Morgunblaðið - 21.04.2006, Side 35

Morgunblaðið - 21.04.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 35 MINNINGAR nýr skipstjóri og skipshöfn yrðu ánægð. Hann var Vestfirðingur í húð og hár og var stoltur af. Hann var sennilega alltaf skipstjóri, án þess að við samferðamenn hans í sjóðnum tækjum sérstaklega eftir því, þannig skipstjórar eru bestu stjórarnir. Valdi sinnti starfi sínu af kostgæfni allt til þess tíma að hann lét af störfum fyrir aldurssakir í árs- lok 1993. Valdi hafði til umráða landspildu austur í Fljótshverfi, nánar tiltekið á Maríubakka, þar var hann búinn að gróðursetja heilan skóg af margs- konar trjám og var snyrtimennskan alltaf í fyrirrúmi og öllu vel við hald- ið. Gegnum landið rennur lækur, sem ekki væri í frásögur færandi nema þar var griðland fyrir smá- bleikju, sem leitaði í lækinn á haust- in og var oft gaman að ganga með- fram árbakkanum og sjá bleikjutorfurnar lóna um hylina, sem sumir voru tilkomnir vegna fyr- irstöðu, sem Valdi hafði eytt mörg- um stundum við að koma upp. Upp- haflega var sumarbústaðurinn hans stýrishús af gömlum bát. Þar leið honum örugglega eins og hann væri til sjós, þó á harðalandi væri. Nokkr- ar ferðir fórum við vinnufélagar hans með honum til gróðursetning- ar. Að launum bauð Valdi okkur ár eftir ár í veiði í Brúará, Laxá og Djúpá og var oft glatt á hjalla í þeim veiðiferðum, stundum veiddist lítið, stundum mikið, en alltaf var jafn- gaman í ferðunum. Valdi reisti sér síðar fallegan sum- arbústað sem hann nefndi Bakkasel í gróðurvininni. Þar var ljúft að gista og oftar en ekki sagðar sögur frá liðnum árum. Valdi var skipstjórinn í ferðunum og ekkert fengum við „hásetarnir“ að taka með okkur í veiðiferðirnar annað en veiðidótið, Valdi sá um allt annað. Valdi á Blakknum var ekki allra, en hann var mikill vinur vina sinna, því fengum við Raggi, Smári og ég að kynnast í gróðursetningar- og veiðiferðunum. Nú þegar komið er að leiðarlokum langar okkur fé- lagana að þakka samfylgdina og all- ar góðu stundirnar í vinnunni og í veiðiferðunum. Elsku Halla, Guðjón, María Svava og fjölskyldur, um leið og við sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur, er það huggun harmi gegn að minningin um góðan dreng mun lifa með okkur öllum um ókomin ár. Hinrik Greipsson. Minn góði vinur Validmar hefur kvatt þennan heim. Okkar kynni hófust, þegar ég leigði hjá honum á Kleppsveginum. Það tók mig smá tíma að ná til Valda en það fór svo að ég tók að mér þrif hjá honum. Eftir þetta urðum við miklir félagar. Svava heitin var mikið veik á þess- um tíma en hann annaðist hana af miklum kærleik þar til hún lést. Við Valdi áttum okkar góðu stundir saman og hlógum mikið að okkar aulahúmor. Það voru ýmis skot sem gengu á milli en alltaf á léttu nótunum. Hann var stríðinn, virkilega skemmtilegur maður með gott hjarta. Valdi hafði mikið dálæti á sum- arhúsinu sínu Maríubakka og vann þar mikið stórverk við að rækta þar skóg, einnig þótti honum gaman á gæsaveiðum. Hann kynntist góðri konu, henni Höllu sinni. Honum leið vel með henni og talaði um það. Hann dýrk- aði Maríu Svövu, afabarnið sitt, og börnin hennar. Honum þótti mikið vænt um son sinn Guðjón. Það var mér mikill heiður að kynnast þeim heiðursmanni sem Valdi var. Ég þakka fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman, mér þótti óskaplega vænt um þig. Minn- ing þín lifir ávallt í hjarta mínu. Elsku Halla, Guðjón og María Svava, megi okkar himneski faðir og móðir gefa ykkur styrk og ró í hjarta ykkar. Leitaðu þér athvarfs í innri kyrrð, losaðu huga þinn úr viðjum hins ytra og þú munt finna hvernig guð hellir geislum ástar sinnar og gæsku yfir þig og alheiminn. (Iránscháehr.) Heiðrún Bára Þorbjörnsdóttir. ✝ Magnúsína Guð-rún Sveinsdóttir fæddist í Fagradal í Mýrdal 9. ágúst 1921. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 7. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sveinn Jónsson skó- smiður frá Reynis- hólum í Mýrdal, f. 4.3. 1892, d. 6.3. 