Morgunblaðið - 13.05.2006, Side 2

Morgunblaðið - 13.05.2006, Side 2
2 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UM 200 FÓRUST Í ELDI Allt að 200 manns brunnu til bana í eldi sem blossaði upp í olíuleiðslu nálægt þorpi í Nígeríu í gær eftir að þorpsbúar höfðu borað göt á leiðsl- una til að verða sér úti um eldsneyti. Hornsteinn lagður Hornsteinn að stöðvarhúsi Kára- hnjúkavirkjunar í Valþjófsstaðar- fjalli, Fljótsdalsstöð, var lagður í gær. Á fimmta hundrað gestir voru viðstaddir. Á sama tíma komu rúm- lega 300 manns saman á Austurvelli og mótmæltu lagningu hornsteins- ins. Hvatt til árása á Danmörku Múslímar eru hvattir til að gera árásir í Noregi, Danmörku og Frakklandi á myndbandi sem birt var á netinu í gær. Tilmælin eru frá Líbýumanni, sem tengist al-Qaeda- hryðjuverkanetinu. Hann sagði birt- ingu skopmynda af Múhameð spá- manni réttlæta slíkar árásir. Slæmt ástand á LSH Aldrei hafa fleiri sjúklingar dvalið á Landspítala – háskólasjúkrahúsi og beðið vistunarúrræða en nú. Gangalagnir eru viðvarandi og óger- legt er að veita bráðveikum sjúkling- um mannsæmandi þjónustu, að því er segir í ályktun fundar stjórnenda LSH frá því á fimmtudag. Y f i r l i t Kynningar – Morgunblaðinu fylgir blað Ferðafélags Íslands. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %      &         '() * +,,,                   Voltaren Dolo® (díklófenak kalíum) 12,5 mg töflur. Notaðar við vægum eða frekar vægum verkjum, svo sem höfuðverk, tannpínu og tíðaþrautum. Verkar einnig hitalækkandi. Dragi ekki úr einkennum á nokkrum dögum, skal leita til læknis. Þeir sem eru með eða hafa haft sögu um maga- eða skeifugarnarsár eða skerta lifrarstarfsemi ættu að ráðfæra sig við lækni áður en lyfið er notað. Þeir sem þola ekki acetýlsalisýru, íbuprófen eða önnur bólgueyðandi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Voltaren Dolo®. Notið lyfið ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða lyfjafræðings um milliverkanir við önnur lyf. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Voltaren Dolo fljótvirkt, bólgueyðandi verkjalyf MILLJÓNATJÓN varð þegar eldur kviknaði í skóglendi við Hvaleyrar- vatn ofan Hafnarfjarðar í gær. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna brunans og sendi fjóra dælubíla á staðinn og barðist við eldinn í tvær klukkustundir. 3–4 hektarar af skóglendi brunnu og litlu munaði að eldurinn bærist í þekktan skógarlund, sem Hákon Bjarnason, fyrrverandi skógrækt- arstjóri, ræktaði fyrir um hálfri öld. Að sögn Árna Þórólfssonar, stjórnarmanns í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar, urðu eldinum að bráð tré sem börn í Lækjarskóla í Hafnarfirði gróðursettu á þessu svæði í kringum árið 1980 en trén voru orðin allt að 4 metra há. Árni sagði, að eldurinn hefði skriðið fljótt áfram og verið að stór- magnast þegar Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins kom á svæðið. Slökkviliðið var með talsverðan við- búnað, auk dælubílanna, sjúkrabíla með reykkafara, en vel gekk að slökkva eldinn og tókst að koma í veg fyrir að hann bærist í skógar- lund með mjög hávöxnum trjám. Árni sagði að allt benti til þess að kveikt hefði verið í skóginum en ekki væri vitað hverjir voru þar að verki. Lögreglan í Hafnarfirði hefur ekki fengið kæru vegna íkveikju og hafði ekki hafið rannsókn á eldsupp- tökum í gær. Morgunblaðið/Júlíus Milljónatjón í skógarbruna ÁRNI Stefán Jónsson, formaður SFR, stéttarfélags í almannaþjón- ustu, segir að samningaviðræður milli fulltrúa SFR og svæðisskrif- stofa fatlaðra gangi vel. Samn- inganefnd þessara aðila hittist fyrir hádegi í gær. Árni segir að fundur- inn hafi verið góður og að stefnt sé að því að hittast aftur í hádeginu í dag. „Menn þurftu að reikna aðeins meira og eru að gera sér góðar von- ir um að klára þetta mál um helgina.