Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Selfoss | „Það var óneitanlega dálítið spennandi að koma til landsins. Þetta var eins og gefur að skilja öðruvísi og utan við minn heim. Ég var forvitin að vita hvernig væri að búa hérna. Við Afríkanar viljum komast til lands hvíta mannsins til að sjá hvernig aðstæður eru hjá honum og hvort við getum gert eins. Þetta er hugsunarháttur frá fyrri tíð en það er hefð fyrir þessu sem ýtir undir að fólk kynni sér nýjar aðstæður og fræðist um heiminn,“ sagði Dorcas Omane frá Ghana sem býr á Stokks- eyri og rekur Afróbúðina á Selfossi þar sem hún selur vörur frá heima- landi sínu. Dorcas kom til Íslands 19. desember 2002 með eiginmanni sínum sem er ís- lenskur en þau giftu sig í Ghana. Fyrst bjuggu þau á Akureyri í tvo mánuði en fluttu síðan til Stokkseyrar þar sem þau hafa búið síðan með þremur börn- um. Henni finnst best að tala ensku en hefur náð ágætum tökum á íslensku sem hún leggur metnað sinn í að læra. Tengt menningu og list Dorcas er frá borginni Tema sem er aðalhafnarbærinn í Ghana og á stærð við Reykjavík en þar búa samt mun fleiri, eða um 500.000 manns. Hún lauk námi sem ritari og fór síðan í nám sem miðaði að fram- kvæmdastjórastörfum og sölustörfum. „Ég er sölukona í mér og hef gaman af því að standa að verslunarrekstri,“ sagði Dorcas. Hún flutti Afróbúðina nýlega um set á Sel- fossi, úr lítilli skúrviðbyggingu við Eyraveg þar sem hún hafði verið síðan 8. október 2005, í rúmgott húsnæði í hótelbyggingunni við Tryggvatorg. Allt sem er til sölu í búðinni er handunnið úr tré og afurðum dýra í Ghana. Framleiðsla varanna byggist á hefðum, list- sköpun og kunnáttu sem fylgt hefur fjöl- skyldum í landinu. Vörurnar sækir Dorcas til margra héraða víða í Ghana. Það má því segja að hver hlutur í versluninni beri með sér hluta af landinu og menningu þess. Þar má nefna Cedie-skeljarnar sem eru ofnar inn í hálsfesti. Þessar skeljar hafa sögulegt gildi en þær voru notaðar sem gjaldmiðill á fyrri tíð þegar hvíti maðurinn kom að Gullnu ströndinni í Ghana og gaf fólkinu þessar skeljar og fékk gull í stað- inn. Gjaldmiðill Ghana kallast því Ghana Cedis Í versluninni ber mikið á handunnum trévör- um, styttum af dýrum og skúlptúrar af ýmsum gerðum. Þá eru þar vörur úr antilópu- og slönguskinni, töskur og skór. „Svo er ég auð- vitað með trommur,“ segir Dorcas og bætir því við að Ghanabúar fari allir á ið og dans í takt við trommuslátt sé hluti af menningu þeirra. „Reksturinn gengur ágætlega, ég hef flutt inn 3 gáma af vörum frá því ég byrjaði en ég fer í innkaupaferðir til Ghana og kaupi vörur frá ýmsum stöðum og héruðum. Fólkið sem vinnur þessa hluti hefur numið kunnáttuna í handverkinu frá foreldrum sínum eða öðrum ættingjum ásamt því að það hefur listræna hæfileika til þess að skapa þessar vörur í ýms- um myndum. Já, já, fólk spyr oft um það hvaðan ég sé og þegar ég segist vera frá Ghana þá er gjarnan spurt um það hvernig sé að búa þar. Ég reyni að lýsa aðstæðum eins vel og ég get en borgin Tema er til dæm- is mikil alþjóðleg viðskiptaborg með ný- tískulegar aðstæður.“ Menningin er snar þáttur í lífinu „Það tók mig langan tíma að venjast veðrinu hér. Ég klæddi mig mikið en okkur líkar vel hérna. Ég nota frítímann til þess að kynnast aðstæðum og reyni að læra eins mikið og ég get til dæmis af því að horfa á sjónvarpið. Heima er borin virðing fyrir þeim sem fer til annarra landa en ættingjarnir minna mann fljótt á ef þeim finnst maður vera farinn að taka upp siði annarra þegar maður kem- ur heim. Þjóðfélagið okkar er fastheldið á siði og menningu þjóðarinnar. Mér lík- ar mjög vel hérna og er ánægð með líf- ið,“ segir Dorcas sem ekki getur leynt þeim áhuga sínum að kynna Ghana og langar að standa fyrir ferðum til landsins fyrir Íslendinga til að þeir geti kynnst menningunni þar, „Hvernig við lifum á landinu og komumst af. Við segjum að Ghana sé hliðið að Afríku,“ segir Dorcas og bætir stolt við að Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sé