, Guðmundssonar sjómanns frá Ánanaustum í Reykjavík, og konu hans Þórunnar Einarsdóttur, frá Skólabænum í Reykjavík. Systkini Þorsteins Jóns eru: Ingigerður Nanna, f. 23. maí 1920, d. 5. júní 1982, Árni Kristinn, f. 5. mars 1922, Þórunn Solveig, f. 24. des- ember 1927, d. 12. febrúar 1985, Kristín, f. 12. nóvember 1932, d. 22. mars 1933, Gyða, f. 26. janúar 1935, Garðar, f. 26. janúar 1935, d. 20. febrúar 2002. Þorsteinn Jón kvæntist 30. júní 1956 Ingibjörgu Magnúsdóttur 25. mars 1998, og b) Magnús Ósk- ar, f. 18. júní 2002. Þorsteinn Jón lauk skyldunámi frá Miðbæjarskólanum í Reykja- vík. Hann stundaði nám í renni- smíði hjá Vélsmiðjunni Héðni hf. frá 1947 til 1951 og tók próf frá Iðnskólanum í Reykjavík sömu ár. Þorsteinn Jón stundaði síðan nám í Vélskóla Íslands frá 1951, sem lauk með prófi frá rafmagnsdeild skólans árið 1954. Hann starfaði sem vélstjóri á ýmsum skipum Hf. Eimskipafélags Íslands frá 1952 til 1961 að undanskildum árunum frá 1957 til 1960, er hann starfaði hjá Véladeild SÍS. Hann var kenn- ari við Vélskólann í aukastarfi frá 1961 til 1963 og frá 1967 til 1968. Einnig starfaði hann sem próf- dómari við skólann. Þorsteinn Jón hóf störf hjá Olíufélaginu hf. árið 1961, sem sölumaður og síðar sölustjóri. Hann lét af störfum í apríl 2001 vegna aldurs. Þorsteinn Jón var alltaf áhuga- maður um skip og útgerð og þótti gott að vera í nálægð við sjóinn. Hann hafði yndi af því að vera í sumarbústaðnum sínum á Lyng- hóli í Landsveit, og eyddi þar ófáum stundum. Hann hafði mik- inn áhuga á öllum gróðri og allri trjárækt og ber Lynghóll þess glöggt merki. Hann hafði gaman af ferðalögum, og ferðaðist mikið hérlendis og erlendis. Útför Þorsteins Jóns verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. frá Hellum í Land- sveit, f. 29. apríl 1931, d. 23. nóvem- ber 2002. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson, bóndi, frá Björgum í Köldukinn í S-Þing., og Vil- hjálmía Ingibjörg Filippusdóttir, ljós- móðir á Hellum. Þau bjuggu á Hellum í Landsveit. Börn Þor- steins Jóns og Ingi- bjargar eru: 1) Hlöð- ver, skrifstofustjóri, f. 2. október 1956, kvæntur Hönnu Fríðu Jóhannsdóttur, börn þeirra eru: a) Hlöðver Steini, f. 30. júní 1988, og b) Helga Rún, f. 27. nóvember 1992. Hanna Fríða á af fyrra hjónabandi Katrínu Ósk, f. 29. september 1979. 2) Anna María, f. 28. júlí 1963, hjúkrunarfræðingur, gift Herði Valdimarssyni, tæknifræðingi, börn þeirra eru: a) Anna Margrét, f. 28. mars 1992, b) Arnar Þórður, f. 8. september 1993, og c) Kristín Björk, f. 20. janúar 2006. 3) Helga Kristín, hjúkrunarfræðingur, f. 14. september 1968, gift Guðna Diðriki Óskarssyni flugmanni, börn þeirra eru: a) Íris Björg, f. Það er söknuður í huga mínum þegar ég kveð þann trausta og góða vin sem Þorsteinn bróðir minn var mér. Hann fékk hægt andlát á heim- ili sínu á skírdag, umvafinn ástúð og umhyggju barna sinna og geislum sólarinnar. Þar ríkti friðsæld og feg- urð á sorgarstund og Þorsteinn kvaddi sáttur eftir langa og stranga baráttu við illvígan sjúkdóm. Nú er sú árstíð að ganga í garð þegar sólin skín sem skærast. Sum- arið var Steina bróður