“ Félagar í SFR sem starfa á sam- býlum og öðrum starfsstöðvum fyr- ir fatlaða hafa farið fram á að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við laun sambærilegra stétta hjá sveitarfélögunum. Þeir hafa boðað til setuverkfalls á miðnætti á mánu- dag, en Árni segir aðspurður að miðað við gang viðræðnanna sé hann bjartsýnn á að ekki verði af verkfallinu. Aldrei sé þó hægt að vita það fyrir víst, fyrr en samn- ingar liggja fyrir. Reikna meira og hittast aftur TVEIR erlendir ferðamenn sluppu með minniháttar meiðsli er þeir lentu í bílveltu á Snæfellsnesvegi í Helgafellssveit í gærkvöldi. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar í Stykkishólmi varð slysið á malar- vegi, sem nýbúið var að hefla, og var fólkið óvant að aka við slíkar að- stæður. Þá segir lögregla belti hafa bjargað því að ekki fór verr enda hafi bíllinn nærri farið heila veltu. Ferðamenn veltu bíl á malarvegi MÖRG sjóræningjaskip, flest skráð í Georgíu, eru nú við veiðar á Reykja- neshrygg. Syn, eftirlitsflugvél Land- helgisgæslunnar, fór í gæsluflug í gærmorgun m.a. til að kanna ástand- ið á úthafskarfaslóð á svæðinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá sjó- ræningjaskipið Evu, sem skráð er í Georgíu, með veiðarfærin úti. Einnig er mynd af olíuskipinu UST IZHMA sem er að þjónusta flotann á Reykja- neshrygg. UST IZHMA var ekki staðið að neinu ólöglegu. Í eftirlitsfluginu sáust auk sjóræn- ingjaskipsins Evu fleiri sjóræningja- skip frá Georgíu en það eru Carmen, Rosita, Juanita, Pavlovsk, Dolphin, Ulla og Isabella. Aflabrögð á svæðinu eru sæmileg að sögn skipstjóra sem eru þar að karfaveiðum, segir í fréttatilkynn- ingu frá Gæslunni. Landhelgisgæslan getur ekki fært erlenda togara, sem stunda ólögleg- ar veiðar á úthafinu, til hafnar en til- kynnt verður um athafnir þeirra til Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- ráðsins sem gerir viðeigandi ráðstaf- anir. Skipin fara á svartan lista og það verður til þess að þau eiga ekki að fá neina þjónustu í höfnum aðild- arríkja ráðsins. Þar er um að ræða Evrópusambandslöndin öll, Rúss- land, Eistland, Færeyjar, Grænland og Noreg auk Íslands. Sjóræningjaveiðar á úthafskarfaslóðum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur vísað frá dómi kröfu Öryrkja- bandalagsins um að viðurkennt verði með dómi, að samkomulag hafi náðst árið 2003 milli Öryrkjabandalagsins og heilbrigðisráðherra um hækkun lífeyris þeirra sem metnir hafi verið 75% öryrkjar eða meira, og að ráð- herra verði gert að viðlögðum dag- sektum að leggja fram frumvarp á Alþingi sem mæli fyrir um laga- breytingar þessu tengdu. Var héraðsdómur að leysa úr frá- vísunarkröfu ríkisins vegna máls- höfðunar ÖBÍ og féllst dómurinn á að vísa aðalkröfu Öryrkjabandalags- ins frá dómi en ekki varakröfu ÖBÍ. Segir í úrskurði dómsins að þótt krafan yrði tekin til greina fælist ekki í því nein ákvörðun um réttindi