Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 37
MINNINGAR
vöndinn stóra í fánalitunum, sem
hann færði mér í minningu bónda
míns 27. mars sl.
Sigrún Björnsdóttir, fyrrv.
skólastjóri Nýja tónlistar-
skólans.
„Þakka þér fyrir“ er eins og klisja, sjálf-
sögð, úr sér gengin. Það sem þú hefur
gert fyrir mig verðskuldar annað og meira
en þrjú slitin og þreytt orð. En vita máttu
að hjálp þín og hamingjan sem þú hefur
fært mér hefur rennt styrkum stoðum
undir líf mitt.
(Helen Tomson.)
Sigurður Demetz Franzson kom
hingað til lands sem vorboði söng-
gyðjunnar frá Tíról í ítölsku Ölp-
unum þar sem tónarnir flæða á milli
fjallanna. Hann kom með rótgróna
menningu í söng og tók að kenna
okkur mörlandanum listina að
syngja.
Við hjónin kynntumst þessum
mæta manni, Demma eins og við
kölluðum hann stundum, þegar
hann kom að kenna söng og radd-
þjálfun hjá Karlakór Keflavíkur árið
1959. Allt frá þeim tíma höfum við
notið góðs vinskapar við Demetz og
Þóreyju konu hans meðan hún lifði.
Að heimsækja þau var frábært.
Alltaf tekið á móti manni með opn-
um örmum og veisluborði, sérstak-
lega var lasanjað stórkostlegt. De-
metz var þannig gerður að ef
eitthvað var gert fyrir hann vildi
hann alltaf borga það tvisvar til
baka.
Það var mikil lyftistöng fyrir
Karlakór Keflavíkur að fá notið leið-
sagnar Demetzar. Eftir veru á
Norðurlandi kom hann aftur til
kórsins árið 1980 og þá sem stjórn-
andi hans. Í þrjú ár naut Karlakór
Keflavíkur krafta hans og náði góð-
um árangri og fór Demetz meðal
annars með kórinn í frábæra ferð á
heimaslóðir sínar í Tíról.
Demetz var ákaflega ljúfur, elsku-
legur og góður kennari enda hafa
margir nemendur hans í karlakórn-
um lagt söng fyrir sig með góðum
árangri.
Sigurður Demetz var heiðurs-
félagi Karlakórs Keflavíkur og
þakka kórfélagar honum ánægjuleg-
ar stundir liðinna ára.
Við hjónin og fjölskylda okkar
þökkum af alhug góða vináttu og
samverustundir til margra ára.
Genginn er einstakur maður og góð-
ur vinur sem við söknum sárt.
Megi heimkoma hans á vald ör-
laganna verða eins og ljúfur söngur.
Fari hann í friði og með Guðsbless-
un.
Haukur Þórðarson, fyrrv.
form. Karlakórs Keflavíkur.
Kveðja frá vinum fyrir norðan
„Það kom söngfugl að sunnan“ ár-
ið 1955. Hann flaug frá tignarlegu
og fögru landsvæði á Ítalíu, þar sem
ljós Dolomítafjöllin höfðu löngum
bergmálað rödd hans og bar þaðan í
brjósti sér blik morgunsins og
neista gleðinnar. Neista sem tendr-
aði hér loga í brjósti svo margra
söngfugla, jafnt ungra sem aldinna,
neista sem tendraði logandi tóna í
sálarhörpum þeirra. Í hörpum sem
lengi munu hljóma enda þótt „söng-
fuglinn að sunnan“ tendri nú tóna á
nýjum slóðum, þar sem Dolomítarn-
ir bergmála að eilífu.
Sigurður Demetz tók mér og fjöl-
skyldu minni opnum örmum er við
flugum heim í hreiðrið okkar á Ak-
ureyri haustið 1970. Þar vorum við
kollegar í kennslu við Tónlistarskól-
ann á Akureyri um árabil.
Við urðum mestu mátar og mér
fannst sem vinátta hans og innileg
glaðværð gæddi oft veturinn rödd
vorsins og samverustundirnar birtu
sólarupprásarinnar.
Vinátta okkar var ósvikin og þessi
„söngfugl að sunnan“ var óþreyt-
andi í að kenna mér að njóta lands-
ins míns og auðlegðar þess, jafnvel
betur en nokkur annar.
Þetta einstaka við að vera sveita-
og heimsmaður var honum svo eðli-
legt, það að vera karlsson og kóngs-
son í senn.
