Morgunblaðið - 13.05.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 39
DAGLEGT LÍF Í MAÍ
STARFSMENN Kennarasambands
Íslands ásamt mökum eru nýkomnir
úr fimm daga ferð til Barcelona.
Hannes Þorsteinsson skrifstofustjóri
segir ferðina hafa verið ánægjulega
og lætur vel af fjölbreyttum matseðl-
um á matsölustöðunum og þá sér-
staklega saltfiskréttum.
„Við gistum á fínu hóteli í mið-
bænum, við Römbluna, og þar af leið-
andi vorum við eins og í samkvæmi
fram á rauða nótt,“ segir hann.
– Hvernig var veðrið?
„Hitinn var mátulegur en það hefði
mátt vera sólríkara. Ferðin gekk
mjög vel enda beint flug. Borgin er
falleg og margt að skoða en þetta er í
fyrsta sinn sem ég hef orðið fyrir því
að gerðar voru margar tilraunir til að
ræna mig í útlöndum og konu mína
líka, sem og aðra samferðamenn en
ég held að þeim hafi ekki tekist að
ræna neitt okkar. Vasaþjófarnir eru
það eina sem ég set út á Barcelona.
Þeir eru hreint ótrúlegir. Ég hefði
aldrei trúað þessu. Þetta fór mest í
taugarnar á mér og eins verðlagið á
Römblunni. Það er algert rán að
kaupa þar mat eða drykk. Ef tekin
eru 20 skref út frá Römblunni þá
lækkar verðið um helming. Það eru
skref sem borga sig, fyrir nú utan það
að staðirnir eru mun skemmtilegri
allt um kring.“
– Á hvaða veitingastaði fóruð þið?
„Við borðuðum á „4Gast“,
skemmtilegur staður, frægur fyrir að
hafa verið samkomustaður bóhem-
liðsins og þar á meðal Picassos. Uppá-
haldsstaðurinn okkar var annars La
Taxidermista á La Placa Reial sem er
rétt hjá Römblunni. Ég hef aldrei
fengið jafngóðan saltfisk. Ég hrósaði
honum svo mikið að flestir sam-
ferðamenn okkar fóru þangað. Hann
var ólíkur saltfiski sem ég hef áður
smakkað. Hann var eiginlega alveg
ferskur, hárfínt eldaður og borinn
fram með hvítum baunum og ólífuolíu.
Svakalega góður, bráðnaði uppi í
manni. Ég fékk líka katalónskt salt-
fisksalat. Í því var mikið af hráum
lauk, tómatar og hrár saltfiskur í
litlum bitum. Þetta var skrítinn réttur
til að byrja með en hann vann á.“
– Fóruð þið alltaf öll saman út að
borða ?
„Nei, það var bara einu sinni, þá
fórum við á Montjuic El Xalet, sem er
í hlíðinni ofan við borgina og útsýnið
frábært yfir hana. Þar fengum við
franska línu í matargerð en þess á
milli borðuðum við á ótal tapas-
stöðum.“
– Komstu við á markaðinum á
Römblunni?
„Jú, við fórum þangað. Það var
ótrúlega gaman að sjá allan þennan
fisk og mismunandi gerð af saltfiski í
bitum. Saltfiskurinn hjá þeim er
herramannsmatur og verðið er eftir
því, alls ekki ódýr. Við borðuðum
reyndar líka kálfakjöt í tvígang en ég
hef ekki verið fyrir það svo það var al-
veg nýtt fyrir mig. Það var mjög
gott.“
HVAÐAN ERTU AÐ KOMA?| Fimm dagar í Barcelona
Voldug stytta af Kristófer Kólumbusi er við neðri hluta Römblunnar í
Barcelona, nánar tiltekið á torginu Portal de la Pau.
Ljósmynd/ÁSE
Hannes Þorsteinsson ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Harðardóttur og hjón-
unum Ólafi Loftssyni og Dagnýju Hermannsdóttur.
Varasamir vasa-
þjófar á Römblunni
Morgunblaðið/Ómar
Háskólanám í LBHÍ
grunnur a› framtí›
7
júní
Umsóknafrestur fyrir
skólavist 2006 / 07
Hvanneyri • 311 Borgarnes • s. 433 5000
www.lbhi.is
Umhverfisskipulag
Búvísindi
Náttúru- og umhverfisfræ›i
Skógfræ›i og landgræ›sla
Kynntu flér námslei›ir vi› LBHÍ,
www.lbhi.is