frá Ghana. Dans og trommusláttur „Ég er eins og aðrir Ghanabúar alltaf tilbúin að kynna landið mitt hvar sem er,“ segir Dorc- as sem verður með landkynningu í verslun sinni í dag klukkan 15 en þá mun hún og fleiri landar hennar sem dveljast í Reykjavík gefa Selfossbúum og öðrum sem vilja innsýn í ghan- íska menningu með dansi undir trommuslætti. Hún segist einnig, aðspurð, vera tilbúin að heimsækja félög og klúbba, vilji þeir kynnast því sem hún hefur að segja frá Ghana og þeim vörum sem hún hefur upp á að bjóða. „Vörurn- ar hjá mér í búðinni eru á vissan hátt hluti af mér og landinu í gegnum menninguna sem er mjög sterkur og snar þáttur í öllu okkar lífi og við erum mjög ströng í því að halda í hefðir frá fyrri tíð,“ sagði Dorcas Omane verslunarkona með bros á vör. Notar hvert tækifæri til að kynna land sitt og þjóð Eftir Sigurð Jónsson Verslunarmaður Dorcas Omane í verslun sinni, Afróbúðinni við Tryggvatorg á Selfossi. Hún kaupir mikið inn í Ghana. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson ÁRBORGARSVÆÐIÐ Eyrarbakki | Jón Ingi Sigurmundsson opn- aði sína þrítugustu einkasýningu í Óðins- húsi á Eyrarbakka. Á sýningunni eru vatns- lita- og olíumálverk myndir frá ströndinni við Stokkseyri, vestur í Selvog. „Þetta eru stemn- ingsmyndir af húsum og fjörunni en þetta eru mínir uppáhaldsstaðir til að mála,“ sagði Jóns Ingi við opnun sýningarinnar. Sýningin verður opin til 28. maí. Jón Ingi sýnir í Óðinshúsi Stokkseyri | Draugasetrið á Stokkseyri fékk menningarvið- urkenningu Árborgar sem var af- hent í Leikhúsinu við Sigtún á Sel- fossi við upphaf menningarhátíð- arinnar Vor í Árborg sem stendur til 14. maí. Draugasetrið var stofnað 7. nóv. 2003 í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri og hefur starfsemi þess vaxið mjög. Í sumar verður bætt við afþreyingu seturs- ins með álfa- og tröllasetri þar sem þeim íbúum á mörkum veru- leika og ímyndunar verða gerð skil. Þá verða Norðurljósin einnig í brennidepli í menningarverstöð- inni í tengslum við álfana og tröll- in. Inga Lára Baldvinsdóttir, for- maður menningarnefndar Árborg- ar, afhenti menningarviðurkenn- inguna og sagði meðal annars við það tækifæri: „Menningararfurinn nær því aðeins að lifa að hlúð sé að honum.“ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Viðurkenning Forsvarsmenn Draugasetursins tóku við menningarviður- kenningunni; Þór Vigfússon, Bjarni Harðarson og Benedikt Guðmundsson ásamt Ingu Láru Baldvinsdóttur, formanni menningarnefndar Árborgar. Draugasetrið hlaut menningarverðlaun Selfoss | Bifhjólasamtök Suðurlands af- hentu Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslu- manni á Selfossi, framlag í söfnunarsjóð vegna kaupa á fíkniefnahundi til lögregl- unnar í Árnessýslu. Ólafur lýsti ánægju sinni yfir framtaki Bifhjólasamtakanna og sagðist nota hvert tækifæri til þess að lýsa því hversu bif- hjólamenn á Suðurlandi og reyndar landinu öllu væru til fyrirmyndar í umferðinni. „Við þurfum aðstoð ykkar við að halda uppi góðri umferðarmenningu,“ sagði Ólafur.    Styrkja kaup á fíkniefnahundi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Styrkur Baldur Róbertsson afhendir Ólafi Helga Kjartanssyni sýslumanni framlag Bifhjólasamtaka Suðurlands. HM-GRILLTILBOÐ Við höldum með þér! Char-Broil Seguia gasgrill + kassi af Carlsberg léttöli + kippa af 2 lítra Coke + kassi af Prins Polo 27.900,- Verð áður 34.900,- Char-Broil CB gasgrill + kassi af Carlsberg léttöli 12.900,- Verð áður 16.900,- Við færum þér grillið samsett heim og losum þig við gamla grillið. Léttgreiðslur Visa og Euro í 2 til 6 mánuði. HM-tilboðið gildir til 9. júní eða á meðan birgðir endast. Heimsending gildir fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og Akureyri. Permasteel gasgrill +3 mánaða áskrift að SÝN 79.900,- 4.650 ,- léttgr eiðslu r í 6 m ánuð i 13.31 7,- léttgr eiðslu r í 6 m ánuð i 2.150 ,- léttgr eiðslu r í 6 m ánuð i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.