mjög kært, þá naut hann náttúrunnar til hins ýtr- asta. Hann hafði sérstakt yndi af því að fylgjast með gróðrinum vakna af vetrardvala og fuglunum syngja á vordögum. Megi þeir ljúfu vorboðar fylgja honum alla tíð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Megi góður Guð styrkja börn hans og afkomendur og látum allar þær góðu minningar sem við eigum um hann ylja okkur um hjartarætur. Blessuð sé minning hans. Kveðja. Gyða Þorsteinsdóttir. Fallinn er frá mikill öðlingur, Þor- steinn Jón Þorsteinsson. Að starfa vel að sínum verkum; af natni og með elju er dyggð. Að reyna stöðugt að bæta sig, ekki á kostnað annarra heldur í samfélagi með öðr- um. Að tileinka sér það nýjasta til að auðvelda hin daglegu störf. Þor- steinn átti þessa hæfileika og þrosk- aði þá með sér til hinstu stundar. Þorsteini kynntist ég þegar ég hóf störf hjá Olíufélaginu hf. fyrir tæp- um þrettán árum síðan. Hann hafði þá fyrr á því ári greinst með krabba- mein, sem nú hefur dregið hann til dauða. Það fyrsta sem ég sá í fari Þorsteins var hógværð og ögun. Þar fór maður sem hafði tileinkað sér mikla nákvæmni og reglusemi en átti jafnframt vilja til að bæta sig stöðugt og gera betur. Skemmtilegur var hann, sem kom best í ljós í ferðum okkar um landið, þar sem hann var ÞORSTEINN JÓN ÞORSTEINSSON hafsjór fróðleiks um menn og mál- efni. Og hann var ekki fastur í göml- um tíma þegar taka þurfti á í breyttu umhverfi. Að eignast Þorstein að vini var mikilsvert þegar ég kom nýr til starfa í rótgróið fyrirtæki með 50 ára sögu í gömlu viðskiptaumhverfi. Þorsteinn tókst á við veikindi sín af mikilli reisn. Hann þakkaði líka fyrir þann tíma sem hann þó fékk, en þungt varð honum að sjá á eftir Ingi- björgu eiginkonu sinni eftir stutt veikindi haustið 2002, en þau höfðu einmitt hlakkað til að eiga meiri tíma saman eftir starfslok Þorsteins. Eftir að við Þorsteinn hættum að starfa saman fyrir átta árum hitt- umst við stundum. Síðast á dögunum þegar hann var að ganga í að láta endurnýja hurð á bílskúrnum við heimili sitt. Ekki átti að slá af kröfum um vandvirkni og besta frágang þar frekar en í öðru sem hann kom ná- lægt. Það fylgir því góð tilfinning að eiga minningu um jafn góðan mann og Þorstein Jón Þorsteinsson. Nú hittir hann Ingibjörgu sína aftur á björtum stað og þau geta gengið saman um ei- lífar lendur, í Guðs friði. Þórólfur Árnason. Í dag er kvaddur Þorsteinn Jón Þorsteinsson vélstjóri. Þótt mér sé ekki tamt að hafa orð um fólk, skal þess þó freistað hér, enda skyldan rík. Ég kynntist Þorsteini fyrir rúm- um aldarfjórðungi þegar ég var ráð- inn til söludeildar Olíufélagsins hf., en þeirri deild stjórnaði Þorsteinn á þeim tíma. Samskipti okkar urðu strax mjög góð og náin, og aldrei bar nokkurn skugga á. Þótt Þorsteinn væri nokkru eldri en ég, þá áttum við að mörgu leyti svipaðan bakgrunn. Fæddir og uppaldir á sömu slóðum, báðir smiðjustrákar úr Héðni, út- skrifaðir úr Vélskóla Íslands og síðan vélstjórar á íslenska kaupskipaflot- anum. Þorsteinn var heiðursmaður og einstakt prúðmenni til orðs og æð- is. Aldrei minnist ég þess að hann hafi lagt styggaryrði til nokkurs