Morgunblaðið - 21.04.2006, Side 32

Morgunblaðið - 21.04.2006, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Halldór PálmiPálmason fædd- ist á Hofi í Hörgár- dal 10. nóvember 1927. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð 9. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Halldór Pálmi Magnússon bóndi á Hofi, f. 2. apríl 1882 í Ytra- Brekkukoti, d. 15. maí 1928, og Elín Indriðadóttir hús- freyja á Hofi, f. 5. febrúar 1890 í Keldunesi í Kelduhverfi, d. 7. apríl 1972. Systkini Pálma eru: Indriði, f. 1910, d. 1964, Soffía, f. 1912, d. 1995, Bjarni, f. 1914, d. 1994, Jakob, f. 1915, d. 1998, Elín Björg, f. 1917, d. 1979, Jón, f. 1918, d. 2003, Sigríð- ur, f. 1921, Gunnlaugur, f. 1923, og Erlingur f. 1925, d. 1997. Hinn 21. apríl 1956 kvæntist Pálmi Jóhönnu Svanfríði Tryggva- dóttur, f. 16. janúar 1929 á Akur- eyri, d. 7. október 1999. Foreldrar hennar voru Tryggvi Jónsson af- greiðslumaður á Akureyri, f. 18. febrúar 1899 á Hrafnagili í Eyja- þroskaþjálfi, f. 1964, börn hennar og fyrrverandi maka, Agnars Braga Guðmundssonar, eru: a) Ormar, f. 1991, b) Sólveig, f. 1995, c) Sigþór, f. 1997. 5) Kjartan, nemi í guðfræði, f. 1973, maki Halla Thor- oddsen. Pálmi var yngstur tíu systkina. Hann var skírður Halldór Pálmi í höfuð á pabba sínum við útför hans. Hann ólst upp á Hofi hjá móður sinni og elstu systkinum sínum, en við fráfall föðurins voru yngstu systkinin látin í fóstur. Ungur fékk Pálmi áhuga á frjáls- um íþróttum og stundaði æfingar og tók þátt í keppnum í nokkur ár. Hann lærði rafvirkjun og starf- aði lengstan hluta starfsævi sinnar í fyrirtæki sínu Raforku, sem hann átti ásamt tveimur öðrum. Hús- vörður var hann hjá Kaupfélagi Ey- firðinga í nokkur ár eða þar til hann varð sjötugur. Stærsta áhugamál Pálma var steinasöfnun. Hann og Jóhanna kona hans voru mjög dugleg að ferðast um landið og söfnuðu stein- um. Stórt steinasafn er minnisvarði um þau hjónin um ókomin ár. Seinni ár fékk Pálmi áhuga á andlegum málum og sat hann bænahringi og starfaði með Sálar- rannsóknafélagi Akureyrar um skeið. Útför Pálma verður gerð frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. firði, d. 6. júlí 1965, og Halla Árnadóttir, f. 27. júlí 1898 í Traðar- holti í Stokkseyrar- hreppi, d. 4. desember 1977. Börn Pálma og Jóhönnu eru: 1) Halla, skrifstofumaður, f. 1956, maki Sigurður Gunnar Símonarson, börn þeirra eru: a) Ás- geir, f. 1979, b) Hjör- dís, f. 1982, maki Thomas Hood Tyler, sonur þeirra er Theo- dor Máni, f. 2005, c) Ingvar, f. 1985, maki Birna Kristinsdóttir. 2) Soffía, kennari, f. 1958, maki Valdimar Sigurgeirsson, börn þeirra eru: a) Eva Björk, f. 1978, maki Ólafur Magnússon, sonur þeirra er Kor- mákur, f. 2003, b) Jóhann Már, f. 1983. 3) Tryggvi, sjómaður, f. 1960, dóttir hans er a) Sigrún Kristbjörg, f. 1980, móðir hennar er Arna Ósk Geirsdóttir, sonur Sigrúnar er Pat- rik Orri, f. 1999. Börn Tryggva og fyrrverandi maka, Hólmfríðar Pét- ursdóttur, eru: b) Pálmi Hrafn, f. 1985, c) Pétur Orri, f. 1988, d) Sunna Margrét, f. 1997. 