Morgunblaðið - 13.05.2006, Síða 40

Morgunblaðið - 13.05.2006, Síða 40
Icelandair hefur um árabilflogið til tveggja borga áBretlandseyjum, London ogGlasgow. Farþegafjöldi Ice- landair til Bretlands hefur þrefald- ast á einum áratug og því var farið að skoða möguleikana á að bæta við þriðju borginni. Og eftir nákvæma skoðun varð Manchester fyrir val- inu enda borgin vel staðsett, svo að segja miðja vegu milli London og Glasgow. „Manchester er miðpunktur í mjög þéttbýlu svæði í Englandi með álíka marga íbúa og Danmörk, Noregur og Svíþjóð samanlagt, og flugtíminn til Íslands er aðeins tvær og hálf klukkustund,“ segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair. Þegar Manchester ber á góma dettur fólki eflaust knattspyrna í hug fyrst af öllu. Í borginni eru tvö ensk úrvalsdeildarlið, Manchester City og Manchester United, en það síðarnefnda er líklega þekktasta knattspyrnulið í heimi. Ég átti þess kost að fara á leik Manchester United og Arsenal á dögunum og var sá atburður mikil upplifun eins og gefur að skilja. Áhorfendur á leiknum voru rúmlega 70 þúsund talsins, þar af meira en 100 Íslend- ingar, sem skemmtu sér frábær- lega. Enda flestir á bandi Man- chester United, sem vann leikinn 2:0. Leikvangur United, Old Traf- ford, er ævintýraheimur sem fólk ætti að gefa sér góðan tíma til að skoða. Og fyrir áhangendur annarra liða er Manchester heppilegur áfanga- staður því skammt er til Liverpool, sem státar af tveimur úrvalsdeild- arliðum, Liverpool og Everton og einnig er stutt að fara til Bolton, Blackburn og Wigan. En Manchester er ekki bara fót- bolti. Eftir stutta heimsókn til borgarinnar hefur maður sannfærst um að þetta er borg sem býður upp á allt það sem ferðamenn sækjast eftir, sögufræga staði í miðborginni, öflugt menningarlíf, mikið úrval verslana og matsölustaða og fjörugt næturlíf fyrir þá sem slíkt kjósa. Skotinn Ronnie Macaulay hefur unnið fyrir Icelandair um áratuga skeið og hann er nú stöðvarstjóri félagsins á flugvellinum í Manchest- er. Ronnie var spurður að því hvers vegna Íslendingar ættu að leggja leið sína til Manchester. Öflugt skemmtanalíf „Ég trúi því að Íslendingar muni heillast af Manchester,“ segir Ronnie. „Ekki aðeins vegna þess að í borginni er besta og frægasta knattspyrnulið í heimi, heldur einn- ig vegna þess að þar er að finna verslanir af öllum stærðum og gerðum. Öll frægustu versl- unarhúsin er hér að finna og í Man- chester er Trafford Centre, stærsta verslunarmiðstöð Bretlandseyja. Úrval veitingahúsa er gríðarlegt og þau bjóða upp á allar tegundir mat- argerðar. Fyrir áhugamenn um list- ir er margt hnýsilegt að finna, söfn, listaverkabúðir og leikhús, sem bjóða upp á leikrit og söngleiki. Manchester hefur verið útnefnd Menningarborg Evrópu árið 2008 og er því margt spennandi fram- undan í menningarlífinu. Og síðast en ekki síst er skemmtanalífið mjög öflugt, ekki síst um helgar. Það er næstum eins líflegt og í Reykjavík!“ segir Ronnie. Í ferðinni til Manchester á dög- unum gafst ekki tækifæri til að skoða umhverfi borgarinnar, en þar mun að finna margar náttúruperlur. Frægast er vatnasvæðið Lake Dist- rict, sem mun vera ein helsta nátt- úruperla Bretlandseyja. Í hnotskurn: Manchester hefur upp á flest það að bjóða sem ís- lenskir ferðamenn sækjast eftir. Og stóri kosturinn er sá, að hún er ekki jafn yfirþyrmandi stór og höf- uðborgin London.  FERÐALÖG | Borgin er miðpunktur í mjög þéttbýlu svæði í Englandi Manchester er ekki bara fótbolti Reuters Old Trafford, sem kallað hefur verið leikhús draumanna. Hér er Eiður Smári Guðjohnsen í baráttu við leikmenn Manchester United. Ljósmynd/Halldór Kolbeins Götumynd frá miðborg Manchester. Þar er að finna eitthvað við allra hæfi, verslanir, veitingahús og listasöfn. ICELANDAIR hóf fyrir skömmu að fljúga áætlunarflug til Manchester í Englandi. Til að byrja með verður flogið tvisvar í viku, á föstudögum og mánudögum með Boeing 757 þotum félagsins, sem taka 189 far- þega. Ef viðtökurnar verða góðar er áformað að fjölga ferðum. 40 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í MAÍ Áhugaverðir tenglar, þar sem afla má margvíslegra upplýs- inga um það sem Manchester hefur upp á að bjóða: • www.visitmanchester.com • www.manchesteronline.co.uk • www.Manchester.com/ guidebook/tourist.php Norðmenn fljúga mest innanlands Íslendingar nota innanlandsflug að meðaltali 1,23 sinnum á ári. Norð- menn nota innanlandsflug mest allra Evrópuþjóða eða 2,27 sinnum á ári að meðaltali og er það aukning frá fyrra ári um 18%. Austurríkismenn nota frekar annan samgöngumáta því þar er fjöldinn 0,06 innanlands- flugferðir á íbúa að meðaltali, að því er fram kemur í Norway Post. Sambærilega tölur fyrir önnur Evr- ópulönd eru eftirfarandi: 0,75 í Sví- þjóð, 0,74 á Spáni, 0,53 í Portúgal, 0,52 í Finnlandi, 0,48 á Ítalíu, 0,41 í Frakklandi, 0,4 í Bretlandi, 0,25 í Þýskalandi og Danmörku, 0,18 í Ír- landi og 0,11 í Skotlandi. Á ferð um Ísland Bókin Á ferð um Ísland er nú komin út sextánda árið í röð. Ferða- handbókin hefur aldrei verið stærri eða 224 bls. Bókin kemur út hjá Út- gáfufélaginu Heimi og er gefin út á þremur tungumálum; íslensku, ensku og þýsku. Ritunum er dreift í 90.000 eintökum á alla helstu ferða- mannastaði. Í fréttatilkynn- ingu frá Heimi kemur fram að í bókinni er umfjöllun um hvern lands- hluta, þjón- ustulistar sem eru uppfærðir árlega í samstarfi við heimamenn, ásamt kortum þar sem gististaðir, tjaldsvæði og sundlaugar eru núm- eraðar á svæðum utan þéttbýlis. Sambærileg kort eru einnig frá helstu þéttbýlisstöðum. Þá er einnig að finna hálendiskafla með hálendiskorti og þjónustulistum í bókinni. Fremst er síðan að finna ýmsan fróðleik um land og þjóð, það helsta sem er á döfinni í sumar, afþreyingu og margt fleira. Fjöldi ljósmynda, m.a. eftir Pál Stef- ánsson ljósmyndara Heims, skreyta bækurnar og er hægt að kaupa myndirnar á www.heimur.is Bækurnar eru einnig birtar í vefútgáfu á www.heimur.is/world Ritstjóri bók- anna er Ottó Schopka. Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.