manns, hvorki á brjóst né bak. Öll mál fyrirtækisins lagði hann sig fram um að leysa á farsælan hátt sem hann gerði af bestu þekkingu, innsæi og einstöku lítillæti. Aldrei lét hann sér finnast til falls né flótta erfiða skap- höfn húsbónda okkar, en hélt sig ótruflaður að verkefnum fyrirtækis- ins. Öll hans vinnubrögð voru yfir- veguð og verkefnin til fullnustu rædd með samstarfsfólki. Bókhaldið hjá Þorsteini var ávallt í lagi og hægt að ganga að öllum hlutum fullskráðum á hverjum tíma með nauðsynlegum fylgiskjölum. Á seinni árum þegar nýir stjórnendur höfðu tekið við rekstri fyrirtækisins hef ég meira en grun um að þeim hafi þótt gott að geta flett upp í Þorsteini og hans bók- haldi og jafnvel láta hann taka að sér mál sem þykja óárennileg í nútíma fyrirtækjum sem eru rekin gegnum tölvuskjái og raunverulegur óánægð- ur viðskiptavinur af holdi og blóði þykir veruleg ógnun. Eftir að ég hóf störf hjá fyrirtækinu, fólst starf Þor- steins öðru frekar í samskiptum við stóra viðskiptaaðila og umboðsmenn um land allt. Þetta starf krafðist mik- ilar viðveru og mjög oft úti á lands- byggðinni. Ég geri ráð fyrir að fjöl- skylda Þorsteins hafi fundið fyrir því. Svona var þó forgangsraðað, starfið gekk fyrir hvar og hvenær sem var og voru yfirmenn síst undanþegnir í þeim efnum. Ég vil einungis segja að lokum, þótt minn eini ávinningur af aldarfjórðungsstarfi fyrir Olíufélagið hf., hefði einungis verið sá að kynnast Þorsteini og reyna að tileinka mér vandvirkni hans, alúð og lítillæti gagnvart öðru fólki, þá væri sá ávinn- ingur meiri en flestir geta vænst á langri ævi. Hafðu þökk fyrir sam- fylgdina, gamli félagi, og gangi þér allt í haginn hvar sem leið þín liggur nú. Herbert Herbertsson. 30 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kallið kom síðla dags á degi heilagrar kvöldmáltíðar; lausn- ardagurinn langi og sigur uppris- unnar var í nánd. Hann sjálfur og við öll, sem stóðum honum næst, skynjuðum hvað stundaglasinu leið. Þú varst okkur systkinum þín- um og öllum ættingjum þínum kær bróðir og sannur vinur og þín er sárt saknað. Heiðarleiki þinn, góðvild, ráðvendni og sam- viskusemi gleymist ei. Hlöðveri, Önnu Maríu, Helgu Kristínu og afabörnunum vottum við innilega samúð. Öll stunduðu þau hann af alúð og ástúð í veikindum hans. Drottinn blessi minningu kærs bróður, sem vinir og vandamenn kveðja í dag, með þökk fyrir allt og allt. Árni Kr. Þorsteinsson. HINSTA KVEÐJA ✝ Björg Ó.J. Egg-ertsdóttir fædd- ist í Reykjavík 26. júní 1931. Hún lést á endurhæfingardeild Landakotsspítala 14. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Eggert Bjarni Kristjánsson frá Krossadal í Tálknafjarðar- hreppi í Barða- strandarsýslu, f. 26. maí 1892, d. 29. sept. 1962, og Ísfold Helgadóttir, f. á Ánastöðum í Lýt- ingsstaðahreppi 30. júní 1898, d. 6. ágúst 1971. Systkini Bjargar eru: Margrét Eggertsdóttir, f. 1924, d. 1997; Jón Kristján Eggertsson, f. 1926, d. 1926; Kristján Gunnar Eggertsson, f. 1928; Marta María björnsson, f. 14. desember 1889, d. 25. júní 1954. Börn Bjargar og Arnórs eru: 1) Óskar Arnórsson, f. 1952, maki Ketsuma Thiang-in, dætur hans eru Halldóra Helga, Tinna, Birgitta Ósk, Lísa og fóst- urdætur Guðrún og Sóley. 