Allir söngfuglarnir sem „maestro“
Demetz hefur kennt að beita vængj-
um söngsins, fljúga vítt um geim og
sumir í hæstu hæðir.
Megi allur hinn mikli fuglaskari
syngja Demetz þakkaróð.
Við Lalla syngjum hér fyrir norð-
an lágum en einlægum rómi kærum
Demetz þakklæti fyrir allt og allt.
Jón Hlöðver Áskelsson.
Fyrir röskum tveimur áratugum
hófust kynni mín af Demma og
Eyju. Demmi var frá upphafi mikill
áhrifavaldur á líf mitt eins og
margra annarra sem honum kynnt-
ust. Ekki var hann aðeins lærifaðir
og fróðleiksbrunnur sem aldrei virt-
ist þverra, heldur og góður vinur og
ráðgjafi allt til síðasta dags.
Um hans farsæla feril sem kenn-
ara þarf ekki að fjölyrða enda hefur
fjöldi nemenda hans gert garðinn
frægan. Söngferill hans varð ekki
lengri en á annan áratug en þrátt
fyrir það náði hann til æðstu met-
orða og söng á nokkrum af virtustu
sviðum Evrópu enda var hann
gæddur frábærum tónlistarhæfileik-
um og vel mælandi á nokkrum
tungumálum. Hann kom úr ítölsku
söngumhverfi fyrri hluta síðustu
aldar þar sem skólun var í hæsta
gæðaflokki en þar að auki naut hann
hins austurríska aga úr heimahög-
unum í Tíról. Grunnur hans sem
söngvara var því vel byggður. En líf
hans einkenndist af örlagaríkum
sveiflum. Hann steig krappan dans
við alvarlega sjúkdóma en með
þrautseigju sigraðist hann á þeim
erfiðleikum. Hann hélt ávallt æðru-
leysi sínu og var fullur af þakklæti
fyrir það sem Guð lét honum í té.
Þegar ferli hans sem söngvara lauk
tók við enn farsælli og mun lengri
ferill hans sem kennara. Tónlistin
var honum sannarlega allt. Hann
var líka Guði þakklátur fyrir að hún
var aldrei tekin frá honum.
Fátt hefur fengið meira á Demma
en að missa Eyju og má segja að það
hafi dregið úr lífsviljanum en með
hjálp góðra vina og ástar á listum
náði hann aftur að finna lífsgleðina.
Aftur naut hann þess að sækja þá
tónlistaratburði sem áður höfðu átt
hug hans og hjarta og helst sat hann
á fremsta bekk ef því varð komið við
enda mátti ekkert fram hjá honum
fara.
Fáum dögum fyrir þau veikindi
sem enduðu hans löngu ferð, brá
hann sér í Íslensku óperuna að
fylgjast með nýrri kynslóð söngvara
reyna sig í alvöru verkefni. Vilji
hans var slíkur og ást á tónlistinni
svo mikil að það héldu honum engin
bönd. Gleðin sem geislaði af þessum
93 ára manni þegar hann fylgdist
með sýningunni líður mér örugglega
aldrei úr minni. Á eftir rifjaði hann
svo upp þá daga þegar hann fyrst
kom til landsins og þá ótrúlegu
framför sem hann hafði lifað á 50 ár-
um. Jávæður og bjartsýnn á glæsta
framtíð tónlistarinnar fór hann heim
á herbergið sitt í Sóltúni og ég vissi
að nú var Demmi sáttur við Guð og
menn. Þar má segja að leiðir okkar
hafi skilið í síðasta sinn. Óeigin-
gjarnt starf Demma í þágu tónlistar
hefur skilað okkur listamönnum sem
halda áfram að auðga menningarlíf
íslensku þjóðarinnar. „Börnin“ hans
munu nú miðla af sinni kunnáttu til
komandi kynslóða. Þannig mun arf-
leifð Demma gamla haldast hjá okk-
ur Íslendingum um ókomna tíð.
Þessi fátæklegu orð ná ekki að
túlka það þakklæti sem ég ber til
Demma. Hann kenndi mér svo
margt sem ekki er hægt að lýsa í
orðum. Sjálfur hitti ég hann of sjald-
an síðustu árin en þegar við hitt-
umst var bæði slegið á létta strengi
og talað um heimspekileg málefni.