4) Guðrún, Elsku afi Pálmi, þú kvaddir á sjálf- an pálmasunnudag. Ég veit að það hafa orðið fagnaðarfundir í himna- ríki, og nú eruð þið amma Jóhanna saman á ný. Síðustu árin þín voru ekki alveg söm án hennar. Afi Pálmi, í mínum augum varstu þessi stóri sterki norðlenski maður með þetta mjúka hjarta. Sem lítilli stelpu fannst mér það skemmtileg- asta sem ég gerði að fara norður og eyða tíma með þér og ömmu. Alltaf bauðstu mér upp á sodastream og ör- bylgjubrauð oft líka. Sama hvort það var í Þórunnarstrætinu eða í Kaup- félaginu og alltaf skemmti ég mér jafn vel. En þegar fjörið fór aðeins yf- ir mörkin þá varstu fljótur að stoppa það. Já, við frændsystkinin áttum það til að vera svolítið óþæg og hver vildi mótmæla þessum stóra norðlenska manni? Alltaf þegar ég kvaddi þig vissi ég að ég mundi fá fallegan stein í vasann frá þér. Það var ekki slæmt að koma suður og segja vinum mínum frá afa Pálma sem gekk á fjöll og fann þessa fallegu steina. Þú varst mér mjög kær, afi minn, og alltaf þegar ég hringdi í þig og eitt- hvað bjátaði á varstu fljótur að benda mér á réttar leiðir og baðst englana að vernda mig. Ég var svo ánægð að geta farið norður að hitta þig þegar ég kom síð- ast heim til Íslands og ekki síst að þú náðir að hitta hann Theodor Mána. Þú varst sannkallaður steinn að utan og kristall að innan. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þín dótturdóttir Hjördís. Elsku afi Pálmi. Nú ertu kominn til ömmu, á staðinn sem við, oftar en ekki, ræddum yfir kaffibolla og sæta- brauði. Sárt er að horfa á eftir þér kveðja þennan heim, en huggun sálar kemur fljótt yfir þegar hugsað er til þess hversu opnum örmum þú beiðst þessa dags. Dagurinn rann upp og það var pálmasunnudagur. Þrjóskan og þrautseigjan frá Hofi hefur hjálp- að til að þú þraukaðir fram á þennan dag, tilganginn þarf nú ekki að taka fram, minningin verður sterkari fyrir vikið. Eftir að ég flutti norður hlotn- aðist mér sá heiður að kynnast þér á aðeins annan hátt en bara sem afa Pálma á Akureyri. Þá kynntist ég þessum yndislega persónuleika sem þú hafðir að geyma. Einnig er eft- irminnilegt hversu sæta tönn þú hafðir, innkaupalistarnir innihéldu oftast nær fátt annað en sætabrauð og sykur og ekki skemmdi fyrir ef keyptur var aukakassi af molasykri í kaffið. Aldrei kom maður að tómum kofunum hjá þér. Ég mun ævinlega vera þakklátur fyrir þær frábæru stundir sem við áttum saman. Harmið mig ekki með tárum, þótt ég sé látinn. Hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar. (Kahlil Gibran.) Minning þín og ömmu lifir í stein- unum. Hvíl í friði. Ingvar Sigurðsson. Mágur minn, Pálmi Pálmason, lést á pálmasunnudag, daginn sem hann og faðir hans drógu nafn sitt af. Hann verður jarðsettur 21. apríl, daginn sem systir mín, Jóhanna, og hann hefðu átt gullbrúðkaup, ef bæði hefðu lifað, en hún dó fyrir sjö árum. Ég get mér til að í augum Pálma hafi þetta verið meira en tilviljun ein, heldur staðfesting þeirrar handleiðslu, sem við njótum fyrir tilstyrk trúar og bæna. Á kveðjustund koma upp í hugann ótal minningabrot. Pálmi lærði ungur rafvirkjun og varð hún starfsvett- vangur hans mestan hluta starfsæv- innar eða þar til Raforka, fyrirtæki sem hann stofnaði ásamt öðrum, hætti rekstri. Eftir það var hann um áratug húsvörður í gamla KEA-hús- inu við Hafnarstræti, þar til bæði hann hætti fyrir aldurs sakir og fyr- irtækið sínum fyrra rekstri. Pálmi var mjög fær og laginn rafvirki og eru til margar sögur af því, hvernig honum tókst