Morgunblaðið - 13.05.2006, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 41
DAGLEGT LÍF Í MAÍ
Gönguferðir ÍT-ferða
Mánudaginn 22. maí verður haldinn
kynningarfundur um gönguferðir ferða-
skrifstofunnar ÍT-ferða í Íþrótta-
miðstöðinni í Laugardal. Fundurinn er
haldinn vegna Íslandsheimsóknar Zor-
ans Radetié, samstarfsaðila ÍT-ferða
um gönguferðir í Evrópu.
Zoran mun kynna gönguferðir í Slóven-
íu og Króatíu. Eftir fundinn með Zoran
mun Margrét Árnadóttir, fararstjóri í
haustferð ÍT-ferða til Búlgaríu, fara yfir
þá ferð. Fundurinn hefst kl. 20 og er öll-
um opinn.
Í haust verða ÍT ferðir tíu ára. Á afmæl-
isárinu verður boðið upp á ýmsar nýj-
ungar. Þar má nefna aukna áherslu á
borgar- og boltaferðir fyrir fyrirtæki og
hópa. Einnig eru ÍT-ferðir með marga
nýja staði og mót fyrir íþróttaferðir,
bæði fullorðinna og yngri flokka í helstu
íþróttagreinum. ÍT-ferðir hafa einnig
aukið framboð sitt á golfferðum (t.d. til
La Manga á Spáni) og gönguferðum er-
lendis í samræmi við jákvæð viðbrögð
viðskiptavina úr fyrri ferðum, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu.
Gönguferð í Dólómíta
Úrval-Útsýn og Göngu-Hrólfur standa
fyrir gönguferð um fjalllendi Dólómít-
anna á Norður-Ítalíu 10.–17. júní nk.
Áfangastaður er þorpið Madonna di
Campiglio sem fleiri þekkja sem skíða-
stað en svæðið hefur líka upp á margt
að bjóða að sumri. Dólómítarnir eru
rómaðir fyrir náttúrufegurð, m.a. vegna
sérstæðra bergmyndana. Gist verður í
Madonna allan tímann og gengnar
margar gönguleiðir sem tengjast bæn-
um. Verð á mann í tvíbýli er 104.500
krónur og innifalið er flug, flugvalla-
skattur, gisting á fjögurra stjörnu hóteli,
hálft fæði, akstur og fararstjórn.
Gengið að Húshólma í
Ögmundarhrauni
Gönguhópurinn Ferlir og gönguhópur
Úrvals-Útsýnar, Göngu-Hrólfur, standa
fyrir gönguferð að Húshólma í Ög-
mundarhrauni sunnudaginn 14. maí.
Mæting er á eigin bílum við Krýsuvík-
urkirkju kl. 10.45 á sunnudagsmorgun.
Þaðan er ekið að Latsfjalli þar sem
gangan hefst. Húshólmi í Ögmund-
arhrauni er sagður einstakur í sinni röð
og þar má líta fornar tóftir, grafreit og
fleira frá upphafi Íslandsbyggðar. Þar er
forn skáli sem Ögmundarhraun umlukti
eftir mikið gos sem fræðimenn talja að
hafi orðið um 1151. Hraunið rann ekki
nema að litlu leyti yfir bæinn og sjón er
sögu ríkari, eins og bent er á í frétta-
tilkynningu.
Leiðsögumaður verður Ómar Smári Ár-
mannsson, rannsóknarlögreglumaður
og nemandi í fornleifafræði við Háskóla
Íslands. Ferlir stóð upphaflega fyrir
Ferðahóp rannsóknardeildar Lögregl-
unnar í Reykjavík. Áhugasamt fólk um
Reykjanesið hefur jafnan verið boðið
velkomið í hópinn. Fastur göngutími er
á laugardagsmorgnum og liggur jafnan
fyrir auglýst dagskrá, sem eftirleiðis
mun birtast á vefsíðunni ferlir.is
Nánari upplýsingar um ferðir Ít-
ferða er á www.itferdir.is
Nánari upplýsingar um gönguferð-
ina að Húshólma fást á
www. ferlir.is
steinunnfh@yahoo.uk.com
Frekari upplýsingar um gönguferð
í Dólómíta
www.uu.sérferðir/íþróttir/
gönguferðir www.gonguhrolfur.is_
ókeypis
smáauglýsingar
mbl.is
Hellisvellir ehf.
Uppl. í síma 893 6653
Sími 550 3000
Nýtt frístundaþorp rís á Hellnum
www.iceland.as
Hús til sölu
í stórbrotinni
náttúru
undir Jökli.
Húsin eru til sýnis
laugardaginn 13. maí kl. 12.00-16.00