Þar kom Demmi oft á óvart. Hann
benti manni á hluti sem maður hafði
aldrei leitt hugann að og eftir góða
heimsókn hafði maður um margt að
hugsa. Þannig hélt hann áfram að
kenna mér þótt við hefðum lagt
söngæfingar á hilluna á okkar fund-
um fyrir mörgum árum.
Gunnar Guðbjörnsson.
Það var mikil gæfa fyrir mig sem
ungan leikara að kynnast Demma,
eins og við kölluðum hann öll. Hann
var þá þegar orðinn einn alfremsti
söngkennari landsins og allir sem
voru að nema söng eða raddbeit-
ingu, hvort sem um var að ræða óp-
erusöng, ljóðasöng eða túlkun á leik-
sviði, vildu komast til Demma.
Þegar ég rifja þetta upp núna og
minnist allra þeirra góðu stunda
sem við áttum saman, bæði í Nýja
tónlistarskólanum og meðal vina,
verður það ennþá ljósara í huga mér
hversu djúp áhrif hann hafði á mig.
Í gegnum námið tókst með okkur
góð vinátta sem entist alla tíð. Án
þess að á nokkurn sé hallað er það
ekki ofsögum sagt að Demetz hafi
verið einn áhrifamesti söng- og
raddþjálfunarkennari okkar Íslend-
inga. Sú söngtækni sem hann miðl-
aði fyrst og fremst var hinn svokall-
aði ítalski skóli og var öll hans
kennsla byggð á þeim grunni. Menn
hafa löngum deilt um ágæti hinna
ýmsu skóla í söngfræðunum en
hægt er nánast að fullyrða að ítalski
skólinn er sá skóli sem hefur skilað
mönnum hvað lengst.
Söngferill hans sjálfs var stuttur
en glæsilegur. Hann veiktist illilega
sem ungur maður og röð atvika varð
til þess að hann hætti sjálfur að
syngja sem atvinnumaður. Stundum
fannst mér ég skynja vissan bitur-
leika hjá honum gagnvart örlögun-
um, en það stóð stutt því lífsgleðin
var honum í blóð borin í svo ríkum
mæli að hann smitaði út frá sér í all-
ar áttir. Leiklistarhæfileiki hans var
líka mjög magnaður og átti hann
mjög auðvelt með að setja sig inn í
hinar ýmsu persónur og leika þær í
botn, hvort sem var um að ræða
gaman eða alvöru. Hann var mikill
tilfinningamaður og fór ekki dult
með hvað honum fannst um lífið og
tilveruna, en alltaf setti hann það
fram af hlýju og væntumþykju og
áhuga fyrir listinni og lífinu. Þetta
gerði það að verkum að allir sem
kynntust honum tengdust honum
vináttuböndum sem héldust alla
ævi.
Í mörg sumur starfaði Demetz
sem leiðsögumaður á Íslandi. Hann
fór bæði með landa sína, aðra Evr-
ópubúa og Ameríkumenn um Ísland
og kynnti fyrir þeim dásemd náttúr-
unnar og sögu þjóðarinnar. Hann
var mikill tungumálamaður sem
nýttist honum vel í því starfi. Á
haustin kom hann úthvíldur og hlað-
inn orku í skólann, tilbúinn að takast
á við það krefjandi starf sem söng-
kennsla er. Margar góðar stundir
áttum við nemendur hans og vinir
heima hjá honum og Eyju konu
hans þegar þau efndu til matar-
veislu. Það var alltaf mjög spenn-
andi viðburður því oft kom frumlegt
útspil úr eldhúsinu. Svo var spjallað
vítt og breitt og endað á því að
syngja. Eyja var yndisleg mann-
eskja sem gott var að heimsækja.
Það var honum þungt áfall þegar
hún féll frá fyrir allmörgum árum.
Kæri vinur og lærifaðir, þegar ég
sit hér við tölvuna og rifja upp þess-
ar ljúfu minningar, langar mig að
þakka þér vináttuna og leiðsögnina,
þú áttir langa og viðburðaríka ævi,
þú miðlaðir öllu því besta sem þú
kunnir og það geymi ég. Öllum að-
standendum sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur og bið góðan
guð að blessa þig alla tíð.
Jóhann Sigurðarson.