að lengja notkunartíma ýmissa heimilistækja fólks langt um- fram það sem var alvanalegt. Til að styrkja og hjálpa þeim er voru í neyð eða áttu um sárt að binda var Pálmi lengi mjög virkur innan bænahringa á Akureyri, eða þar til veikindi vörnuðu honum frekari þátt- töku. Auk þess að starfa mikið að andlegum málefnum með mörgu góðu fólki, mun Pálma vera helst minnst fyrir sína miklu steinasöfnun. Hvenær sem færi gafst á kvöldin, um helgar og í sumarfríum, fóru þau Pálmi og systir mín Jóhanna í stuttar eða langar ferðir til steinasöfnunar. Leit þeirra að steinum í íslenskri náttúru stóð með litlum hléum í yfir 30 ár. Þegar heim var komið, fóru æði margar stundir Pálma í það að flokka, kljúfa og slípa steinana til að ná fram sérkennum þeirra sem best. Afraksturinn var gífurlegur, bílskúr- inn og íbúð þeirra var gjörsamlega undirlögð af mjög fjölbreyttu og glæsilegu steinasafni, sem nú að stórum hluta hefur verið gefið Fjöl- brautaskólanum við Ármúla. Mér er sérstaklega minnisstætt, þegar þau hjón komu eitt sinn í heimsókn til Akraness og höfðu með sér trékassa með 80 mismunandi merktum stein- um og færðu syni mínum að gjöf. Með fylgdi skrá, sem gat um fundarstað, gerð og sérkenni hvers steins. Þetta steinasafn geymi ég sem stendur fyr- ir son minn á áberandi stað í húsi okkar hjóna. Alltaf þegar fjölskyldan fór norður var farið til Jóhönnu og Pálma, oftar en ekki var gist hjá þeim. Nutum við þar samvista við þau hjón og börnin, sem smátt og smátt í tímans rás flutt- ust að heiman. En þrátt fyrir það rofnuðu böndin hvergi. Við erum enn ein og sama fjölskyldan. Hinir eldri hverfa af braut, synir og dætur taka við og ný börn vaxa úr grasi. Heim- sóknirnar norður og sú ánægja, sem þær veittu okkur munu aldrei gleym- ast. Fyrir þær og svo margt annað þökkum við hjónin og börnin okkar um leið og við sendum börnum, barnabörnum og tengdabörnum Jó- hönnu og Pálma okkar innilegustu samúðarkveðjur. Njörður Tryggvason. PÁLMI PÁLMASON ✝ Gísli KristjánSigurðsson fæddist á Ingjalds- stöðum í Reykdæla- hreppi í Suður- Þingeyjarsýslu 20. september 1945. Hann varð bráð- kvaddur að morgni 12. apríl síðastlið- ins. Foreldrar hans voru Kristjana Elín Gísladóttir, hús- freyja, f. á Ingjalds- stöðum 1. júní 1908, d. 28. mars 1975, og Sigurður Haraldsson, bóndi á Ingj- aldsstöðum, f. í Heiðarseli í Bárð- dælahreppi í Suður-Þingeyjar- sýslu 29. maí 1899, d. 15. des. 1980. Gísli var yngstur í hópi sex systk- ina, hin eru Laufey Sigurðardótt- ir, f. 13. jan. 1932, Hermann Sig- urðsson, f. 28. nóv. 1933, Karl Sigurðsson, f. 11. okt. 1935, Krist- ín Sigurðardóttir, f. 27. maí 1937, og Skarphéðinn Sigurðsson, f. 13. ágúst 1939. Hinn 1. ágúst 1969 kvæntist 1942, d. 10. okt. 1987. Börn Gísla og Mörtu eru: 1) Sigurður Gísla- son, f. 23. nóv. 1970 í Reykjavík, bifreiðastjóri, búsettur í Hafnar- firði, sambýliskona hans er Ás- björg Joana Skorastein, f. í Fær- eyjum 18. okt. 1983. Foreldrar hennar eru Herdis Maria Skora- stein, f. 7. ágúst 1945 í Færeyjum og Hans Mannbjörn Tórarenni, f. 16. mars 1938 í Færeyjum, d. 2. sept. 2005. 