Morgunblaðið - 13.05.2006, Page 8

Morgunblaðið - 13.05.2006, Page 8
8 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Við erum í vondum málum, mr. Pútín, frægasta stórskytta Ameríku er komin. Nú standa yfir rann-sóknir á stöðuhumarstofnsins. Þegar Morgunblaðið ræddi við Hrafnkel Ei- ríksson, leiðangursstjóra á rannsóknarskipinu Dröfn, voru þeir á Meðal- landsbug, norðarlega í Skeiðarárdýpinu. „Við er- um um það bil hálfnaðir með leiðangurinn, búnir með vestursvæðið og við Eyjar og höldum núna austur á bóginn,“ sagði Hrafnkell. „Við tökum Breiðarmerkurdýpið næst, síðan Hornafjarðardýpi og loks Lónsdýpið. Við gerum ráð fyrir því að ljúka leiðangrinum í lok næstu viku. Við urðum þeirrar óvæntu ánægju aðnjótandi að fá óvenjugóðan afla norður af Eld- eynni. Þar hefur verið svolítið af stórum humri, en nýliðun síðustu árin mjög lítil eða nánast engin. Nú hafa orðið algjör umskipti á svæðinu og við fengum mikið af yngri humri. Þetta ástand er líkt og við Vestmannaeyjarnar í fyrra. Þá varð vart mikillar nýliðunar eftir mörg mögur ár. Nú brá svo reyndar við að á Selvogsbankan- um og við Eyjar var nánast alveg dautt, en reyndar voru skilyrði erfið. Sjórinn mjög tær og þá veiðist alltaf lítið. Skilyrðin hér í Skaftárdýpinu eru hins vegar mjög góð og við höfum verið að fá góðan afla. Nýliðun virðist góð og töluvert af 9 til 10 ára gömlum humri ásamt yngri. Veiðarnar fyr- ir austan hafa gengið vel í vor og ef heldur fram sem horfir gæti niðurstaða leiðangursins orðið viðunandi,“ sagði Hrafkell. Humarveiðin gekk mjög vel á síðasta ári, en heildarafli varð alls um 1.900 tonn. Það var töluvert umfram kvóta, en skýrist af því að útgerðin nýtti sér vannýttar heim- ildir, sem námu um 200 tonnum frá árinu áður, auk þess sem til- færslur og leyfileg löndun undir- málshumars leiddi til mikils afla. Í fyrra fóru útgerðarmenn fram á að kvótinn þá yrði aukinn um 200 tonn á vertíðinni. Við því var ekki orðið, en kvótinn fyrir þetta fisk- veiðiár var aukinn um það magn og því er leyfilegur afli nú um 1.700 tonn. Hrafnkell segist ekki búast við því að aflinn fari umfram það, vegna þess að í fyrra voru all- ar veiðiheimildir fullnýttar og engar eftirstöðvar fluttar yfir á þetta ár. Veiðist frá fimm ára aldri Humarinn byrjar að veiðast frá fimm ára aldri, en telst þá undir- mál eða til þriðja stærðarflokks. Sex ára telst humarinn að öllu jöfnu til annars stærðarflokks og níu til tíu ára er hann kominn í fyrsta flokkinn. Veiðistofninn er yfirleitt sex til tólf ára humar, en uppistaðan sex til níu ára. Eftir tólf til þrettán ára aldur fer að draga mjög úr fjölda í einstökum árgöngum í aflanum að öllu jöfnu. Hrafnkell segir að mikið af smærri humri í aflanum bendi til góðrar nýliðunar og vaxtar í yngri árgöngum. Það sé því af hinu góða. Með ráðgjöfinni um leyfileg- an hámarksafla, sé meðal annars beitt þeim aðferðum að hún leiði fremur til hámarksnýtingar í verðmætum fremur en magni. Þannig sé veiðinni beint í stærri humarinn, eftir því sem það sé unnt. Auðvitað sæki menn gjarn- an þangað sem veiðin er mest, en sumir vilji heldur taka