Haustið 1990 kom þrjóskur sex-
tán ára stelpukjáni inn á skrifstofu
hjá Ragnari Björnssyni heitnum,
skólastjóra í Nýja tónlistarskólan-
um, og tilkynnti honum að þangað
væri hún mætt í söngnám. „Já,“
svaraði hann, „ég skal athuga hjá
hverjum er laust.“ „Nei,“ kom svar-
ið, „ég ætla til hans Demetz.“
Nokkrum dögum seinna fór þessi
sami kjáni á Ljósvallagötuna að
syngja fyrir il maestro. „Þú ert allt
of ung!“ sagði gamli maðurinn, „ég
skal taka þig en þú færð bara að
syngja æfingar fyrsta árið.“ Ekki
gekk það nú eftir, en alla tíð var ég í
hans augum „litla mín“, sama hvað
ég stækkaði og eltist.
Svona byrjaði 16 ára yndislegt
vinasamband okkar Demma. Hann
hugsaði svo vel um mig, passaði
röddina mína og kenndi mér svo
margt, frá honum hef ég allan
grunninn í raddbeitingu og meira til.
Hann kenndi mér virðingu fyrir tón-
listinni, sjálfri mér og lífinu. Hann
var alltaf til staðar fyrir mig, þótt
þeir tímar kæmu sem ég var ekki að
standa við minn hluta, ég hefði átt
að vera miklu duglegri í náminu,
miklu virkari og seinna miklu dug-
legri við að halda sambandinu.
Og ég man svo margt. Óendanleg
hlý bros og faðmlög. Spagetti gor-
gonzola í hádeginu á Fossagötunni.
Langa eftirmiðdaga við spekúl-
asjónir um músík og hlustun á gaml-
ar plötur og kassettur. Demma á
nærri öllum tónleikum hjá mér, sitj-
andi á fremsta bekk að hvetja mig
áfram og stundum að benda á það
sem betur mætti fara því hann var
alltaf að kenna, alveg fram á síðustu
stund. Og nú síðustu mánuði löng
samtöl um lífið og tilveruna á
Landakotsspítala og Sóltúni þar
sem oft var greinilegt að Demmi var
að gera upp ævina og söngferilinn.
Farðu í friði, elsku Demmi minn,
og takk fyrir allt og allt. Ég á alltaf
eftir að sakna þín.
Hallveig Rúnarsdóttir.
Fleiri minningargreinar um
Sigurð Vincenzo Demetz Franz-
son bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga. Höfundar
eru: Hrönn Magnúsdóttir, Ævar
Kjartansson og Manlio og Sigríður
Candi.
Elskulegur sonur minn,
SIGURÐUR GEIR ÓLAFSSON,
andaðist mánudaginn 17. apríl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Herdís Björnsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og dóttir,
KRISTÍN TÓMASDÓTTIR,
Borgarhrauni 35,
Hveragerði,
andaðist að morgni mánudagsins 17. apríl.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn
25. apríl kl. 14.00.
Hallmundur Andrésson,
Tómas Rúnar Andrésson,
Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, Guðmundur Birgir Smárason,
Andrés Heiðar Hallmundsson,
og barnabörn.
Tómas Jónsson, Sigrún Stefánsdóttir.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ELÍN DAGMAR GUÐJÓNSDÓTTIR,
Hjallaseli 55,
áður Æsufelli 2,
sem lést miðvikudaginn 12. apríl, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. apríl
kl. 13.00.
Guðjón Þórir Þorvaldsson, Eygló Valdimarsdóttir,
Jónas Þorvaldsson, Heiðbjört Guðmundsdóttir,
Erla M. Fredriksen,
Steingrímur Þorvaldsson, Helga Sigurjónsdóttir,
Snorri Þorvaldsson, Gróa Sigurjónsdóttir,
Elín Þorvaldsdóttir, Vigfús Helgason,
Haukur Þorvaldsson, Björg Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar og dóttir,
KRISTÍN ÓLÖF MARINÓSDÓTTIR
NORDQUIST,
Svíþjóð,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn
18. apríl.
Jóhanna Clausen,
Ragnar Már Knútsson,
Gunnar Örn Knútsson,
Elsa Björk Knútsdóttir,
Rósa Knútsdóttir,
Sigríður Knútsdóttir,
Kristín Ólöf Knútsdóttir,
Knútur Kristján Knútsson,
Marinó Knútsson,
Elísabet Sigurðardóttir.
Lokað
Íslenska Ameríska er lokað eftir hádegi í dag, föstudaginn
21. apríl, vegna útfarar GÍSLA SIGURÐSSONAR.
Íslenska Ameríska.