2) Kristín Gísladóttir, f. 23. febr. 1974 í Reykjavík, leik- skólakennari, búsett í Hafnarfirði, maki Ellert Vilberg Harðarson, f. 1. okt. 1974 í Reykjavík. Foreldrar hans: Sigrún Kristbjörg Gísladótt- ir, f. 20. sept. 1957 í Reykjavík, og Hörður Þór Rögnvaldsson, f. 7. apríl 1955 í Vestmannaeyjum. Börn Kristínar og Ellerts eru: i) Júlíus Aron Ellertsson, f. 21. sept. 2001. ii) Rakel Ósk Ellertsdóttir, f. 17. mars 2004. Gísli ólst upp í foreldrahúsum á Ingjaldsstöðum. Mestan hluta æv- innar vann hann við akstur bif- reiða af ýmsu tagi. Hann starfaði hjá Landleiðum-Ísarn frá 1969– 1987 og síðan hjá Íslensk-ameríska verslunarfélaginu frá 1987 til dauðadags. Gísli verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Gísli Mörtu Orms- dóttur, f. 27. júlí 1949 á Kletti í Geiradal í Austur-Barðastrand- arsýslu. Foreldrar hennar voru Kristín Jónasdóttir, hús- freyja, f. 22. ágúst 1907 á Geirseyri við Patreksfjörð, d. 18. mars 1970 í Reykja- vík, og Ormur Gríms- son, bóndi, síðast á Kletti Geiradal í Austur-Barðastrand- arsýslu, f. 7. maí 1892, d. 27. apríl 1979 í Reykjavík. Marta er yngst tíu systkina, hin eru Elínbjörg Ormsdóttir, f. 29. maí 1929, d. 11. des. 2001, Hákon Ormsson, f. 27. júlí 1930, Grímur Ormsson, f. 25. febr. 1932, Eiríkur Sigurður Ormsson, f. 17. maí 1933, Sigurbjörg Ormsdóttir, f. 3 sept. 1934, Ingibjörg Hrefna Ormsdótt- ir, f. 30. nóv. 1935, Sigurgeir Ormsson, f. 6. febr. 1938, Þorberg- ur Ormsson, f. 20. des. 1939, og Ágúst Jakob Ormsson, f. 30. ágúst Pabbi var mikill fjölskyldumaður og vinnuþjarkur. Hann hafði ávallt mörg járn í eldinum bæði í vinnunni og heima. Hann var alltaf að dytta að hér og þar enda þurfti hann alltaf að vera að. Ef hann var ekki í vinnunni dyttaði hann að húsinu eða var meðal vina og fjölskyldu. Það var aðdáun- arvert að fylgjast með hvernig hann og mamma gátu endalaust verið að fagurbæta í kringum sig. Þau eru klettarnir og óbreytanlegu stærðirn- ar sem hafa alltaf fyrst og fremst hugað að því að skapa okkur systk- inunum, tengdabörnum og barna- börnum sem best skilyrði. Það var gott að vera í návist pabba, þar ríkti hlátur og gleði en líka hljóð íhugun í sunnudagsbíltúrum, í garð- inum heima eða í sveitinni sem var honum svo mikilvæg. Pabbi veitti okkur systkinunum kennd öryggis og trausts. Hann var alltaf til staðar, brást aldrei, aðstoð- aði allt og alla skilyrðislaust og ætl- aðist aldrei til endurgjalds. Pabbi var mannþekkjari og félagslyndur og hafi gaman af alls konar fólki. Hann átti einnig mjög auðvelt með að sjá spaugilegu hliðina á öllum aðstæðum. Pabbi var vinnandi fram á síðustu stundu, en hann lést á leiðinni í vinn- una. Hann var ekkert á förum því hann hafði svo margt að lifa fyrir. Barnabörnin voru honum afar mikils virði. Helst vildi hann hafa þau öllum stundum í kringum sig og voru það ófáar næturnar sem þau gistu hjá afa og ömmu. Einnig hringdi hann oft snemma á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum til að athuga hvort við ætluðum ekki að koma við í Mjósundi. Það var líka oftar en ekki að hann spurði hvort við Elli værum ekki að fara eitthvað svo hann gæti fengið að vera einn með þeim. Í dag kveðjum við kjölfestuna okk- ar og bakhjarlinn hann pabba með sárum söknuði en um leið erum við óendanlega þakklát fyrir að hafa feng- ið hann fyrir pabba og notið leiðsagn- ar hans, hjálpsemi og trausts. Guð geymi pabba minn. Kristín. Þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum, Gísli