1941, og Sólveig Magnúsdóttir frá Fagradal, f. 4.3. 1900, d. 12.3. 1992. Systkini hennar eru: Sigríð- ur Jóna, f. 1926, gift Páli Jónssyni, f. 1922, d. 2000; Hrefna, f. 1929, gift Hrólfi Ingólfssyni, f. 1917, d. 1984; Þórður Jón, f. 1931, kvænt- ur Áslaugu Vilhjálmsdóttur, f. 1940. Árið 1945 gekk Magnúsína að eiga Tómas Ólaf Ingimundarson, f. 22.7. 1919, frá Yzta-Bæli undir Eyjafjöllum. Þau hjón eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Sólveig Svana, f. 1945, maki Ragnar Jón Pétursson. Synir þeirra: a) Ólafur Pétur, f. 1979, b) Ragnar Magnús, f. 1981. 2) Inga, f. 1946, d. 2001. 3) Ingimundur, f. 1949, maki Elín Hansen. Börn þeirra: a) Ingi Freyr, f. 1975, faðir Ágúst Sig- urðsson, b) Ólafur Þór, f. 1983, c) Katrín Sif, f. 1991. 4) Guðrún Björk, f. 1953, maki Hjalti Þóris- son. Börn þeirra: a) Jóhannes, f. 1972, d. 1991, móðir Sólveig Jó- hannesdóttir, b) Margrét Einars- dótttir, f. 1977, faðir Einar Stef- ánsson, sambýlismaður hennar Páll R. Jóhannesson, f. 1980, barn þeirra Pálína Björk, f. 2004, c) Teitur, f. 1980. d) Guðný, f. 1986. 5) Sveinn, f. 19.8. 1958. Dætur hans: a) Arna Rut, f. 1994. b) Eva Lind, f. 1996, móðir Huld Ringsted. Magnúsína ólst upp í Fögrubrekku í Vík í Mýrdal og átti góða æsku. Hún dvaldi heima fram yfir fermingu og gekk í barnaskóla í Vík. Hún var eftir það átta sumur í vist í Suður-Vík, sem var mikið menningarheimili. Hún sótti ýmis sauma- og matargerðarnámskeið sem boðið var upp á í Víkinni. Magnúsína var tvo vetur í vist í Reykjavík. Eftir sviplegt fráfall föður síns 1941 tók hún þá vinnu sem bauðst, var m.a. ráðskona á sandinum, í slögtun og við þvotta hjá Bretunum í Hveragerði. Eftir giftingu flutti hún ásamt manni sínum og nýfæddu barni til Reykjavíkur og voru þau í leigu- húsnæði næstu árin, en festu svo kaup á íbúð í Gnoðarvogi 20, þar sem þau hafa búið síðustu 47 árin. Mikill gestagangur var á heimili þeirra hjóna. Magnúsína helgaði sig uppeldi barna sinna, en vann í áratugi við ræstingar í Voga- skóla. Eftir að börnin komust á legg sótti hún ýmis hannyrðanám- skeið. Þá dvöldu þau hjón lang- dvölum í sumarbústað sínum und- ir Eyjafjöllum. Útför Magnúsínu verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elskuleg amma mín hefur nú sagt skilið við þennan heim. Við ástvinir hennar sitjum eftir með sorg og söknuð í hjarta en um leið þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með henni. Það hvarflaði ekki að mér þegar ég kvaddi Möggu ömmu um jólin að þetta yrði í síðasta skipti sem ég sæi hana heima í Gnoðarvogi þar sem amma og afi hafið búið síðan ég man eftir mér og miklu lengur en það. Það er tómlegt til þess að hugsa að ég eigi aldrei aftur eftir að sitja með ömmu við eldhúsglugg- ann og spjalla og hún reyni í leið- inni að sannfæra mig um að borða bara eins og eina kökusneið í við- bót. Eða að ég eigi aldrei aftur eftir að heimsækja ömmu og afa í sum- arbústaðinn þeirra undir Eyjafjöll- um en þangað tóku þau afi okkur barnabörnin oft með þegar við vor- um krakkar. En minningarnar um þessa tíma hjálpa þó til við að fylla upp í það tómarúm sem myndast við fráfall Möggu ömmu minnar. Ég var svo lánsöm að ná að fljúga heim til Íslands til að kveðja ömmu daginn áður en hún kvaddi þennan heim. Hún var nývöknuð þegar ég og mamma komum í heimsókn á gjörgæsludeild Landspítalans og þrátt fyrir að vera orðin alvarlega veik var hún ákaflega glöð að sjá okkur eins og alltaf þegar hún fékk fólkið sitt í heimsókn. Við rifjuðum upp að brátt myndi enn eitt barna- barnið verða stúdent og einnig sýndum við ömmu myndir af litla langömmubarninu hennar. Stolt ömmu minnar leyndi sér ekki enda voru gleði og sigrar ástvina hennar eigin sigrar og hún fylgdist ávallt vel með því sem var að gerast í lífi fólksins síns. Þegar ég stóð við dánarbeð ömmu minnar daginn eftir og horfði yfir þann stóra hóp afkom- enda og tengdabarna sem var þar samankominn til að kveðja var svo augljóst hversu mikið hún skilur eftir sig. Það er eins og afi sagði svo