2) Egg- ert Bjarni Arnórsson, f. 13. sept. 1954, d. 29 . júlí 2004, dætur hans eru Margrét Eir og Melkorka. 3) Elsa Ísfold Arnórsdóttir, f. 1956, maki Þorsteinn Finnbogason, hennar börn eru Arnór, Sara, Ari, Elsa og Björg. 4) Guðrún Jóhanna Arnórsdóttir, f. 1957, maki Sævar Pálsson, hennar börn; Loftur og Særún Heiða. 5) Steinunn Arnórs- dóttir, f. 12. okt. 1958, d. 30. nóv. 2002, maki Tómas Ríkarðsson, hennar börn Laufey Lind, Oddur og Ríkarður Tómas. 6) Arnór Vik- ar Arnórsson, f. 1961, maki Bylgja Sjöfn Ríkarðsdóttir, dætur hans eru Bjarný Björg og Alma Ösp. Barnabarnabörnin voru sjö en eitt er látið. Útför Bjargar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Eggertsdóttir, f. 1930, d. 1930; Helgi Eggertsson, f. 1932, d. 1985; Marta Krist- ín Eggertsdóttir, f. 1934, d. 1991; Har- aldur Eggertsson, f. 1936; Ásta María Eggertsdóttir, f. 1939, og Íris Egg- ertsdóttir, f. 1941. Björg bjó alla tíð í Reykjavík og hóf sambúð með Arnóri Óskarssyni 1952. Arnór Óskarsson, kallaður Addi frá Eyri (Sveinungs- eyri), fæddist á Hyrningsstöðum í Reykhólasveit 27. júlí 1914. Hann lést 10. ágúst 1995. Foreldrar hans voru Guðrún Jóhanna Guðmunds- dóttir, f. 1. apríl 1888, d. 16. janúar 1981, og Sumarliði Óskar Arin- Mig langar að kveðja þig, mamma, með nokkrum orðum, ekki fyrir þig, þú ert farin í annan stað, betri, búin að hitta fjölskyldu þína þar, gleðifundir væntanlega, heldur fyrir mig sjálfa. Þú hefur verið stór hluti af lífi mínu, lengi, og haft áhrif á það bæði góð og miður góð. Mín fyrsta og síðasta minning um þig eru veikindi, lungnabólga var það þegar ég var fimm ára og þú baðst mig að sækja pott og setja upp súpukjöt áður en pabbi kæmi heim. Ég var elsta stelpan og þú kallaðir mig barnapíuna þína, ég fór margar ferðir á milli svefnherbergis og eld- húss, með mismunandi stóra potta, kjötið, súpujurtirnar og fleira þar til mér hafði tekist að gera þetta rétt. Þú varst eins og prinsessan á bauninni að mér fannst, bara með margar sængur ofan á þér og hríð- skalfst og vildir fá fleiri. Þú náðir þér upp úr þessari lungnabólgu og nokkrum öðrum en áttir síðar eftir að stríða við alvarlegan og lang- vinnan sjúkdóm allt fram að and- láti. Veikindi þín trufluðu tilveru mína lítið þegar ég var barn, en þegar ég var orðin fullorðin þurfti ég oft að annast þig, var mér það ljúft og skylt. Þú varst sívinnandi, söngst mikið við þvotta og sauma. Húsið var fullt af fólki, barnapíur, stundum allt að þrjár í einu, enda við systkinin mörg og á sama aldr- inum og fyrirferðin talsverð. Við krakkarnir vorum mikið úti að leika og komum inn til að borða og sofa. Þú söngst okkur oft í svefn og spil- aðir á gítarinn eða píanóið, einnig spilaðir þú á gítarinn og sagðir sög- ur. Eitthvað samdirðu sjálf og ég kann enn fjölda laga og texta sem ég lærði af þér. Þú rakst fyrirtæki, fyrst utan heimilis, síðan innan þess, saumaðir og hannaðir tísku- og vinnufatnað, kjólar, kápur, dragtir, jakkaföt, frakka, úlpur, snjó- og sjóstakka, svefnpoka, dýnur og fleira var þinn aðall. Mér skilst