minn, hvort sem það var við kolagrillið eða yfir kaffibolla, en þær voru of margar til að hægt væri að telja þær upp hér. Þakka þér fyrir að veita fjölskyldu minni svo mikinn tíma og umhyggju, ekki síst afabörnunum þínum, sem ég veit að voru líf þitt og yndi, þó að í of skamman tíma hafi verið. Það var gott að þið Júlíus Aron gátuð þó átt eins mikinn tíma saman og raun bar vitni síðustu helgina þína hér. Júlíus Aron á erfitt með að skilja hvers vegna afi þurfti að hverfa svo skyndilega á braut. Þó held ég að við sem eldri er- um skiljum það engu betur. Rakel Ósk saknar afa líka, þó hún haldi að þú sért bara uppi á lofti. Við erum öll fá- tækari, þó rík séum að hafa kynnst þér og eiga um þig svo góðar minn- ingar. En enginn frestur er gefinn þegar kallið kemur, og skaparinn hlýtur að hafa fyrir þig mikilvæg verkefni, fyrst hann kallar á þig svo fljótt. Ellert V. Harðarson. Okkur er í fersku minni ein af fyrstu heimsóknum okkar hjóna í Mjósundið til Gísla og Mörtu. Íbúun- um í kjallaranum hafði fjölgað um einn og afi og amma komin frá Eyjum að skoða litla snáðann. Það voru stoltir foreldrar sem sýndu okkur frumburðinn og ekki voru minna montin afi og amma á efri hæðinni enda fyrsta barnabarnið fætt. Eftir að unga fjölskyldan flutti stuttu síðar í sína eigin íbúð vorum við látin vita að kjallarinn væri nú laus og ef við værum á ferðinni værum við vel- komin. Velkomin er rétta orðið því við höfum ekki tölu á þeim skiptum sem við nutum þess að gista í kjallaranum. Fyrir það viljum við þakka og fyrir alla morgunsopana í yndislega eldhús- inu þeirra Gísla og Mörtu. Já, í ynd- islega húsinu þeirra í Mjósundinu. Gísla var mjög hugleikið að hafa notalegt, fallegt og snyrtilegt í kring- um sig hvort sem var innandyra eða í garðinum. Einnig hve miklu skipti að hafa alla umgjörð þannig að barnabörnunum liði sem best er þau dveldu hjá afa og ömmu. Rólur voru settar upp í garð- inum og sandkassi. Vagn var fenginn svo Rakel gæti sofið úti. Og allar góðu stundirnar þeirra afa- feðga Gísla og Júlíusar, t.d. að fara á bílasýningar og margt fleira, verða nú enn dýrmætari litlum dreng. Minnisstætt er einnig samtal okkar við Gísla þegar hann var spurður hvort hann hygðist ekki leigja kjall- arann. Nei, það hefði hann ekki hugs- að sér. Hann stæði „auður“ þar til Júl- íus kæmist á þann aldur að „unglingaveiki“ færi að brjótast um í honum, þá yrði gott að fá að vera í kjallaranum hjá afa. Margt fleira kemur upp í hugann, ekki síst góðlátlegt bros Gísla og skemmtileg tilsvör. Elsku Marta, Kristín, Ellert, Siggi, Ásbjörg og litlu barnabörnin okkar, svo sár og mikill er missir ykkar nú en minningarnar og góðu stundirnar munu lifa og lýsa. Við biðjum algóðan guð að blessa ykkur og styrkja, og blessa minningu Gísla vinar okkar. Sigrún, Hörður og Sandra. Kæri frændi. Okkur datt aldrei í hug að við þyrftum að kveðja þig svo fljótt. Þú hefur alltaf verið sjálfsagður hluti af lífi okkar og það er óraunveru- leg tilhugsun að við eigum ekki fram- ar eftir að heyra í þér í síma, hitta þig á göngu eða í kaffisopa. Þegar náinn ættingi kveður hvarfl- ar hugurinn gjarnan til baka og minn- ingar vakna. Nú minnumst við laufa- GÍSLI K. SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.