fallega rétt eftir að hún kvaddi, henni verður aldrei þakkað nóg- samlega. Hvíl í friði, elsku amma Margrét Einarsdóttir. Nú er hún elsku amma farin og kemur aldrei aftur. Hún var alltaf svo blíð og góð og við munum alltaf muna skemmtilegu stundirnar með henni. Hún gaf sér alltaf tíma til að spjalla og föndra eða spila þegar svo bar undir. Við komum til með að sakna hennar mjög mikið og það verður tómlegt að koma í Gnoðar- voginn eftir að hún er farin. Nú er sál þín rós í rósagarði guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna af hausti. (Ragnhildur P. Ófeigsdóttir.) Hvíl þú í friði, elsku amma. Arna Rut og Eva Lind. Elsku systir, takk fyrir allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þökkum allar góðar stundir, við- urgjörning og símtöl sem aldrei verður fullþakkað. Elsku Óli og þín góða fjölskylda, við sendum ykkur innilegar sam- úðarkveðjur. Guð veri alltaf með ykkur og gefi ykkur ljós. Þín systir Sigríður. Magga frænka er látin. Alltaf var hún sama góða frænkan og hitt- umst við oft, ef eitthvað var um að vera í fjölskyldum okkar, svo sem afmæli eða ættarmót. Enn fremur var hún boðin og búin að hjálpa mér í veikindum mínum en ég greindist með krabbamein. Dóttir þeirra hjóna, Inga, lést úr þessum sjúkdómi fyrir nokkrum árum og varð þeim mikill harmdauði. Marg- ar ánægjustundir áttum við þó saman. Þórunn Jónsdóttir frænka tengdi okkur saman enda hittum við hana oft síðustu árin sem hún lifði. En lífið heldur áfram. Við hjónin ræktuðum kartöflur og færðum Möggu frænku og Óla manninum hennar og nú síðast í haust vorum við þá með þeim hjón- um í góðu yfirlæti og nutum gest- risni þeirra í hvívetna, en þau voru einstaklega góð heim að sækja. Börn þeirra komu oft og var þá glatt á hjalla og ánægjulegt að fá barnabörnin í heimsókn, þau voru svo dugleg að hjálpa til ef með þurfti. Mjög gott samband var og milli Guðrúnar dóttur þeirra hjóna og Kristbjargar dóttur okkar en þær dvöldu lengi í Svíþjóð og áttu margt sameiginlegt. Nú er Magga frænka öll. Ég vil þakka þér alla hugulsemina og tryggð í minn garð og votta eig- inmanni þínum og ættingjum öllum mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Guðmunda K. Jónsdóttir. Magga var kona Óla bróður hans pabba, svo elskuleg og kærleiksrík. Við leiðarlok hverfur hugurinn austur í sveitir, til bernskunnar og upp koma kærar minningar um þessa glæsilegu konu sem kvaddi okkur rétt fyrir páska. En páskarn- ir eru einmitt hátíð okkar kristinna manna þar sem við fögnum uppris- unni og fyrirheiti Guðs um eilíft líf. Mildur og kitlandi hlátur báru því vitni að Magga og Óli voru kom- in í sveitina, það var alltaf tilhlökk- unarefni, því þeim fylgdu líka leik- félagar. Frænkur sem voru mér eins og eldri systur, líka Svenni og Bói sem voru eins og hinir strák- arnir. Það var líka voða spennandi að kíkja við í Gnoðarvoginum og ærsl- ast í leikjum með borgarbörnunum og njóta góðra veitinga og elsku- legs viðmóts í alla staði. Mig langar að þakka samfylgdina sem var mér mikils virði og veit að góðar minningar um góða konu munu ylja og hugga í sorginni. Í hugum okkar er vaxandi vor, þó vetri og blási kalt. Við sáðum fræjum í íslenska auðn og uppskárum hundraðfalt. Við erum þjóð, sem er vöknuð til starfa og veit, að hún sigarar allt. (Davíð Stef.) Minningin lifi. Ester Sveinbjarnardóttir. MAGNÚSÍNA GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis í Mávahlíð 1, lést á dvalarheimilinu Grund miðvikudaginn 19. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Erlingur Kristjánsson, Anna Sigurðardóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, Kristján G. Kristjánsson, Guðrún Kristinsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Móðir okkar, amma, langamma og langalang- amma, SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Sóltúni 2, áður Hörðalandi 14, er látin. Kristín Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Ragnar Þ. Guðmundsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.