að þú hafir notað fermingarpeningana þína til þess að fara og læra að teikna og sauma föt. Þú átt ekki langt að sækja þessa sköpunar-, hönnunar- og saumagáfu því margar frænkur þínar og frændur fyrir norðan eru orðlögð sem handverksfólk. Þú lagðir metnað þinn í að hafa fólkið þitt vel til haft, það voru sunnu- dagsföt, skólaföt, ný föt um jólin, á sumardaginn fyrsta, fyrir 17. júní, afmælin okkar og fermingar og önnur tækifæri. Sjálf varstu lengst af glæsilega klædd, öðruvísi en margar aðrar konur, saumaðir flotta hatta og kápur í stíl, vaktir athygli hvar sem þú komst. Alltaf varstu í fatnaði sem þú hafðir saumað sjálf. Þú varst prinsippmanneskja, reyndir að gera það sem hugur þinn stóð til og vildir að við gerðum það líka. Stolt, vildir ekki aðstoð en þurftir svo sannarlega oft á henni að halda, vildir aldrei þiggja af öðr- um en ætlaðist til aðrir þæðu af þér. Ekki sanngirni í því eða hvað? Við máttum ekki hjálpa þér og urð- um að sæta lagi við það, stundum var það eins og léleg bíómynd, við gátum þó oft hlegið að því og lékum okkar hlutverk eftir þínu höfði. Ég nefndi það oft við þig að mér fynd- ist það ósanngjarnt hvernig þú vild- ir hafa samskiptin við okkur systk- inin, sum máttu hjálpa þér önnur voru gestir, við vissum ekki alltaf í hvaða hlutverki við vorum. Sjálf varstu boðin og búin að aðstoða aðra. Þú komst t.d. hvern einasta virkan dag í tvö ár til þess passa mín börn til þess að ég gæti stund- að nám, ekki mátti borga þér fyrir eða minnast á greiðann. Fyrir þetta er ég ævinlega þakklát. Ekki voru allir sáttir við þig og forgangsröð- unina hjá þér, t.d. þótti ótækt þegar þú fórst frá sex börnum á kvöld- námskeið til að læra að teikna og mála. Eftir þig liggja mörg falleg málverk sem þú gafst öll með tölu frá þér. Ég var á fjórtánda ári þegar ég áttaði mig á því að þú værir veik, en ekki skrítin mamma. Ég man að mér létti við það. Þú áttir til alls konar skringilegheit, t.d. á þínum þvottadögum í blokkinni, að í stað þess að nota þvottahúsið til að þvo, steyptir þú og mótaðir alls konar skúlptúra og gerðir tilraunir, ná- grannarnir kvörtuðu en þú hélst bara áfram. Heima mátti tala um fólk, en ekki illa, ef einhverjum datt í hug í þín eyru að baknaga annan sagðir þú: „Viltu ekki bara koma aftur þegar betur stendur á hjá þér.“ Þegar þú varst sem veikust móðgaðir þú fólk, vísaðir því jafnvel á dyr eða opnaðir ekki fyrir því, sast í eldhúsinu og talaðir við sjálfa þig, nærðist lítið, það voru erfiðir dagar. Á hinn bóginn varstu höfð- ingi heim að sækja, gafst allt sem þú áttir, ef einhver sýndi áhuga á því sem þú hafðir í fórum þínum, léstu það frá þér. Söngst og dans- aðir, þú kunnir alla dansa, og að jóðla og steppa, þá var gaman. Mér fannst það alltaf sérstakt við þig hvað þú ágirntist lítið, hvorki pen- inga né aðra efnislega hluti, vildir aðeins fá að dútla við hitt og þetta. Gerðir upp borð og stóla, bólstraðir sófasettið, saumaðir utanum pullur og pinkla. Ef þú varst ekki að vinna eitthvað eða fara út í göngur höfð- um við áhyggjur, þá varstu orðin BJÖRG Ó.J. EGGERTSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.