Öryrkjabandalagsins eða fé- lagsmanna þess. Hvorki félagið né félagsmenn aðildarfélaga Öryrkja- bandalagsins hafi því lögvarða hags- muni af niðurstöðu um þessa kröfu. Varakröfu ÖBÍ ekki vísað frá Öryrkjabandalagið gerði vara- kröfu um að greiðsluskylda hins op- inbera vegna samkomulagsins yrði viðurkennd. Ríkið krafðist þess að þeirri kröfu yrði einnig vísað frá, en héraðsdómur segir, að þótt Öryrkja- bandalagið sé samtök félaga verði talið að því sé heimilt að höfða þetta mál til viðurkenningar á réttindum félagsmanna aðildarfélaga sinna. Þá sé slík hagsmunagæsla í samræmi við tilgang og verkefni Öryrkja- bandalagsins samkvæmt lögum þess. Fram kom í stefnu Öryrkjabanda- lagsins, að Tryggingastofnun ríkis- ins hefði metið það svo í apríl 2003, að það myndi kosta rúmlega 1,5 milljarða króna að efna samkomulag bandalagsins við ríkið. Þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi ársins 2004 hefði verið gert ráð fyrir einum milljarði til efnda samkomulagsins og ríkið hefði ekki enn hækkað grunnlífeyri öryrkja þannig að sam- komulagið hefði verið efnt að fullu. Jón Finnbjörnsson héraðsdómari dæmdi málið 10. maí. Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. flutti málið fyrir ÖBÍ og Einar K. Hallvarðsson hrl. fyrir ríkið. Héraðsdómur vísar frá að hluta kröfum ÖBÍ á hendur ríkinu Lögvarðir hagsmunir ÖBÍ ekki fyrir hendi SIGURSTEINN Másson, formaður ÖBÍ, fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að mál bandalagsins gegn íslenska rík- inu skuli tekið til efnislegrar úr- lausnar. Í yfirlýs- ingu Sigursteins er rakið að dóm- stóllinn hafi vísað aðalkröfu ÖBÍ frá en hún gerði ráð fyrir að heil- brigðisráðherra væri skylt að leggja frumvarp fyrir Alþingi um fullar greiðslur til handa öryrkjum í samræmi við samkomu- lag formanns ÖBÍ og heilbrigðis- ráðherra frá árinu 2003. Hins vegar er fallist á að varakrafa bandalags- ins um viðurkenningu á efni sam- komulagsins og greiðsluskyldu sam- kvæmt því sé tæk til úrlausnar. „Þessi niðurstaða er í sjálfu sér áfangasigur fyrir ÖBÍ enda er þetta aðalatriði málsins. Við erum bjart- sýn á hagstæða niðurstöðu með efnisdómi,“ segir Sigursteinn. Fagnar úrskurði vegna ÖBÍ Sigursteinn Másson FARÞEGI handleggsbrotnaði í árekstri tveggja bíla á Reykjanes- braut til móts við Innri-Njarðvík um klukkan fimm í gær. Önnur slys urðu ekki á fólki í árekstrinum, sem varð til þess að annar bíllinn valt. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var öðrum bílnum ekið yfir á öfug- an vegarhelming en frekari upplýs- ingar um aðdraganda slyssins lágu ekki fyrir í gærkvöldi. Handleggsbrotn- aði í árekstri FRJÓKORNAHRINAN sem barst hingað til lands frá Evrópu virðist í rénun, samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Frjó- tala miðvikudags í Reykjavík fór niður fyrir 100 en fór hæst í 456 daginn áður. Á um það bil fjögurra vikna birkifrjótímabili vorið 2005 fór frjótala aldrei yfir 60. Frjókornin frá Evrópu farin Í dag Fréttaskýring 8 Messur 60/62 Úr verinu 16 Minningar 63/68 Viðskipti 18 Skák 71 Erlent 22/26 Brids 71 Landið 29 Dagbók 74 Akureyri 32 Víkverji 74 Suðurnes 32 Velvakandi 75 Árborg 36 Staður og stund 76 Listir 37 Menning 77/85 Daglegt líf 38/42 Bíó 82/85 Forystugrein 44 Ljósvakamiðlar 86 Úr vesturheimi 46 Veður 87 Umræðan 48/58 Staksteinar 87 * * *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.