eitthvað minna af verðmætari humri. „Þar sem leiðangrinum er ekki lokið get ég ekkert sagt til um ný- liðun. Það verður að bíða þar til skýrslan okkar um ástand og horfur kemur út í vor. En annars er óhætt að segja að ástand stofn- ins sé nokkuð gott. Þetta er þó alltaf breytilegt milli svæða. Í fyrra var mjög góð veiði við Eyjar, en slakara fyrir austan vegna mik- ils sjávarkulda. Nú er veiðin góð fyrir austan en léleg á miðsvæðinu og vestursvæðið nokkuð gott,“ sagði Hrafnkell Eiríksson. Heill og lifandi humar Miklar breytingar hafa orðið á humarvinnslunni á síðustu ára- tugum. Fyrst var komið með allan humar óslitinn að landi, en það var fyrst og fremst halinn sem er nýttur. Halinn var þá slitinn frá í landi og garnhreinsaður. Síðan færðist vinnan við að slíta hum- arinn út á sjó, en hefur nú færzt í land á ný. Skýringin á því er sú að til að auka verðmæti humarsins, er hann frystur heill og fluttur þannig út. Þannig fæst mun hærra verð fyrir hann og fer heili humarinn á markaði í sunnan- verðri Evrópu. Sá humar, sem ekki er hægt að frysta heilan, er slitinn og fer halinn ýmist til Bandaríkjanna eða Evrópu. Hornfirðingar hafa verið fram- arlega við að þróa aðferðir við heilfrystingu á humri. Fyrsta til- raunin við að frysta heilan humar var gerð árið 1977 en það gekk að- eins í eitt sumar. Sérstakt átak hófst hjá KASK um 1985 sem fólst í því að auka verðmæti humaraf- urða. Þessi þróun hefur staðið yfir að miklu leyti síðan og nú eru Hornfirðingar, að frumkvæði Frumkvöðlaseturs Austurlands og með aðstoð ýmissa aðila, að þróa leiðir til að flytja út lifandi humar og auka verðmæti hans enn frekar með því. Fréttaskýring | Humarveiði hefur verið mjög góð í vor, einkum á austursvæðinu Humarstofninn virðist standa vel Mikil áherzla er lögð á að auka verðmæti humaraflans, til dæmis með heilfrystingu Bátar fyrir austan hafa mokfiskað í vor. Rannsóknarleiðangri Hafró lýkur í lok næstu viku  Humarvertíðin í fyrra var mjög góð en þá komu um 1.900 tonn að landi. Nú hafa bátar fyr- ir austan verið að mokfiska og útlitið því einnig gott í ár. Haf- rannsóknastofnunin er nú að kanna vöxt og viðgang hum- arstofnsins áður en ráðleggingar stofnunarinnar um heildarafla verða gefnar út í júní. Svo virðist sem staða stofnsins sé einnig góð í ár, en upplýsingar um nýliðun liggja enn ekki fyrir. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL . 11 -18 OG SUNNUDAGA FRÁ KL . 13 -18 ORMSSON · SMÁRALIND · SÍMI 530 2900 · WWW.ORMSSON.IS Velkomin í óvenjulega verslun ORMSSON SMÁRALIND ER ENGIN VENJULEG VERSLUN SAMSUNG LE40R51B 40" Háskerpu LCD Sjónvarp SAMSUNG DVD-125 DVD Upptökutæki og spilari Aðeins kr.: 259.900,- FYRIR BÆÐI TÆKIN! DVD UPPTÖKUTÆKIÐ FYLGIR FRÍTT MEÐ SJÓNVARPINU! HM TILBOÐ! ERTU AÐ SKAPA ÞITT DRAUMAHEIMILI? KOMDU OG SJÁÐU HVAR VIÐ GETUM AÐSTOÐAÐ! HOLLUSTAN BEINT Í ÆÐ! SAFAPRSSAN VINSÆLA KOMIN AFTUR KR. 15.900.- VANDAÐUR ÖRBYLGJUOFN FRÁ AEG KR. 9.900.- RYKSUGA AF BESTU GERÐ FRÁ AEG KR. 8.990.- OPIÐ ALLA HELGINA AF HVERJU AÐ BORGA MEIRA? VANDAÐAR INNRÉTTINGAR FRÁ HTH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.