Morgunblaðið - 21.04.2006, Síða 53

Morgunblaðið - 21.04.2006, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 53 SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI gustu gamanmynd ársins. BYGGÐ Á ÓTRÚLEGUM SÖNNUM ATBURÐUM MEIRA EN HETJA. GOÐSÖGN. FAILURE TO LAUNCH kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 FAILURE TO LAUNCH lúxus VIP kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 FIREWALL kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16.ára. V FOR VENDETTA kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16.ára. WOLF CREEK kl. 8 - 10:10 BASIC INSTINCT 2 kl. 8:15 - 10:30 B.i. 16.ára. EIGHT BELOW kl. 3:45 - 6 LASSIE kl. 6 BAMBI 2 M/- Ísl tal kl. 4 FAILURE TO LAUNCH kl. 6 - 8:15 - 10:20 FIREWALL kl. 6 - 8:15 - 10:30 B.i. 16.ára. WOLF CREEK kl. 8:15 - 10:30 EIGHT BELOW kl. 6 N I N G Með hinum eina sanna Harrison Ford. Mögnuð spennumynd frá byrjun til enda. eee - VJV topp5.is ýta út úr hreiðrinu ÞITT ERVALIÐ Ummmm... BAGUETTE Nýtt ogbrakandi ferskt! SMÁRALIND • ESSO ÁRTÚNSHÖFÐA • ESSO FOSSVOGI N ÝT T E N N E M M / S ÍA / N M 2 13 3 5 Hvað segirðu gott? Ég segi bara allt gott, ekki annað hægt því sumarið er að koma. H5N1 eða UB40? (spurt af síðasta aðalsmanni, Snorra Snorrasyni) Ég þarf alveg að hugsa mig tvisv- ar um hvort ég vil fá banvænan sjúkdóm eins og fuglaflensuna eða hlusta á UB40. Ef ég hefði verið spurð hvaða hljómsveit ég hataði mest hefði ég án efa valið UB40. Kanntu þjóðsönginn? Já, ég kann textann en ég myndi ekki einu sinni syngja hann fyrir sjálfa mig í sturtu. Á þjóðsöngur ekki að vera söngur sem öll þjóðin getur sungið? Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert? Ég fór til New York í janúar að heimsækja vinkonu mína. Tískuvik- an var einmitt í gangi meðan ég var þarna og við gátum fylgst með henni. Tvímælalaust uppáhalds- borgin mín. Uppáhaldsmaturinn? Ætli það sé ekki flestallt sem kærastinn minn eldar, og þá að- allega einn asískur réttur sem hann eldar stundum fyrir mig. Svo klikk- ar jólamaturinn hennar mömmu aldrei. Bragðbesti skyndibitinn? Ætli það sé ekki KFC (í hófi). Besti barinn? Enginn í sérstöku uppáhaldi eins og er, ég fer þar sem vinir mínir eru hverju sinni. En það er svona að- allega Prikið, Kaffibarinn og Sirkus. Hvaða bók lastu síðast? Ég held að síðasta skáldsagan sem ég las hafi verið The Da Vinci Code. Ég hef mikinn áhuga á bók- um og tímaritum um tísku og hönn- un. Hvaða leikrit sástu síðast? Ég fer ekki oft í leikhús en þegar ég fer skemmti ég mér rosalega vel, síðasta leikrit sem ég sá var Woy- zeck í Borgarleikhúsinu. Það var allt skemmtilegt við þessa sýningu. En kvikmynd? Síðasta alvöru myndin sem ég sá var Brokeback Mountain. Ég held að ég hafi sjaldan grátið eins mikið yfir einni mynd. Hvaða plötu ertu að hlusta á? Ég hlusta á mjög fjölbreytta tón- list en sú plata sem er vinsælust hjá mér núna er Playboy með Hot Chip. Uppáhaldsútvarpsstöðin? Hlusta ekki mikið á útvarp en þegar ég hlusta á útvarp er það Rás 2. Besti sjónvarpsþátturinn? Að sjálfsögðu Bak við böndin. Gætirðu hugsað þér að taka þátt í raunveruleikaþætti í sjónvarpi? Nei, aldrei! Konseptið er þreytt. G-strengur eða venjulegar nærbuxur? Það fer algjörlega eftir líðan hverju sinni og í hverju maður er. Helstu kostir þínir? Ákveðin, samkvæm sjálfri mér og hreinskilin. En gallar? Ég held að minn mesti ókostur sé að ég er mjög, mjög óstundvís, allt- af svona 15 til 20 mínútum of sein, og svo hefur skipulagsleysi háð mér dálítið upp á síðkastið. Besta líkamsræktin? Ég er ekki neitt rosalega dugleg í að stunda líkamsrækt en mér finnst afar afslappandi að fara í góðan göngutúr. Helst með einhverjum skemmtilegum svo maður geti spjallað á meðan. Hvaða ilmvatn notarðu? Eins og er Gucci Pink. Ertu með bloggsíðu? Nei, hef ekki áhuga, það er alveg fáránlegt hvað sumt fólk setur inn á þessar bloggsíður sínar. Pantar þú þér vörur á netinu? Já! Ég er eBay-fíkill, maður get- ur fengið allt þarna sem mann dreymir um og það besta er að mað- ur getur verslað allan sólarhringinn. Flugvöllinn burt? Já, burt með þennan blessaða flugvöll og gerum eitthvað mun merkilegra við þetta landsvæði. Hvað viltu spyrja næsta viðmælanda okkar um? Horfirðu á Bak við böndin og ef svo er, hvað finnst þér um þáttinn? Íslenskur aðall | Ellen Loftsdóttir Óstundvís og hatar UB40 Morgunblaðið/Ómar „Síðasta alvöru myndin sem ég sá var Brokeback Mountain. Ég held að ég hafi sjaldan grátið eins mikið yfir einni mynd.“ Aðalskona vikunnar er annar stjórnandi þátt- arins Bak við böndin á Sirkus. Hún starfar einnig sem plötusnúður og vinnur hjá fatafram- leiðandanum Nikita. Útbreiddasta dagblað Bretlands,æsiblaðið The Sun, bað í fyrra- dag bandarísku leikkonuna Teri Hatcher afsökunar á að hafa birt frétt þess efnis að hún hefði haft mök við menn í bíl fyrir utan heimili sitt. Segir blaðið ekkert hæft í frétt- inni. Blaðið biður Hatcher afsökunar á „þeim óþægindum sem fréttin kann að hafa valdið“. Að sögn lögmanna Hatchers hefur blaðið ennfremur fallist á að greiða henni skaðabætur og kostnað. Þá hafi tímaritið Heat einnig fallist á að biðjast velvirðingar á að hafa birt þessar sömu aðdróttanir í ágúst. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.